Halli sviptir hulunni af Bláa herberginu: Tekur oftast Elvis í karaokí Oddur Ævar Gunnarsson skrifar 17. nóvember 2023 14:02 Haraldur Þorleifsson er maðurinn á bak við Önnu Jónu og Bláa herbergið. vísir/vilhelm/bláa herbergið Haraldur Þorleifsson opnar með formlegum hætti bíósal, hið svokallaða Bláa herbergi, á veitingastaðnum Önnu Jónu á Tryggvagötu í Reykjavík. Þar gefst gestum tækifæri á að halda fund, horfa á kvikmynd eða að fara í karaokí. Sjálfur segist Haraldur mikill karaokí maður. „Ég er allavega búinn að bíða mjög lengi,“ segir Haraldur um opnun bíósalarins á Önnu Jónu. Haraldur opnaði staðinn í apríl síðastliðnum en bíósalurinn hefur ekki verið tilbúinn, þar til nú. „Þetta er ótrúlega fullkominn salur. Það er bæði mjög gott hljóð-og myndkerfi í honum, síðan erum við með streymisupptökubúnað og frábært karaokí kerfi. Þannig að hann er eiginlega allt of vel búinn,“ segir Haraldur hlæjandi. Hann bauð góðum gestum í heimsókn á veitingastaðinn í upphafi mánaðarins þar sem allskonar breytingar voru kynntar á staðnum. Á myndum sem Vísir birti úr teitinu mátti meðal annars sjá Harald taka lagið í karaókí í salnum. „Við prufukeyrðum salinn aðeins og leyfðum fólki að koma í karaokí. Það var mjög skemmtilegt, ég er mjög mikið fyrir karaokí og fannst mikilvægt að það yrði í boði í salnum.“ Áttu þér uppáhalds karaokí lag? „Uppáhalds karaokí lag! Ég syng rosalega oft Elvis lög. Það er eitthvað gott swing í karaokí þegar maður tekur Elvis,“ segir Haraldur sem bætir því við að hann geri ekki upp á milli laga bandaríska kóngsins. 28 sæti eru í salnum á Tryggvagötunni. bláa herbergið Sjálfur að reyna að gera minna Hægt er að bóka salinn á vef veitingastaðarins en Haraldur segist þegar hafa fengið margar fyrirspurnir. Það hafi greinilega frést að hann væri að opna. „Við opnum hann svo formlega á morgun og hugmyndin er að þetta sé salur sem hópar, fólk eða fyrirtæki geti leigt, fari út að borða hjá okkur og komi svo í karaokí eða í bíó.“ Haraldur segir að öðru leyti gott að frétta. Það sé aðallega mjög margt að frétta. „Ég er í aðeins of mörgum verkefnum. Ég er einhvern veginn að reyna að koma mér aðeins út úr verkefnum og gera betur það sem mig langar til að gera meira af og setja önnur verkefni í hendurnar á öðrum. Ég er aðallega að reyna að vinna ekki svona mikið, því lífið er svo stutt.“ Menning Veitingastaðir Reykjavík Bíó og sjónvarp Mest lesið Ástfangin á ný Lífið Selja íbúð í Vesturbænum: „Við eigum of mörg börn til að búa í henni áfram“ Lífið Lýsir raunum einhleypra í Reykjavík: „Tilhugalífið minnir á lélegt bókunarkerfi“ Lífið Auður í Bæjarbíói: Frá slaufun í standandi fagnaðarlæti Gagnrýni Hefur keypt fasteignir fyrir rúman milljarð íslenskra króna á árinu Lífið Er ekki eðlilegt að stunda kynlíf á afmælinu? Lífið Fargufan nýjasta æðið á Íslandi Lífið Vaða beint í aðra bók eftir Sigríði Hagalín Bíó og sjónvarp Hollywood-stjarna slær sér upp með prins Lífið „Er ekki hér til að keppast um fegurð“ Lífið Fleiri fréttir Fargufan nýjasta æðið á Íslandi Selja íbúð í Vesturbænum: „Við eigum of mörg börn til að búa í henni áfram“ Lýsir raunum einhleypra í Reykjavík: „Tilhugalífið minnir á lélegt bókunarkerfi“ Þetta eru uppáhalds barnabækur ráðherranna Ástfangin á ný Hollywood-stjarna slær sér upp með prins „Er ekki hér til að keppast um fegurð“ Þriðja í heiminn hjá Rihönnu og A$AP Rocky Er ekki eðlilegt að stunda kynlíf á afmælinu? Hefur keypt fasteignir fyrir rúman milljarð íslenskra króna á árinu Minntist bróður síns fyrir fullum sal Leiðir skilja hjá Svala og Jóhönnu Stella og Davíð sjóðheitt nýtt par Elín tendrar eldana fyrir Laufeyju Mun aldrei gleyma augnaráði bílstjórans Óvænt stjörnuskipti í jólasýningu Þjóðleikhússins Unnur Birna verður Elma „Þrisvar sinnum hefur mér verið hótað lífláti“ Bragðgóð graskers- og púrrlaukssúpa með karrý og kókosmjólk Claudia Cardinale er látin O (Hringur) hlaut aðalverðlaun leikinna mynda á Nordisk Panorama Framkvæmdastjóri Olís selur glæsihús í Garðabæ Fyrsta Ungfrú Grænland í rúm þrjátíu ár Kynfræðingur, rektor og listakona styrktu tengslin FM Belfast bætir við aukatónleikum Þóttist hafa rekið bróður sinn sem mætti óvænt aftur Fann ástina loksins þegar hann tók sér marga elskhuga „Balí hefur einfaldlega stolið hjarta mínu“ 20 börn frá Grænlandi í sundi, skautum og í heimsókn hjá forsetanum Hver er Thomas Skinner? Tryllingur, framhjáhald og myndarlegar máltíðir Sjá meira
„Ég er allavega búinn að bíða mjög lengi,“ segir Haraldur um opnun bíósalarins á Önnu Jónu. Haraldur opnaði staðinn í apríl síðastliðnum en bíósalurinn hefur ekki verið tilbúinn, þar til nú. „Þetta er ótrúlega fullkominn salur. Það er bæði mjög gott hljóð-og myndkerfi í honum, síðan erum við með streymisupptökubúnað og frábært karaokí kerfi. Þannig að hann er eiginlega allt of vel búinn,“ segir Haraldur hlæjandi. Hann bauð góðum gestum í heimsókn á veitingastaðinn í upphafi mánaðarins þar sem allskonar breytingar voru kynntar á staðnum. Á myndum sem Vísir birti úr teitinu mátti meðal annars sjá Harald taka lagið í karaókí í salnum. „Við prufukeyrðum salinn aðeins og leyfðum fólki að koma í karaokí. Það var mjög skemmtilegt, ég er mjög mikið fyrir karaokí og fannst mikilvægt að það yrði í boði í salnum.“ Áttu þér uppáhalds karaokí lag? „Uppáhalds karaokí lag! Ég syng rosalega oft Elvis lög. Það er eitthvað gott swing í karaokí þegar maður tekur Elvis,“ segir Haraldur sem bætir því við að hann geri ekki upp á milli laga bandaríska kóngsins. 28 sæti eru í salnum á Tryggvagötunni. bláa herbergið Sjálfur að reyna að gera minna Hægt er að bóka salinn á vef veitingastaðarins en Haraldur segist þegar hafa fengið margar fyrirspurnir. Það hafi greinilega frést að hann væri að opna. „Við opnum hann svo formlega á morgun og hugmyndin er að þetta sé salur sem hópar, fólk eða fyrirtæki geti leigt, fari út að borða hjá okkur og komi svo í karaokí eða í bíó.“ Haraldur segir að öðru leyti gott að frétta. Það sé aðallega mjög margt að frétta. „Ég er í aðeins of mörgum verkefnum. Ég er einhvern veginn að reyna að koma mér aðeins út úr verkefnum og gera betur það sem mig langar til að gera meira af og setja önnur verkefni í hendurnar á öðrum. Ég er aðallega að reyna að vinna ekki svona mikið, því lífið er svo stutt.“
Menning Veitingastaðir Reykjavík Bíó og sjónvarp Mest lesið Ástfangin á ný Lífið Selja íbúð í Vesturbænum: „Við eigum of mörg börn til að búa í henni áfram“ Lífið Lýsir raunum einhleypra í Reykjavík: „Tilhugalífið minnir á lélegt bókunarkerfi“ Lífið Auður í Bæjarbíói: Frá slaufun í standandi fagnaðarlæti Gagnrýni Hefur keypt fasteignir fyrir rúman milljarð íslenskra króna á árinu Lífið Er ekki eðlilegt að stunda kynlíf á afmælinu? Lífið Fargufan nýjasta æðið á Íslandi Lífið Vaða beint í aðra bók eftir Sigríði Hagalín Bíó og sjónvarp Hollywood-stjarna slær sér upp með prins Lífið „Er ekki hér til að keppast um fegurð“ Lífið Fleiri fréttir Fargufan nýjasta æðið á Íslandi Selja íbúð í Vesturbænum: „Við eigum of mörg börn til að búa í henni áfram“ Lýsir raunum einhleypra í Reykjavík: „Tilhugalífið minnir á lélegt bókunarkerfi“ Þetta eru uppáhalds barnabækur ráðherranna Ástfangin á ný Hollywood-stjarna slær sér upp með prins „Er ekki hér til að keppast um fegurð“ Þriðja í heiminn hjá Rihönnu og A$AP Rocky Er ekki eðlilegt að stunda kynlíf á afmælinu? Hefur keypt fasteignir fyrir rúman milljarð íslenskra króna á árinu Minntist bróður síns fyrir fullum sal Leiðir skilja hjá Svala og Jóhönnu Stella og Davíð sjóðheitt nýtt par Elín tendrar eldana fyrir Laufeyju Mun aldrei gleyma augnaráði bílstjórans Óvænt stjörnuskipti í jólasýningu Þjóðleikhússins Unnur Birna verður Elma „Þrisvar sinnum hefur mér verið hótað lífláti“ Bragðgóð graskers- og púrrlaukssúpa með karrý og kókosmjólk Claudia Cardinale er látin O (Hringur) hlaut aðalverðlaun leikinna mynda á Nordisk Panorama Framkvæmdastjóri Olís selur glæsihús í Garðabæ Fyrsta Ungfrú Grænland í rúm þrjátíu ár Kynfræðingur, rektor og listakona styrktu tengslin FM Belfast bætir við aukatónleikum Þóttist hafa rekið bróður sinn sem mætti óvænt aftur Fann ástina loksins þegar hann tók sér marga elskhuga „Balí hefur einfaldlega stolið hjarta mínu“ 20 börn frá Grænlandi í sundi, skautum og í heimsókn hjá forsetanum Hver er Thomas Skinner? Tryllingur, framhjáhald og myndarlegar máltíðir Sjá meira