Í tilkynningu frá Landsbjörg segir að vel hafi gengið að komast að þeim slösuðu og að hlúa að þeim. Talið er að báðir hafi fótbrotnað við að fara fram af hengjunni.
Hinir fótbrotnu voru svo fluttir á sjúkrahúsið á Ísafirði til aðhlynningar.
Tveir sem voru að renna sér á snjóþotum í Seljalandsdal fyrir ofan Ísafjörð við botn Skutulsfjarðar, fóru fram af hengju og eru taldir hafa fótbrotnað. Björgunarsveitir frá Ísafirði og Hnífsdal voru kallaðar út á þriðja tímanum í dag vegna slyssins.
Í tilkynningu frá Landsbjörg segir að vel hafi gengið að komast að þeim slösuðu og að hlúa að þeim. Talið er að báðir hafi fótbrotnað við að fara fram af hengjunni.
Hinir fótbrotnu voru svo fluttir á sjúkrahúsið á Ísafirði til aðhlynningar.