„Það verður erfiðara og erfiðara að fara um svæðið“ Helena Rós Sturludóttir skrifar 14. nóvember 2023 12:11 Víðir Reynisson, sviðsstjóri almannavarna, segir fjölmörg verkefni nú í vinnslu hjá Almannavörnum, bæði í samhæfingarstöðinni og í aðgerðarstjórninni. Stöð 2 Land heldur áfram að síga í Grindavík og nýjar sprungur myndast í sífellu að sögn sviðsstjóra Almannavarna. Breytingarnar séu sýnilegar á milli daga og því þurfi að gera auknar öryggiskröfur í dag til þeirra sem fái að sækja nauðsynjar og verðmæta í bæinn í dag. Skjálftavirkni hélt áfram á Reykjanesi í nótt á svipuðu róli og daginn áður. Stærsti skjálftinn í nótt var 3,1 að stærð. Í nótt samþykkti Alþingi frumvarp um vernd innviða á Reykjanesskaga sem hefur nú þegar tekið gildi. Ríkinu er nú heimilt að ráðast í gerð varnargarða í kringum orkuverið í Svartsengi auk þess að vernda aðra mikilvæga innviði. Fyrirtæki og þeir íbúar í Grindavík sem komust ekki í bæinn í gær fá tækifæri í dag til að bjarga nauðsynjum og verðmætum. Víðir Reynisson, sviðsstjóri Almannavarna, segir að miðað við nýjasta hættumatið sé ljóst að gera þurfi auknar öryggiskröfur til þeirra sem fara inn í bæinn í dag frá því í gær. Grindavík hafi verið skipt í þrjú svæði eftir hættu og hættulegasta svæðið sé sigdalurinn svokallaði. „Það svæði heldur áfram að síga og þar eru sífellt að myndast nýjar sprungur á yfirborðinu. Við skilgreinum þetta svæði svolítið eins og skriðjökul sem er mikið sprunginn og jafnvel snjóað aðeins yfir þannig það er verulega hættulegt að vera inni á því svæði. Það er stefnt að því að þeir sem ekki komust heim til sín í gær, á tveimur fyrrnefndu svæðunum fái að fara þangað í dag og síðan er unnið að því að hægt verði að fara á einhvern hluta á hinu svæðinu þá í fygld viðbragðsaðila og þá í sérstöku viðbragði,“ segir Víðir. Hvert heimili fái um fimm mínútur til að sækja nauðsynjar. Því styttra sem fólk er inni í bænum því minni sé áhættan. „Þetta er engin bein verðmætabjörgun í fjármálaskilningi en þetta er auðvitað verðmætabjörgun meira í tilfinningalegum skilningi sem er að fara fram þarna,“ segir Víðir og bætir við að fyrirtækin sem fái að fara inn séu í meiri verðmætabjörgun. „Þá sérstaklega frystigeymslurnar sem verið er að tæma.“ Víðir segir ómögulegt að segja til um framhaldið næstu daga, óvissan sé mikil á meðan land heldur áfram að síga. „Við það eykst með hverjum deginum hættan þarna og við sjáum það svona á milli daga að það eru að opnast fleiri sprungur og breytingin er sýnilega á milli daga. Það verður erfiðara og erfiðara að minnsta kosti að fara um svæðið.“ Líkur á gosi séu óbreyttar og segir Víðir áskoranirnar fram undan vera gríðarlegar. Komi til neyðarrýmingar í bænum sé sá tímarammi skammur og viðbúnaðurinn sé í takt við það. Grindavík Eldgos og jarðhræringar Eldgos á Reykjanesskaga Varnargarðar á Reykjanesskaga Tengdar fréttir Sig og sprungur við íþróttahúsið: „Þetta er það versta sem við höfum séð í dag“ Miklar skemmdir hafa orðið við íþróttahúsið í Grindavík. Þar hafa stórar sprungur opnast og jörð sigið töluvert. Björgunarsveitarfólk kannaði aðstæður á svæðinu í dag. 13. nóvember 2023 14:46 Grindvíkingar búi sig undir gríðarlegt tjón „Ljóst er að gríðarlegt tjón er á bænum okkar og gott að fólk undirbúi sig undir það.“ 13. nóvember 2023 12:44 Segja eign sína nú verðlausa með öllu Ómar Alaham og Amanda Jo Wood búa við stærstu sprungur sem myndast hafa í Grindavík. Fréttastofa rakst á þau þar sem þau voru að huga að aðstæðum en yfirvöld gáfu íbúum færi á því í dag. Íbúar hafa til klukkan 16:00 til að fara að sækja það allra nauðsynlegasta. Þá verður lokað aftur. 13. nóvember 2023 15:24 Tengdasonur ársins kemur til bjargar Íbúar Grindavíkur voru í óða önn nú síðdegis við að forða sínu helsta á þeim skamma tíma sem gafst til að huga að verðmætum og persónulegum eignum. Fréttamaður Vísis greip Ásmund Guðnason glóðvolgan þar sem hann var að hlaða bíl sinn. 13. nóvember 2023 16:05 Seldi húsið í Grindavík á föstudag en rændur í Reykjavík Marcel Marik lenti í þeirri hörmulegu lífsreynslu að vegabréfi hans og verðmætum var stolið úr bíl hans. En nokkrum klukkustundum fyrr seldi hann húsið sitt í Grindavík. Hann vonast til að geta búið áfram í Grindavík. 13. nóvember 2023 17:08 Mest lesið „Hann fékk einfaldlega ekki þá hjálp sem hann þurfti á að halda“ Fréttir Öllum sem geri lítið úr morðinu „verði refsað“ Erlent Ósætti með nýtt grenndargámasvæði: „Þetta er bara mikið áhyggjuefni“ Innlent Ekkja Kirk tjáir sig eftir morðið Erlent Ölvaðir einstaklingar víða til vandræða Innlent Í straffi fyrir skilaboð á vegg Kaffibarsins: „Þetta eru bara skemmdarverk“ Innlent Bregðast við árás á barnaníðing í Fellabæ Innlent Hefja frumkvæðisathugun á dauðsföllum tengdum bóluefnum Erlent Stærsti skjálfti síðan í maí fannst í byggð Innlent Áköf úrkoma hætti á skriðuföll á Ströndum Innlent Fleiri fréttir Ölvaðir einstaklingar víða til vandræða Ósætti með nýtt grenndargámasvæði: „Þetta er bara mikið áhyggjuefni“ Áköf úrkoma hætti á skriðuföll á Ströndum Stærsti skjálfti síðan í maí fannst í byggð Þurfi að jafna réttindi upp á við en ekki skerða hjá einum hóp Leggur fram öryggis- og varnarstefnu: „Ógnin er veruleg“ Óformlegar verkfallsaðgerðir hjá Play og tilfinningaþrungnir dagar Bregðast við árás á barnaníðing í Fellabæ Ákærður fyrir tilraun til manndráps í Úlfarsárdal Í straffi fyrir skilaboð á vegg Kaffibarsins: „Þetta eru bara skemmdarverk“ Ríkisstjórnin þverbrjóti leikreglur vinnumarkaðarins Starfsmenn þingflokks taka pokann sinn Vilja afnema áminningarskyldu sem undanfara uppsagnar opinberra starfsmanna Sá yngsti til að verða kjörinn goði hjá Ásatrúarfélaginu Forstöðumenn fangelsa lýsa kerfislægri krísu og segja ástandið óásættanlegt Búin að sjóða vatn í rúman mánuð og segir íbúa ekki treysta vatnsbólinu Þurfa 12-15 milljónir til að halda Ylju opinni um helgar Lýðræðislegri umræðu og samstöðu ógnað Ísland gæti þurft að kaupa losunarheimildir fyrir milljarða til að standa við skuldbindingar Starfsmannafundur hjá Play og enn leitað að morðingja Charlie Kirk Hæstiréttur tekur fyrir mál móður sem dæmd var í 18 ára fangelsi Bein útsending: Áherslur og forgangsaðgerðir Íslands í loftslagsmálum Ríflega þúsund börn bíða eftir að komast að en ekki 400 Fjórtán áherslur í varnar- og öryggismálum: „Öryggisógnin er raunveruleg og aðkallandi“ Staðfesta dóm yfir tvíburabræðrunum en refsing Samúels Jóa milduð Bein útsending: Skýrsla samráðshóps um inntak og áherslur stefnu í varnar- og öryggismálum Tveir handteknir fyrir húsbrot og einn fyrir að vera ólöglega á landinu Íslendingar í meistaradeild þrátt fyrir herleysið Helgarlokanir leiði fólk til þess að nota efnin í bílakjöllurum Vinirnir vestanhafs hafi áhyggjur af stigmögnun Sjá meira
Skjálftavirkni hélt áfram á Reykjanesi í nótt á svipuðu róli og daginn áður. Stærsti skjálftinn í nótt var 3,1 að stærð. Í nótt samþykkti Alþingi frumvarp um vernd innviða á Reykjanesskaga sem hefur nú þegar tekið gildi. Ríkinu er nú heimilt að ráðast í gerð varnargarða í kringum orkuverið í Svartsengi auk þess að vernda aðra mikilvæga innviði. Fyrirtæki og þeir íbúar í Grindavík sem komust ekki í bæinn í gær fá tækifæri í dag til að bjarga nauðsynjum og verðmætum. Víðir Reynisson, sviðsstjóri Almannavarna, segir að miðað við nýjasta hættumatið sé ljóst að gera þurfi auknar öryggiskröfur til þeirra sem fara inn í bæinn í dag frá því í gær. Grindavík hafi verið skipt í þrjú svæði eftir hættu og hættulegasta svæðið sé sigdalurinn svokallaði. „Það svæði heldur áfram að síga og þar eru sífellt að myndast nýjar sprungur á yfirborðinu. Við skilgreinum þetta svæði svolítið eins og skriðjökul sem er mikið sprunginn og jafnvel snjóað aðeins yfir þannig það er verulega hættulegt að vera inni á því svæði. Það er stefnt að því að þeir sem ekki komust heim til sín í gær, á tveimur fyrrnefndu svæðunum fái að fara þangað í dag og síðan er unnið að því að hægt verði að fara á einhvern hluta á hinu svæðinu þá í fygld viðbragðsaðila og þá í sérstöku viðbragði,“ segir Víðir. Hvert heimili fái um fimm mínútur til að sækja nauðsynjar. Því styttra sem fólk er inni í bænum því minni sé áhættan. „Þetta er engin bein verðmætabjörgun í fjármálaskilningi en þetta er auðvitað verðmætabjörgun meira í tilfinningalegum skilningi sem er að fara fram þarna,“ segir Víðir og bætir við að fyrirtækin sem fái að fara inn séu í meiri verðmætabjörgun. „Þá sérstaklega frystigeymslurnar sem verið er að tæma.“ Víðir segir ómögulegt að segja til um framhaldið næstu daga, óvissan sé mikil á meðan land heldur áfram að síga. „Við það eykst með hverjum deginum hættan þarna og við sjáum það svona á milli daga að það eru að opnast fleiri sprungur og breytingin er sýnilega á milli daga. Það verður erfiðara og erfiðara að minnsta kosti að fara um svæðið.“ Líkur á gosi séu óbreyttar og segir Víðir áskoranirnar fram undan vera gríðarlegar. Komi til neyðarrýmingar í bænum sé sá tímarammi skammur og viðbúnaðurinn sé í takt við það.
Grindavík Eldgos og jarðhræringar Eldgos á Reykjanesskaga Varnargarðar á Reykjanesskaga Tengdar fréttir Sig og sprungur við íþróttahúsið: „Þetta er það versta sem við höfum séð í dag“ Miklar skemmdir hafa orðið við íþróttahúsið í Grindavík. Þar hafa stórar sprungur opnast og jörð sigið töluvert. Björgunarsveitarfólk kannaði aðstæður á svæðinu í dag. 13. nóvember 2023 14:46 Grindvíkingar búi sig undir gríðarlegt tjón „Ljóst er að gríðarlegt tjón er á bænum okkar og gott að fólk undirbúi sig undir það.“ 13. nóvember 2023 12:44 Segja eign sína nú verðlausa með öllu Ómar Alaham og Amanda Jo Wood búa við stærstu sprungur sem myndast hafa í Grindavík. Fréttastofa rakst á þau þar sem þau voru að huga að aðstæðum en yfirvöld gáfu íbúum færi á því í dag. Íbúar hafa til klukkan 16:00 til að fara að sækja það allra nauðsynlegasta. Þá verður lokað aftur. 13. nóvember 2023 15:24 Tengdasonur ársins kemur til bjargar Íbúar Grindavíkur voru í óða önn nú síðdegis við að forða sínu helsta á þeim skamma tíma sem gafst til að huga að verðmætum og persónulegum eignum. Fréttamaður Vísis greip Ásmund Guðnason glóðvolgan þar sem hann var að hlaða bíl sinn. 13. nóvember 2023 16:05 Seldi húsið í Grindavík á föstudag en rændur í Reykjavík Marcel Marik lenti í þeirri hörmulegu lífsreynslu að vegabréfi hans og verðmætum var stolið úr bíl hans. En nokkrum klukkustundum fyrr seldi hann húsið sitt í Grindavík. Hann vonast til að geta búið áfram í Grindavík. 13. nóvember 2023 17:08 Mest lesið „Hann fékk einfaldlega ekki þá hjálp sem hann þurfti á að halda“ Fréttir Öllum sem geri lítið úr morðinu „verði refsað“ Erlent Ósætti með nýtt grenndargámasvæði: „Þetta er bara mikið áhyggjuefni“ Innlent Ekkja Kirk tjáir sig eftir morðið Erlent Ölvaðir einstaklingar víða til vandræða Innlent Í straffi fyrir skilaboð á vegg Kaffibarsins: „Þetta eru bara skemmdarverk“ Innlent Bregðast við árás á barnaníðing í Fellabæ Innlent Hefja frumkvæðisathugun á dauðsföllum tengdum bóluefnum Erlent Stærsti skjálfti síðan í maí fannst í byggð Innlent Áköf úrkoma hætti á skriðuföll á Ströndum Innlent Fleiri fréttir Ölvaðir einstaklingar víða til vandræða Ósætti með nýtt grenndargámasvæði: „Þetta er bara mikið áhyggjuefni“ Áköf úrkoma hætti á skriðuföll á Ströndum Stærsti skjálfti síðan í maí fannst í byggð Þurfi að jafna réttindi upp á við en ekki skerða hjá einum hóp Leggur fram öryggis- og varnarstefnu: „Ógnin er veruleg“ Óformlegar verkfallsaðgerðir hjá Play og tilfinningaþrungnir dagar Bregðast við árás á barnaníðing í Fellabæ Ákærður fyrir tilraun til manndráps í Úlfarsárdal Í straffi fyrir skilaboð á vegg Kaffibarsins: „Þetta eru bara skemmdarverk“ Ríkisstjórnin þverbrjóti leikreglur vinnumarkaðarins Starfsmenn þingflokks taka pokann sinn Vilja afnema áminningarskyldu sem undanfara uppsagnar opinberra starfsmanna Sá yngsti til að verða kjörinn goði hjá Ásatrúarfélaginu Forstöðumenn fangelsa lýsa kerfislægri krísu og segja ástandið óásættanlegt Búin að sjóða vatn í rúman mánuð og segir íbúa ekki treysta vatnsbólinu Þurfa 12-15 milljónir til að halda Ylju opinni um helgar Lýðræðislegri umræðu og samstöðu ógnað Ísland gæti þurft að kaupa losunarheimildir fyrir milljarða til að standa við skuldbindingar Starfsmannafundur hjá Play og enn leitað að morðingja Charlie Kirk Hæstiréttur tekur fyrir mál móður sem dæmd var í 18 ára fangelsi Bein útsending: Áherslur og forgangsaðgerðir Íslands í loftslagsmálum Ríflega þúsund börn bíða eftir að komast að en ekki 400 Fjórtán áherslur í varnar- og öryggismálum: „Öryggisógnin er raunveruleg og aðkallandi“ Staðfesta dóm yfir tvíburabræðrunum en refsing Samúels Jóa milduð Bein útsending: Skýrsla samráðshóps um inntak og áherslur stefnu í varnar- og öryggismálum Tveir handteknir fyrir húsbrot og einn fyrir að vera ólöglega á landinu Íslendingar í meistaradeild þrátt fyrir herleysið Helgarlokanir leiði fólk til þess að nota efnin í bílakjöllurum Vinirnir vestanhafs hafi áhyggjur af stigmögnun Sjá meira
Sig og sprungur við íþróttahúsið: „Þetta er það versta sem við höfum séð í dag“ Miklar skemmdir hafa orðið við íþróttahúsið í Grindavík. Þar hafa stórar sprungur opnast og jörð sigið töluvert. Björgunarsveitarfólk kannaði aðstæður á svæðinu í dag. 13. nóvember 2023 14:46
Grindvíkingar búi sig undir gríðarlegt tjón „Ljóst er að gríðarlegt tjón er á bænum okkar og gott að fólk undirbúi sig undir það.“ 13. nóvember 2023 12:44
Segja eign sína nú verðlausa með öllu Ómar Alaham og Amanda Jo Wood búa við stærstu sprungur sem myndast hafa í Grindavík. Fréttastofa rakst á þau þar sem þau voru að huga að aðstæðum en yfirvöld gáfu íbúum færi á því í dag. Íbúar hafa til klukkan 16:00 til að fara að sækja það allra nauðsynlegasta. Þá verður lokað aftur. 13. nóvember 2023 15:24
Tengdasonur ársins kemur til bjargar Íbúar Grindavíkur voru í óða önn nú síðdegis við að forða sínu helsta á þeim skamma tíma sem gafst til að huga að verðmætum og persónulegum eignum. Fréttamaður Vísis greip Ásmund Guðnason glóðvolgan þar sem hann var að hlaða bíl sinn. 13. nóvember 2023 16:05
Seldi húsið í Grindavík á föstudag en rændur í Reykjavík Marcel Marik lenti í þeirri hörmulegu lífsreynslu að vegabréfi hans og verðmætum var stolið úr bíl hans. En nokkrum klukkustundum fyrr seldi hann húsið sitt í Grindavík. Hann vonast til að geta búið áfram í Grindavík. 13. nóvember 2023 17:08