Körfubolti

Háspenna hjá Styrmi Snæ í Belgíu

Smári Jökull Jónsson skrifar
Styrmir Snær Þrastarson í leik með Þór frá Þorlákshöfn.
Styrmir Snær Þrastarson í leik með Þór frá Þorlákshöfn. Vísir / Hulda Margrét

Styrmir Snær Þrastarson og liðsfélagar hans í Belfius-Mons þurftu að sætta sig við tap í belgísku úrvalsdeildinni í körfubolta í kvöld.

Fyrri hálfleikur í leiknum í kvöld var í járnum og var staðan 41-40 fyrir heimamenn í Belfius-Mons að honum loknum. Þeir náðu mest ellefu stiga forskoti í þriðja leikhluta en gestirnir komu til baka. Þeir breyttu stöðunni úr 64-58 í 66-71 og voru komnir með yfirhöndina.

Lokamínúturnar voru æsispennandi. Lið House of Talent Kortirjk Spurs komst fjórum stigum yfir með lítið á klukkunni og heimamenn í Belfius-Mons náðu aldrei að jafna metin eftir það.

Lokatölur 87-74 gestunum í vil. Styrmir Snær skoraði sjö stig í leiknum auk þess að taka fjögur fráköst og gefa tvær stoðsendingar. Hann fékk sína fimmtu villu undir lok leiksins og varð þá að fara útaf.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×