Bundu enda á rúmlega þrjátíu ára sigurgöngu Víkings og KR Smári Jökull Jónsson skrifar 11. nóvember 2023 22:46 Íslandsbikarnum hampað í lok móts. BH/Tómas Shelton Konum fjölgar sífellt í borðtennis hér á landi og flóra félaga sem keppa þar á hæsta stigi stækkar. Gríðarleg spenna var þegar úrslitin réðust í deildakeppninni í Hafnarfirði í dag. Auður Tinna Aðalbjarnardóttir er formaður Borðtennissambands Íslands og jafnframt fyrsta konan í því embætti. Hjá sambandinu hefur áhersla verið lögð á fjölgun kvenna síðustu misseri sem er að bera ávöxt. „Ekki spurning. Undanfarin ár hefur verið ágætlega mikið af borðtenniskonum hjá KR, í Víkingi og BH hér á höfuðborgarsvæðinu. Núna eru mjög flott lið mætt til leiks frá Garpi á Suðurlandi og BR á Reykjanesinu. Það er mikill fengur af því“ sagði Auður Tinna í viðtali við Val Pál Eiríksson í Sportpakkanum fyrr í kvöld. „Frá því ég man eftir mér hefur þetta verið annað hvort KR eða Víkingur sem hefur unnið Íslandsmeistaratitil kvenna. Í dag eru það BH konur sem eru í séns og þær eru með fyrsta erlenda spilarann sem er keyptur til að vera með í deildinni. Það verður mjög spennandi að fylgjast með BH, KR og Víkingi í dag,“ bætti Auður Tinna við. Gríðarleg spenna undir lokin Spennan var sannarlega mikil þegar keppnin fór fram í dag. Liðin þrjú sem Auður Tinna nefndi höfðu öll möguleika á deildartitlinum en snemma í dag varð hins vegar ljóst að keppnin yrði á milli Víkings og BH. Liðin tvö unnu alla sína leiki í dag nema innbyrðisviðureignina þar sem þau gerðu jafntefli sín á milli. Þau enduðu því jöfn á toppnum og þá þurfti að líta til stakra unna leiki en bæði unnu þau sautján leiki og töpuðu sjö í deildinni. Því var aftur jafnt og skoða þurfti unnar lotur. Vegna þessarar jöfnu stöðu vissu leikmenn liðanna tveggja ekki hvort þeirra væri sigurvegari þegar komið var að verðlaunaafhendingu. Upp úr hattinum kom að BH hafði unnið fleiri lotur og er því deildarmeistari í fyrsta sinn í kvennaflokki. Liðið beindur þar með enda á 33 ára sigurgöngu Víkings og KR sem hafa unnið á hverju einasta ári síðan árið 1990. Frétt Vals Páls má sjá í heild sinni í spilaranum hér fyrir neðan. Borðtennis Mest lesið Lineker fokillur við blaðamann: „Þvílíkt kjaftæði“ Enski boltinn Dagskráin í dag: Enski boltinn í tíu klukkutíma Sport Skírði soninn LFC og Mac Allister lét draum feðganna rætast Enski boltinn Varði fjórar vítaspyrnur með brotna hendi Fótbolti „Komum eins og aumingjar inn í þennan leik“ Körfubolti Jóga og pílates lykillinn að snöggri endurkomu Enski boltinn Körfuboltakvöld: Tilþrif tímabilsins til þessa Körfubolti „Jólasteikin mun bragðast betur í ljósi þessa sigurs“ Körfubolti Flautumark hjá FH og ÍR með þeim í Höllina Handbolti KA í undanúrslit á kostnað bikarmeistaranna Handbolti Fleiri fréttir Lineker fokillur við blaðamann: „Þvílíkt kjaftæði“ Dagskráin í dag: Enski boltinn í tíu klukkutíma Skírði soninn LFC og Mac Allister lét draum feðganna rætast Varði fjórar vítaspyrnur með brotna hendi „Komum eins og aumingjar inn í þennan leik“ „Jólasteikin mun bragðast betur í ljósi þessa sigurs“ Flautumark hjá FH og ÍR með þeim í Höllina Immobile skaut Bologna í úrslit Stjarnan - Álftanes 108-104 | Unnu grannaslaginn naumlega Jóga og pílates lykillinn að snöggri endurkomu Uppgjörið: Ármann - ÍA 102-83 | Ármann náði í gríðarlega mikilvæg stig í fallbaráttunni með sigri gegn Skagamönnum KA í undanúrslit á kostnað bikarmeistaranna Tryllti lýðinn og ærði andstæðinginn Hrannar Snær til Noregs Breiðablik, Valur og Þór/KA fengu milljónir vegna EM Elías mættur til meistaranna Jokic tók NBA-met af Abdul-Jabbar í nótt Syrgir góðan félaga í Åge: „Ótrúlega leiðinlegt að hann sé nú farinn“ KR sagt vera að landa Arnóri Ingva Fantasýn: „Hann setti allt á 3 og það kom upp 19“ Stærsti leikur ársins í Eyjum fer fram í kvöld Fyrrum kappaksturshetja og fjölskylda hans létust í flugslysi „Ég finn lykt af ótta, ég sé eitthvað í augum hans“ Hætti við að keppa út af hundinum sínum KR á frábærum stað en getur ekki unnið titilinn Dallas Cowboys er enn verðmætasta íþróttalið heims Karólína Lea því miður of snemma í jólafrí Alexander Isak fékk sænska gullboltann Besti CrossFit-maður Íslands elskar Búlluna Hilmar Árni til starfa hjá KR Sjá meira
Auður Tinna Aðalbjarnardóttir er formaður Borðtennissambands Íslands og jafnframt fyrsta konan í því embætti. Hjá sambandinu hefur áhersla verið lögð á fjölgun kvenna síðustu misseri sem er að bera ávöxt. „Ekki spurning. Undanfarin ár hefur verið ágætlega mikið af borðtenniskonum hjá KR, í Víkingi og BH hér á höfuðborgarsvæðinu. Núna eru mjög flott lið mætt til leiks frá Garpi á Suðurlandi og BR á Reykjanesinu. Það er mikill fengur af því“ sagði Auður Tinna í viðtali við Val Pál Eiríksson í Sportpakkanum fyrr í kvöld. „Frá því ég man eftir mér hefur þetta verið annað hvort KR eða Víkingur sem hefur unnið Íslandsmeistaratitil kvenna. Í dag eru það BH konur sem eru í séns og þær eru með fyrsta erlenda spilarann sem er keyptur til að vera með í deildinni. Það verður mjög spennandi að fylgjast með BH, KR og Víkingi í dag,“ bætti Auður Tinna við. Gríðarleg spenna undir lokin Spennan var sannarlega mikil þegar keppnin fór fram í dag. Liðin þrjú sem Auður Tinna nefndi höfðu öll möguleika á deildartitlinum en snemma í dag varð hins vegar ljóst að keppnin yrði á milli Víkings og BH. Liðin tvö unnu alla sína leiki í dag nema innbyrðisviðureignina þar sem þau gerðu jafntefli sín á milli. Þau enduðu því jöfn á toppnum og þá þurfti að líta til stakra unna leiki en bæði unnu þau sautján leiki og töpuðu sjö í deildinni. Því var aftur jafnt og skoða þurfti unnar lotur. Vegna þessarar jöfnu stöðu vissu leikmenn liðanna tveggja ekki hvort þeirra væri sigurvegari þegar komið var að verðlaunaafhendingu. Upp úr hattinum kom að BH hafði unnið fleiri lotur og er því deildarmeistari í fyrsta sinn í kvennaflokki. Liðið beindur þar með enda á 33 ára sigurgöngu Víkings og KR sem hafa unnið á hverju einasta ári síðan árið 1990. Frétt Vals Páls má sjá í heild sinni í spilaranum hér fyrir neðan.
Borðtennis Mest lesið Lineker fokillur við blaðamann: „Þvílíkt kjaftæði“ Enski boltinn Dagskráin í dag: Enski boltinn í tíu klukkutíma Sport Skírði soninn LFC og Mac Allister lét draum feðganna rætast Enski boltinn Varði fjórar vítaspyrnur með brotna hendi Fótbolti „Komum eins og aumingjar inn í þennan leik“ Körfubolti Jóga og pílates lykillinn að snöggri endurkomu Enski boltinn Körfuboltakvöld: Tilþrif tímabilsins til þessa Körfubolti „Jólasteikin mun bragðast betur í ljósi þessa sigurs“ Körfubolti Flautumark hjá FH og ÍR með þeim í Höllina Handbolti KA í undanúrslit á kostnað bikarmeistaranna Handbolti Fleiri fréttir Lineker fokillur við blaðamann: „Þvílíkt kjaftæði“ Dagskráin í dag: Enski boltinn í tíu klukkutíma Skírði soninn LFC og Mac Allister lét draum feðganna rætast Varði fjórar vítaspyrnur með brotna hendi „Komum eins og aumingjar inn í þennan leik“ „Jólasteikin mun bragðast betur í ljósi þessa sigurs“ Flautumark hjá FH og ÍR með þeim í Höllina Immobile skaut Bologna í úrslit Stjarnan - Álftanes 108-104 | Unnu grannaslaginn naumlega Jóga og pílates lykillinn að snöggri endurkomu Uppgjörið: Ármann - ÍA 102-83 | Ármann náði í gríðarlega mikilvæg stig í fallbaráttunni með sigri gegn Skagamönnum KA í undanúrslit á kostnað bikarmeistaranna Tryllti lýðinn og ærði andstæðinginn Hrannar Snær til Noregs Breiðablik, Valur og Þór/KA fengu milljónir vegna EM Elías mættur til meistaranna Jokic tók NBA-met af Abdul-Jabbar í nótt Syrgir góðan félaga í Åge: „Ótrúlega leiðinlegt að hann sé nú farinn“ KR sagt vera að landa Arnóri Ingva Fantasýn: „Hann setti allt á 3 og það kom upp 19“ Stærsti leikur ársins í Eyjum fer fram í kvöld Fyrrum kappaksturshetja og fjölskylda hans létust í flugslysi „Ég finn lykt af ótta, ég sé eitthvað í augum hans“ Hætti við að keppa út af hundinum sínum KR á frábærum stað en getur ekki unnið titilinn Dallas Cowboys er enn verðmætasta íþróttalið heims Karólína Lea því miður of snemma í jólafrí Alexander Isak fékk sænska gullboltann Besti CrossFit-maður Íslands elskar Búlluna Hilmar Árni til starfa hjá KR Sjá meira
Uppgjörið: Ármann - ÍA 102-83 | Ármann náði í gríðarlega mikilvæg stig í fallbaráttunni með sigri gegn Skagamönnum