Sér fram á efnahagslega þungar aðgerðir Sunna Sæmundsdóttir og Heimir Már Pétursson skrifa 14. nóvember 2023 12:03 Katrín Jakobsdóttir forsætisráðherra segir unnið að því að kortleggja laust húsnæði fyrir Grindvíkinga. Vísir/Vilhelm Horft er til fordæma úr heimsfaraldrinum nú þegar unnið er að lausn til að tryggja afkomu Grindvíkinga á meðan rýmingu stendur. Forsætisráðherra segir ljóst að hamfarirnar muni reynast efnahagslega þungar og að mögulega þurfi að ráðst í víðtæka uppbyggingu á húsnæði. Til stendur að opna samkomustað fyrir Grindvíkinga. Í nótt og í morgun hefur verið unnið að efnisflutningi frá Stapafelli og að Svartsengi þar sem reisa á varnargarða til verndar virkjuninni og Bláa lóninu. Verktakar gera ráð fyrir að leyfi til að hefja framkvæmdir fáist um hádegisbilið og til stendur að byrja á varnargarði milli Svartsengis og Sundhnúkagígaraðarinnar. Staða Grindvíkinga var til umræðu á ríkisstjórnarfundi í morgun og segir Katrín Jakobsdóttir forsætisráðherra að sveitarfélög vinni að því í samvinnu við innviðaráðuneytið að kortleggja húsnæði sem er á lausu. 1200 heimili standa mannlaus í Grindavík, samfélagi þar sem búa um 3800 manns þar af 800 börn. „Og hvernig unnt er að koma því fyrir að Grindvíkingar geti komið sér fyrir einhvers staðar að minnsta kosti á meðan rýmingu stendur, sem við vitum auðvitað enn ekki hversu lengi mun standa yfir.“ Vonir standi að sjálfsögðu til þess að Grindvíkingar geti snúið aftur heim en Katrín segir stjórnvöld þó einnig vera að rifja upp þær aðgerðir sem ráðist var í eftir Vestmannaeyjagosið með uppbyggingu viðlagasjóðshúsa. „Og að sjálfsögðu er sú sviðsmynd uppi að ráðast þurfi í víðtæka uppbyggingu á húsnæði í tengslum við þessa atburði en við vonum enn það besta,“ segir Katrín. Forsætisráðherra segir ljóst að hamfarirnar muni reynast efnahagslega þungar.Vísir/Vilhelm Þá hafa stjórnvöld fundað með Samtökum atvinnulífsins og verkalýðsfélögum um sértaka lausn til þess að tryggja megi afkomu fólks á meðan rýmingu stendur. „Við eigum auðvitað ýmis fordæmi úr heimsfaraldri þannig að það er verið að skoða þau fordæmi og vinna að slíkri lausn.“ Opna samkomustað í vikunni Einnig er skólaganga grindvískra barna til skoðunar. Katrín bendir á að íbúar séu nú á víð og dreif í mörgum bæjarfélögum og að skólamálayfirvöld í Grindavík séu að meta hvaða leiðir henti best. Þá er stefnt að því að opna í vikunni samkomustað fyrir Grindvíkinga, þar sem þeir geta nálgast þjónustu og áfallahjálp. Í minnihlutaáliti Pírata, Flokks fólksins og Miðflokksins um frumvarp um byggingu varnargarða er gagnrýnt að hann sé fjármagnaður með nýjum skatti í stað þess að ríkissjóður fjármagni framkvæmdina. Katrtín bendir á að hamfarirnar muni reynast efnahagslega þungar. „Varnargarður er bara brot af þeim kostnaði sem þarf að ráðast í hér vegna þess tjóns sem þegar er orðið. Það sem okkur fannst mikilvægt var að tryggja að þessi framkvæmd væri fjármögnuð með gjaldi sem er lágt, nemur kannski fimm þúsund krónum á fasteign sem er sextíu milljónir á brunabótamati á ári, og byggja þannig upp þennan tekjustofn til þess að ráðast í forvarnaraðgerðir. Það er hins vegar ljóst að allir aðilar munu þurfa leggja töluvert af mörkum til þess að mæta þeim kostnaði sem verður af þessum hamförum,“ segir Katrín Jakobsdóttir, forsætisráðherra. Grindavík Eldgos og jarðhræringar Ríkisstjórn Katrínar Jakobsdóttur Eldgos á Reykjanesskaga Varnargarðar á Reykjanesskaga Mest lesið „Hann fékk einfaldlega ekki þá hjálp sem hann þurfti á að halda“ Fréttir Öllum sem geri lítið úr morðinu „verði refsað“ Erlent Ósætti með nýtt grenndargámasvæði: „Þetta er bara mikið áhyggjuefni“ Innlent Ekkja Kirk tjáir sig eftir morðið Erlent Ölvaðir einstaklingar víða til vandræða Innlent Í straffi fyrir skilaboð á vegg Kaffibarsins: „Þetta eru bara skemmdarverk“ Innlent Bregðast við árás á barnaníðing í Fellabæ Innlent Hefja frumkvæðisathugun á dauðsföllum tengdum bóluefnum Erlent Stærsti skjálfti síðan í maí fannst í byggð Innlent Áköf úrkoma hætti á skriðuföll á Ströndum Innlent Fleiri fréttir Ölvaðir einstaklingar víða til vandræða Ósætti með nýtt grenndargámasvæði: „Þetta er bara mikið áhyggjuefni“ Áköf úrkoma hætti á skriðuföll á Ströndum Stærsti skjálfti síðan í maí fannst í byggð Þurfi að jafna réttindi upp á við en ekki skerða hjá einum hóp Leggur fram öryggis- og varnarstefnu: „Ógnin er veruleg“ Óformlegar verkfallsaðgerðir hjá Play og tilfinningaþrungnir dagar Bregðast við árás á barnaníðing í Fellabæ Ákærður fyrir tilraun til manndráps í Úlfarsárdal Í straffi fyrir skilaboð á vegg Kaffibarsins: „Þetta eru bara skemmdarverk“ Ríkisstjórnin þverbrjóti leikreglur vinnumarkaðarins Starfsmenn þingflokks taka pokann sinn Vilja afnema áminningarskyldu sem undanfara uppsagnar opinberra starfsmanna Sá yngsti til að verða kjörinn goði hjá Ásatrúarfélaginu Forstöðumenn fangelsa lýsa kerfislægri krísu og segja ástandið óásættanlegt Búin að sjóða vatn í rúman mánuð og segir íbúa ekki treysta vatnsbólinu Þurfa 12-15 milljónir til að halda Ylju opinni um helgar Lýðræðislegri umræðu og samstöðu ógnað Ísland gæti þurft að kaupa losunarheimildir fyrir milljarða til að standa við skuldbindingar Starfsmannafundur hjá Play og enn leitað að morðingja Charlie Kirk Hæstiréttur tekur fyrir mál móður sem dæmd var í 18 ára fangelsi Bein útsending: Áherslur og forgangsaðgerðir Íslands í loftslagsmálum Ríflega þúsund börn bíða eftir að komast að en ekki 400 Fjórtán áherslur í varnar- og öryggismálum: „Öryggisógnin er raunveruleg og aðkallandi“ Staðfesta dóm yfir tvíburabræðrunum en refsing Samúels Jóa milduð Bein útsending: Skýrsla samráðshóps um inntak og áherslur stefnu í varnar- og öryggismálum Tveir handteknir fyrir húsbrot og einn fyrir að vera ólöglega á landinu Íslendingar í meistaradeild þrátt fyrir herleysið Helgarlokanir leiði fólk til þess að nota efnin í bílakjöllurum Vinirnir vestanhafs hafi áhyggjur af stigmögnun Sjá meira
Í nótt og í morgun hefur verið unnið að efnisflutningi frá Stapafelli og að Svartsengi þar sem reisa á varnargarða til verndar virkjuninni og Bláa lóninu. Verktakar gera ráð fyrir að leyfi til að hefja framkvæmdir fáist um hádegisbilið og til stendur að byrja á varnargarði milli Svartsengis og Sundhnúkagígaraðarinnar. Staða Grindvíkinga var til umræðu á ríkisstjórnarfundi í morgun og segir Katrín Jakobsdóttir forsætisráðherra að sveitarfélög vinni að því í samvinnu við innviðaráðuneytið að kortleggja húsnæði sem er á lausu. 1200 heimili standa mannlaus í Grindavík, samfélagi þar sem búa um 3800 manns þar af 800 börn. „Og hvernig unnt er að koma því fyrir að Grindvíkingar geti komið sér fyrir einhvers staðar að minnsta kosti á meðan rýmingu stendur, sem við vitum auðvitað enn ekki hversu lengi mun standa yfir.“ Vonir standi að sjálfsögðu til þess að Grindvíkingar geti snúið aftur heim en Katrín segir stjórnvöld þó einnig vera að rifja upp þær aðgerðir sem ráðist var í eftir Vestmannaeyjagosið með uppbyggingu viðlagasjóðshúsa. „Og að sjálfsögðu er sú sviðsmynd uppi að ráðast þurfi í víðtæka uppbyggingu á húsnæði í tengslum við þessa atburði en við vonum enn það besta,“ segir Katrín. Forsætisráðherra segir ljóst að hamfarirnar muni reynast efnahagslega þungar.Vísir/Vilhelm Þá hafa stjórnvöld fundað með Samtökum atvinnulífsins og verkalýðsfélögum um sértaka lausn til þess að tryggja megi afkomu fólks á meðan rýmingu stendur. „Við eigum auðvitað ýmis fordæmi úr heimsfaraldri þannig að það er verið að skoða þau fordæmi og vinna að slíkri lausn.“ Opna samkomustað í vikunni Einnig er skólaganga grindvískra barna til skoðunar. Katrín bendir á að íbúar séu nú á víð og dreif í mörgum bæjarfélögum og að skólamálayfirvöld í Grindavík séu að meta hvaða leiðir henti best. Þá er stefnt að því að opna í vikunni samkomustað fyrir Grindvíkinga, þar sem þeir geta nálgast þjónustu og áfallahjálp. Í minnihlutaáliti Pírata, Flokks fólksins og Miðflokksins um frumvarp um byggingu varnargarða er gagnrýnt að hann sé fjármagnaður með nýjum skatti í stað þess að ríkissjóður fjármagni framkvæmdina. Katrtín bendir á að hamfarirnar muni reynast efnahagslega þungar. „Varnargarður er bara brot af þeim kostnaði sem þarf að ráðast í hér vegna þess tjóns sem þegar er orðið. Það sem okkur fannst mikilvægt var að tryggja að þessi framkvæmd væri fjármögnuð með gjaldi sem er lágt, nemur kannski fimm þúsund krónum á fasteign sem er sextíu milljónir á brunabótamati á ári, og byggja þannig upp þennan tekjustofn til þess að ráðast í forvarnaraðgerðir. Það er hins vegar ljóst að allir aðilar munu þurfa leggja töluvert af mörkum til þess að mæta þeim kostnaði sem verður af þessum hamförum,“ segir Katrín Jakobsdóttir, forsætisráðherra.
Grindavík Eldgos og jarðhræringar Ríkisstjórn Katrínar Jakobsdóttur Eldgos á Reykjanesskaga Varnargarðar á Reykjanesskaga Mest lesið „Hann fékk einfaldlega ekki þá hjálp sem hann þurfti á að halda“ Fréttir Öllum sem geri lítið úr morðinu „verði refsað“ Erlent Ósætti með nýtt grenndargámasvæði: „Þetta er bara mikið áhyggjuefni“ Innlent Ekkja Kirk tjáir sig eftir morðið Erlent Ölvaðir einstaklingar víða til vandræða Innlent Í straffi fyrir skilaboð á vegg Kaffibarsins: „Þetta eru bara skemmdarverk“ Innlent Bregðast við árás á barnaníðing í Fellabæ Innlent Hefja frumkvæðisathugun á dauðsföllum tengdum bóluefnum Erlent Stærsti skjálfti síðan í maí fannst í byggð Innlent Áköf úrkoma hætti á skriðuföll á Ströndum Innlent Fleiri fréttir Ölvaðir einstaklingar víða til vandræða Ósætti með nýtt grenndargámasvæði: „Þetta er bara mikið áhyggjuefni“ Áköf úrkoma hætti á skriðuföll á Ströndum Stærsti skjálfti síðan í maí fannst í byggð Þurfi að jafna réttindi upp á við en ekki skerða hjá einum hóp Leggur fram öryggis- og varnarstefnu: „Ógnin er veruleg“ Óformlegar verkfallsaðgerðir hjá Play og tilfinningaþrungnir dagar Bregðast við árás á barnaníðing í Fellabæ Ákærður fyrir tilraun til manndráps í Úlfarsárdal Í straffi fyrir skilaboð á vegg Kaffibarsins: „Þetta eru bara skemmdarverk“ Ríkisstjórnin þverbrjóti leikreglur vinnumarkaðarins Starfsmenn þingflokks taka pokann sinn Vilja afnema áminningarskyldu sem undanfara uppsagnar opinberra starfsmanna Sá yngsti til að verða kjörinn goði hjá Ásatrúarfélaginu Forstöðumenn fangelsa lýsa kerfislægri krísu og segja ástandið óásættanlegt Búin að sjóða vatn í rúman mánuð og segir íbúa ekki treysta vatnsbólinu Þurfa 12-15 milljónir til að halda Ylju opinni um helgar Lýðræðislegri umræðu og samstöðu ógnað Ísland gæti þurft að kaupa losunarheimildir fyrir milljarða til að standa við skuldbindingar Starfsmannafundur hjá Play og enn leitað að morðingja Charlie Kirk Hæstiréttur tekur fyrir mál móður sem dæmd var í 18 ára fangelsi Bein útsending: Áherslur og forgangsaðgerðir Íslands í loftslagsmálum Ríflega þúsund börn bíða eftir að komast að en ekki 400 Fjórtán áherslur í varnar- og öryggismálum: „Öryggisógnin er raunveruleg og aðkallandi“ Staðfesta dóm yfir tvíburabræðrunum en refsing Samúels Jóa milduð Bein útsending: Skýrsla samráðshóps um inntak og áherslur stefnu í varnar- og öryggismálum Tveir handteknir fyrir húsbrot og einn fyrir að vera ólöglega á landinu Íslendingar í meistaradeild þrátt fyrir herleysið Helgarlokanir leiði fólk til þess að nota efnin í bílakjöllurum Vinirnir vestanhafs hafi áhyggjur af stigmögnun Sjá meira