The Killer: Er þetta allt og sumt? Heiðar Sumarliðason skrifar 22. nóvember 2023 07:00 Kvikmyndin The Killer hefur nú verið frumsýnd á Netflix. Hún fjallar um leigumorðingja sem tekur að sér verkefni sem fer í vaskinn og afleiðingar þess. Á yfirborðinu er hún merkilegri en flest sem Netflix býður upp á þessa dagana og það fyrir ýmissa hluta sakir. Sérstaklega er það vegna þess að hér leiða saman hesta sína leikstjórinn David Fincher og handritshöfundurinn Andrew Kevin Walker, en samstarf þeirra gat af sér eina eftirminnilegustu spennumynd tíunda áratugarins, Seven. Undirritaður hef sjaldan upplifað jafn magnaða bíóupplifun og Seven í Laugarásbíói haustið 1995. Eftir þessa sterku byrjun hefur ferill Finchers verið öllu merkilegri en samstarfsmanns hans Walkers. Hann hefur leikstýrt klassískum kvikmyndum á borð við The Social Network, Gone Girl og Fight Club, á meðan Walker hefur skrifað handrit kvikmynda eins og The Wolfman og Windfall. Byrjar kunnuglega The Killer byrjar ekki beint vel, eða öllu heldur, upphafið er eitthvað skakkt. David Fincher er maður upphafstitlanna og eru titlar Fight Club og Seven með þeim umtöluðustu í manna minnum. Því kemur ekki á óvart að upphafstitlarnir hér eru af sama meiði, svalir og uppfullir af flottum smáatriðum. Það sem stakk mig hins vegar var hve snubbóttir þeir eru. Þeir innihalda hin ýmsu morð framin af aðalpersónu myndarinnar, nafnlausa morðingjanum, sem leikinn er af Michael Fassbinder. Hraðinn á þeim er hins vegar svo mikill að ég náði ekki tengingu við það sem fyrir augu bar fyrr en í öðru áhorfi. Eftir á að hyggja má líta á útfærslu þessa sem fyrirboða um það sem svo kom. Opnunartitlarnir eru ofboðslega áferðarfallegir og vel unnir, en alltof hraðskreiðir fyrir þá tveggja tíma kvikmynd sem er að hefjast. Því er strax í upphafi stuðandi skekkja. Fyrsti leikþáttur myndarinnar er svo algjör andstæða upphafsins, einstaklega tíðindalítill, gjörsamlega á skjön við ofvirka upphafstitlana. Þessum fyrsta þætti eyðum við með leigumorðingjanum á meðan hann situr í íbúð í París og bíður eftir skotmarki sínu. Þar er tilgangsleysi og grimmd starfs hans ofútskýrð og sítuggin ofan í okkur, þar til við erum farin að biðja um miskunn. Skekkja í strúktúr Þessi ákvörðun handritshöfundarins Andrew Kevin Walker um naumhyggjulega útfærslu fyrsta leikþáttar gerir það að verkum að hann felur aðeins í sér hluta þess sem hann ætti að skila. Samhengið sem við fáum um líf aðalpersónunnar á þessum tímapunkti er of rýrt fyrir þá sögu sem er um það bil að hefjast. Beðið og beðið og beðið. Eðlilegast hefði verið að þjappa þessum fyrsta hálftíma saman, stytta um korter og færa fyrstu tíu mínútur annars leikþáttar framar, enda inniheldur hann upplýsingar og samhengi sem, út frá kúnstarinnar reglum, á heima í fyrsta leikþætti. Ekki nema höfundurinn Walker álíti mínútur 30 til 40, sem gerast í dóminíska lýðveldinu, hluta af fyrsta leikþætti. Ef svo er, þá er þessi þrjátíu mínútna upphafssena lítið annað en leiðinlegt stílbragð og stælar. Þessar vangaveltur um fyrsta leikþátt eru skrifaðar út frá myndinni sem heild, því þegar fyrstu fjörutíu mínúturnar rúlluðu var ég ekki beint að hugsa hve illa unnar þær væru. Það er aðeins í baksýnisspeglinum sem hægt er að rýna í þetta. Lengi vel var ég nefnilega ansi bjartsýnn um framvindu myndarinnar og hugsaði að þegar heildin væri skoðuð yrði um að ræða vel heppnaða endurfundi Finchers og Walkers; þetta eru menn sem vita hvað þeir eru að gera! Ég varð enn vonbetri skömmu eftir miðbik, því þar tekur myndin virkilega við sér og verður mjög spennandi. Þá fer nafnlausi morðinginn okkar til Flórída þar sem hann ætlar að myrða persónu sem er kölluð The Brute. Sá er algjört tröll að burðum og fer þá í hönd mesta eldraun aðalpersónunnar hingað til í sögunni. Þá hugsaði ég: „Ókei, mínir menn (Fincher og Walker), þeir eru með þetta.“ Sennilega vekurðu meiri athygli í flugvél með sólgleraugu heldur en ekki. Restin af myndinni hlaut að vera stórkostleg, því hvernig virkar hefðbundin frásagnardramatúrgía í kvikmynd? Jú, þrýstingurinn á aðalpersónunni eykst og eykst þar til hann verður óbærilegur. Svo þegar honum er létt, á áhorfandinn að upplifa hið eftirsótta kaþarsis, sem Aristóteles skrifaði um töluvert fyrir Kristsburð, þar sem spennan hreinsast út úr líkama áhorfandans og hann upplifir létti. Það sem gerist hins vegar í kjölfarið er algjört - já, ég kann bara ekki að orða það öðruvísi - algjört prump. Myndin nær aldrei almennilegum hæðum aftur og brotlendir á endanum. Þegar hún kláraðist fórnaði ég bókstaflega höndum og æpti upp fyrir mig: „Hvað var þetta eiginlega?“ Enginn strúktúrfasisti Ef tímasetningar stórra vendinga og lengd sekvensa í The Killer eru skoðuð sést bersýnilega að öll uppbygging myndarinnar er skökk, því erfitt er að bera kennsl á hvar hver leikþáttur hefst og hvar hann endar. Það er engin algild regla að með slíkri skekkju verði kvikmynd sjálfkrafa vonlaus, en hins vegar eru meiri líkur á að upplifun áhorfenda verði ekki fullnægjandi séu þessir hlutir í ólagi. Ég geri mér grein fyrir því að ég hljóma eins og argasti strúktúrfasisti, það er ég þó ekki. Annað hvort virka kvikmyndir eða þær virka ekki. The Killer er kvikmynd sem ætti að virka, og stundum gerir hún það, en það er þó of sjaldgæft. Hún uppfyllir ekki þær væntingarnar sem eru gerðar til hennar, hvorki fyrirfram, né þær sem hún nær sjálf öðru hvoru að skapa. Þegar myndinni lauk velti ég fyrir mér: Hver er tilgangurinn með þessu? Hver er sögnin? Hvers vegna var ég að eyða tveimur tímum í þessa mynd? Ég veit það ekki enn. Þegar öllu er á botninn hvolft: The Killer er gölluð kvikmynd, hún byrjar of hægt, toppar of snemma og fjarar svo út. Bíó og sjónvarp Stjörnubíó Mest lesið Fær stóru tíðindin á sama tíma og við hin Lífið Myndaveisla: Fegurstu fljóð Vesturbæjarins blótuðu þorrann Lífið Baldoni birtir myndband af tökum á umdeildu atriði Lífið Sagt að koma strax upp á bráðamótttöku Lífið Myndaveisla: Rífandi stemning og hópsöngur í Breiðholti Lífið Harry fær afsökunarbeiðni Lífið Myndaveisla: Dansað fram á nótt á þorrablóti Keflavíkur Lífið „Að maður geti gert allt sjálfur hefur kennt mér margt“ Lífið Meintur stuldur á borð RÚV Lífið Deila um gervigreind skekur Hollywood í aðdraganda Óskarsins Bíó og sjónvarp Fleiri fréttir Litríkar umbúðir en lítið innihald Illa bruggaðar Guðaveigar Vínartónleika skorti léttleika: Dansararnir stálu senunni Kynferðislega ófullnægður forstjóri finnur sér ungan graðfola Nýársswing með handbremsu Getuleysi á stóra sviðinu Barist um arfinn í Borgó Brostnar væntingar á Frostrósum Jólakötturinn hvæsti á tónleikagesti Bríet olli vonbrigðum Sjá meira
Undirritaður hef sjaldan upplifað jafn magnaða bíóupplifun og Seven í Laugarásbíói haustið 1995. Eftir þessa sterku byrjun hefur ferill Finchers verið öllu merkilegri en samstarfsmanns hans Walkers. Hann hefur leikstýrt klassískum kvikmyndum á borð við The Social Network, Gone Girl og Fight Club, á meðan Walker hefur skrifað handrit kvikmynda eins og The Wolfman og Windfall. Byrjar kunnuglega The Killer byrjar ekki beint vel, eða öllu heldur, upphafið er eitthvað skakkt. David Fincher er maður upphafstitlanna og eru titlar Fight Club og Seven með þeim umtöluðustu í manna minnum. Því kemur ekki á óvart að upphafstitlarnir hér eru af sama meiði, svalir og uppfullir af flottum smáatriðum. Það sem stakk mig hins vegar var hve snubbóttir þeir eru. Þeir innihalda hin ýmsu morð framin af aðalpersónu myndarinnar, nafnlausa morðingjanum, sem leikinn er af Michael Fassbinder. Hraðinn á þeim er hins vegar svo mikill að ég náði ekki tengingu við það sem fyrir augu bar fyrr en í öðru áhorfi. Eftir á að hyggja má líta á útfærslu þessa sem fyrirboða um það sem svo kom. Opnunartitlarnir eru ofboðslega áferðarfallegir og vel unnir, en alltof hraðskreiðir fyrir þá tveggja tíma kvikmynd sem er að hefjast. Því er strax í upphafi stuðandi skekkja. Fyrsti leikþáttur myndarinnar er svo algjör andstæða upphafsins, einstaklega tíðindalítill, gjörsamlega á skjön við ofvirka upphafstitlana. Þessum fyrsta þætti eyðum við með leigumorðingjanum á meðan hann situr í íbúð í París og bíður eftir skotmarki sínu. Þar er tilgangsleysi og grimmd starfs hans ofútskýrð og sítuggin ofan í okkur, þar til við erum farin að biðja um miskunn. Skekkja í strúktúr Þessi ákvörðun handritshöfundarins Andrew Kevin Walker um naumhyggjulega útfærslu fyrsta leikþáttar gerir það að verkum að hann felur aðeins í sér hluta þess sem hann ætti að skila. Samhengið sem við fáum um líf aðalpersónunnar á þessum tímapunkti er of rýrt fyrir þá sögu sem er um það bil að hefjast. Beðið og beðið og beðið. Eðlilegast hefði verið að þjappa þessum fyrsta hálftíma saman, stytta um korter og færa fyrstu tíu mínútur annars leikþáttar framar, enda inniheldur hann upplýsingar og samhengi sem, út frá kúnstarinnar reglum, á heima í fyrsta leikþætti. Ekki nema höfundurinn Walker álíti mínútur 30 til 40, sem gerast í dóminíska lýðveldinu, hluta af fyrsta leikþætti. Ef svo er, þá er þessi þrjátíu mínútna upphafssena lítið annað en leiðinlegt stílbragð og stælar. Þessar vangaveltur um fyrsta leikþátt eru skrifaðar út frá myndinni sem heild, því þegar fyrstu fjörutíu mínúturnar rúlluðu var ég ekki beint að hugsa hve illa unnar þær væru. Það er aðeins í baksýnisspeglinum sem hægt er að rýna í þetta. Lengi vel var ég nefnilega ansi bjartsýnn um framvindu myndarinnar og hugsaði að þegar heildin væri skoðuð yrði um að ræða vel heppnaða endurfundi Finchers og Walkers; þetta eru menn sem vita hvað þeir eru að gera! Ég varð enn vonbetri skömmu eftir miðbik, því þar tekur myndin virkilega við sér og verður mjög spennandi. Þá fer nafnlausi morðinginn okkar til Flórída þar sem hann ætlar að myrða persónu sem er kölluð The Brute. Sá er algjört tröll að burðum og fer þá í hönd mesta eldraun aðalpersónunnar hingað til í sögunni. Þá hugsaði ég: „Ókei, mínir menn (Fincher og Walker), þeir eru með þetta.“ Sennilega vekurðu meiri athygli í flugvél með sólgleraugu heldur en ekki. Restin af myndinni hlaut að vera stórkostleg, því hvernig virkar hefðbundin frásagnardramatúrgía í kvikmynd? Jú, þrýstingurinn á aðalpersónunni eykst og eykst þar til hann verður óbærilegur. Svo þegar honum er létt, á áhorfandinn að upplifa hið eftirsótta kaþarsis, sem Aristóteles skrifaði um töluvert fyrir Kristsburð, þar sem spennan hreinsast út úr líkama áhorfandans og hann upplifir létti. Það sem gerist hins vegar í kjölfarið er algjört - já, ég kann bara ekki að orða það öðruvísi - algjört prump. Myndin nær aldrei almennilegum hæðum aftur og brotlendir á endanum. Þegar hún kláraðist fórnaði ég bókstaflega höndum og æpti upp fyrir mig: „Hvað var þetta eiginlega?“ Enginn strúktúrfasisti Ef tímasetningar stórra vendinga og lengd sekvensa í The Killer eru skoðuð sést bersýnilega að öll uppbygging myndarinnar er skökk, því erfitt er að bera kennsl á hvar hver leikþáttur hefst og hvar hann endar. Það er engin algild regla að með slíkri skekkju verði kvikmynd sjálfkrafa vonlaus, en hins vegar eru meiri líkur á að upplifun áhorfenda verði ekki fullnægjandi séu þessir hlutir í ólagi. Ég geri mér grein fyrir því að ég hljóma eins og argasti strúktúrfasisti, það er ég þó ekki. Annað hvort virka kvikmyndir eða þær virka ekki. The Killer er kvikmynd sem ætti að virka, og stundum gerir hún það, en það er þó of sjaldgæft. Hún uppfyllir ekki þær væntingarnar sem eru gerðar til hennar, hvorki fyrirfram, né þær sem hún nær sjálf öðru hvoru að skapa. Þegar myndinni lauk velti ég fyrir mér: Hver er tilgangurinn með þessu? Hver er sögnin? Hvers vegna var ég að eyða tveimur tímum í þessa mynd? Ég veit það ekki enn. Þegar öllu er á botninn hvolft: The Killer er gölluð kvikmynd, hún byrjar of hægt, toppar of snemma og fjarar svo út.
Bíó og sjónvarp Stjörnubíó Mest lesið Fær stóru tíðindin á sama tíma og við hin Lífið Myndaveisla: Fegurstu fljóð Vesturbæjarins blótuðu þorrann Lífið Baldoni birtir myndband af tökum á umdeildu atriði Lífið Sagt að koma strax upp á bráðamótttöku Lífið Myndaveisla: Rífandi stemning og hópsöngur í Breiðholti Lífið Harry fær afsökunarbeiðni Lífið Myndaveisla: Dansað fram á nótt á þorrablóti Keflavíkur Lífið „Að maður geti gert allt sjálfur hefur kennt mér margt“ Lífið Meintur stuldur á borð RÚV Lífið Deila um gervigreind skekur Hollywood í aðdraganda Óskarsins Bíó og sjónvarp Fleiri fréttir Litríkar umbúðir en lítið innihald Illa bruggaðar Guðaveigar Vínartónleika skorti léttleika: Dansararnir stálu senunni Kynferðislega ófullnægður forstjóri finnur sér ungan graðfola Nýársswing með handbremsu Getuleysi á stóra sviðinu Barist um arfinn í Borgó Brostnar væntingar á Frostrósum Jólakötturinn hvæsti á tónleikagesti Bríet olli vonbrigðum Sjá meira