Unnið að því að tryggja afkomu Grindvíkinga Lovísa Arnardóttir og Bjarki Sigurðsson skrifa 12. nóvember 2023 15:07 Unnið er að því að tryggja Grindvíkingum húsnæði, aðgengi að skóla og afkomu þeirra að sögn forsætisráðherra. Vísir/Steingrímur Dúi Unnið er að því að tryggja Grindvíkingum afkomu. Félagsmálaráðherra skoðar málið í samráði við aðra ráðherra. Ríkisstjórnin fundaði í hádeginu. Þar kynntu allir ráðherrar aðkomu sína að aðgerðum svo hægt væri að stilla strengi. Unnið er að því að koma upp samkomustað fyrir Grindvíkinga. Katrín Jakobsdóttir, forsætisráðherra, sagði ráðherra hafa farið yfir stöðuna á Reykjanesi og ólíkar sviðsmyndir. Það væri mikil óvissa með stöðuna en einnig um rýmingu. Það þurfi að huga að húsnæði, skólagöngu barna og stjórnkerfisins um framhaldið því enn sé alveg óvíst hversu lengi rýmingin varir. „Ég held að við eigum ótrúlegan auð sem er að vinna innan þessa kerfis og stendur vaktina nánast allan sólarhringinn. En það er auðvitað erfitt mjög erfitt þegar óvissan er eins rík og hún er núna.“ Katrín sagði ljóst að það þyrfti að tryggja Grindvíkingum félagslegan stuðning. Það sé meiriháttar aðgerð að yfirgefa heimili sitt og nefndi að félagsmálaráðherra sé að skoða afkomu fólks og hvernig megi tryggja hana. „Við erum í þannig ástandi að við þurfum að vinna málið öðruvísi en dags daglega,“ sagði Katrín um það hvernig þurfi til dæmis að leysa skólamálin með þá vitneskju samt að víða séu biðlistar í leikskóla og erfitt að komast að. Katrín sagði þetta verkefni næstu daga og að stjórnkerfið væri að vinna saman að því. Þórdís Kolbrún sagði ríkisstjórnarfundinn mikilvægan til að stilla saman strengi. Vísir/Steingrímur Dúi Þórdís Kolbrún R. Gylfadóttir fjármálaráðherra sagði fundinn yfirgripsmikinn og að allir ráðherrar hafi farið yfir það hvernig málið snertir þeirra ráðuneyti. „Þetta var mikilvægur fundur og gott að ná að stilla saman strengi og ná yfirsýn með það sem er að gerast. Óvissan er auðvitað enn gríðarleg og mest fyrir fólkið,“ sagði Þórdís Kolbrún. Hún sagði umfang verkefnis og viðbragða ekki liggja fyrir vegna óvissu jarðhræringanna. Spurð um laun fólks sagði Þórdís Kolbrún að þetta hefði verið eitt af því sem hefði verið rætt á fundinum, það er staða fólks sem ekki getur mætt til vinnu vegna slíkrar óvissu og að þetta yrði skoðað áfram. „Þetta er í skoðun og við erum meðvituð um þær spurningar sem þarf að svara og erum að yfirfara hvernig löggjöfin er núna,“ sagði Þórdís og átti þá við hvernig löggjöfin virkar og hvort það þurfi að breyta henni. Húsnæðisvandi áskorun Sigurður Ingi Jóhannsson innviðaráðherra sagði að loknum ríkisstjórnarfundi að farið hefði verið yfir einskonar samantekt vegna jarðhræringanna. Málið snerti mörg ráðuneyti og með ólíkum hætti. Sigurður Ingi sagði mikilvægt að taka utan um Grindvíkinga. Vísir/Steingrímur Dúi „Ég vil leggja áherslu á það sem við erum fyrst og fremst að gera núna er að taka utan um þetta fólk sem hefur yfirgefið heimili sín,“ sagði Sigurður Ingi að þau gerðu það með því að tryggja börnum skólagöngu og annað slíkt. Hann sagði sveitarfélög landsins vinna að lausnum saman. Húsnæðisvandinn væru áskorun en að þau myndu ráða við vandann. Spurður um kostnað sagði Sigurður Ingi að náttúruhamfaratryggingar myndu ná utan um kostnað. Það þyrfti að ná utan um stjórnkerfið en að það standi vel og skuldastaða ríkissjóðs væri ekki þannig að ekki væri hægt að takast við þær áskoranir sem eru framundan. Guðrún Hafsteinsdóttir segir hug allra hjá Grindvíkingum. Vísir/Steingrímur Dúi „Allir Íslendingar standa með Grindvíkingum. Ríkisstjórnin gerir það og stjórnkerfið allt. Við munum gera allt sem við getum til að takmarka það tjón sem náttúran ætlar að valda okkur.“ Guðrún Hafsteinsdóttir sagði ráðherra ríkisstjórnar hafa lagt fram minnisblöð um sín verkefni. Verkefnið sé stórt og snerti öll ráðuneyti stjórnarráðsins. Þetta hafi verið gert til að samhæfa aðgerðir þeirra. „Við finnum öll óskaplega mikið til með Grindvíkingum. Í þessum sérstöku aðstæðum sem þeir eru í. Þeir eru í sömu aðstöðu og íbúar Vestmannaeyja voru í. Það er mikil samkennd þaðan og þeir finna þetta auðvitað í sínum reynslubrunni. Það er mikið áfall fyrir Grindvíkinga að yfirgefa heimili sitt seint um kvöld og vita ekki hvort þau geta snúið til baka. Þess vegna vil ég líka beina því til allrar íslensku þjóðarinnar að við tökum mjög þétt utan um Grindvíkinga. Þetta er áfall og við þurfum að tryggja að þau eigi öruggan stað til að vera á hér í landinu.“ Ríkisstjórn Katrínar Jakobsdóttur Grindavík Eldgos á Reykjanesskaga Tengdar fréttir Vaktin: Stór sprunga í Grindavík bein afleiðing kvikuinnskots Sérfræðingar hjá almannavörnum, aðgerðastjórnum og Veðurstofunni hittust á fundi um stöðuna í Grindavík í morgun. Þeir telja tímabundið svigrúm fyrir aðgerðir almannavarna til að sækja nauðsynjar. Lögreglan á Suðurnesjum hefur veitt íbúum í einu hverfi heimild til þess. 12. nóvember 2023 07:22 Mest lesið Afstýrði vopnuðu ráni í Kópavogi: „Mér fannst ég þurfa að gera eitthvað“ Innlent Bað soninn um að halda sig í herberginu meðan árásin átti sér stað Innlent Ekkert sem bendi til að konan hafi áttað sig á ölvun ökumannsins Innlent Grét þegar hún kom á Ásbrú og hélt að lífið væri búið Innlent Tilbúinn að stíga til hliðar Erlent Sorg í Mosfellsbæ eftir skemmdarverk á liðsrútunni Innlent Páfinn sendir frá sér yfirlýsingu Erlent Fundu tvö dæmi um Kjartann en samt virðist enginn hafa borið nafnið Innlent Útgönguspár benda til sögulegra úrslita Erlent Reykjavík muni mögulega gera sérsamninga við kennara Innlent Fleiri fréttir Hefur áhyggjur af mikilli notkun melatóníns hjá börnum Grét þegar hún kom á Ásbrú og hélt að lífið væri búið Svefnlyfjaneysla barna og heimildarmynd um úkraínska flóttamenn Ekkert sem bendi til að konan hafi áttað sig á ölvun ökumannsins Reykjavík muni mögulega gera sérsamninga við kennara 20 til 30 ný störf verða til í Árborg með tilkomu nýs öryggisfangelsis Jens Garðar býður sig fram til varaformanns Sorg í Mosfellsbæ eftir skemmdarverk á liðsrútunni Sameining sveitarfélaga á Suðurnesjum og stórleikur í körfunni Afstýrði vopnuðu ráni í Kópavogi: „Mér fannst ég þurfa að gera eitthvað“ Borgin, utanríkismálin og kjaradeila kennara Bað soninn um að halda sig í herberginu meðan árásin átti sér stað Fundu tvö dæmi um Kjartann en samt virðist enginn hafa borið nafnið Reyndist vera eftirlýstur „Þá er þetta komið út fyrir öll velsæmismörk“ Stór skjálfti í Bárðarbungu Framkvæmd við heljarstórt hús geti orðið mikil lyftistöng Vilja breyta Landsbankanum í samfélagsbanka Búin að loka fyrir kort ungmenna á veðmálasíðum Veðmál barna og verslunarmiðstöð í Vogum Búðarhnuplari í efri byggðum reyndist vera eftirlýstur Segir málefnasamninginn ófjármagnað orðagjálfur Ákvörðun tekin án samráðs við nokkurn nema MS og Bændasamtökin Vilja skýrslu frá ráðherra um lokun flugbrautar Segir ekkert til í ásökunum KÍ um flokkadrætti Tíu ára stelpa frá Vík í úrslitum í Eurovision barna í Danmörku Samþykktu að breyta skráningu svo þiggja megi styrki Fer fram á stjórnsýsluúttekt á aðdraganda lokunarinnar Stjórnsýsluúttekt á lokun flugbrautarinnar og endurgreiðsla styrkja Skora á fulltrúa sveitarfélaganna að greina frá sinni afstöðu Sjá meira
Katrín Jakobsdóttir, forsætisráðherra, sagði ráðherra hafa farið yfir stöðuna á Reykjanesi og ólíkar sviðsmyndir. Það væri mikil óvissa með stöðuna en einnig um rýmingu. Það þurfi að huga að húsnæði, skólagöngu barna og stjórnkerfisins um framhaldið því enn sé alveg óvíst hversu lengi rýmingin varir. „Ég held að við eigum ótrúlegan auð sem er að vinna innan þessa kerfis og stendur vaktina nánast allan sólarhringinn. En það er auðvitað erfitt mjög erfitt þegar óvissan er eins rík og hún er núna.“ Katrín sagði ljóst að það þyrfti að tryggja Grindvíkingum félagslegan stuðning. Það sé meiriháttar aðgerð að yfirgefa heimili sitt og nefndi að félagsmálaráðherra sé að skoða afkomu fólks og hvernig megi tryggja hana. „Við erum í þannig ástandi að við þurfum að vinna málið öðruvísi en dags daglega,“ sagði Katrín um það hvernig þurfi til dæmis að leysa skólamálin með þá vitneskju samt að víða séu biðlistar í leikskóla og erfitt að komast að. Katrín sagði þetta verkefni næstu daga og að stjórnkerfið væri að vinna saman að því. Þórdís Kolbrún sagði ríkisstjórnarfundinn mikilvægan til að stilla saman strengi. Vísir/Steingrímur Dúi Þórdís Kolbrún R. Gylfadóttir fjármálaráðherra sagði fundinn yfirgripsmikinn og að allir ráðherrar hafi farið yfir það hvernig málið snertir þeirra ráðuneyti. „Þetta var mikilvægur fundur og gott að ná að stilla saman strengi og ná yfirsýn með það sem er að gerast. Óvissan er auðvitað enn gríðarleg og mest fyrir fólkið,“ sagði Þórdís Kolbrún. Hún sagði umfang verkefnis og viðbragða ekki liggja fyrir vegna óvissu jarðhræringanna. Spurð um laun fólks sagði Þórdís Kolbrún að þetta hefði verið eitt af því sem hefði verið rætt á fundinum, það er staða fólks sem ekki getur mætt til vinnu vegna slíkrar óvissu og að þetta yrði skoðað áfram. „Þetta er í skoðun og við erum meðvituð um þær spurningar sem þarf að svara og erum að yfirfara hvernig löggjöfin er núna,“ sagði Þórdís og átti þá við hvernig löggjöfin virkar og hvort það þurfi að breyta henni. Húsnæðisvandi áskorun Sigurður Ingi Jóhannsson innviðaráðherra sagði að loknum ríkisstjórnarfundi að farið hefði verið yfir einskonar samantekt vegna jarðhræringanna. Málið snerti mörg ráðuneyti og með ólíkum hætti. Sigurður Ingi sagði mikilvægt að taka utan um Grindvíkinga. Vísir/Steingrímur Dúi „Ég vil leggja áherslu á það sem við erum fyrst og fremst að gera núna er að taka utan um þetta fólk sem hefur yfirgefið heimili sín,“ sagði Sigurður Ingi að þau gerðu það með því að tryggja börnum skólagöngu og annað slíkt. Hann sagði sveitarfélög landsins vinna að lausnum saman. Húsnæðisvandinn væru áskorun en að þau myndu ráða við vandann. Spurður um kostnað sagði Sigurður Ingi að náttúruhamfaratryggingar myndu ná utan um kostnað. Það þyrfti að ná utan um stjórnkerfið en að það standi vel og skuldastaða ríkissjóðs væri ekki þannig að ekki væri hægt að takast við þær áskoranir sem eru framundan. Guðrún Hafsteinsdóttir segir hug allra hjá Grindvíkingum. Vísir/Steingrímur Dúi „Allir Íslendingar standa með Grindvíkingum. Ríkisstjórnin gerir það og stjórnkerfið allt. Við munum gera allt sem við getum til að takmarka það tjón sem náttúran ætlar að valda okkur.“ Guðrún Hafsteinsdóttir sagði ráðherra ríkisstjórnar hafa lagt fram minnisblöð um sín verkefni. Verkefnið sé stórt og snerti öll ráðuneyti stjórnarráðsins. Þetta hafi verið gert til að samhæfa aðgerðir þeirra. „Við finnum öll óskaplega mikið til með Grindvíkingum. Í þessum sérstöku aðstæðum sem þeir eru í. Þeir eru í sömu aðstöðu og íbúar Vestmannaeyja voru í. Það er mikil samkennd þaðan og þeir finna þetta auðvitað í sínum reynslubrunni. Það er mikið áfall fyrir Grindvíkinga að yfirgefa heimili sitt seint um kvöld og vita ekki hvort þau geta snúið til baka. Þess vegna vil ég líka beina því til allrar íslensku þjóðarinnar að við tökum mjög þétt utan um Grindvíkinga. Þetta er áfall og við þurfum að tryggja að þau eigi öruggan stað til að vera á hér í landinu.“
Ríkisstjórn Katrínar Jakobsdóttur Grindavík Eldgos á Reykjanesskaga Tengdar fréttir Vaktin: Stór sprunga í Grindavík bein afleiðing kvikuinnskots Sérfræðingar hjá almannavörnum, aðgerðastjórnum og Veðurstofunni hittust á fundi um stöðuna í Grindavík í morgun. Þeir telja tímabundið svigrúm fyrir aðgerðir almannavarna til að sækja nauðsynjar. Lögreglan á Suðurnesjum hefur veitt íbúum í einu hverfi heimild til þess. 12. nóvember 2023 07:22 Mest lesið Afstýrði vopnuðu ráni í Kópavogi: „Mér fannst ég þurfa að gera eitthvað“ Innlent Bað soninn um að halda sig í herberginu meðan árásin átti sér stað Innlent Ekkert sem bendi til að konan hafi áttað sig á ölvun ökumannsins Innlent Grét þegar hún kom á Ásbrú og hélt að lífið væri búið Innlent Tilbúinn að stíga til hliðar Erlent Sorg í Mosfellsbæ eftir skemmdarverk á liðsrútunni Innlent Páfinn sendir frá sér yfirlýsingu Erlent Fundu tvö dæmi um Kjartann en samt virðist enginn hafa borið nafnið Innlent Útgönguspár benda til sögulegra úrslita Erlent Reykjavík muni mögulega gera sérsamninga við kennara Innlent Fleiri fréttir Hefur áhyggjur af mikilli notkun melatóníns hjá börnum Grét þegar hún kom á Ásbrú og hélt að lífið væri búið Svefnlyfjaneysla barna og heimildarmynd um úkraínska flóttamenn Ekkert sem bendi til að konan hafi áttað sig á ölvun ökumannsins Reykjavík muni mögulega gera sérsamninga við kennara 20 til 30 ný störf verða til í Árborg með tilkomu nýs öryggisfangelsis Jens Garðar býður sig fram til varaformanns Sorg í Mosfellsbæ eftir skemmdarverk á liðsrútunni Sameining sveitarfélaga á Suðurnesjum og stórleikur í körfunni Afstýrði vopnuðu ráni í Kópavogi: „Mér fannst ég þurfa að gera eitthvað“ Borgin, utanríkismálin og kjaradeila kennara Bað soninn um að halda sig í herberginu meðan árásin átti sér stað Fundu tvö dæmi um Kjartann en samt virðist enginn hafa borið nafnið Reyndist vera eftirlýstur „Þá er þetta komið út fyrir öll velsæmismörk“ Stór skjálfti í Bárðarbungu Framkvæmd við heljarstórt hús geti orðið mikil lyftistöng Vilja breyta Landsbankanum í samfélagsbanka Búin að loka fyrir kort ungmenna á veðmálasíðum Veðmál barna og verslunarmiðstöð í Vogum Búðarhnuplari í efri byggðum reyndist vera eftirlýstur Segir málefnasamninginn ófjármagnað orðagjálfur Ákvörðun tekin án samráðs við nokkurn nema MS og Bændasamtökin Vilja skýrslu frá ráðherra um lokun flugbrautar Segir ekkert til í ásökunum KÍ um flokkadrætti Tíu ára stelpa frá Vík í úrslitum í Eurovision barna í Danmörku Samþykktu að breyta skráningu svo þiggja megi styrki Fer fram á stjórnsýsluúttekt á aðdraganda lokunarinnar Stjórnsýsluúttekt á lokun flugbrautarinnar og endurgreiðsla styrkja Skora á fulltrúa sveitarfélaganna að greina frá sinni afstöðu Sjá meira
Vaktin: Stór sprunga í Grindavík bein afleiðing kvikuinnskots Sérfræðingar hjá almannavörnum, aðgerðastjórnum og Veðurstofunni hittust á fundi um stöðuna í Grindavík í morgun. Þeir telja tímabundið svigrúm fyrir aðgerðir almannavarna til að sækja nauðsynjar. Lögreglan á Suðurnesjum hefur veitt íbúum í einu hverfi heimild til þess. 12. nóvember 2023 07:22