Hvetur þá sem þegar hafa farið inn í Grindavík að hleypa öðrum að Lillý Valgerður Pétursdóttir og Sólrún Dögg Jósefsdóttir skrifa 16. nóvember 2023 00:05 Víðir Reynisson yfirlögreglustjóri Almannavarna. Vísir/Vilhelm Rafmagn fór af hluta Grindavíkur seinni partinn í dag. Yfirlögreglustjóri Almannavarna segir viðgerðarfólk á vegum HS veitna muni fara inn í Grindavík á morgun ef hættumat leyfir. Þá biðlar hann til íbúa Grindavíkur sem þegar hafa fengið að fara heim að hleypa hinum á undan sér. „HS veitur eru að skoða þetta en það verðu rekki hægt að fara í einhverjar viðgerðir fyrr en það er orðið bjart á morgun. Við vinnum ekkert á þessu svæði á nóttunni eða í myrkrinu,“ sagði Víðir Reynisson yfirlögreglustjóri Almannavarna í kvöldfréttum Stöðvar 2. Hann segir rafmagnsleysið vera í austasta hluta bæjarins, austan megin við misgengið. „Líklegast er náttúrlega að eitthvað hafi farið í sundur en við vitum það ekki og HS veitur og viðgerðarfólk á þeirra vegum fer á stað í fyrramálið ef hættumatið hefur ekki breyst.“ Voru íbúar á svæðinu ennþá að sækja dót þegar þetta gerðist? „Það var eitthvað orðið lítið af því. Það átti að hætta því fyrir myrkur og þetta gerist ekkert löngu fyrir myrkur þannig að það hafa ekki verið margir eftir þarna inni,“ segir Víðir. Aðspurður út í gagnrýni sem lögregla hefur fengið vegna fyrirkomulags segir hann gagnrýnina líklega réttmæta. „Það kom ítrekað fram í dag, við báðum fólk sem hafði verið búið að fara að fara ekki aftur svo við gætum komið öllum að sem áttu eftir að fara. Það tókst ekki alveg nógu vel í dag og við höldum áfram á morgun.“ Varnargarðar mikilvægir heita vatnsins vegna Víðir segir að vegna hættu megi örfáir fara inn á svæðið í einu. Tryggja þurfi að rýming yrði snögg ef til hennar kæmi. „Þannig að það verður haldið áfram á morgun og vonandi tekst þá að allir geti kíkt heim sem ekki hafa getað það hingað til,“ segir Víðir. „Og aftur hvetjum við þá sem eru búnir að fara að leyfa hinum að hafa forgang,“ bætir hann við. Víðir segir hafa verið sérstakt að koma inn í Grindavík í dag. „Það hafa verið gríðarleg umbrot og það er mikið tjón og mikil vinna fram undan að laga tjón og koma bænum aftur í samt lag.“ Hann segir Almannavarnir hafa lagt áherslu á byggingu varnargarða. „Í fyrsta falli til þess að verja orkuverið í Svartsengi þannig að hitaveituframleiðslan geti haldið áfram. Það er ýmislegt hægt að gera varðandi kalda vatnið og rafmagnið en heita vatnið er veikasti punkturinn og það er áhersluatriði varðandi varnargarðana,“ segir Víðir að lokum. Grindavík Eldgos og jarðhræringar Eldgos á Reykjanesskaga Varnargarðar á Reykjanesskaga Mest lesið Fundi forsetanna lokið: Ekkert samkomulag um vopnahlé Erlent Þrjú hjólhýsi „splundruðust“ á Holtavörðuheiðinni Innlent „Sprengingarnar eru að skemma húsin okkar“ Innlent Umfangsmikil gagnárás Úkraínumanna Erlent Sekta Símann fyrir að auglýsa erlenda veðmálasíðu Innlent Sextug kona lést í lestarslysi í Danmörku Erlent Foreldrar verði að halda ró sinni þegar kynferðisbrot eru rædd við börn Innlent Öskurrifust við leigubílstjóra: „Farið til helvítis, þið munuð borga mér“ Innlent Stefán Kristjánsson er látinn Innlent Vatnstjón á Kjarvalsstöðum og sautján öðrum stöðum Innlent Fleiri fréttir Þrjú hjólhýsi „splundruðust“ á Holtavörðuheiðinni Sekta Símann fyrir að auglýsa erlenda veðmálasíðu „Sprengingarnar eru að skemma húsin okkar“ Sveitastjórn Rangárþings ytra gefur út framkvæmdaleyfi fyrir Hvammsvirkjun Foreldrar verði að halda ró sinni þegar kynferðisbrot eru rædd við börn Vatnstjón á Kjarvalsstöðum og sautján öðrum stöðum Kynferðisbrot á leikskóla og tímamótafundur forseta Líkamsárás á borði lögreglu Hjólhýsi hafa „sprungið“ á Holtavörðuheiðinni Fíkniefnarannsókn á Raufarhöfn „langt frá því að vera lokið“ Segir eldislaxinn sannarlega eldislax: „Það eru þeirra mistök“ Segir undirverktaka ekki hafa látið vita af gatinu „Stórfurðulegt“ að bjóða foreldrum ekki strax á fund Litlu mátti muna þegar ferðamaður svínaði fyrir hjón á Hellu Barnið lét foreldra sína vita af brotinu Pólitískur refur og samningamaður mætast „Maður skilur ekki alveg hvernig á þessu stendur“ Spá því að vextir muni ekki lækka frekar á árinu Kynferðisbrot gegn barni til rannsóknar, leiðtogafundur og eldislax Netlaust í Ráðhúsinu vegna öryggisráðstafana Bíða þess enn að ráðherra svari neyðarkalli um mönnun Mannanafnanefnd: Nú má heita Kaleo Stefán Kristjánsson er látinn Ungur leikskólastarfsmaður grunaður um kynferðisbrot gegn barni Spá eldingum á Vesturlandi Þrír handteknir grunaðir um að hafa rænt mann „Hamfarir og ekkert annað“ 30 ára afmæli Blómstrandi daga í Hveragerði „Þetta eru báðir mjög alvarlegir atburðir“: Eldislaxar í Haukadalsá og gat á sjókví í Dýrafirði „Tærnar á manni krullast þegar maður sér svona“ Sjá meira
„HS veitur eru að skoða þetta en það verðu rekki hægt að fara í einhverjar viðgerðir fyrr en það er orðið bjart á morgun. Við vinnum ekkert á þessu svæði á nóttunni eða í myrkrinu,“ sagði Víðir Reynisson yfirlögreglustjóri Almannavarna í kvöldfréttum Stöðvar 2. Hann segir rafmagnsleysið vera í austasta hluta bæjarins, austan megin við misgengið. „Líklegast er náttúrlega að eitthvað hafi farið í sundur en við vitum það ekki og HS veitur og viðgerðarfólk á þeirra vegum fer á stað í fyrramálið ef hættumatið hefur ekki breyst.“ Voru íbúar á svæðinu ennþá að sækja dót þegar þetta gerðist? „Það var eitthvað orðið lítið af því. Það átti að hætta því fyrir myrkur og þetta gerist ekkert löngu fyrir myrkur þannig að það hafa ekki verið margir eftir þarna inni,“ segir Víðir. Aðspurður út í gagnrýni sem lögregla hefur fengið vegna fyrirkomulags segir hann gagnrýnina líklega réttmæta. „Það kom ítrekað fram í dag, við báðum fólk sem hafði verið búið að fara að fara ekki aftur svo við gætum komið öllum að sem áttu eftir að fara. Það tókst ekki alveg nógu vel í dag og við höldum áfram á morgun.“ Varnargarðar mikilvægir heita vatnsins vegna Víðir segir að vegna hættu megi örfáir fara inn á svæðið í einu. Tryggja þurfi að rýming yrði snögg ef til hennar kæmi. „Þannig að það verður haldið áfram á morgun og vonandi tekst þá að allir geti kíkt heim sem ekki hafa getað það hingað til,“ segir Víðir. „Og aftur hvetjum við þá sem eru búnir að fara að leyfa hinum að hafa forgang,“ bætir hann við. Víðir segir hafa verið sérstakt að koma inn í Grindavík í dag. „Það hafa verið gríðarleg umbrot og það er mikið tjón og mikil vinna fram undan að laga tjón og koma bænum aftur í samt lag.“ Hann segir Almannavarnir hafa lagt áherslu á byggingu varnargarða. „Í fyrsta falli til þess að verja orkuverið í Svartsengi þannig að hitaveituframleiðslan geti haldið áfram. Það er ýmislegt hægt að gera varðandi kalda vatnið og rafmagnið en heita vatnið er veikasti punkturinn og það er áhersluatriði varðandi varnargarðana,“ segir Víðir að lokum.
Grindavík Eldgos og jarðhræringar Eldgos á Reykjanesskaga Varnargarðar á Reykjanesskaga Mest lesið Fundi forsetanna lokið: Ekkert samkomulag um vopnahlé Erlent Þrjú hjólhýsi „splundruðust“ á Holtavörðuheiðinni Innlent „Sprengingarnar eru að skemma húsin okkar“ Innlent Umfangsmikil gagnárás Úkraínumanna Erlent Sekta Símann fyrir að auglýsa erlenda veðmálasíðu Innlent Sextug kona lést í lestarslysi í Danmörku Erlent Foreldrar verði að halda ró sinni þegar kynferðisbrot eru rædd við börn Innlent Öskurrifust við leigubílstjóra: „Farið til helvítis, þið munuð borga mér“ Innlent Stefán Kristjánsson er látinn Innlent Vatnstjón á Kjarvalsstöðum og sautján öðrum stöðum Innlent Fleiri fréttir Þrjú hjólhýsi „splundruðust“ á Holtavörðuheiðinni Sekta Símann fyrir að auglýsa erlenda veðmálasíðu „Sprengingarnar eru að skemma húsin okkar“ Sveitastjórn Rangárþings ytra gefur út framkvæmdaleyfi fyrir Hvammsvirkjun Foreldrar verði að halda ró sinni þegar kynferðisbrot eru rædd við börn Vatnstjón á Kjarvalsstöðum og sautján öðrum stöðum Kynferðisbrot á leikskóla og tímamótafundur forseta Líkamsárás á borði lögreglu Hjólhýsi hafa „sprungið“ á Holtavörðuheiðinni Fíkniefnarannsókn á Raufarhöfn „langt frá því að vera lokið“ Segir eldislaxinn sannarlega eldislax: „Það eru þeirra mistök“ Segir undirverktaka ekki hafa látið vita af gatinu „Stórfurðulegt“ að bjóða foreldrum ekki strax á fund Litlu mátti muna þegar ferðamaður svínaði fyrir hjón á Hellu Barnið lét foreldra sína vita af brotinu Pólitískur refur og samningamaður mætast „Maður skilur ekki alveg hvernig á þessu stendur“ Spá því að vextir muni ekki lækka frekar á árinu Kynferðisbrot gegn barni til rannsóknar, leiðtogafundur og eldislax Netlaust í Ráðhúsinu vegna öryggisráðstafana Bíða þess enn að ráðherra svari neyðarkalli um mönnun Mannanafnanefnd: Nú má heita Kaleo Stefán Kristjánsson er látinn Ungur leikskólastarfsmaður grunaður um kynferðisbrot gegn barni Spá eldingum á Vesturlandi Þrír handteknir grunaðir um að hafa rænt mann „Hamfarir og ekkert annað“ 30 ára afmæli Blómstrandi daga í Hveragerði „Þetta eru báðir mjög alvarlegir atburðir“: Eldislaxar í Haukadalsá og gat á sjókví í Dýrafirði „Tærnar á manni krullast þegar maður sér svona“ Sjá meira
„Þetta eru báðir mjög alvarlegir atburðir“: Eldislaxar í Haukadalsá og gat á sjókví í Dýrafirði