Fótbolti

Hildur kom Fortuna Sittard á bragðið í stór­sigri

Hjörtur Leó Guðjónsson skrifar
Hildur Antonsdóttir kom Fortuna Sittard í forystu í kvöld.
Hildur Antonsdóttir kom Fortuna Sittard í forystu í kvöld. TWITTER@FORTUNAVROUWEN

Hildur Antonsdóttir skoraði fyrsta mark Fortuna Sittard er liðið vann öruggan 4-0 sigur gegn Heereveen í hollensku úrvalsdeildinni í knattspyrnu í kvöld.

Hildur kom heimakonum yfir eftir hálftíma leik og reyndist það eina mark fyrri hálfleiksins.

Feli Delacauw tvöfaldaði svo forystu liðsins snemma í síðari hálfleik eftir stoðsendingu frá Maríu Ólafsdóttur Gros áður en þær Tessa Wullaert og Jarne Teulings bættu sínu markinu hvor við og þar við sat.

Niðurstaðan því öruggur 4-0 sigur Fortuna Sittard sem nú situr í þriðja sæti deildarinnar með 16 stig eftir átta leiki, tveimur stigum á eftir toppliði Twente, sem þó á tvo leiki til góða.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×