Sunnlensk ungmenni unnu Skjálftann Svava Marín Óskarsdóttir skrifar 14. nóvember 2023 14:34 Siguratriði Hvergerðinga hét Sound of silence og fjallaði um þær alvarlegu afleiðingar sem einelti getur leitt af sér á listrænan hátt og lögðu þau áherslu á mikilvægi þess að eiga heilbrigð og góð samskipti. Sunna Ben Grunnskólinn í Hveragerði vann Skjálftann 2023, hæfileikakeppni ungmenna í grunnskólum á Suðurlandi. Keppnin fór fram í íþróttahúsinu í Þorlákshöfn síðastliðinn laugardag með pompi og prakt. Skjálftinn er byggður á Skrekk, hæfileikakeppni ungmenna í grunnskólum Reykjavíkurborgar, og fór hann nú fram í þriðja sinn, en í fyrsta sinn með áhorfendum þar sem fyrstu tvær keppnirnar voru undir áhrifum heimsfaraldurs. Dómnefndina skipuðu listaparið, Júlí Heiðar Halldórsson og Þórdís Björk Þorfinnsdóttir, og Ástrós Guðjónsdóttir dansari. Kynnar kvöldsins voru Sirrý Fjóla, leik- og sirkuslistakona og Matti, meðlimur hljómsveitarinnar Væb. Dómnefnd ásamt kynnum kvöldsins.Sunna Ben „Siguratriði Hvergerðinga hét Sound of silence og fjallaði um þær alvarlegu afleiðingar sem einelti getur leitt af sér á listrænan hátt og lögðu þau áherslu á mikilvægi þess að eiga heilbrigð og góð samskipti. Það sé ekki nóg að heyra, það þarf líka að hlusta og það sé ekki nóg að tala því við þurfum líka að vita hvað við erum að segja vegna þess að orð hafa áhrif,“ segir í fréttatilkynningu um keppnina. Þá hafnaði Vallaskóli á Selfossi í 2. sæti og grunnskólinn í Þorlákshöfn hreppti 3. sætið. Grunnskólinn i Hveragerði hreppti 1.sætið.Sunna Ben Atriði grunnskólans í Þorlákshöfn fjallaði um líf stúlku og samskipti hennar við foreldra, kærasta og vini. Tengslin voru sett fram sem strengir sem brotnuðu einn og einn sem varð til þess að á endanum brotnar stúlkan endanlega saman. Grunnskólinn í Þorlákshöfn lenti í 3. sæti.Sunna Ben Atriðin hreyfðu við áhorfendum „Atriðin komu frá sjö sunnlenskum skólum sem tóku þátt þetta árið og má með sanni segja að atriðin hafi hreyft við þeim 500 áhorfendum sem voru á staðnum, enda boðskapurinn oftar en ekki djúpur og með alvarlegum undirtón. Í Skjálftanum, líkt og Skrekk, er lögð mikil áhersla á að ungmennin sjálf þrói atriðin, allt frá hugmynd að lokaútkomu á sviði og því endurspegla atriðin hugðarefni þeirra og má segja að keppnirnar séu farvegur fyrir raddir ungs fólk á hverjum tíma. Ásamt því að móta listrænu hlið atriðanna þurfa þau líka að hugsa um tæknilegar útfærslur, hljóð, ljós, búninga, förðun og fleira og leggja mikinn tíma og vinnu í þetta skapandi ferli sem reynir á þrautseigju, skapandi hugsun og samvinnu.“ Athygli vakti að Bláskógaskóli á Laugarvatni kom í bolum merktum Skjálftanum og það sem meira er þá skáru þau sjálf út mót, máluðu og prentuðu á bolina. Virkilega metnaðarfullt og flott hjá þeim.Sunna Ben Rétt áður en dómnefnd steig á svið.Sunna Ben Tónlistarmaðurinn Patrik Atlason, eða Prettyboitjokkó, flutti lagið Skína sem var valið Skjálftalagið 2023. Skjálftinn var haldinn með stuðningi frá Uppbyggingarsjóði SASS og Sveitarfélaginu Ölfusi. Prettyboitjokkó tryllti dansgólfið.Sunna Ben Hveragerði Krakkar Tengdar fréttir Hagaskóli vann Skrekk Hagaskóli var hlutskarpastur í Skrekk, hæfileikakeppni grunnskóla Reykjavíkur, í Borgarleikhúsinu í kvöld. 13. nóvember 2023 22:28 Réttarholtsskóli og Háteigsskóli áfram í úrslit Skrekks Réttarholtsskóli og Háteigsskóli komust áfram í Skrekk, hæfileikakeppni grunnskóla Reykjavíkur, í Borgarleikhúsinu í kvöld. Atriði skólanna fjölluðu um sjálfsöryggi annars vegar og sjálfsvígshugsanir hins vegar. 8. nóvember 2023 23:08 Hagaskóli og Laugalækjarskóli í úrslit Skrekks Atriði Hagaskóla og Laugalækjarskóla komust í gærkvöldi áfram í úrslit Skrekks, hæfileikakeppni grunnskólanna í Reykjavík, á fyrsta undanúrslitakvöldi keppninnar. 7. nóvember 2023 07:33 Mest lesið Stjörnulífið: Hrekkjavaka og seiðandi kroppar Lífið Kom út úr skápnum er hún lýsti yfir stuðningi við Harris Lífið Segja aðra kaupa gervispilanir til að hafa áhrif á veðmál Tónlist Einhleypan: Fangavörður, einlæg og skemmtileg Makamál Íbúðin gjörbreyttist eftir að hafa fært eldhúsið Lífið Tapaði miklum peningum í vínbransanum Lífið Tveggja barna foreldrar eftir erfiða áhættumeðgöngu Lífið Sunneva nefndi son Jóhönnu Lífið Quincy Jones er látinn Lífið Dawson's Creek leikari með krabbamein Lífið Fleiri fréttir Segist aldrei myndu deita Depp Tjáði sig óvænt um sína fyrrverandi Sunneva nefndi son Jóhönnu Tanja Ýr og Ryan fengu að vita kynið á sjöttu viku Meirihluti er haldinn loddaralíðan Tveggja barna foreldrar eftir erfiða áhættumeðgöngu Tapaði miklum peningum í vínbransanum Íbúðin gjörbreyttist eftir að hafa fært eldhúsið Stjörnulífið: Hrekkjavaka og seiðandi kroppar Quincy Jones er látinn Dawson's Creek leikari með krabbamein Kom út úr skápnum er hún lýsti yfir stuðningi við Harris Margot Robbie orðin mamma Syndir sex kílómetra með kayak í eftirdragi Mennirnir sem allir eru að tala um: Hverjir eru Costco-gæjarnir og Rizzlerinn? Krakkatían: Vatnsmelónur, fótbolti og grænn froskur Myndaveisla: Snjórinn féll á bjórþyrsta borgara Afmæliskaka hinnar sönnu raunveruleikastjörnu? Bestu hrekkjavökubúningar stjarnanna Hlutir sem skapa notalega stemningu á heimilinu Stefnir að því að gera mömmu sína að stjörnu Dó í 33 mínútur og 3 sekúndur Fréttatía vikunnar: Kosningasvik, náttúruhamfarir og sorg Bjarni Ben orðinn tvöfaldur afi Hollywood stjarna til liðs við Laufeyju Þurft að horfa ítrekað á myndbönd Jennifer Lopez Brady í áfalli yfir barneignum Bündchen „Duglegur, kærleiksríkur og skemmtilegur ungur drengur sem átti lífið fram undan“ Leggur hristarann á hilluna eftir mótið Óþekkjanleg sem frægasta geimvera í heimi Sjá meira
Skjálftinn er byggður á Skrekk, hæfileikakeppni ungmenna í grunnskólum Reykjavíkurborgar, og fór hann nú fram í þriðja sinn, en í fyrsta sinn með áhorfendum þar sem fyrstu tvær keppnirnar voru undir áhrifum heimsfaraldurs. Dómnefndina skipuðu listaparið, Júlí Heiðar Halldórsson og Þórdís Björk Þorfinnsdóttir, og Ástrós Guðjónsdóttir dansari. Kynnar kvöldsins voru Sirrý Fjóla, leik- og sirkuslistakona og Matti, meðlimur hljómsveitarinnar Væb. Dómnefnd ásamt kynnum kvöldsins.Sunna Ben „Siguratriði Hvergerðinga hét Sound of silence og fjallaði um þær alvarlegu afleiðingar sem einelti getur leitt af sér á listrænan hátt og lögðu þau áherslu á mikilvægi þess að eiga heilbrigð og góð samskipti. Það sé ekki nóg að heyra, það þarf líka að hlusta og það sé ekki nóg að tala því við þurfum líka að vita hvað við erum að segja vegna þess að orð hafa áhrif,“ segir í fréttatilkynningu um keppnina. Þá hafnaði Vallaskóli á Selfossi í 2. sæti og grunnskólinn í Þorlákshöfn hreppti 3. sætið. Grunnskólinn i Hveragerði hreppti 1.sætið.Sunna Ben Atriði grunnskólans í Þorlákshöfn fjallaði um líf stúlku og samskipti hennar við foreldra, kærasta og vini. Tengslin voru sett fram sem strengir sem brotnuðu einn og einn sem varð til þess að á endanum brotnar stúlkan endanlega saman. Grunnskólinn í Þorlákshöfn lenti í 3. sæti.Sunna Ben Atriðin hreyfðu við áhorfendum „Atriðin komu frá sjö sunnlenskum skólum sem tóku þátt þetta árið og má með sanni segja að atriðin hafi hreyft við þeim 500 áhorfendum sem voru á staðnum, enda boðskapurinn oftar en ekki djúpur og með alvarlegum undirtón. Í Skjálftanum, líkt og Skrekk, er lögð mikil áhersla á að ungmennin sjálf þrói atriðin, allt frá hugmynd að lokaútkomu á sviði og því endurspegla atriðin hugðarefni þeirra og má segja að keppnirnar séu farvegur fyrir raddir ungs fólk á hverjum tíma. Ásamt því að móta listrænu hlið atriðanna þurfa þau líka að hugsa um tæknilegar útfærslur, hljóð, ljós, búninga, förðun og fleira og leggja mikinn tíma og vinnu í þetta skapandi ferli sem reynir á þrautseigju, skapandi hugsun og samvinnu.“ Athygli vakti að Bláskógaskóli á Laugarvatni kom í bolum merktum Skjálftanum og það sem meira er þá skáru þau sjálf út mót, máluðu og prentuðu á bolina. Virkilega metnaðarfullt og flott hjá þeim.Sunna Ben Rétt áður en dómnefnd steig á svið.Sunna Ben Tónlistarmaðurinn Patrik Atlason, eða Prettyboitjokkó, flutti lagið Skína sem var valið Skjálftalagið 2023. Skjálftinn var haldinn með stuðningi frá Uppbyggingarsjóði SASS og Sveitarfélaginu Ölfusi. Prettyboitjokkó tryllti dansgólfið.Sunna Ben
Hveragerði Krakkar Tengdar fréttir Hagaskóli vann Skrekk Hagaskóli var hlutskarpastur í Skrekk, hæfileikakeppni grunnskóla Reykjavíkur, í Borgarleikhúsinu í kvöld. 13. nóvember 2023 22:28 Réttarholtsskóli og Háteigsskóli áfram í úrslit Skrekks Réttarholtsskóli og Háteigsskóli komust áfram í Skrekk, hæfileikakeppni grunnskóla Reykjavíkur, í Borgarleikhúsinu í kvöld. Atriði skólanna fjölluðu um sjálfsöryggi annars vegar og sjálfsvígshugsanir hins vegar. 8. nóvember 2023 23:08 Hagaskóli og Laugalækjarskóli í úrslit Skrekks Atriði Hagaskóla og Laugalækjarskóla komust í gærkvöldi áfram í úrslit Skrekks, hæfileikakeppni grunnskólanna í Reykjavík, á fyrsta undanúrslitakvöldi keppninnar. 7. nóvember 2023 07:33 Mest lesið Stjörnulífið: Hrekkjavaka og seiðandi kroppar Lífið Kom út úr skápnum er hún lýsti yfir stuðningi við Harris Lífið Segja aðra kaupa gervispilanir til að hafa áhrif á veðmál Tónlist Einhleypan: Fangavörður, einlæg og skemmtileg Makamál Íbúðin gjörbreyttist eftir að hafa fært eldhúsið Lífið Tapaði miklum peningum í vínbransanum Lífið Tveggja barna foreldrar eftir erfiða áhættumeðgöngu Lífið Sunneva nefndi son Jóhönnu Lífið Quincy Jones er látinn Lífið Dawson's Creek leikari með krabbamein Lífið Fleiri fréttir Segist aldrei myndu deita Depp Tjáði sig óvænt um sína fyrrverandi Sunneva nefndi son Jóhönnu Tanja Ýr og Ryan fengu að vita kynið á sjöttu viku Meirihluti er haldinn loddaralíðan Tveggja barna foreldrar eftir erfiða áhættumeðgöngu Tapaði miklum peningum í vínbransanum Íbúðin gjörbreyttist eftir að hafa fært eldhúsið Stjörnulífið: Hrekkjavaka og seiðandi kroppar Quincy Jones er látinn Dawson's Creek leikari með krabbamein Kom út úr skápnum er hún lýsti yfir stuðningi við Harris Margot Robbie orðin mamma Syndir sex kílómetra með kayak í eftirdragi Mennirnir sem allir eru að tala um: Hverjir eru Costco-gæjarnir og Rizzlerinn? Krakkatían: Vatnsmelónur, fótbolti og grænn froskur Myndaveisla: Snjórinn féll á bjórþyrsta borgara Afmæliskaka hinnar sönnu raunveruleikastjörnu? Bestu hrekkjavökubúningar stjarnanna Hlutir sem skapa notalega stemningu á heimilinu Stefnir að því að gera mömmu sína að stjörnu Dó í 33 mínútur og 3 sekúndur Fréttatía vikunnar: Kosningasvik, náttúruhamfarir og sorg Bjarni Ben orðinn tvöfaldur afi Hollywood stjarna til liðs við Laufeyju Þurft að horfa ítrekað á myndbönd Jennifer Lopez Brady í áfalli yfir barneignum Bündchen „Duglegur, kærleiksríkur og skemmtilegur ungur drengur sem átti lífið fram undan“ Leggur hristarann á hilluna eftir mótið Óþekkjanleg sem frægasta geimvera í heimi Sjá meira
Hagaskóli vann Skrekk Hagaskóli var hlutskarpastur í Skrekk, hæfileikakeppni grunnskóla Reykjavíkur, í Borgarleikhúsinu í kvöld. 13. nóvember 2023 22:28
Réttarholtsskóli og Háteigsskóli áfram í úrslit Skrekks Réttarholtsskóli og Háteigsskóli komust áfram í Skrekk, hæfileikakeppni grunnskóla Reykjavíkur, í Borgarleikhúsinu í kvöld. Atriði skólanna fjölluðu um sjálfsöryggi annars vegar og sjálfsvígshugsanir hins vegar. 8. nóvember 2023 23:08
Hagaskóli og Laugalækjarskóli í úrslit Skrekks Atriði Hagaskóla og Laugalækjarskóla komust í gærkvöldi áfram í úrslit Skrekks, hæfileikakeppni grunnskólanna í Reykjavík, á fyrsta undanúrslitakvöldi keppninnar. 7. nóvember 2023 07:33