Það er raunhæft að útrýma riðu á Íslandi Magnús Hlynur Hreiðarsson skrifar 12. nóvember 2023 14:01 Sigurborg Daðadóttir, yfirdýralæknir hjá Matvælastofnun, sem segir vel raunhæft að útrýma riðu í sauðfé á Íslandi en það það taki tíma. Magnús Hlynur Hreiðarsson Yfirdýralæknir segir það vel raunhæfan möguleika að Ísland verði riðulaust land, ekki síst vegna ræktunar á verndandi arfgerðum gegn riðu í sauðfé. Lagt er til í nýrri skýrslu til matvælaráðherra að gefin verði út sameiginleg landsáætlun stjórnvalda, Matvælastofnunar og bænda um riðuveikilaust Ísland. Í vikunni skilaði sérfræðingahópur sem Svandís Svavarsdóttir matvælaráðherra skipaði í vor af sér skýrslu til ráðherra sem ber heitið „Aðgerðir gegn riðuveiki - ný nálgun með verndandi arfgerðum“. Í skýrslunni er að finna greiningu hópsins á núverandi stöðu og tillögur að útfærslu við ræktun fjár með verndandi arfgerðir. Sigurborg Daðadóttir, yfirdýralæknir þekkir vel innihald skýrslunnar. „Aðal ráðgjöfin er að Íslandi ætti að setja sér áætlun, landsáætlun um hvernig standa á að ræktun með verndandi arfgerðum og að þetta verði í rauninni sameiginlegt plagg, sem ráðuneytið stendur að, Bændasamtökin, sauðfjárbændur og Matvælastofnun þannig að við komum okkur saman um í megindráttum hvernig á að standa að þessu og hver á að gera hvað þannig að við stígum öll í takt og göngum í takt í þessum aðgerðum á næstu árum og áratugum,” segir Sigurborg. Sigurborg segir að nýja arfgerðin muni breyta öllu ef vel tekst til varðandi riðuna. „Já, ef að við ræktum hana upp þá mun hún breyta miklu með það að markmiði að reyna að útrýma riðuveiki á Íslandi.” Hópurinn, sem vann skýrsluna leggur m.a. til að gefin verði út sameiginleg landsáætlun stjórnvalda, Matvælastofnunar og bænda um riðuveikilaust Ísland, þ.m.t arfgerðagreiningar. Einnig að stutt verði við sæðingar með hrútum sem bera verndandi arfgerðir og komið á fót samstarfi við.Aðsend En er raunhæft að útrýma riðuveiki fyrir fullt og allt? „Það er raunhæft en það tekur tíma. Það þarf þolinmæði og við þurfum samhliða ræktun að stöðva að smitefnin nái að dreifa sér og reyna að gera allt sem við getum þar þannig að það sé ekki að dreifa sér frá viðkomandi bæ eða magnist upp á bænum,” segir Sigurborg. Skýrsla hópsins Dýraheilbrigði Landbúnaður Mest lesið Vaktin: Totur farnar að teygja sig til norðurs Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Sigmundur hafi viljað í kennslustund með nemendum Innlent Jafnast ekki út að vera með annan fótinn í hrauni og hinn í ís Innlent „Allt athafnasvæði Bláa lónsins er innan varnargarða“ Innlent Með hundruð kílóa af þýfi heima hjá sér Innlent Bein útsending: Heilbrigðisstarfsfólk grillar frambjóðendur Innlent Eigandi gistiheimilis handtekinn í gengslum við metanóleitrun Erlent Segir notkun eldflaugarinnar fela í sér stigmögnun átaka Erlent Stöðug virkni í nótt og og litlar breytingar Innlent Fleiri fréttir Mikill meirihluti vill ekki sjá sjókvíaeldi í Seyðisfirði Segir íbúafundinn ekki hafa verið nægilega upplýsandi FA klagar Willum Þór til umboðsmanns Með hundruð kílóa af þýfi heima hjá sér Bílar og byggingariðnaður losar mest í Reykjavík „Allt athafnasvæði Bláa lónsins er innan varnargarða“ Rokk og ról í Rockville holunni frestast fram í janúar Framsókn með þriggja prósenta fylgi í borginni Gist í um tuttugu húsum í Grindavík Njarðvíkuræðin heldur sem stendur og vaxtakjörin útskýrð á mannamáli Útkall vegna reyks við Borgarholtsbraut Ekki þörf enn á að stækka varnargarða við Bláa lónið Bein útsending: Heilbrigðisstarfsfólk grillar frambjóðendur Meirihluti styður verkfallsaðgerðir kennara Jafnast ekki út að vera með annan fótinn í hrauni og hinn í ís Stöðug virkni í nótt og og litlar breytingar Hótaði heimilismönnum með skærum Sigmundur hafi viljað í kennslustund með nemendum Gætu kosið strategískt þegar svo margir flokkar eru á mörkunum Funda áfram hjá sáttasemjara á morgun „Fólki er frekar misboðið“ Gosið gætið varað í nokkrar vikur Endalok goshrinunnar teygist inn á mitt næsta ár Bílaplan á bólakafi, könnun og frambjóðanda misboðið Höfðu ekki áhyggjur af lóninu sjálfu Skilorðsbundinn dómur yfir strætóbílstjóra staðfestur Veit ekki hver getur tekið við gögnunum Refsing Jaguars þyngd verulega Sjálfstæðisflokkur og Miðflokkur takist á í bergmálshelli Samið um sjálfstæða leikskóla í Reykjavík Sjá meira
Í vikunni skilaði sérfræðingahópur sem Svandís Svavarsdóttir matvælaráðherra skipaði í vor af sér skýrslu til ráðherra sem ber heitið „Aðgerðir gegn riðuveiki - ný nálgun með verndandi arfgerðum“. Í skýrslunni er að finna greiningu hópsins á núverandi stöðu og tillögur að útfærslu við ræktun fjár með verndandi arfgerðir. Sigurborg Daðadóttir, yfirdýralæknir þekkir vel innihald skýrslunnar. „Aðal ráðgjöfin er að Íslandi ætti að setja sér áætlun, landsáætlun um hvernig standa á að ræktun með verndandi arfgerðum og að þetta verði í rauninni sameiginlegt plagg, sem ráðuneytið stendur að, Bændasamtökin, sauðfjárbændur og Matvælastofnun þannig að við komum okkur saman um í megindráttum hvernig á að standa að þessu og hver á að gera hvað þannig að við stígum öll í takt og göngum í takt í þessum aðgerðum á næstu árum og áratugum,” segir Sigurborg. Sigurborg segir að nýja arfgerðin muni breyta öllu ef vel tekst til varðandi riðuna. „Já, ef að við ræktum hana upp þá mun hún breyta miklu með það að markmiði að reyna að útrýma riðuveiki á Íslandi.” Hópurinn, sem vann skýrsluna leggur m.a. til að gefin verði út sameiginleg landsáætlun stjórnvalda, Matvælastofnunar og bænda um riðuveikilaust Ísland, þ.m.t arfgerðagreiningar. Einnig að stutt verði við sæðingar með hrútum sem bera verndandi arfgerðir og komið á fót samstarfi við.Aðsend En er raunhæft að útrýma riðuveiki fyrir fullt og allt? „Það er raunhæft en það tekur tíma. Það þarf þolinmæði og við þurfum samhliða ræktun að stöðva að smitefnin nái að dreifa sér og reyna að gera allt sem við getum þar þannig að það sé ekki að dreifa sér frá viðkomandi bæ eða magnist upp á bænum,” segir Sigurborg. Skýrsla hópsins
Dýraheilbrigði Landbúnaður Mest lesið Vaktin: Totur farnar að teygja sig til norðurs Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Sigmundur hafi viljað í kennslustund með nemendum Innlent Jafnast ekki út að vera með annan fótinn í hrauni og hinn í ís Innlent „Allt athafnasvæði Bláa lónsins er innan varnargarða“ Innlent Með hundruð kílóa af þýfi heima hjá sér Innlent Bein útsending: Heilbrigðisstarfsfólk grillar frambjóðendur Innlent Eigandi gistiheimilis handtekinn í gengslum við metanóleitrun Erlent Segir notkun eldflaugarinnar fela í sér stigmögnun átaka Erlent Stöðug virkni í nótt og og litlar breytingar Innlent Fleiri fréttir Mikill meirihluti vill ekki sjá sjókvíaeldi í Seyðisfirði Segir íbúafundinn ekki hafa verið nægilega upplýsandi FA klagar Willum Þór til umboðsmanns Með hundruð kílóa af þýfi heima hjá sér Bílar og byggingariðnaður losar mest í Reykjavík „Allt athafnasvæði Bláa lónsins er innan varnargarða“ Rokk og ról í Rockville holunni frestast fram í janúar Framsókn með þriggja prósenta fylgi í borginni Gist í um tuttugu húsum í Grindavík Njarðvíkuræðin heldur sem stendur og vaxtakjörin útskýrð á mannamáli Útkall vegna reyks við Borgarholtsbraut Ekki þörf enn á að stækka varnargarða við Bláa lónið Bein útsending: Heilbrigðisstarfsfólk grillar frambjóðendur Meirihluti styður verkfallsaðgerðir kennara Jafnast ekki út að vera með annan fótinn í hrauni og hinn í ís Stöðug virkni í nótt og og litlar breytingar Hótaði heimilismönnum með skærum Sigmundur hafi viljað í kennslustund með nemendum Gætu kosið strategískt þegar svo margir flokkar eru á mörkunum Funda áfram hjá sáttasemjara á morgun „Fólki er frekar misboðið“ Gosið gætið varað í nokkrar vikur Endalok goshrinunnar teygist inn á mitt næsta ár Bílaplan á bólakafi, könnun og frambjóðanda misboðið Höfðu ekki áhyggjur af lóninu sjálfu Skilorðsbundinn dómur yfir strætóbílstjóra staðfestur Veit ekki hver getur tekið við gögnunum Refsing Jaguars þyngd verulega Sjálfstæðisflokkur og Miðflokkur takist á í bergmálshelli Samið um sjálfstæða leikskóla í Reykjavík Sjá meira