Utan vallar: Vonum að andi Mozart svífi yfir fótboltavöllum í Vín Aron Guðmundsson skrifar 14. nóvember 2023 08:30 Frá leik íslenska landsliðsins í undankeppni EM Vísir/Hulda Margrét Það er á slóðum Mozart sem íslenska karlalandsliðið hefur hafið undirbúning sinn fyrir komandi verkefni sitt í undankeppni EM, tvo síðustu leiki sína í J-riðli, að fullu hér í Vínarborg í Austurríki. Aron Guðmundsson skrifar frá Vínarborg. Afhverju er landsliðið í Vínarborg? Eins og fyrr sagði er íslenska landsliðið nú statt í Vínarborg og í dag fer fram seinni æfingardagur liðsins hér á æfingarsvæði austurríska úrvalsdeildarliðsins Rapid Wien við afbragðs aðstæður. Aðstæður hér í Vínarborg eru til fyrirmyndar. Hér má sjá Allianz leikvanginn, heimavöll Rapid Wien og svo æfingarsvæði félagsins þar sem íslenska landsliðið æfir.Mynd: Rapid Wien Eftir fremur blauta æfingu í gær, líkt og sjá mátti af myndum sem birtar voru á samfélagsmiðlum Knattspyrnusambands Íslands, heilsar Vínarborg skýjuðum og rigningalegum himni en hann á þó að haldast þurr fram eftir degi. Hitastigið í kringum fimmtán gráður. Það er virkilega hentugt fyrir landsliðið að æfa hér fyrir leikinn gegn Slóvökum í Bratislava á fimmtudaginn kemur. Bratislava er aðeins í klukkustundar fjarlægð frá Vínarborg og því alls ekki um langt ferðalag að ræða fyrir liðið þegar kemur að því að færa sig yfir til Slóvakíu. Íslenska landsliðið æfir í dag klukkan ellefu að staðartíma, klukkan tíu á íslenskum tíma. Mikilvægi komandi leikja Íslenska landsliðið á enn tölfræðilegan möguleika á því að tryggja sér sæti í lokakeppni EM í gegnum þennan J-riðil en þeir möguleikar eru samt sem áður afar litlir. Liðið myndi þurfa að vinna báða af þessum tveimur síðustu leikjum sínum, útileiki gegn Slóvakíu og Portúgal, og á sama tíma treysta á hagstæð úrslit úr öðrum leikjum. En þó svo að EM sætið yrði ekki tryggt í gegnum þennan J-riðil er ekki öll nótt úti enn fyrir íslenska landsliðið. Það er fjallabaksleið í áttina á þessu eftirsótta EM-sæti í gegnum umspil er miðast við gengi liðanna í Þjóðadeild UEFA. Miðað við árangurinn þar, sem og núverandi stöðu í undankeppni EM, er Ísland inni í þessu umspili. Raunar metur tölfræðisíðan Football Rankings, sem gefur iðulega út spár byggðar á tölfræði í tengslum við hin ýmsu mót í knattspyrnuheiminum, að möguleikar Íslands á sæti í umræddu umspili séu 98% hvorki meira né minna. Chances to end up in EURO 2024 qualifying Play-offs: Greece - 99% Iceland - 98% Luxembourg - 97% Poland - 96% Estonia - 96% Kazakhstan - 91% Israel - 64% Wales - 60% Ukraine - 59% Croatia - 41% Italy - 41% Norway - 33% Azerbaijan - 11% pic.twitter.com/UxPMiq6mW1— Football Rankings (@FootRankings) November 13, 2023 Mikilvægi þessara komandi leikja er því gífurlegt. Íslenska landsliðið hefur verið í mótun frá því að Norðmaðurinn og landsliðsþjálfarinn Åge Hareide tók við stjórnartaumunum síðastliðið sumar. Komandi leikir munu marka fleiri skref í þeirri mótun. Åge sjálfur hefur sett stefnuna fyrir liðið á EM líkt og túlka mátti orð hans á blaðamannafundi þegar að landsliðshópur Íslands í yfirstandandi verkefni var opinberaður. Á slóðum Mozart Vínarborg er uppfull af sögu og menningu og ætla ég mér ekki að þykjast vera fróður um sögu borgarinnar. Hins vegar er auðveldlega hægt að finna hversu ríkulega sú saga er tengd við austurríska tónskáldið Wolfang Amadeus Mozart, eitt merkasta tónskáld sem gengið hefur um á þessari jörðu. Á Vísindavefnum má finna ítarlega grein um ævi og störf Mozart sem og tengingu hans við Vínarborg og segir meðal annars þar í grein sem tónlistarfræðingurinn Árni Heimir Ingólfsson skrifar: „Konsertarnir sem Mozart samdi í Vínarborg eru með merkustu tónsmíðum hans og þeir opnuðu honum dyr að frægð og frama.“ Það er vonandi að andi Mozart svífi yfir fótboltavöllum hér í Vínarborg þessa dagana. Sér í lagi yfir æfingarvelli Rapid Wien og að íslenska landsliðið finni vísbendingar um hvar lyklana að EM-dyrunum sé að finna. Landslið karla í fótbolta EM 2024 í Þýskalandi Þjóðadeild karla í fótbolta Austurríki Mest lesið Segjast ekki eiga pening og konunum fórnað Handbolti Segja Bandaríkin ekki tilbúin fyrir HM og Ólympíuleika Sport Fyrsta íslenska tvennan í frönsku deildinni í meira en 42 ár Fótbolti Íslendingur meðal yngstu markaskorara í sögu Evrópukeppnanna Fótbolti Framtíðaráform Laugardalsvallar kynnt á ársþingi KSÍ Fótbolti Liverpool væri á sömu slóðum og Man. Utd án Mo Salah Enski boltinn Segja að nýja reglan eyðileggi sportið Sport Kári kemur inn í hópinn gegn Tyrkjum Körfubolti „Pínu erfitt að hlæja að Kára“ Sport Enn á lyfjum eftir súr töp á ferlinum Fótbolti Fleiri fréttir Ísak tryggði jafntefli á síðustu stundu Vann Arsenal og tók síðan bara lestina heim Í beinni: Newcastle - Nottingham Forest | Áhugaverð viðureign á St James' Park Áfall fyrir Napoli í titilbaráttunni Liverpool væri á sömu slóðum og Man. Utd án Mo Salah Íslendingur meðal yngstu markaskorara í sögu Evrópukeppnanna Enn á lyfjum eftir súr töp á ferlinum Fyrsta íslenska tvennan í frönsku deildinni í meira en 42 ár Framtíðaráform Laugardalsvallar kynnt á ársþingi KSÍ Glæsimörk á Kanarí tryggðu toppsætið Mark Martinez lyfti Inter á toppinn „Eigum skilið að finna til“ Stefnir í alvöru titilbaráttu á Spáni Asensio hetjan í endurkomu Villa Þrenna Óla Vals í stórsigri Blika Magnaður Hákon tryggði Lille stigin þrjú Góður sigur Vestra og Fram tapaði gegn Lengjudeildarliði Öruggur sigur Spurs og Wolves vann óvænt Bitlausu liði Arsenal mistókst að minnka forskot Liverpool Moyes: Greinilegt peysutog en við áttum að vera komnir í 3-0 Hafa ekki enn fagnað sigri eftir jól Amorim: Við þurfum að lifa þetta tímabil af Samþykktu að taka áminningu af leikmönnum og fjölga útlendingum Hætti við að dæma víti og United slapp með jafntefli Kom inn á í fyrri háfleik og skoraði í fyrsta sinn í fimm mánuði Arnór Ingvi skoraði tvö mörk í bikarsigri Urðu að ósk Mourinho og kölluðu á útlenskan dómara Ein af þeim sem hefur haldið oftast hreinu í Evrópu Tók vítið í leyfisleysi og var skipt út af þótt hann hefði skorað Sigurlíkur Liverpool minnkuðu Sjá meira
Aron Guðmundsson skrifar frá Vínarborg. Afhverju er landsliðið í Vínarborg? Eins og fyrr sagði er íslenska landsliðið nú statt í Vínarborg og í dag fer fram seinni æfingardagur liðsins hér á æfingarsvæði austurríska úrvalsdeildarliðsins Rapid Wien við afbragðs aðstæður. Aðstæður hér í Vínarborg eru til fyrirmyndar. Hér má sjá Allianz leikvanginn, heimavöll Rapid Wien og svo æfingarsvæði félagsins þar sem íslenska landsliðið æfir.Mynd: Rapid Wien Eftir fremur blauta æfingu í gær, líkt og sjá mátti af myndum sem birtar voru á samfélagsmiðlum Knattspyrnusambands Íslands, heilsar Vínarborg skýjuðum og rigningalegum himni en hann á þó að haldast þurr fram eftir degi. Hitastigið í kringum fimmtán gráður. Það er virkilega hentugt fyrir landsliðið að æfa hér fyrir leikinn gegn Slóvökum í Bratislava á fimmtudaginn kemur. Bratislava er aðeins í klukkustundar fjarlægð frá Vínarborg og því alls ekki um langt ferðalag að ræða fyrir liðið þegar kemur að því að færa sig yfir til Slóvakíu. Íslenska landsliðið æfir í dag klukkan ellefu að staðartíma, klukkan tíu á íslenskum tíma. Mikilvægi komandi leikja Íslenska landsliðið á enn tölfræðilegan möguleika á því að tryggja sér sæti í lokakeppni EM í gegnum þennan J-riðil en þeir möguleikar eru samt sem áður afar litlir. Liðið myndi þurfa að vinna báða af þessum tveimur síðustu leikjum sínum, útileiki gegn Slóvakíu og Portúgal, og á sama tíma treysta á hagstæð úrslit úr öðrum leikjum. En þó svo að EM sætið yrði ekki tryggt í gegnum þennan J-riðil er ekki öll nótt úti enn fyrir íslenska landsliðið. Það er fjallabaksleið í áttina á þessu eftirsótta EM-sæti í gegnum umspil er miðast við gengi liðanna í Þjóðadeild UEFA. Miðað við árangurinn þar, sem og núverandi stöðu í undankeppni EM, er Ísland inni í þessu umspili. Raunar metur tölfræðisíðan Football Rankings, sem gefur iðulega út spár byggðar á tölfræði í tengslum við hin ýmsu mót í knattspyrnuheiminum, að möguleikar Íslands á sæti í umræddu umspili séu 98% hvorki meira né minna. Chances to end up in EURO 2024 qualifying Play-offs: Greece - 99% Iceland - 98% Luxembourg - 97% Poland - 96% Estonia - 96% Kazakhstan - 91% Israel - 64% Wales - 60% Ukraine - 59% Croatia - 41% Italy - 41% Norway - 33% Azerbaijan - 11% pic.twitter.com/UxPMiq6mW1— Football Rankings (@FootRankings) November 13, 2023 Mikilvægi þessara komandi leikja er því gífurlegt. Íslenska landsliðið hefur verið í mótun frá því að Norðmaðurinn og landsliðsþjálfarinn Åge Hareide tók við stjórnartaumunum síðastliðið sumar. Komandi leikir munu marka fleiri skref í þeirri mótun. Åge sjálfur hefur sett stefnuna fyrir liðið á EM líkt og túlka mátti orð hans á blaðamannafundi þegar að landsliðshópur Íslands í yfirstandandi verkefni var opinberaður. Á slóðum Mozart Vínarborg er uppfull af sögu og menningu og ætla ég mér ekki að þykjast vera fróður um sögu borgarinnar. Hins vegar er auðveldlega hægt að finna hversu ríkulega sú saga er tengd við austurríska tónskáldið Wolfang Amadeus Mozart, eitt merkasta tónskáld sem gengið hefur um á þessari jörðu. Á Vísindavefnum má finna ítarlega grein um ævi og störf Mozart sem og tengingu hans við Vínarborg og segir meðal annars þar í grein sem tónlistarfræðingurinn Árni Heimir Ingólfsson skrifar: „Konsertarnir sem Mozart samdi í Vínarborg eru með merkustu tónsmíðum hans og þeir opnuðu honum dyr að frægð og frama.“ Það er vonandi að andi Mozart svífi yfir fótboltavöllum hér í Vínarborg þessa dagana. Sér í lagi yfir æfingarvelli Rapid Wien og að íslenska landsliðið finni vísbendingar um hvar lyklana að EM-dyrunum sé að finna.
Landslið karla í fótbolta EM 2024 í Þýskalandi Þjóðadeild karla í fótbolta Austurríki Mest lesið Segjast ekki eiga pening og konunum fórnað Handbolti Segja Bandaríkin ekki tilbúin fyrir HM og Ólympíuleika Sport Fyrsta íslenska tvennan í frönsku deildinni í meira en 42 ár Fótbolti Íslendingur meðal yngstu markaskorara í sögu Evrópukeppnanna Fótbolti Framtíðaráform Laugardalsvallar kynnt á ársþingi KSÍ Fótbolti Liverpool væri á sömu slóðum og Man. Utd án Mo Salah Enski boltinn Segja að nýja reglan eyðileggi sportið Sport Kári kemur inn í hópinn gegn Tyrkjum Körfubolti „Pínu erfitt að hlæja að Kára“ Sport Enn á lyfjum eftir súr töp á ferlinum Fótbolti Fleiri fréttir Ísak tryggði jafntefli á síðustu stundu Vann Arsenal og tók síðan bara lestina heim Í beinni: Newcastle - Nottingham Forest | Áhugaverð viðureign á St James' Park Áfall fyrir Napoli í titilbaráttunni Liverpool væri á sömu slóðum og Man. Utd án Mo Salah Íslendingur meðal yngstu markaskorara í sögu Evrópukeppnanna Enn á lyfjum eftir súr töp á ferlinum Fyrsta íslenska tvennan í frönsku deildinni í meira en 42 ár Framtíðaráform Laugardalsvallar kynnt á ársþingi KSÍ Glæsimörk á Kanarí tryggðu toppsætið Mark Martinez lyfti Inter á toppinn „Eigum skilið að finna til“ Stefnir í alvöru titilbaráttu á Spáni Asensio hetjan í endurkomu Villa Þrenna Óla Vals í stórsigri Blika Magnaður Hákon tryggði Lille stigin þrjú Góður sigur Vestra og Fram tapaði gegn Lengjudeildarliði Öruggur sigur Spurs og Wolves vann óvænt Bitlausu liði Arsenal mistókst að minnka forskot Liverpool Moyes: Greinilegt peysutog en við áttum að vera komnir í 3-0 Hafa ekki enn fagnað sigri eftir jól Amorim: Við þurfum að lifa þetta tímabil af Samþykktu að taka áminningu af leikmönnum og fjölga útlendingum Hætti við að dæma víti og United slapp með jafntefli Kom inn á í fyrri háfleik og skoraði í fyrsta sinn í fimm mánuði Arnór Ingvi skoraði tvö mörk í bikarsigri Urðu að ósk Mourinho og kölluðu á útlenskan dómara Ein af þeim sem hefur haldið oftast hreinu í Evrópu Tók vítið í leyfisleysi og var skipt út af þótt hann hefði skorað Sigurlíkur Liverpool minnkuðu Sjá meira