Fyrrum landsliðskona í íshokkí segir frá kynferðislegu ofbeldi þjálfara síns Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 13. nóvember 2023 08:58 Guðlaug Ingibjörg Þorsteinsdóttir í viðtalinu við RÚV. Skjámynd/RÚV Guðlaug Ingibjörg Þorsteinsdóttir lék um árabil með íslenska kvennalandsliðinu í íshokkí og er nú varaformaður Íshokkísambandsins. Hún segir frá því í viðtali við Ríkissjónvarpið að röð atvika hafi breytt ferli hennar í martröð. Guðlaug Ingibjörg kemur fram með sögu sína og vonast til að hún geti með því opnað augu fólks um að aðstoða betur íþróttafólk sem lenda í mjög erfiðum andlegum aðstæðum. Saga hennar er vissulega sláandi. Erlendur leikmaður, sem Guðlaug nefnir ekki á nafn, var að spila með Skautafélagi Akureyrar eins og hún þegar þau fóru að draga sig saman veturinn 2012. Guðlaug var nítján ára og hann átta árum eldri. Skömmu síðar var hann ráðinn sem þjálfari kvennaliðsins. Lifði tvöföldu lífi Hún flutti suður til Reykjavíkur árið 2013 og skráði sig í íþróttafræði við HR. Þá hóf hún æfingar með íshokkíliði Bjarnarins. Þá kom í ljós að maðurinn var að lifa tvöföldu lífi. Hann var í annarri sambúð og sambandi hans og Guðlaugar var því lokið. Þegar leið á veturinn var maðurinn ráðinn sem þjálfari kvennaliðsins hjá Birninum og Guðlaug Ingibjörg segir frá þeim aðstæðum sem hún var þá komin í. „Hann náttúrulega vissi alveg hvar ég bjó. Hann vissi hvernig ég vann. Hann vissi hvenær ég var búin í skólanum. Þannig að hann gerði sig heimboðinn heim til mín og misnotaði mig. Fyrir sína leiki eða mína leiki. Eða nauðgaði mér, og þetta var alltaf einhvern veginn á þeim forsendum að ‚ef þú gerir þetta ekki fyrir mig núna þá spila ég ekki vel í leiknum sem er í kvöld, eða er á morgun. Eða er um helgina.' Þetta voru ekki eitt skipti og ekki tvö. Þetta var samt ekki fyrir hvern leik,“ sagði Guðlaug Ingibjörg Þorsteinsdóttir í viðtalinu við RÚV. Bitnaði á mínum leiktíma „Hann lagði aldrei hendur á mig en fer samt þessa leið. Þetta voru mjög krefjandi aðstæður. Ef ég streittist á móti honum í þessum aðstæðum, þegar hann bauð sér heim til mín. Þá varð það til þess að ég spilaði ekki leiki. Eða það bitnaði á mínum leiktíma,“ sagði Guðlaug. Guðlaug talar einnig um þunglyndi sitt í framhaldinu og hvernig heimurinn hennar hrundi í landsliðsverkefni á HM í íshokkí sem fram fór í Reykjavík árið 2014. Í framhaldinu tók við sjálfsvinna hjá Guðlaugu en mesti bati hennar varð þegar maðurinn flutti brott af landi en hún segist hafa fengið hjálp. Ein stór fjölskylda „Íshokkísambandið steig upp á móti, með aðkomu stjórnarmanna úr Birninum á þessum tíma. Ég er líka bara rosalega heppin. Hreyfingin er lítil en þetta er ein stór fjölskylda. Ég held ég hafi aldrei þakkað fólkinu nógu mikið sem kom að mínum málum,“ sagði Guðlaug. Það má horfa á allt viðtalið hér. Íshokkí Mest lesið Græðir milljón á dag með nýjum samningi Sport Utan vallar: Dauði knattspyrnustjórans Enski boltinn Solskjær hittir forráðamenn Man. Utd Enski boltinn Hollywood-endir þegar Forest féll úr bikarnum Enski boltinn Ríkjandi meistarar Frakka bíða strákanna okkar Handbolti „Læt þá stundum heyra það að þeir geti ekki unnið án mín“ Sport Orri sá sigurmark á síðustu sekúndu Fótbolti Landsliðsbræður Palestínu sameinast í Keflavík Íslenski boltinn Ísabella aftur heim frá sænska stórveldinu Fótbolti Uppgjörið: Ísland - Slóvenía 32-26 | Frábær fyrri hálfleikur gegn Slóvenum Handbolti Fleiri fréttir „Maður fann andrúmsloftið breytast“ Utan vallar: Dauði knattspyrnustjórans Svíar syrgja 31 árs gamlan handboltamann Græðir milljón á dag með nýjum samningi Dagskráin í dag: Enski bikarinn og NFL-veislan hefst af alvöru Solskjær hittir forráðamenn Man. Utd Hollywood-endir þegar Forest féll úr bikarnum Orri sá sigurmark á síðustu sekúndu „Læt þá stundum heyra það að þeir geti ekki unnið án mín“ Ríkjandi meistarar Frakka bíða strákanna okkar Uppgjörið: Álftanes - Þór Þ. 97-75| Álftnesingar sigldu fram úr í lokin Ísabella aftur heim frá sænska stórveldinu Heimamenn slógu Mbeumo og félaga út Landsliðsbræður Palestínu sameinast í Keflavík Tottenham fær brasilískan bakvörð Uppgjörið: Ísland - Slóvenía 32-26 | Frábær fyrri hálfleikur gegn Slóvenum Everton-maðurinn sendi Senegal í undanúrslit Bikarhetjan til KA Amanda mætt aftur „heim“ Þrótti berst mikill liðsstyrkur úr Keflavík Jón Guðni aðstoðar Ólaf Inga Dómarar lyfjaprófaðir vegna kókaínneyslu Coote Saka skrifar undir nýjan langtímasamning við Arsenal Blikarnir eru búnir að missa 34 mörk og 25 stoðsendingar Njarðvík kveður Kanann og leitar að nýjum Engum hefur enn tekist að skora hjá syni Zidane á Afríkumótinu TikTok í fyrsta sæti á HM í fótbolta í sumar Kom á óvart að Hilmar væri á lausu: „Settum upp liðið í kringum hann“ Settu upp skautavelli inni á einum flottasta fótboltaleikvangi Spánar „Skita“ olli því að leikmaður Tindastóls varð eins og Tom Hanks í The Terminal Sjá meira
Guðlaug Ingibjörg kemur fram með sögu sína og vonast til að hún geti með því opnað augu fólks um að aðstoða betur íþróttafólk sem lenda í mjög erfiðum andlegum aðstæðum. Saga hennar er vissulega sláandi. Erlendur leikmaður, sem Guðlaug nefnir ekki á nafn, var að spila með Skautafélagi Akureyrar eins og hún þegar þau fóru að draga sig saman veturinn 2012. Guðlaug var nítján ára og hann átta árum eldri. Skömmu síðar var hann ráðinn sem þjálfari kvennaliðsins. Lifði tvöföldu lífi Hún flutti suður til Reykjavíkur árið 2013 og skráði sig í íþróttafræði við HR. Þá hóf hún æfingar með íshokkíliði Bjarnarins. Þá kom í ljós að maðurinn var að lifa tvöföldu lífi. Hann var í annarri sambúð og sambandi hans og Guðlaugar var því lokið. Þegar leið á veturinn var maðurinn ráðinn sem þjálfari kvennaliðsins hjá Birninum og Guðlaug Ingibjörg segir frá þeim aðstæðum sem hún var þá komin í. „Hann náttúrulega vissi alveg hvar ég bjó. Hann vissi hvernig ég vann. Hann vissi hvenær ég var búin í skólanum. Þannig að hann gerði sig heimboðinn heim til mín og misnotaði mig. Fyrir sína leiki eða mína leiki. Eða nauðgaði mér, og þetta var alltaf einhvern veginn á þeim forsendum að ‚ef þú gerir þetta ekki fyrir mig núna þá spila ég ekki vel í leiknum sem er í kvöld, eða er á morgun. Eða er um helgina.' Þetta voru ekki eitt skipti og ekki tvö. Þetta var samt ekki fyrir hvern leik,“ sagði Guðlaug Ingibjörg Þorsteinsdóttir í viðtalinu við RÚV. Bitnaði á mínum leiktíma „Hann lagði aldrei hendur á mig en fer samt þessa leið. Þetta voru mjög krefjandi aðstæður. Ef ég streittist á móti honum í þessum aðstæðum, þegar hann bauð sér heim til mín. Þá varð það til þess að ég spilaði ekki leiki. Eða það bitnaði á mínum leiktíma,“ sagði Guðlaug. Guðlaug talar einnig um þunglyndi sitt í framhaldinu og hvernig heimurinn hennar hrundi í landsliðsverkefni á HM í íshokkí sem fram fór í Reykjavík árið 2014. Í framhaldinu tók við sjálfsvinna hjá Guðlaugu en mesti bati hennar varð þegar maðurinn flutti brott af landi en hún segist hafa fengið hjálp. Ein stór fjölskylda „Íshokkísambandið steig upp á móti, með aðkomu stjórnarmanna úr Birninum á þessum tíma. Ég er líka bara rosalega heppin. Hreyfingin er lítil en þetta er ein stór fjölskylda. Ég held ég hafi aldrei þakkað fólkinu nógu mikið sem kom að mínum málum,“ sagði Guðlaug. Það má horfa á allt viðtalið hér.
Íshokkí Mest lesið Græðir milljón á dag með nýjum samningi Sport Utan vallar: Dauði knattspyrnustjórans Enski boltinn Solskjær hittir forráðamenn Man. Utd Enski boltinn Hollywood-endir þegar Forest féll úr bikarnum Enski boltinn Ríkjandi meistarar Frakka bíða strákanna okkar Handbolti „Læt þá stundum heyra það að þeir geti ekki unnið án mín“ Sport Orri sá sigurmark á síðustu sekúndu Fótbolti Landsliðsbræður Palestínu sameinast í Keflavík Íslenski boltinn Ísabella aftur heim frá sænska stórveldinu Fótbolti Uppgjörið: Ísland - Slóvenía 32-26 | Frábær fyrri hálfleikur gegn Slóvenum Handbolti Fleiri fréttir „Maður fann andrúmsloftið breytast“ Utan vallar: Dauði knattspyrnustjórans Svíar syrgja 31 árs gamlan handboltamann Græðir milljón á dag með nýjum samningi Dagskráin í dag: Enski bikarinn og NFL-veislan hefst af alvöru Solskjær hittir forráðamenn Man. Utd Hollywood-endir þegar Forest féll úr bikarnum Orri sá sigurmark á síðustu sekúndu „Læt þá stundum heyra það að þeir geti ekki unnið án mín“ Ríkjandi meistarar Frakka bíða strákanna okkar Uppgjörið: Álftanes - Þór Þ. 97-75| Álftnesingar sigldu fram úr í lokin Ísabella aftur heim frá sænska stórveldinu Heimamenn slógu Mbeumo og félaga út Landsliðsbræður Palestínu sameinast í Keflavík Tottenham fær brasilískan bakvörð Uppgjörið: Ísland - Slóvenía 32-26 | Frábær fyrri hálfleikur gegn Slóvenum Everton-maðurinn sendi Senegal í undanúrslit Bikarhetjan til KA Amanda mætt aftur „heim“ Þrótti berst mikill liðsstyrkur úr Keflavík Jón Guðni aðstoðar Ólaf Inga Dómarar lyfjaprófaðir vegna kókaínneyslu Coote Saka skrifar undir nýjan langtímasamning við Arsenal Blikarnir eru búnir að missa 34 mörk og 25 stoðsendingar Njarðvík kveður Kanann og leitar að nýjum Engum hefur enn tekist að skora hjá syni Zidane á Afríkumótinu TikTok í fyrsta sæti á HM í fótbolta í sumar Kom á óvart að Hilmar væri á lausu: „Settum upp liðið í kringum hann“ Settu upp skautavelli inni á einum flottasta fótboltaleikvangi Spánar „Skita“ olli því að leikmaður Tindastóls varð eins og Tom Hanks í The Terminal Sjá meira