„Það er svo skelfilegt að horfa upp á vinkonu sína í þessum aðstæðum“ Auður Ösp Guðmundsdóttir skrifar 18. nóvember 2023 20:01 Kristjana Dögg er æskuvinkona Anítu og vill leggja sitt af mörkum til að létta undir með fjölskyldunni á þessum erfiðu tímum. Samsett Aníta Björt Berkeley upplifði verstu martröð allra foreldra þann 4.nóvember síðastliðinn. Dóttir hennar lést, einungis sex vikna og sex daga gömul. Aníta er búsett á Selfossi og er einstæð móðir en hún á eina aðra dóttur, Maliku Ivý sem er að verða tveggja ára. „Í stöðu sem þessari er lítið sem maður getur gert og allt sem maður gerir og segir virðist of lítið. Ekkert getur fyllt í skarðið sem situr eftir í hjörtum fjölskyldunnar,“ segir Kristjana Dögg Baldursdóttir æskuvinkona Anítu en hún opnaði á dögunum styrktarreikning á nafni Anítu til að leggja fjölskyldunni lið á þessum erfiðu tímum. Yngri dóttir Anítu lést degi áður en hún náði sjö vikna aldri. Fyrirhugað var að hún yrði skírð í dag, 18 nóvember. Þungir tímar framundan Þær Kristjana og Aníta hafa verið vinkonur frá barnsaldri og voru óléttar á sama tíma. „Það er svo skelfilegt að horfa upp á vinkonu sína í þessum aðstæðum. Hún er náttúrulega bara í versta ástandi lífs síns núna,“ segir Kristjana. „Sorgin sem situr eftir hjá aðstandendum er án efa meiri en hægt er að gera sér í hugarlund.“ Ljóst er að það eru þungir tímar framundan, bæði andlega og fjárhagslega fyrir þær mæðgur. „Ég ákvað þess vegna að stofna styrktarreikning fyrir þær, bæði til að standa undir útfararkostnaðinum, og líka til að tryggja það að hún geti sótt þá aðstoð sem hún þarf, bæði fyrir sig og eldri dóttur sína,“ segir Kristjana og bætir við að það eigi enginn eigi þurfa að hafa fjárhagsáhyggjur eftir að hafa upplifað jafn hrikalegt áfall og það er að missa kornungt barn. „Mín von er að Aníta og fjölskylda þurfi ekki að hafa fjárhagsáhyggjur ofan á þá miklu og ólýsanlegu sorg sem þau ganga í gegnum núna." Þeir sem vilja leggja mæðgunum lið er bent á eftirfarandi styrktarreikning: Reikningsnúmer: 0370-22-072677 Kennitala: 201197-2449 Börn og uppeldi Fjölskyldumál Mest lesið Drónaútgerð?: Þingmaður hefur áhyggjur af rússneskum skipum við Færeyjar Erlent „Við þurfum ekki öll að fara á sjúkrahús“ Innlent Ætlar að peppa herforingjana á fundinum fordæmalausa Erlent Musk, Thiel og Andrés nefndir í nýjum skjölum Epsteins Erlent Ýmsar aðferðir til að ná niður drónum Innlent Verjandi Matthíasar hnýtir í dóminn Innlent „Við viljum bara finna fyrir öryggi“ Innlent Vilja RÚV af auglýsingamarkaði Innlent Anna ljósa fallin frá Innlent Byrjað að moka í Hringveginn en talsverð vinna framundan Innlent Fleiri fréttir Byrjað að moka í Hringveginn en talsverð vinna framundan Tíu gistu í fangageymslu og þar af tveir „peruölvaðir“ „Við þurfum ekki öll að fara á sjúkrahús“ Vilja RÚV af auglýsingamarkaði Ýmsar aðferðir til að ná niður drónum Jónína vill taka við af Ásmundi Einari „Við viljum bara finna fyrir öryggi“ Gerður sveitarstjóri Þingeyjarsveitar Þungur dagur, myndir frá óveðrinu og ítrekuð innbrot Verjandi Matthíasar hnýtir í dóminn Anna ljósa fallin frá Ásmundur Einar segir skilið við stjórnmálin Bætir þrepi við greiðsluþátttökukerfið „Ég bý ekki einu sinni í Reykjavík“ Táningsstúlkur dæmdar fyrir að flytja inn efni sem var ekki bannað Ekki liðnir níu dagar þegar það var aftur brotist inn Þungir dómar í Gufunesmálinu: „Það eru ekki alltaf jólin“ Dómsuppkvaðning í Gufunesmálinu og óveður í aðsigi Meirihluti íbúa ánægður með flutning stórtónleika á sunnudag Annar fulltrúa Framsóknar hættur í bæjarstjórn Kópavogs Vímuefnaneysla talin meginorsök banaslyss við Hraunsnef Vaktin: Stefán og Lúkas dæmdir í 17 ára fangelsi Ekki búin að ákveða hvort þjóðaröryggisráð verði kallað saman „Ég hef aldrei séð svona mikið vatn í Jökulsá“ Grindavíkurgersemin Birna Óladóttir fallin frá Kristrún í pallborði með Starmer, Carney og Albanese Hringvegurinn í sundur vegna vatnavaxta Hugmyndir kynntar um „miðstöð jaðaríþrótta“ í Toppstöðinni Telja dagana frá síðasta innbroti Rannsaka líkamsárás og fjárkúgun Sjá meira
Aníta er búsett á Selfossi og er einstæð móðir en hún á eina aðra dóttur, Maliku Ivý sem er að verða tveggja ára. „Í stöðu sem þessari er lítið sem maður getur gert og allt sem maður gerir og segir virðist of lítið. Ekkert getur fyllt í skarðið sem situr eftir í hjörtum fjölskyldunnar,“ segir Kristjana Dögg Baldursdóttir æskuvinkona Anítu en hún opnaði á dögunum styrktarreikning á nafni Anítu til að leggja fjölskyldunni lið á þessum erfiðu tímum. Yngri dóttir Anítu lést degi áður en hún náði sjö vikna aldri. Fyrirhugað var að hún yrði skírð í dag, 18 nóvember. Þungir tímar framundan Þær Kristjana og Aníta hafa verið vinkonur frá barnsaldri og voru óléttar á sama tíma. „Það er svo skelfilegt að horfa upp á vinkonu sína í þessum aðstæðum. Hún er náttúrulega bara í versta ástandi lífs síns núna,“ segir Kristjana. „Sorgin sem situr eftir hjá aðstandendum er án efa meiri en hægt er að gera sér í hugarlund.“ Ljóst er að það eru þungir tímar framundan, bæði andlega og fjárhagslega fyrir þær mæðgur. „Ég ákvað þess vegna að stofna styrktarreikning fyrir þær, bæði til að standa undir útfararkostnaðinum, og líka til að tryggja það að hún geti sótt þá aðstoð sem hún þarf, bæði fyrir sig og eldri dóttur sína,“ segir Kristjana og bætir við að það eigi enginn eigi þurfa að hafa fjárhagsáhyggjur eftir að hafa upplifað jafn hrikalegt áfall og það er að missa kornungt barn. „Mín von er að Aníta og fjölskylda þurfi ekki að hafa fjárhagsáhyggjur ofan á þá miklu og ólýsanlegu sorg sem þau ganga í gegnum núna." Þeir sem vilja leggja mæðgunum lið er bent á eftirfarandi styrktarreikning: Reikningsnúmer: 0370-22-072677 Kennitala: 201197-2449
Börn og uppeldi Fjölskyldumál Mest lesið Drónaútgerð?: Þingmaður hefur áhyggjur af rússneskum skipum við Færeyjar Erlent „Við þurfum ekki öll að fara á sjúkrahús“ Innlent Ætlar að peppa herforingjana á fundinum fordæmalausa Erlent Musk, Thiel og Andrés nefndir í nýjum skjölum Epsteins Erlent Ýmsar aðferðir til að ná niður drónum Innlent Verjandi Matthíasar hnýtir í dóminn Innlent „Við viljum bara finna fyrir öryggi“ Innlent Vilja RÚV af auglýsingamarkaði Innlent Anna ljósa fallin frá Innlent Byrjað að moka í Hringveginn en talsverð vinna framundan Innlent Fleiri fréttir Byrjað að moka í Hringveginn en talsverð vinna framundan Tíu gistu í fangageymslu og þar af tveir „peruölvaðir“ „Við þurfum ekki öll að fara á sjúkrahús“ Vilja RÚV af auglýsingamarkaði Ýmsar aðferðir til að ná niður drónum Jónína vill taka við af Ásmundi Einari „Við viljum bara finna fyrir öryggi“ Gerður sveitarstjóri Þingeyjarsveitar Þungur dagur, myndir frá óveðrinu og ítrekuð innbrot Verjandi Matthíasar hnýtir í dóminn Anna ljósa fallin frá Ásmundur Einar segir skilið við stjórnmálin Bætir þrepi við greiðsluþátttökukerfið „Ég bý ekki einu sinni í Reykjavík“ Táningsstúlkur dæmdar fyrir að flytja inn efni sem var ekki bannað Ekki liðnir níu dagar þegar það var aftur brotist inn Þungir dómar í Gufunesmálinu: „Það eru ekki alltaf jólin“ Dómsuppkvaðning í Gufunesmálinu og óveður í aðsigi Meirihluti íbúa ánægður með flutning stórtónleika á sunnudag Annar fulltrúa Framsóknar hættur í bæjarstjórn Kópavogs Vímuefnaneysla talin meginorsök banaslyss við Hraunsnef Vaktin: Stefán og Lúkas dæmdir í 17 ára fangelsi Ekki búin að ákveða hvort þjóðaröryggisráð verði kallað saman „Ég hef aldrei séð svona mikið vatn í Jökulsá“ Grindavíkurgersemin Birna Óladóttir fallin frá Kristrún í pallborði með Starmer, Carney og Albanese Hringvegurinn í sundur vegna vatnavaxta Hugmyndir kynntar um „miðstöð jaðaríþrótta“ í Toppstöðinni Telja dagana frá síðasta innbroti Rannsaka líkamsárás og fjárkúgun Sjá meira