Eru mannréttindi einungis orð á blaði? Una María Óðinsdóttir skrifar 16. nóvember 2023 09:30 Við þekkjum flest orðið mannréttindi, og getum við flest verið sammála um að grundvallar mannréttindi eru hornsteinn góðra lífskjara. Orðið mannréttindi er skilgreint í íslenskri orðabók á eftirfarandi hátt; tiltekin grundvallarréttindi hverrar manneskju, óháð þjóðerni, kyni, kynhneigð, trú og skoðana. Grundvallar mannréttindi fela meðal annar í sér rétt til lífs, frelsis, og þeirra lífskjara sem að nauðsynleg eru til þess að tryggja heilsu hvers og eins. Árið 2011 varð Ísland fyrsta vestræna ríkið til þess að viðurkenna fullveldi og sjálfstæði Pelstínu. Og var það einróma samþykkt á Alþingi. Á Gaza ströndinni hafa 11.þúsund almennra borgara, þar af er tæplega helmingur barna tapað lífi sínu á rúmum mánuði. Ólíkt þeim hamförum sem að dynja yfir okkur á Íslandi, eru þær aðgerðir sem herja yfir á Gaza ströndinni af mannavöldum. Í sögulegu samhengi eru þetta einn skelfilegasti atburður samtíma okkar. Íslensk stjórnvöld hafa takmarkað beitt sér á alþjóðavettvangi til þess að hafa áhrif á þessa stöðu. Mannréttindaryfirlýsing Sameinuðu þjóðana var samþykkt þann 10.desember 1948. Ísland var á meðal þeirra þjóða sem að samþykkti yfirlýsinguna. Yfirlýsingin er umfangsmikil og stendur hún saman af 30.greinum er varða grundvallarréttindi. Fyrsta grein sáttmálans, vitnar í þau réttindi að allir fæðist frjálsir og jafnir öðrum að virðingu og réttindum. Í 25.grein er snert á réttindum er varða lífskjör. Allir einstaklingar, óháð þjóðerni, trú, samfélags stöðu, hafa rétt á lífskjörum sem að nauðsynleg eru til þess að viðhalda heilsu og vellíðan þeirra og fjölskyldu þeirra. Það er ekki boðlegt að alþjóðalög, mannréttindi, borgaraleg réttindi og réttur til grunnþjónustu séu brotin. Það er ekki boðlegt að ekkert rafmagn, matur, eða vatn sé í boði fyrir 2,2 milljónir manns. Það er ekki boðlegt að heilu fjölskyldurnar séu þurrkaðar út á sekúndubroti. Er virði lífs mis mikið eftir þjóðerni, trú eða búsetu? Íslendingar leggja mikið upp úr því að stæra sig af stöðu okkar í jafnréttisbaráttunni, hve langt við höfum náð hvað mannréttindi varðar, og er gerð krafa til borgara samfélagsins að vera upplýstir og nýta krafta sína til góðs. Hvað myndi gerast ef að þessi grundvallarréttindi og lífskjör einstaklinga og fjölskyldna myndu gufa upp sporlaust? Mikil ólga og óvissa ríkir í samfélagi okkar þessa dagana. Náttúruöfl og stríðsátök út í heimi hanga yfir okkur eins og óveðurský. Eitt er alltaf víst, að við vitum aldrei hvað lífið mun bera í skaut með sér. Þegar lífið bankar upp á, og fótunum er kippt undan okkur viljum við geta verið viss um að við höfum greiðan aðgang að réttindum okkar og grunnþörfum sé uppfyllt. Mannréttindaryfirlýsingin, Barnasáttmálinn, Genfarsáttmálinn og almennt alþjóðalög eru til þess gerð að vernda almenna borgara, eins og mig og þig. Þau hafa það hlutverk að veita vernd og tryggja ákveðin lífskjör og öryggi. Sama hvort það er fyrir íslenskt fólk í friðsælu samfélagi eða börn í stríðsátökum í Gaza, gegn misrétti og kúgun. Þess vegna spyr ég, eru mannréttindi aðeins orð á blaði. Eða eru þau alþjóðalög og grunngildi sem að við sem manneskjur og sem samfélag höfum komið okkur saman um? Eru mannréttindi ekki óhagganlegur hornsteinn tilveru okkar sem að við sameinumst í að berjast fyrir? Eiga kjörnir fulltrúar og ríkisstjórn landsins ekki að endurspegla vilja almennings? Höfundur er málefnastýra Ungs Jafnaðarfólks. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Átök í Ísrael og Palestínu Ísrael Palestína Mannréttindi Mest lesið Má (ég) banna börnum að nota móðurmál í skólanum? Donata Honkowicz Bukowska,Fríða Bjarney Jónsdóttir,Hermína Gunnþórsdóttir,Renata Emilsson Pesková Skoðun Keflavíkurlausnin: Innflytjendadómstóll gæti sparað okkur milljarða Ómar R. Valdimarsson Skoðun Tími kominn til að hugsa um landið allt Ingibjörg Isaksen Skoðun Ég á þetta ég má þetta Arnar Atlason Skoðun Hvað þýðir „að vera nóg“ Sigurður Árni Reynisson Skoðun Milljarðakostnaður sérfræðinga Vilhjálmur Hilmarsson Skoðun Of sein til að ættleiða Silja Dögg Gunnarsdóttir Skoðun Snýst um deilur Dags og Kristrúnar Hjörtur J. Guðmundsson Skoðun Íslenska módelið í forvörnum – leiðarljós sem við erum að slökkva á Árni Guðmundsson Skoðun Halldór 15.11.2025 Halldór Skoðun Skoðun Það þarf bara rétta fólkið Helga Þórisdóttir skrifar Skoðun Keflavíkurlausnin: Innflytjendadómstóll gæti sparað okkur milljarða Ómar R. Valdimarsson skrifar Skoðun Má (ég) banna börnum að nota móðurmál í skólanum? Donata Honkowicz Bukowska,Fríða Bjarney Jónsdóttir,Hermína Gunnþórsdóttir,Renata Emilsson Pesková skrifar Skoðun Hver er uppruni íslam? Finnur Thorlacius Eiríksson skrifar Skoðun Hvað þýðir „að vera nóg“ Sigurður Árni Reynisson skrifar Skoðun Nýjar lóðir í betri og bjartari borg Einar Sveinbjörn Guðmundsson skrifar Skoðun Tími kominn til að hugsa um landið allt Ingibjörg Isaksen skrifar Skoðun Milljarðakostnaður sérfræðinga Vilhjálmur Hilmarsson skrifar Skoðun Snýst um deilur Dags og Kristrúnar Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun „Mamma, eru loftgæðin á grænu?“ Sara björg Sigurðardóttir skrifar Skoðun Rangfærslur utanríkisráðherra Sigurður G. Guðjónsson skrifar Skoðun Samfélag þar sem börn mæta afgangi Grímur Atlason skrifar Skoðun „Samræði“ við barn er ekki til - það er alltaf ofbeldi Guðný S. Bjarnadóttir skrifar Skoðun Staða íslenskrar fornleifafræði Gylfi Helgason skrifar Skoðun Saman náum við lengra. Af hverju þverfagleg endurhæfing skiptir máli Rúnar Helgi Andrason skrifar Skoðun Hefjumst handa við endurskoðun laga um Menntasjóð námsmanna Kolbrún Halldórsdóttir,Lísa Margrét Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Tími jarðefnaeldsneytis að líða undir lok Nótt Thorberg skrifar Skoðun Ósanngjarnar hækkanir á vörugjöldum án fyrirvara – ábyrgðarleysi gagnvart atvinnulífi Friðrik Ingi Friðriksson skrifar Skoðun Ríkið græðir á eigin framkvæmdum Jónína Brynjólfsdóttir skrifar Skoðun Íslenska módelið í forvörnum – leiðarljós sem við erum að slökkva á Árni Guðmundsson skrifar Skoðun Íslenska sem annað tungumál Guðmundur Ingi Kristinsson skrifar Skoðun Sykursýki snýst ekki bara um tölur Erla Kristófersdóttir,Kristín Linnet Einarsdóttir skrifar Skoðun Íslenskan er í góðum höndum Anna María Jónsdóttir skrifar Skoðun Ójafn leikur á Atlantshafi Björn Brynjúlfur Björnsson skrifar Skoðun Höfnum óráðsíunni og blásum til sóknar Guðbergur Reynisson skrifar Skoðun Stór baráttumál Flokks fólksins orðin að lögum Inga Sæland skrifar Skoðun Víð Sýn Páll Ásgrímsson skrifar Skoðun Hvenær er nóg orðið nóg? Guðrún Ósk Þórudóttir skrifar Skoðun Hringekjuspuni bankastjórans: Kjósum frekar breytilega og háa vexti Hjalti Þórisson skrifar Skoðun Þegar útborgunin hverfur: Svona geta fjölskyldur tapað öllu Már Wolfgang Mixa skrifar Sjá meira
Við þekkjum flest orðið mannréttindi, og getum við flest verið sammála um að grundvallar mannréttindi eru hornsteinn góðra lífskjara. Orðið mannréttindi er skilgreint í íslenskri orðabók á eftirfarandi hátt; tiltekin grundvallarréttindi hverrar manneskju, óháð þjóðerni, kyni, kynhneigð, trú og skoðana. Grundvallar mannréttindi fela meðal annar í sér rétt til lífs, frelsis, og þeirra lífskjara sem að nauðsynleg eru til þess að tryggja heilsu hvers og eins. Árið 2011 varð Ísland fyrsta vestræna ríkið til þess að viðurkenna fullveldi og sjálfstæði Pelstínu. Og var það einróma samþykkt á Alþingi. Á Gaza ströndinni hafa 11.þúsund almennra borgara, þar af er tæplega helmingur barna tapað lífi sínu á rúmum mánuði. Ólíkt þeim hamförum sem að dynja yfir okkur á Íslandi, eru þær aðgerðir sem herja yfir á Gaza ströndinni af mannavöldum. Í sögulegu samhengi eru þetta einn skelfilegasti atburður samtíma okkar. Íslensk stjórnvöld hafa takmarkað beitt sér á alþjóðavettvangi til þess að hafa áhrif á þessa stöðu. Mannréttindaryfirlýsing Sameinuðu þjóðana var samþykkt þann 10.desember 1948. Ísland var á meðal þeirra þjóða sem að samþykkti yfirlýsinguna. Yfirlýsingin er umfangsmikil og stendur hún saman af 30.greinum er varða grundvallarréttindi. Fyrsta grein sáttmálans, vitnar í þau réttindi að allir fæðist frjálsir og jafnir öðrum að virðingu og réttindum. Í 25.grein er snert á réttindum er varða lífskjör. Allir einstaklingar, óháð þjóðerni, trú, samfélags stöðu, hafa rétt á lífskjörum sem að nauðsynleg eru til þess að viðhalda heilsu og vellíðan þeirra og fjölskyldu þeirra. Það er ekki boðlegt að alþjóðalög, mannréttindi, borgaraleg réttindi og réttur til grunnþjónustu séu brotin. Það er ekki boðlegt að ekkert rafmagn, matur, eða vatn sé í boði fyrir 2,2 milljónir manns. Það er ekki boðlegt að heilu fjölskyldurnar séu þurrkaðar út á sekúndubroti. Er virði lífs mis mikið eftir þjóðerni, trú eða búsetu? Íslendingar leggja mikið upp úr því að stæra sig af stöðu okkar í jafnréttisbaráttunni, hve langt við höfum náð hvað mannréttindi varðar, og er gerð krafa til borgara samfélagsins að vera upplýstir og nýta krafta sína til góðs. Hvað myndi gerast ef að þessi grundvallarréttindi og lífskjör einstaklinga og fjölskyldna myndu gufa upp sporlaust? Mikil ólga og óvissa ríkir í samfélagi okkar þessa dagana. Náttúruöfl og stríðsátök út í heimi hanga yfir okkur eins og óveðurský. Eitt er alltaf víst, að við vitum aldrei hvað lífið mun bera í skaut með sér. Þegar lífið bankar upp á, og fótunum er kippt undan okkur viljum við geta verið viss um að við höfum greiðan aðgang að réttindum okkar og grunnþörfum sé uppfyllt. Mannréttindaryfirlýsingin, Barnasáttmálinn, Genfarsáttmálinn og almennt alþjóðalög eru til þess gerð að vernda almenna borgara, eins og mig og þig. Þau hafa það hlutverk að veita vernd og tryggja ákveðin lífskjör og öryggi. Sama hvort það er fyrir íslenskt fólk í friðsælu samfélagi eða börn í stríðsátökum í Gaza, gegn misrétti og kúgun. Þess vegna spyr ég, eru mannréttindi aðeins orð á blaði. Eða eru þau alþjóðalög og grunngildi sem að við sem manneskjur og sem samfélag höfum komið okkur saman um? Eru mannréttindi ekki óhagganlegur hornsteinn tilveru okkar sem að við sameinumst í að berjast fyrir? Eiga kjörnir fulltrúar og ríkisstjórn landsins ekki að endurspegla vilja almennings? Höfundur er málefnastýra Ungs Jafnaðarfólks.
Má (ég) banna börnum að nota móðurmál í skólanum? Donata Honkowicz Bukowska,Fríða Bjarney Jónsdóttir,Hermína Gunnþórsdóttir,Renata Emilsson Pesková Skoðun
Skoðun Keflavíkurlausnin: Innflytjendadómstóll gæti sparað okkur milljarða Ómar R. Valdimarsson skrifar
Skoðun Má (ég) banna börnum að nota móðurmál í skólanum? Donata Honkowicz Bukowska,Fríða Bjarney Jónsdóttir,Hermína Gunnþórsdóttir,Renata Emilsson Pesková skrifar
Skoðun Saman náum við lengra. Af hverju þverfagleg endurhæfing skiptir máli Rúnar Helgi Andrason skrifar
Skoðun Hefjumst handa við endurskoðun laga um Menntasjóð námsmanna Kolbrún Halldórsdóttir,Lísa Margrét Gunnarsdóttir skrifar
Skoðun Ósanngjarnar hækkanir á vörugjöldum án fyrirvara – ábyrgðarleysi gagnvart atvinnulífi Friðrik Ingi Friðriksson skrifar
Skoðun Íslenska módelið í forvörnum – leiðarljós sem við erum að slökkva á Árni Guðmundsson skrifar
Má (ég) banna börnum að nota móðurmál í skólanum? Donata Honkowicz Bukowska,Fríða Bjarney Jónsdóttir,Hermína Gunnþórsdóttir,Renata Emilsson Pesková Skoðun