McGregor segir Gunnar eiga heiðurinn af karatestílnum Smári Jökull Jónsson skrifar 16. nóvember 2023 07:01 Conor McGregor er litríkur karakter. Hann lærði af okkar manni. Samsett/Getty Conor McGregor svaraði aðdáendum sínum á samfélagsmiðlinum X, áður Twitter, í gær. Írinn ógurlegi nefndi þar Gunnar Nelson sem mikinn áhrifavald á sínum ferli. Conor McGregor er þekktasti MMA-bardagamaður heims en hann er fyrsti bardagamaðurinn sem hefur verið handhafi tveggja meistaratitla UFC í mismunandi þyngdarflokkum á sama tíma. Þá hefur hann einnig keppt í hnefaleikum en bardagi hans gegn Floyd Mayweather fékk gríðarlegt áhorf á sínum tíma. Í gær gátu aðdáendur McGregor spurt hann spurninga á samfélagsmiðlinum X. Einn aðdáandi spurði McGregor að því hvað hafi orðið til þess að Írinn hafi byrjað að nýta sér karatestílinn sem hefur verið einkennandi fyrir hann á ferlinum. What made you utilize the karate stance/style? What are its advantages over boxing or muay thai stance?— Chris (@Chrispa85) November 15, 2023 Í svari sínu segir McGregor að Gunnar Nelson eigi heiðurinn og hafi byrjað að nota stílinn í æfingabúðum þeirra. McGregor hefur verið æfingafélagi Gunnars Nelson í lengri tíma og eru þeir góðir vinir. „Það var ótrúlega erfitt að verja sig gegn þessu þannig að ég byrjaði að nýta mér stílinn sjálfur. Ég bætti við ýmsu nytsamlega og sleppti því sem var það ekki. Síðan bætti ég við einhverju sem var einstakt fyrir mig. Bruce Lee endurfæddur,“ skrifar McGregor. Training with Gunnar Nelson birthed this style in our camp. It was extremely difficult to fight against so I began to implement it myself. I added what was useful, I discarded what was not, and added what was uniquely my own. Bruce Lee reincarnate! https://t.co/UHOiBxjomo— Conor McGregor (@TheNotoriousMMA) November 15, 2023 Gunnar keppti síðast í UFC í mars á þessu ári þegar hann bar sigurorð af Bryan Barberena. Þá hrósaði Conor Gunnari í hástert og sagði hann einn besta bardagamann sem hann hafi kynnst. McGregor mætir aftur til leiks í UFC þegar hann mætir Michael Chandler. MMA Mest lesið Konurnar aftur fleiri og sex fædd eftir 2000: Topp tíu listinn í ár Sport Látnir æfa á jóladag Enski boltinn Rashford á lausu yfir jólin Fótbolti Óvænt úrslit á HM í pílu í kvöld Sport Beint af HM á sjúkrahús vegna sjaldgæfs taugasjúkdóms Sport „Allt er svo erfitt“ Enski boltinn Entist ekki lengi í fyrsta þjálfarastarfinu Enski boltinn Missti niður um sig brækurnar og gaf ódýrt mark Fótbolti Mætir á leik í fyrsta sinn eftir að hjartað stoppaði Fótbolti Logi frá FH til Króatíu Fótbolti Fleiri fréttir Gísli fyrr heim í frí eftir árásina í Magdeburg Héldu í hefðina og köstuðu þúsundum bangsa inn á völlinn Sagði frá eigin lyfjamisnotkun og er kominn í bann Entist ekki lengi í fyrsta þjálfarastarfinu „Allt er svo erfitt“ Látnir æfa á jóladag Beint af HM á sjúkrahús vegna sjaldgæfs taugasjúkdóms Mætir á leik í fyrsta sinn eftir að hjartað stoppaði Logi frá FH til Króatíu Rashford á lausu yfir jólin Konurnar aftur fleiri og sex fædd eftir 2000: Topp tíu listinn í ár Dagskráin í dag: Það er pílan Missti niður um sig brækurnar og gaf ódýrt mark Óvænt úrslit á HM í pílu í kvöld Charlie Woods fór holu í höggi í fyrsta sinn Wagner með slitið krossband og úr leik út tímabilið „Við vorum taugaóstyrkir“ Salah sló þrjú met í dag Cullen stormaði út af blaðamannafundi White og Littler mætast í 16-manna úrslitum Semur við félagið sem bæði mamma og pabbi spiluðu fyrir Everton hjálpaði sér og nágrönnunum í Liverpool Útsalah á mörkum í Lundúnum Martröð hjá Manchester United í leikhúsi draumanna Martin og félagar burstuðu botnslaginn Drottning Lengjudeildarinnar ætlar að vera með Fram í Bestu Öruggt hjá Real Madrid gegn Sevilla Fimm töp í röð hjá Elvari og félögum Viktor Gísli góður þegar Wisla Plock fór á toppinn Negla Elínar Klöru eitt af flottustu mörkum EM Sjá meira
Conor McGregor er þekktasti MMA-bardagamaður heims en hann er fyrsti bardagamaðurinn sem hefur verið handhafi tveggja meistaratitla UFC í mismunandi þyngdarflokkum á sama tíma. Þá hefur hann einnig keppt í hnefaleikum en bardagi hans gegn Floyd Mayweather fékk gríðarlegt áhorf á sínum tíma. Í gær gátu aðdáendur McGregor spurt hann spurninga á samfélagsmiðlinum X. Einn aðdáandi spurði McGregor að því hvað hafi orðið til þess að Írinn hafi byrjað að nýta sér karatestílinn sem hefur verið einkennandi fyrir hann á ferlinum. What made you utilize the karate stance/style? What are its advantages over boxing or muay thai stance?— Chris (@Chrispa85) November 15, 2023 Í svari sínu segir McGregor að Gunnar Nelson eigi heiðurinn og hafi byrjað að nota stílinn í æfingabúðum þeirra. McGregor hefur verið æfingafélagi Gunnars Nelson í lengri tíma og eru þeir góðir vinir. „Það var ótrúlega erfitt að verja sig gegn þessu þannig að ég byrjaði að nýta mér stílinn sjálfur. Ég bætti við ýmsu nytsamlega og sleppti því sem var það ekki. Síðan bætti ég við einhverju sem var einstakt fyrir mig. Bruce Lee endurfæddur,“ skrifar McGregor. Training with Gunnar Nelson birthed this style in our camp. It was extremely difficult to fight against so I began to implement it myself. I added what was useful, I discarded what was not, and added what was uniquely my own. Bruce Lee reincarnate! https://t.co/UHOiBxjomo— Conor McGregor (@TheNotoriousMMA) November 15, 2023 Gunnar keppti síðast í UFC í mars á þessu ári þegar hann bar sigurorð af Bryan Barberena. Þá hrósaði Conor Gunnari í hástert og sagði hann einn besta bardagamann sem hann hafi kynnst. McGregor mætir aftur til leiks í UFC þegar hann mætir Michael Chandler.
MMA Mest lesið Konurnar aftur fleiri og sex fædd eftir 2000: Topp tíu listinn í ár Sport Látnir æfa á jóladag Enski boltinn Rashford á lausu yfir jólin Fótbolti Óvænt úrslit á HM í pílu í kvöld Sport Beint af HM á sjúkrahús vegna sjaldgæfs taugasjúkdóms Sport „Allt er svo erfitt“ Enski boltinn Entist ekki lengi í fyrsta þjálfarastarfinu Enski boltinn Missti niður um sig brækurnar og gaf ódýrt mark Fótbolti Mætir á leik í fyrsta sinn eftir að hjartað stoppaði Fótbolti Logi frá FH til Króatíu Fótbolti Fleiri fréttir Gísli fyrr heim í frí eftir árásina í Magdeburg Héldu í hefðina og köstuðu þúsundum bangsa inn á völlinn Sagði frá eigin lyfjamisnotkun og er kominn í bann Entist ekki lengi í fyrsta þjálfarastarfinu „Allt er svo erfitt“ Látnir æfa á jóladag Beint af HM á sjúkrahús vegna sjaldgæfs taugasjúkdóms Mætir á leik í fyrsta sinn eftir að hjartað stoppaði Logi frá FH til Króatíu Rashford á lausu yfir jólin Konurnar aftur fleiri og sex fædd eftir 2000: Topp tíu listinn í ár Dagskráin í dag: Það er pílan Missti niður um sig brækurnar og gaf ódýrt mark Óvænt úrslit á HM í pílu í kvöld Charlie Woods fór holu í höggi í fyrsta sinn Wagner með slitið krossband og úr leik út tímabilið „Við vorum taugaóstyrkir“ Salah sló þrjú met í dag Cullen stormaði út af blaðamannafundi White og Littler mætast í 16-manna úrslitum Semur við félagið sem bæði mamma og pabbi spiluðu fyrir Everton hjálpaði sér og nágrönnunum í Liverpool Útsalah á mörkum í Lundúnum Martröð hjá Manchester United í leikhúsi draumanna Martin og félagar burstuðu botnslaginn Drottning Lengjudeildarinnar ætlar að vera með Fram í Bestu Öruggt hjá Real Madrid gegn Sevilla Fimm töp í röð hjá Elvari og félögum Viktor Gísli góður þegar Wisla Plock fór á toppinn Negla Elínar Klöru eitt af flottustu mörkum EM Sjá meira