Mótmæla breytingum á leikskólagjöldum á Akureyri Oddur Ævar Gunnarsson skrifar 10. nóvember 2023 13:40 Breytingarnar á gjaldskrá leikskóla á Akureyri taka gildi eftir áramót. Vísir/Arnar Stéttarfélög á Akureyri saka meirihlutann í bænum um sjónhverfingar í leikskólamálum vegna breytinga á fyrirkomulagi leikskólagjalda fyrir árið 2024. Þetta er meðal þess sem fram kemur í tilkynningu sem sjö stéttarfélög skrifa undir. Líkt og Vísir greindi frá í gær voru breytingarnar kynntar á upplýsingafundum á Microsoft Teams fjarskiptaforritinu síðastliðinn þriðjudag. Tvennum sögum fer af því hvernig fundurinn var. Umræddar breytingar fela í sér gjaldfrjálsan leikskóla í sex klukkustundir á dag, frá 8:00 til 14:00. Anna Júlíusdóttir, formaður Einingar-Iðju sagði fundinn hræðilegan í samtali við Akureyri.net. Heimir Örn Árnason, formaður fræðslu-og lýðheilsuráðs, sagði í samtali við Vísi að fundurinn hefði verið góður og upplýsandi. Hann segir að barnafólki gefist ýmis kostur á að lækka gjöldin. Þjónusta flestra verði dýrari Í tilkynningu stéttarfélaganna segir að útspil bæjarstjórnar virðist einungis vera sjónhverfing því þjónusta sem um 95 prósenta foreldra nýti sér núna muni hækka allverulega um áramótin. Segja félögin að útfærslan muni koma barnafólki illa sama hvar það sé staðsett í tekjustiga. „Fólk með fasta viðveru á lægri launum með mörg börn hafa ekki sama sveigjanleika nema minnka við sig vinnu og eru konur mun líklegri til að minnki við sig starfshlutfall til að þurfa ekki að greiða fyrir viðbótartímann. Það er mikið og erfitt kjaftshögg eftir frábært kvennaverkfall að Akureyrarbær sé að pressa á konur til að vera í hlutastörfum.“ Mótmæla einnig hækkun almennra álaga Stéttarfélögin í Alþýðuhúsinu á Akureyri segjast mótmæla því aharðlega að verið sé að taka upp gjaldtöku sem stuðli að ójafnrétti kynjanna. Þá segjast þau einnig mótmæla því harðlega að almenn álög á bæjarbúa muni hækka um níu prósent um næstu áramót. „Þetta er mjög vont innlegg í vaxta og verðbólguumhverfið sem við búum við í dag og hvetjum við því Akureyrarbæ til að endurhugsa þessar hækkanir og sýna ábyrgð í baráttunni við að ná niður vöxtum og verðbólgu.“ Undir yfirlýsinguna skrifa Byggiðn – Félag byggingamanna, Eining-Iðja, Félag málmiðnaðarmanna Akureyri, Félag verslunar- og skrifstofufólks á Akureyri og nágrenni, Kjölur - Stéttarfélag starfsmanna í almannaþjónustu, Rafiðnaðarfélag Norðurlands og Sjómannafélag Eyjafjarðar. Akureyri Leikskólar Mest lesið Bylgja Dís er látin Innlent Fjárlög 2026: Ríkisstjórnin sýnir á spilin fyrir næsta ár Innlent Bera kennsl á mann fimmtíu árum eftir að hann lét sig hverfa Erlent Fjórar ungar vinkonur fórust í eldsvoða í Noregi Erlent Gestur Guðmundsson er látinn Innlent Daður við drengi sem verður kynferðislegt og endar með hótun Innlent „Mjög miður að við séum komin á þennan stað“ Innlent Fjórir af hverjum fimm vilja setja árlegt hámark á hælisleitendur Innlent Ósáttur við skattana og hefði viljað loka fjárlagagatinu Innlent Óttast verðhækkanir sem bitni á konum og barnafjölskyldum Innlent Fleiri fréttir Vill hækka skráningargjöldin í 100 þúsund krónur Skjálfti upp á 3,3 í Vatnafjöllum Afnemur æviskipanir varasaksóknara eftir mál Helga Magnúsar Gul úrkomuviðvörun á Austfjörðum og á Suðausturlandi Gestur Guðmundsson er látinn Bein útsending: Breski sundkappinn kemur á land í Nauthólsvík Háskólinn hafi ekki breytt stefnu sinni um inntöku alþjóðlegra nema Hallar á karla í fjárlagafrumvarpi Féll af baki íslensks hests og fær engar skaðabætur Óttast verðhækkanir sem bitni á konum og barnafjölskyldum Ósáttur við skattana og hefði viljað loka fjárlagagatinu Fjórir af hverjum fimm vilja setja árlegt hámark á hælisleitendur Ólík sýn á nýja fjárlagafrumvarpið Bylgja Dís er látin Fundu villuráfandi ferðamenn nærri skálanum í Landmannalaugum „Allir vilja alltaf meira“ Reikna með fimmtán milljarða halla á næsta ári Daður við drengi sem verður kynferðislegt og endar með hótun Fjárlög 2026: Ríkisstjórnin sýnir á spilin fyrir næsta ár Bjargað af efri hæð eftir að eldur kom upp á jarðhæð í íbúðarhúsi Leitað að manni með öxi „Mjög miður að við séum komin á þennan stað“ Syrgja fallið kornabarn: „Það er ekkert plan, engin lausn“ Engin slys á fólki þegar hjólhýsi valt Syrgja fallið kornabarn og fyrsti þúsaldardýrlingurinn Einn fluttur á Landspítalann frá Fjallabaki Kröftug mótmæli brjóti ekki gegn málfrelsi Hringveginum lokað vegna umferðarslyss Þyrlan kölluð út á mesta forgangi Jákvæð gagnvart nýrri atvinnustefnu Sjá meira
Líkt og Vísir greindi frá í gær voru breytingarnar kynntar á upplýsingafundum á Microsoft Teams fjarskiptaforritinu síðastliðinn þriðjudag. Tvennum sögum fer af því hvernig fundurinn var. Umræddar breytingar fela í sér gjaldfrjálsan leikskóla í sex klukkustundir á dag, frá 8:00 til 14:00. Anna Júlíusdóttir, formaður Einingar-Iðju sagði fundinn hræðilegan í samtali við Akureyri.net. Heimir Örn Árnason, formaður fræðslu-og lýðheilsuráðs, sagði í samtali við Vísi að fundurinn hefði verið góður og upplýsandi. Hann segir að barnafólki gefist ýmis kostur á að lækka gjöldin. Þjónusta flestra verði dýrari Í tilkynningu stéttarfélaganna segir að útspil bæjarstjórnar virðist einungis vera sjónhverfing því þjónusta sem um 95 prósenta foreldra nýti sér núna muni hækka allverulega um áramótin. Segja félögin að útfærslan muni koma barnafólki illa sama hvar það sé staðsett í tekjustiga. „Fólk með fasta viðveru á lægri launum með mörg börn hafa ekki sama sveigjanleika nema minnka við sig vinnu og eru konur mun líklegri til að minnki við sig starfshlutfall til að þurfa ekki að greiða fyrir viðbótartímann. Það er mikið og erfitt kjaftshögg eftir frábært kvennaverkfall að Akureyrarbær sé að pressa á konur til að vera í hlutastörfum.“ Mótmæla einnig hækkun almennra álaga Stéttarfélögin í Alþýðuhúsinu á Akureyri segjast mótmæla því aharðlega að verið sé að taka upp gjaldtöku sem stuðli að ójafnrétti kynjanna. Þá segjast þau einnig mótmæla því harðlega að almenn álög á bæjarbúa muni hækka um níu prósent um næstu áramót. „Þetta er mjög vont innlegg í vaxta og verðbólguumhverfið sem við búum við í dag og hvetjum við því Akureyrarbæ til að endurhugsa þessar hækkanir og sýna ábyrgð í baráttunni við að ná niður vöxtum og verðbólgu.“ Undir yfirlýsinguna skrifa Byggiðn – Félag byggingamanna, Eining-Iðja, Félag málmiðnaðarmanna Akureyri, Félag verslunar- og skrifstofufólks á Akureyri og nágrenni, Kjölur - Stéttarfélag starfsmanna í almannaþjónustu, Rafiðnaðarfélag Norðurlands og Sjómannafélag Eyjafjarðar.
Akureyri Leikskólar Mest lesið Bylgja Dís er látin Innlent Fjárlög 2026: Ríkisstjórnin sýnir á spilin fyrir næsta ár Innlent Bera kennsl á mann fimmtíu árum eftir að hann lét sig hverfa Erlent Fjórar ungar vinkonur fórust í eldsvoða í Noregi Erlent Gestur Guðmundsson er látinn Innlent Daður við drengi sem verður kynferðislegt og endar með hótun Innlent „Mjög miður að við séum komin á þennan stað“ Innlent Fjórir af hverjum fimm vilja setja árlegt hámark á hælisleitendur Innlent Ósáttur við skattana og hefði viljað loka fjárlagagatinu Innlent Óttast verðhækkanir sem bitni á konum og barnafjölskyldum Innlent Fleiri fréttir Vill hækka skráningargjöldin í 100 þúsund krónur Skjálfti upp á 3,3 í Vatnafjöllum Afnemur æviskipanir varasaksóknara eftir mál Helga Magnúsar Gul úrkomuviðvörun á Austfjörðum og á Suðausturlandi Gestur Guðmundsson er látinn Bein útsending: Breski sundkappinn kemur á land í Nauthólsvík Háskólinn hafi ekki breytt stefnu sinni um inntöku alþjóðlegra nema Hallar á karla í fjárlagafrumvarpi Féll af baki íslensks hests og fær engar skaðabætur Óttast verðhækkanir sem bitni á konum og barnafjölskyldum Ósáttur við skattana og hefði viljað loka fjárlagagatinu Fjórir af hverjum fimm vilja setja árlegt hámark á hælisleitendur Ólík sýn á nýja fjárlagafrumvarpið Bylgja Dís er látin Fundu villuráfandi ferðamenn nærri skálanum í Landmannalaugum „Allir vilja alltaf meira“ Reikna með fimmtán milljarða halla á næsta ári Daður við drengi sem verður kynferðislegt og endar með hótun Fjárlög 2026: Ríkisstjórnin sýnir á spilin fyrir næsta ár Bjargað af efri hæð eftir að eldur kom upp á jarðhæð í íbúðarhúsi Leitað að manni með öxi „Mjög miður að við séum komin á þennan stað“ Syrgja fallið kornabarn: „Það er ekkert plan, engin lausn“ Engin slys á fólki þegar hjólhýsi valt Syrgja fallið kornabarn og fyrsti þúsaldardýrlingurinn Einn fluttur á Landspítalann frá Fjallabaki Kröftug mótmæli brjóti ekki gegn málfrelsi Hringveginum lokað vegna umferðarslyss Þyrlan kölluð út á mesta forgangi Jákvæð gagnvart nýrri atvinnustefnu Sjá meira