Halli sviptir hulunni af Bláa herberginu: Tekur oftast Elvis í karaokí Oddur Ævar Gunnarsson skrifar 17. nóvember 2023 14:02 Haraldur Þorleifsson er maðurinn á bak við Önnu Jónu og Bláa herbergið. vísir/vilhelm/bláa herbergið Haraldur Þorleifsson opnar með formlegum hætti bíósal, hið svokallaða Bláa herbergi, á veitingastaðnum Önnu Jónu á Tryggvagötu í Reykjavík. Þar gefst gestum tækifæri á að halda fund, horfa á kvikmynd eða að fara í karaokí. Sjálfur segist Haraldur mikill karaokí maður. „Ég er allavega búinn að bíða mjög lengi,“ segir Haraldur um opnun bíósalarins á Önnu Jónu. Haraldur opnaði staðinn í apríl síðastliðnum en bíósalurinn hefur ekki verið tilbúinn, þar til nú. „Þetta er ótrúlega fullkominn salur. Það er bæði mjög gott hljóð-og myndkerfi í honum, síðan erum við með streymisupptökubúnað og frábært karaokí kerfi. Þannig að hann er eiginlega allt of vel búinn,“ segir Haraldur hlæjandi. Hann bauð góðum gestum í heimsókn á veitingastaðinn í upphafi mánaðarins þar sem allskonar breytingar voru kynntar á staðnum. Á myndum sem Vísir birti úr teitinu mátti meðal annars sjá Harald taka lagið í karaókí í salnum. „Við prufukeyrðum salinn aðeins og leyfðum fólki að koma í karaokí. Það var mjög skemmtilegt, ég er mjög mikið fyrir karaokí og fannst mikilvægt að það yrði í boði í salnum.“ Áttu þér uppáhalds karaokí lag? „Uppáhalds karaokí lag! Ég syng rosalega oft Elvis lög. Það er eitthvað gott swing í karaokí þegar maður tekur Elvis,“ segir Haraldur sem bætir því við að hann geri ekki upp á milli laga bandaríska kóngsins. 28 sæti eru í salnum á Tryggvagötunni. bláa herbergið Sjálfur að reyna að gera minna Hægt er að bóka salinn á vef veitingastaðarins en Haraldur segist þegar hafa fengið margar fyrirspurnir. Það hafi greinilega frést að hann væri að opna. „Við opnum hann svo formlega á morgun og hugmyndin er að þetta sé salur sem hópar, fólk eða fyrirtæki geti leigt, fari út að borða hjá okkur og komi svo í karaokí eða í bíó.“ Haraldur segir að öðru leyti gott að frétta. Það sé aðallega mjög margt að frétta. „Ég er í aðeins of mörgum verkefnum. Ég er einhvern veginn að reyna að koma mér aðeins út úr verkefnum og gera betur það sem mig langar til að gera meira af og setja önnur verkefni í hendurnar á öðrum. Ég er aðallega að reyna að vinna ekki svona mikið, því lífið er svo stutt.“ Menning Veitingastaðir Reykjavík Bíó og sjónvarp Mest lesið Hverjum var boðið á Bessastaði og hverjum ekki? Lífið Þórunn Antonía frumsýnir nýtt útlit Lífið Eyjólfur og Suzanne eignuðust stúlku Lífið Plötuverslun sniðgengur Björk og tekur tónlist hennar úr hillum Lífið Snorri Másson leggi hornin á hilluna Lífið Maðurinn sem vann með Elton John, ABBA og Donnu Summer Bíó og sjónvarp Sonurinn kominn með nafn Lífið Smurði kúk um allt stofugólfið þar til hann kafnaði úti í horni Lífið Móðguð fyrir hönd ferðaþjónustunnar Lífið Tónlistarpar fékk draumaprins í síðbúna jólagjöf Lífið Fleiri fréttir Þórunn Antonía frumsýnir nýtt útlit Eyjólfur og Suzanne eignuðust stúlku Móðguð fyrir hönd ferðaþjónustunnar Skotin ganga á víxl um „eitraðan mömmuhóp“ Snorri Másson leggi hornin á hilluna Tónlistarpar fékk draumaprins í síðbúna jólagjöf Sonurinn kominn með nafn Plötuverslun sniðgengur Björk og tekur tónlist hennar úr hillum Hverjum var boðið á Bessastaði og hverjum ekki? Allt að 450 þúsund bíógestir á einu ári Gugga fer yfir eineltið, frægðina og eftirpartýið með Drake Smurði kúk um allt stofugólfið þar til hann kafnaði úti í horni Hvað vildu Íslendingar vita á árinu 2025? Olli sjálfum sér vonbrigðum í sturtunni Skautasvell á Stokkseyri slær í gegn Kallar Sóla klónabarnið sitt Mótmælir söfnuninni: „Ég myndi frekar stinga byssu upp í rassgatið á mér“ Uppáhaldsatriðin að mati höfunda Skaupsins Golfkúlan hafnaði í höfði forsætisráðherra Barnabarn Íþróttaálfsins á leiðinni Íslenski Johnny Cash á rúntinum með Bítinu Scary Movie-stjarna látin Óútskýrð ráðgáta í Havana endurvakti fjandskap Kúbu og Bandaríkjanna Víkingar fengu son í jólagjöf Fannst látinn á fjöllum degi eftir afmælisdaginn Stjörnulífið: „Ekkert nýársheit í ár því það sem ég er að gera virkar greinilega“ „Á bak við fíkn er alltaf áfallasaga“ Nyrsta barn ársins fæddist fyrsta dag ársins Kraftaverkaaðgerð batt enda á fimm ár af sársauka Eldgosið sem lýsti upp næturhiminninn og lamaði Evrópu Sjá meira
„Ég er allavega búinn að bíða mjög lengi,“ segir Haraldur um opnun bíósalarins á Önnu Jónu. Haraldur opnaði staðinn í apríl síðastliðnum en bíósalurinn hefur ekki verið tilbúinn, þar til nú. „Þetta er ótrúlega fullkominn salur. Það er bæði mjög gott hljóð-og myndkerfi í honum, síðan erum við með streymisupptökubúnað og frábært karaokí kerfi. Þannig að hann er eiginlega allt of vel búinn,“ segir Haraldur hlæjandi. Hann bauð góðum gestum í heimsókn á veitingastaðinn í upphafi mánaðarins þar sem allskonar breytingar voru kynntar á staðnum. Á myndum sem Vísir birti úr teitinu mátti meðal annars sjá Harald taka lagið í karaókí í salnum. „Við prufukeyrðum salinn aðeins og leyfðum fólki að koma í karaokí. Það var mjög skemmtilegt, ég er mjög mikið fyrir karaokí og fannst mikilvægt að það yrði í boði í salnum.“ Áttu þér uppáhalds karaokí lag? „Uppáhalds karaokí lag! Ég syng rosalega oft Elvis lög. Það er eitthvað gott swing í karaokí þegar maður tekur Elvis,“ segir Haraldur sem bætir því við að hann geri ekki upp á milli laga bandaríska kóngsins. 28 sæti eru í salnum á Tryggvagötunni. bláa herbergið Sjálfur að reyna að gera minna Hægt er að bóka salinn á vef veitingastaðarins en Haraldur segist þegar hafa fengið margar fyrirspurnir. Það hafi greinilega frést að hann væri að opna. „Við opnum hann svo formlega á morgun og hugmyndin er að þetta sé salur sem hópar, fólk eða fyrirtæki geti leigt, fari út að borða hjá okkur og komi svo í karaokí eða í bíó.“ Haraldur segir að öðru leyti gott að frétta. Það sé aðallega mjög margt að frétta. „Ég er í aðeins of mörgum verkefnum. Ég er einhvern veginn að reyna að koma mér aðeins út úr verkefnum og gera betur það sem mig langar til að gera meira af og setja önnur verkefni í hendurnar á öðrum. Ég er aðallega að reyna að vinna ekki svona mikið, því lífið er svo stutt.“
Menning Veitingastaðir Reykjavík Bíó og sjónvarp Mest lesið Hverjum var boðið á Bessastaði og hverjum ekki? Lífið Þórunn Antonía frumsýnir nýtt útlit Lífið Eyjólfur og Suzanne eignuðust stúlku Lífið Plötuverslun sniðgengur Björk og tekur tónlist hennar úr hillum Lífið Snorri Másson leggi hornin á hilluna Lífið Maðurinn sem vann með Elton John, ABBA og Donnu Summer Bíó og sjónvarp Sonurinn kominn með nafn Lífið Smurði kúk um allt stofugólfið þar til hann kafnaði úti í horni Lífið Móðguð fyrir hönd ferðaþjónustunnar Lífið Tónlistarpar fékk draumaprins í síðbúna jólagjöf Lífið Fleiri fréttir Þórunn Antonía frumsýnir nýtt útlit Eyjólfur og Suzanne eignuðust stúlku Móðguð fyrir hönd ferðaþjónustunnar Skotin ganga á víxl um „eitraðan mömmuhóp“ Snorri Másson leggi hornin á hilluna Tónlistarpar fékk draumaprins í síðbúna jólagjöf Sonurinn kominn með nafn Plötuverslun sniðgengur Björk og tekur tónlist hennar úr hillum Hverjum var boðið á Bessastaði og hverjum ekki? Allt að 450 þúsund bíógestir á einu ári Gugga fer yfir eineltið, frægðina og eftirpartýið með Drake Smurði kúk um allt stofugólfið þar til hann kafnaði úti í horni Hvað vildu Íslendingar vita á árinu 2025? Olli sjálfum sér vonbrigðum í sturtunni Skautasvell á Stokkseyri slær í gegn Kallar Sóla klónabarnið sitt Mótmælir söfnuninni: „Ég myndi frekar stinga byssu upp í rassgatið á mér“ Uppáhaldsatriðin að mati höfunda Skaupsins Golfkúlan hafnaði í höfði forsætisráðherra Barnabarn Íþróttaálfsins á leiðinni Íslenski Johnny Cash á rúntinum með Bítinu Scary Movie-stjarna látin Óútskýrð ráðgáta í Havana endurvakti fjandskap Kúbu og Bandaríkjanna Víkingar fengu son í jólagjöf Fannst látinn á fjöllum degi eftir afmælisdaginn Stjörnulífið: „Ekkert nýársheit í ár því það sem ég er að gera virkar greinilega“ „Á bak við fíkn er alltaf áfallasaga“ Nyrsta barn ársins fæddist fyrsta dag ársins Kraftaverkaaðgerð batt enda á fimm ár af sársauka Eldgosið sem lýsti upp næturhiminninn og lamaði Evrópu Sjá meira