„Vonandi getum við skemmt partýið“ Aron Guðmundsson skrifar 16. nóvember 2023 10:00 Jóhann Berg Guðmundsson í leik með íslenska landsliðinu Vísir/Vilhelm Jóhann Berg Guðmundsson mun bera fyrirliðabandið er Ísland heimsækir Slóvakíu í undankeppni EM í fótbolta í Bratislava í kvöld. Íslenska liðið á harma að hefna eftir fyrri leik liðanna fyrr á árinu og ætlar sér að skemma partýhöld Slóvaka sem geta tryggt sér EM sæti með jafntefli eða sigri. Það er uppselt á leik Slóvakíu og Íslands í kvöld sem fer fram Tehelné pole leikvanginum í Bratislava sem tekur um 20 þúsund manns í sæti. Í sumar fór fyrri leikur liðanna á Laugardalsvelli 2-1 fyrir Slóvakíu. Leikur sem íslenska liðið hefði átt að vera búið að klára. Klippa: Jóhann Berg: Það er öll pressan á þeim „Við eigum harma að hefna eftir leikinn heima í sumar á móti þeim,“ segir Jóhann Berg. „Þar hefðum við átt að klára leikinn í fyrri hálfleik og skora fleiri mörk. Þeir koma svo og vinna leikinn sem var gríðarlega svekkjandi. Í kvöld eigum við séns á því að ná í þrjá punkta og það er auðvitað stefnan.“ Íslenska liðið hefur haldið til í Vínarborg frá því í upphafi vikunnar og æft þar af krafti. Liðið kom til Bratislava í gær eftir um klukkustundar ferðalag. „Fínn en stuttur undirbúningur. Þetta eru fáar æfingar sem við höfum náð saman allur hópurinn en við en þetta hafa verið flottar æfingar. Við vitum alveg nákvæmlega hvað við ætlum að gera á morgun. Svo er það bara að fara út á völl á morgun þar sem við munum sýna hvað í okkur býr.“ Jóhann Berg hefur marga fjöruna sopið með íslenska landsliðinu og veit hvernig það er að halda inn í leiki þar sem öll pressan er á þér að ná úrslitum. Þannig stöðu eru Slóvakarnir nú í á heimavelli. Þessir 20 þúsund Slóvakar sem verða á vellinum í kvöld búast við því að EM sætið verði tryggt. „Það er auðvitað gríðarleg pressa á þeim hérna á heimavelli. Það er fullur völlur hérna á morgun og vonandi flott stemning. Við höfum gaman af því að spila á svona útivöllum. Vonandi getum við farið og skemmt partýið eins og sagt er. Við vitum að við eigum alveg séns á því. Það er öll pressan á þeim, þeir ætla að halda partý hérna á morgun og það er undir okkur komið að skemma það.“ Möguleikar íslenska liðsins á því að tryggja sér EM sæti í gegnum undankeppnina eru til staðar en þó litlir nú þegar að tvær umferðir eru eftir. Liðið þarf að vinna báða sína leiki, gegn Slóvakíu og Portúgal, sem og treysta á að Slóvakía tapi fyrir Bosníu & Herzegóvínu í lokaumferðinni. Þá er annar möguleiki í stöðunni ef það mistekst. Væntanlegt umspil í gegnum Þjóðadeild UEFA í mars á næsta ári. Hafið þið enn trú á því að geta tryggt EM sætið í þessari undankeppni? „Það verður mjög erfitt. Við þurfum að vonast til þess að úrslitin detti fyrir okkur. Eina sem við getum gert og haft áhrif á er að fara inn í leikinn gegn Slóvakíu og reyna að sækja þessa þrjá punkta sem í boði eru. Vonandi detta önnur úrslit með okkur og kannski getum við farið til Portúgal og gert eitthvað þar. Við tökum bara leikinn á morgun og reynum að spila vel. Svo kemur í ljós hvað gerist.“ Jóhann Berg mun bera fyrirliðabandið í leik kvöldsins. Það hefur hann gert nokkrum sinnum áður en segir það skipta litlu máli hvort hann sé með bandið eða ekki. Það sé alltaf einstakt að spila fyrir Ísland. „Það er alltaf sérstakt að spila fyrir landsliðið og auðvitað líka mjög gaman þegar að maður ber fyrirliðabandið. Fyrir mér skiptir það svo sem ekki miklu máli. Bara að fá að spila fyrir Íslands hönd er einstakt og hefur verið það frá því að ég byrjaði á þessu 17 ára gamall. Núna er ég fyrirliði og stend mig vonandi vel í því hlutverki.“ Landslið karla í fótbolta EM 2024 í Þýskalandi Mest lesið Ákváðu að deila gullinu: „Skákheimurinn er opinberlega orðinn að brandara“ Sport Skýtur fast á Wright og segir Littler vonbrigði mótsins Sport Mætir Arsenal næst og kallar eftir skýrum reglum í hornspyrnum Enski boltinn Zlatan biðst afsökunar eftir brottrekstur Fonseca Fótbolti Barðist við brjóstakrabbamein allt tímabilið en lét það ekki stoppa sig Sport Carragher skammar Alexander-Arnold Enski boltinn Vatnsbrúsaspark gæti leitt til lengra banns Enski boltinn Dagskráin: Pílan hefst aftur í dag Sport Lauk árinu með fjörutíu stiga leik Körfubolti Gleymdi að sleppa boltanum og felldi sjálfan sig Sport Fleiri fréttir Þessir mega byrja að ræða við önnur félög Carragher skammar Alexander-Arnold Zlatan biðst afsökunar eftir brottrekstur Fonseca Mætir Arsenal næst og kallar eftir skýrum reglum í hornspyrnum Vatnsbrúsaspark gæti leitt til lengra banns Antonio útskrifaður eftir rúmlega þriggja vikna spítaladvöl Dæmdur í tveggja leikja bann fyrir að ýta öryggisverði Áfrýjun Barcelona hafnað og tíminn að renna út „Við erum ekki að einbeita okkur að titilbaráttu“ Rooney hættur að þjálfa Guðlaug Victor Víkingar minnast vinar sem lést á 27 ára afmæli sínu Viðurkennir að Man. Utd sogist í fallbaráttu: „Mjög erfiðir tímar“ Newcastle bætti við martröð Man. Utd Skelltu Chelsea í þriðja sigri sínum á leiktíðinni Dómarar tilkynna áhorfendum ákvörðun sína Rashford laus úr útlegð Yfirgnæfandi líkur á að Liverpool verði Englandsmeistari Skoraði í ensku og dreif sig síðan í Ally Pally Í stormi innan vallar en vann góðverk utan hans Sögðu frá nýjum þjálfara AC Milan áður en hinn var rekinn Veltir því fyrir sér hvort nýja Liverpool þríeykið sé betra Knattspyrnukonur eyddu jólunum í fangelsi „Ég trúi því að frábært geti alltaf orðið ennþá betra“ Cristiano Ronaldo: Ef ég ætti Man. United þá myndi ég leysa vandann Guardiola var á undan Haaland með stóru fréttirnar Pep kastar inn hvíta handklæðinu og segir liðið þurfa hjálp Þjálfarinn sá rautt í mögulega sínum síðasta leik „Eina sem ég hugsa um er að Liverpool vinni titilinn“ Fyrrverandi markvörður West Ham hættur í krabbameinsmeðferð Jason Daði kom inn af bekknum og skoraði Sjá meira
Það er uppselt á leik Slóvakíu og Íslands í kvöld sem fer fram Tehelné pole leikvanginum í Bratislava sem tekur um 20 þúsund manns í sæti. Í sumar fór fyrri leikur liðanna á Laugardalsvelli 2-1 fyrir Slóvakíu. Leikur sem íslenska liðið hefði átt að vera búið að klára. Klippa: Jóhann Berg: Það er öll pressan á þeim „Við eigum harma að hefna eftir leikinn heima í sumar á móti þeim,“ segir Jóhann Berg. „Þar hefðum við átt að klára leikinn í fyrri hálfleik og skora fleiri mörk. Þeir koma svo og vinna leikinn sem var gríðarlega svekkjandi. Í kvöld eigum við séns á því að ná í þrjá punkta og það er auðvitað stefnan.“ Íslenska liðið hefur haldið til í Vínarborg frá því í upphafi vikunnar og æft þar af krafti. Liðið kom til Bratislava í gær eftir um klukkustundar ferðalag. „Fínn en stuttur undirbúningur. Þetta eru fáar æfingar sem við höfum náð saman allur hópurinn en við en þetta hafa verið flottar æfingar. Við vitum alveg nákvæmlega hvað við ætlum að gera á morgun. Svo er það bara að fara út á völl á morgun þar sem við munum sýna hvað í okkur býr.“ Jóhann Berg hefur marga fjöruna sopið með íslenska landsliðinu og veit hvernig það er að halda inn í leiki þar sem öll pressan er á þér að ná úrslitum. Þannig stöðu eru Slóvakarnir nú í á heimavelli. Þessir 20 þúsund Slóvakar sem verða á vellinum í kvöld búast við því að EM sætið verði tryggt. „Það er auðvitað gríðarleg pressa á þeim hérna á heimavelli. Það er fullur völlur hérna á morgun og vonandi flott stemning. Við höfum gaman af því að spila á svona útivöllum. Vonandi getum við farið og skemmt partýið eins og sagt er. Við vitum að við eigum alveg séns á því. Það er öll pressan á þeim, þeir ætla að halda partý hérna á morgun og það er undir okkur komið að skemma það.“ Möguleikar íslenska liðsins á því að tryggja sér EM sæti í gegnum undankeppnina eru til staðar en þó litlir nú þegar að tvær umferðir eru eftir. Liðið þarf að vinna báða sína leiki, gegn Slóvakíu og Portúgal, sem og treysta á að Slóvakía tapi fyrir Bosníu & Herzegóvínu í lokaumferðinni. Þá er annar möguleiki í stöðunni ef það mistekst. Væntanlegt umspil í gegnum Þjóðadeild UEFA í mars á næsta ári. Hafið þið enn trú á því að geta tryggt EM sætið í þessari undankeppni? „Það verður mjög erfitt. Við þurfum að vonast til þess að úrslitin detti fyrir okkur. Eina sem við getum gert og haft áhrif á er að fara inn í leikinn gegn Slóvakíu og reyna að sækja þessa þrjá punkta sem í boði eru. Vonandi detta önnur úrslit með okkur og kannski getum við farið til Portúgal og gert eitthvað þar. Við tökum bara leikinn á morgun og reynum að spila vel. Svo kemur í ljós hvað gerist.“ Jóhann Berg mun bera fyrirliðabandið í leik kvöldsins. Það hefur hann gert nokkrum sinnum áður en segir það skipta litlu máli hvort hann sé með bandið eða ekki. Það sé alltaf einstakt að spila fyrir Ísland. „Það er alltaf sérstakt að spila fyrir landsliðið og auðvitað líka mjög gaman þegar að maður ber fyrirliðabandið. Fyrir mér skiptir það svo sem ekki miklu máli. Bara að fá að spila fyrir Íslands hönd er einstakt og hefur verið það frá því að ég byrjaði á þessu 17 ára gamall. Núna er ég fyrirliði og stend mig vonandi vel í því hlutverki.“
Landslið karla í fótbolta EM 2024 í Þýskalandi Mest lesið Ákváðu að deila gullinu: „Skákheimurinn er opinberlega orðinn að brandara“ Sport Skýtur fast á Wright og segir Littler vonbrigði mótsins Sport Mætir Arsenal næst og kallar eftir skýrum reglum í hornspyrnum Enski boltinn Zlatan biðst afsökunar eftir brottrekstur Fonseca Fótbolti Barðist við brjóstakrabbamein allt tímabilið en lét það ekki stoppa sig Sport Carragher skammar Alexander-Arnold Enski boltinn Vatnsbrúsaspark gæti leitt til lengra banns Enski boltinn Dagskráin: Pílan hefst aftur í dag Sport Lauk árinu með fjörutíu stiga leik Körfubolti Gleymdi að sleppa boltanum og felldi sjálfan sig Sport Fleiri fréttir Þessir mega byrja að ræða við önnur félög Carragher skammar Alexander-Arnold Zlatan biðst afsökunar eftir brottrekstur Fonseca Mætir Arsenal næst og kallar eftir skýrum reglum í hornspyrnum Vatnsbrúsaspark gæti leitt til lengra banns Antonio útskrifaður eftir rúmlega þriggja vikna spítaladvöl Dæmdur í tveggja leikja bann fyrir að ýta öryggisverði Áfrýjun Barcelona hafnað og tíminn að renna út „Við erum ekki að einbeita okkur að titilbaráttu“ Rooney hættur að þjálfa Guðlaug Victor Víkingar minnast vinar sem lést á 27 ára afmæli sínu Viðurkennir að Man. Utd sogist í fallbaráttu: „Mjög erfiðir tímar“ Newcastle bætti við martröð Man. Utd Skelltu Chelsea í þriðja sigri sínum á leiktíðinni Dómarar tilkynna áhorfendum ákvörðun sína Rashford laus úr útlegð Yfirgnæfandi líkur á að Liverpool verði Englandsmeistari Skoraði í ensku og dreif sig síðan í Ally Pally Í stormi innan vallar en vann góðverk utan hans Sögðu frá nýjum þjálfara AC Milan áður en hinn var rekinn Veltir því fyrir sér hvort nýja Liverpool þríeykið sé betra Knattspyrnukonur eyddu jólunum í fangelsi „Ég trúi því að frábært geti alltaf orðið ennþá betra“ Cristiano Ronaldo: Ef ég ætti Man. United þá myndi ég leysa vandann Guardiola var á undan Haaland með stóru fréttirnar Pep kastar inn hvíta handklæðinu og segir liðið þurfa hjálp Þjálfarinn sá rautt í mögulega sínum síðasta leik „Eina sem ég hugsa um er að Liverpool vinni titilinn“ Fyrrverandi markvörður West Ham hættur í krabbameinsmeðferð Jason Daði kom inn af bekknum og skoraði Sjá meira