Í yfirlýsingu frá 76ers kemur fram að Oubre Jr. hafi verið á gangi nálægt heimili sínu í miðbæ Philadelphia þegar keyrt var á hann. Hann er með brotið rifbein ásamt því að vera meiddur á mjöðm og hægri fótlegg.
Farið var með hinn 27 ára gamla Oubre á sjúkrahús en þar sem ástand hans var stöðugt fékk hann að fara heim nokkrum klukkustundum síðar.
From Philadelphia Police Department: Kelly Oubre Jr. was struck in the upper chest area by a silver vehicle traveling at a high-rate speed on Saturday night.
— Shams Charania (@ShamsCharania) November 12, 2023
The car fled the scene.
In addition to broken ribs, Oubre has injuries to his hip and right leg. https://t.co/vHDpYOWQaM
Atvikið átti sér stað eftir leik liðsins gegn Detroit Pistons en um var að ræða sjöunda sigur liðsins í röð. Philadelphia 76ers hefur gefið út að ástand leikmannsins verði endurskoðað að viku liðinni.
Kelly Oubre Jr. gekk í raðir Philadelphia 76ers á árinu og hefur spilað vel á leiktíðinni. Er hann með 16.3 stig að meðaltali í leik ásamt því að taka 5.1 frákast.