Hinn 1. september 2023 auglýsti dómsmálaráðuneytið laust til umsóknar tvö embætti dómara með fyrstu starfsstöð við Héraðsdóm Reykjavíkur. Níu umsóknir bárust um þessi tvö embætti.
Í vef ráðuneytisins segir að það sé niðurstaða nefndarinnar að Ólafur Helgi Árnason sé hæfastur umsækjenda til að hljóta skipun í embætti. Hann starfar nú sem lögmaður hjá embætti ríkislögmanns.
„Næst honum komi Finnur Þór Vilhjálmsson, Sindri M. Stephensen og Stefanía G. Sæmundsdóttir og verði ekki gert upp á milli þeirra þriggja.
Dómnefndina skipuðu: Ása Ólafsdóttir, formaður, Helga Melkorka Óttarsdóttir, Kristín Benediktsdóttir, Reimar Pétursson og Þorgeir Örlygsson,“ segir í tilkynningunni.