Emma fær jafnvel borgað og þjálfari karlalandsliðsins Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 15. nóvember 2023 08:00 Emma Hayes hefur ástæðu til að brosa eftir að þessi sögulegi samningur er í höfn. Getty/Harriet Lander Emma Hayes var í gær staðfest sem næsti þjálfari kvennaliðs Bandaríkjanna í fótbolta en þetta var búið að leika út áður og varla mikið leyndarmál lengur. Það sem vakti kannski mesta athygli var stærð samningsins sem er sögulegur. Bandarískir fjölmiðlar segja nefnilega frá því að Hayes fái jafnhá laun og þjálfari bandaríska karlalandsliðsins. Hann heitir Gregg Berhalter og er að fá 1,6 milljón dollara í árslaun eða 228 milljónir króna. Með þessu verður hin 47 ára gamla Emma launahæsti kvenþjálfari heims og bandaríska sambandið lýsti því líka yfir í fréttatilkynningu sinni að engin kona í fótboltaþjálfun væri með hærri laun. Í fréttum af málinu í Bandaríkjunum kemur fram að ein af kröfum Hayes var að fá jafnmikið borgað og karl í sama starfi hjá sambandinu væri að fá. Það þurfti líka mikið til að fá hana til að hætta hjá Chelsea. Hayes hefur gert frábæra hluti með Chelsea undanfarinn áratug en var búin að gefa það út að hún myndi hætta með liðið eftir þetta tímabil. Undir stjórn Hayes hefur Chelsea unnið sex Englandsmeistaratitla og fimm bikarmeistaratitla. Hún tók við liðinu í ágúst 2012 og hefur því stýrt liðinu í meira en ellefu ár. Chelsea á hins vegar eftir að vinna Meistaradeildina undir hennar stjórn en hún hefur tækifæri til að bæta úr því að lokatímabilinu. Hayer þekkir til Bandaríkjanna því hún þjálfaði í bandaríska háskólaboltanum á sínum tíma og var þjálfari Chicago Red Stars áður en hún kom til Chelsea. Fyrsta verkefni hennar með bandaríska landsliðið verður í júní en hún mun þá byrja að undirbúa liðið fyrir Ólympíuleikana í París næsta sumar. View this post on Instagram A post shared by U.S. Soccer WNT (@uswnt) Enski boltinn Bandaríski fótboltinn Mest lesið Solskjær ekki lengur líklegastur Enski boltinn Uppgjörið: Frakkland - Ísland 31-29 | Jákvæð teikn þrátt fyrir tap Handbolti Miðvarðaæði Liverpool Enski boltinn Alfreð fagnaði aftur gegn Degi fyrir EM Handbolti Pavel hjálpar Grindvíkingum Körfubolti Magnaður McTominay til bjargar eftir að Conte brjálaðist Fótbolti Uppgjörið Stjarnan - Grindavík 100-77 | Aftur fór Stjarnan illa með Grindavík Körfubolti Hákon lagði upp en Endrick sá til þess að Lille félli úr bikarnum Fótbolti Kemi tilþrifin: „Ég skoraði aðeins meira og er myndarlegri“ Körfubolti Sunnlendingar sóttu síðasta farseðilinn eftir mikla spennu Körfubolti Fleiri fréttir Solskjær ekki lengur líklegastur Fletcher segir leikmenn Man. Utd viðkvæma Veik von Man. Utd um titil úr sögunni Loksins unnu Hamrarnir eftir framlengdan leik Martinelli og hornspyrnur hetjurnar Bradley frá út tímabilið | Fer Liverpool á markaðinn? Viðsnúningur hjá Leeds sem fer áfram Miðvarðaæði Liverpool Minntust nýlátins félaga og foreldrarnir mættu í klefann Nýr stjóri Chelsea fékk óskabyrjun Draumur Villa lifir en eru dagar Franks taldir? Draumaprinsinn Benoný sendi aðdáendum kveðju Semenyo skoraði eitt af tíu og Hákon hélt hreinu Newcastle áfram eftir bráðabana og mikla dramatík Varði öll þrjú vítin og Sunderland áfram Stoltur af litla bróður eftir sögulegt afrek Benoný tryggði sigurinn á ögurstundu Utandeildarlið henti meisturunum úr keppni Dyche æfur eftir tapið Utan vallar: Dauði knattspyrnustjórans Solskjær hittir forráðamenn Man. Utd Hollywood-endir þegar Forest féll úr bikarnum Tottenham fær brasilískan bakvörð Dómarar lyfjaprófaðir vegna kókaínneyslu Coote Saka skrifar undir nýjan langtímasamning við Arsenal „Við erum aðhlátursefni,“ segja stuðningsmenn Man Utd Bað Liverpool-leikmanninn afsökunar Semenyo tekur treyjunúmer Yaya Touré Svona var stórleikurinn: Átti Liverpool að fá víti? „Gabi vildi ekki gera honum neitt slæmt“ Sjá meira
Það sem vakti kannski mesta athygli var stærð samningsins sem er sögulegur. Bandarískir fjölmiðlar segja nefnilega frá því að Hayes fái jafnhá laun og þjálfari bandaríska karlalandsliðsins. Hann heitir Gregg Berhalter og er að fá 1,6 milljón dollara í árslaun eða 228 milljónir króna. Með þessu verður hin 47 ára gamla Emma launahæsti kvenþjálfari heims og bandaríska sambandið lýsti því líka yfir í fréttatilkynningu sinni að engin kona í fótboltaþjálfun væri með hærri laun. Í fréttum af málinu í Bandaríkjunum kemur fram að ein af kröfum Hayes var að fá jafnmikið borgað og karl í sama starfi hjá sambandinu væri að fá. Það þurfti líka mikið til að fá hana til að hætta hjá Chelsea. Hayes hefur gert frábæra hluti með Chelsea undanfarinn áratug en var búin að gefa það út að hún myndi hætta með liðið eftir þetta tímabil. Undir stjórn Hayes hefur Chelsea unnið sex Englandsmeistaratitla og fimm bikarmeistaratitla. Hún tók við liðinu í ágúst 2012 og hefur því stýrt liðinu í meira en ellefu ár. Chelsea á hins vegar eftir að vinna Meistaradeildina undir hennar stjórn en hún hefur tækifæri til að bæta úr því að lokatímabilinu. Hayer þekkir til Bandaríkjanna því hún þjálfaði í bandaríska háskólaboltanum á sínum tíma og var þjálfari Chicago Red Stars áður en hún kom til Chelsea. Fyrsta verkefni hennar með bandaríska landsliðið verður í júní en hún mun þá byrja að undirbúa liðið fyrir Ólympíuleikana í París næsta sumar. View this post on Instagram A post shared by U.S. Soccer WNT (@uswnt)
Enski boltinn Bandaríski fótboltinn Mest lesið Solskjær ekki lengur líklegastur Enski boltinn Uppgjörið: Frakkland - Ísland 31-29 | Jákvæð teikn þrátt fyrir tap Handbolti Miðvarðaæði Liverpool Enski boltinn Alfreð fagnaði aftur gegn Degi fyrir EM Handbolti Pavel hjálpar Grindvíkingum Körfubolti Magnaður McTominay til bjargar eftir að Conte brjálaðist Fótbolti Uppgjörið Stjarnan - Grindavík 100-77 | Aftur fór Stjarnan illa með Grindavík Körfubolti Hákon lagði upp en Endrick sá til þess að Lille félli úr bikarnum Fótbolti Kemi tilþrifin: „Ég skoraði aðeins meira og er myndarlegri“ Körfubolti Sunnlendingar sóttu síðasta farseðilinn eftir mikla spennu Körfubolti Fleiri fréttir Solskjær ekki lengur líklegastur Fletcher segir leikmenn Man. Utd viðkvæma Veik von Man. Utd um titil úr sögunni Loksins unnu Hamrarnir eftir framlengdan leik Martinelli og hornspyrnur hetjurnar Bradley frá út tímabilið | Fer Liverpool á markaðinn? Viðsnúningur hjá Leeds sem fer áfram Miðvarðaæði Liverpool Minntust nýlátins félaga og foreldrarnir mættu í klefann Nýr stjóri Chelsea fékk óskabyrjun Draumur Villa lifir en eru dagar Franks taldir? Draumaprinsinn Benoný sendi aðdáendum kveðju Semenyo skoraði eitt af tíu og Hákon hélt hreinu Newcastle áfram eftir bráðabana og mikla dramatík Varði öll þrjú vítin og Sunderland áfram Stoltur af litla bróður eftir sögulegt afrek Benoný tryggði sigurinn á ögurstundu Utandeildarlið henti meisturunum úr keppni Dyche æfur eftir tapið Utan vallar: Dauði knattspyrnustjórans Solskjær hittir forráðamenn Man. Utd Hollywood-endir þegar Forest féll úr bikarnum Tottenham fær brasilískan bakvörð Dómarar lyfjaprófaðir vegna kókaínneyslu Coote Saka skrifar undir nýjan langtímasamning við Arsenal „Við erum aðhlátursefni,“ segja stuðningsmenn Man Utd Bað Liverpool-leikmanninn afsökunar Semenyo tekur treyjunúmer Yaya Touré Svona var stórleikurinn: Átti Liverpool að fá víti? „Gabi vildi ekki gera honum neitt slæmt“ Sjá meira