Arnar harðorður í garð skrifstofu KKÍ: „Þetta er algjörlega ólíðandi“ Sæbjörn Þór Þórbergsson Steinke skrifar 18. nóvember 2023 19:55 Arnar Guðjónsson, þjálfari Stjörnunnar. Vísir/Hulda Margrét Arnar Guðjónsson, þjálfari Stjörnunnar, var í vígahug þegar hann mætti til viðtals þrátt fyrir að vera nýbúinn að vinna nokkuð öruggan tíu stiga sigur á Haukum í Subway-deild karla. Það átti eftir að koma í ljós fljótlega í viðtalinu hvers vegna. „Fleiri kallar inni á vellinum hjá okkur,“ sagði Arnar aðspurður hvað hefði breyst hjá Stjörnunni því liðið hefur nú unnið fimm leiki í röð eftir að hafa tapað fyrstu tveimur leikjunum. Arnar á inni einn mikinn gæðaleikmann því Dagur Kár Jónsson hefur ekkert spilað til þessa í mótinu. Dagur var á bekknum í dag, hitaði upp en spilaði ekki og veit Arnar ekki hvenær Dagur getur byrjað að spila. Stjarnan hefur fengið inn í hópinn Bandaríkjamanninn James Ellisor og Frakkinn Kevin Kone er mættur eftir að hafa meiðst í undirbúningnum fyrir Íslandsmótið. „Kristján Fannar er líka að reyna finna „mojoið“ sitt,“ sagði þjálfarinn. „Kannski vorum við eitthvað værukærir og Haukarnir komu með það hugarfar að þeir hefðu engu að tapa. Þeir voru grimmir, Sigvaldi frábær í upphafi og þeir drápu okkur á sóknarfráköstum í fyrri hálfleik. En við unnum, það var gott.“ „Ég ætla segja eins og er, þetta er búinn að vera mjög furðulegur undirbúningur. Þegar Íslandsmótið byrjar þá segir KKÍ við okkur að leikmannalistar: löglegir leikmenn — það er ekki hægt að fá að sjá þá, öll lið sitja við sama borð. Svo fæ ég upplýsingar um það þegar við semjum við James Ellisor, að Þórsarar fá að vita að hann sé ekki kominn með leikheimild. Ég sendi skilaboð á KKÍ og fæ svar fimm mínútum seinna að maður geti bara fengið að vita þetta; klukkan fjögur á daginn fær maður að vita þetta. Á föstudaginn [í gær] sendi ég tölvupóst á KKÍ og bið um að fá að vita hverjir séu löglegir fyrir Hauka, vitandi að þeir eru búnir að semja við nýjan amerískan leikmann [Damier Pitts], vitandi að þeir eiga á skrifstofunni t.d. Emil Barja, vitandi að Anna Soffía gengur til liðs við Hauka frá Breiðabliki. KKÍ getur ekki séð sér fært að láta mig vita, hvorki í gær klukkan fjögur — við æfum klukkan fimm ekki vitandi hverjir séu löglegir á móti okkur — né í dag. Ég veit ekki einu sinni hvort þeir hafi verið með ólöglegan leikmann því það er ekki hægt að senda okkur það. Tölvupóstarnir virðast bara detta í eitthvað helvítis svarthol, það er verið að reyna hafa einhvern „standard“ á deildinni hérna. Þetta er algjörlega ólíðandi. Að maður fái ekki að vita hverjir séu löglegir, að sum lið fá að vita það, að ef þú hringir þá kannski færðu að vita það en ef þú sendir tölvupóst þá færðu ekki að vita það. Ég veit ekki einu sinni hvernig þetta á að vera. Mér var sagt að senda á kki@kki.is sem ég gerði, en það fór greinilega á milli skips og bryggju þar ansi oft.“ Það var bara ekkert svar? „Ekkert svar. Það vill til að ég er líka með kvennalið Stjörnunnar og Haukarnir voru að fá nýjan leikmann. Ég vissi ekki hvort að Breiðablik væri búið að skrifa undir félagaskiptaheimild. Anna Soffía skoraði yfir 20 stig, var frábær hérna áðan. Ég vissi ekki hvort að Damier Pitts yrði eða ekki. Ef það á að vera þannig, þá skal það vera þannig fyrir alla! En við erum að keppa og í keppni eru skilyrði fyrir því að fólk sitji við sama borð. Þetta er það ekki. Það er bara á skrifstofu KKÍ. Ég held að menn eigi aðeins að taka sig saman í andlitinu þar. Þetta [þessi ræða] þýðir örugglega það að ég fæ ekki að koma nálægt yngri landsliðunum næstu árin af því ég sagði eitthvað ljótt um eitthvað. En þetta er satt, svona var þetta og ég er ógeðslega ósáttur við skrifstofu KKÍ.“ Veistu af hverju Þórsarar fá að vita hvort leikmaður sé löglegur en ekki þú? „Ég er örugglega svona leiðinlegur að þeir nenna ekki að tala við mig, og ljái þeim hver sem vill svo sem.“ Aftur að leiknum og Stjörnuliðinu í dag. Stjarnan er á toppi deildarinnar ásamt þremur öðrum liðum með fimm sigra. Hvað getur þetta lið farið langt? „Það veit ég ekki, það eru ekki komin jól ennþá. Við erum allavega að fara á Egilsstaði, það er það lengsta sem við förum, það er næsta ferðalag.“ Getið þið unnið Íslandsmeistaratitilinn? „Það veit ég ekki. Við vorum að vinna leik í dag, eigum Hött eftir viku. Við ætlum að reyna að gera atlögu að honum. Það fer enginn inn í Íslandsmótið og hugsar: Djöfull væri nú fínt að vera í níunda sæti. Það ætla allir að vinna alla leiki og ef það gengur upp þá ertu Íslandsmeistari. Við ætlum það reyna það og það eru öll hin liðin að reyna vinna næsta leik líka,“ sagði þjálfarinn að lokum. Körfubolti Subway-deild karla Stjarnan Tengdar fréttir Leik lokið: Stjarnan - Haukar 89-79 | Slæmt gengi Hauka heldur áfram Stjarnan lagði Hauka með 10 stiga mun í Subway-deild karla í körfubolta. Gestirnir hafa nú tapað fjórum af síðustu fimm leikjum sínum. Umfjöllun og viðtöl væntanleg. 18. nóvember 2023 18:45 Mest lesið Stólarnir litu út eins og NBA-stjörnurnar í Space Jam-myndinni Körfubolti Guardiola fór inn í dómaraklefann eftir leik Enski boltinn Gömul hetja Argentínu ekki sammála að Messi-liðið sé besta landslið sögunnar Fótbolti Gömlu United-mennirnir með stoðsendingar þegar Napoli fór á toppinn Fótbolti Valur - Grindavík 87-80 | Valur vann framlengdan toppslag á Hlíðarenda Körfubolti Stelpurnar okkar á HM með flottan sigur í farteskinu Handbolti Gísli Þorgeir framlengir til 2030: „Ótrúlega mikilvægur hluti af liðinu okkar“ Handbolti Njarðvíkurkonur björguðu sér í lokin Körfubolti Heimir Hallgrímsson og Eyjólfur Sverrisson spá báðir vítakeppni Íslenski boltinn Hetja kvöldsins gæti skipt um landslið og farið með Skotum á HM Enski boltinn Fleiri fréttir Stólarnir litu út eins og NBA-stjörnurnar í Space Jam-myndinni Valur - Grindavík 87-80 | Valur vann framlengdan toppslag á Hlíðarenda Njarðvíkurkonur björguðu sér í lokin Hilmar Smári og félagar tapa og tapa „Búnir að tala mikið um það að ná vörninni upp“ Uppgjörið: Keflavík - Álftanes 101-90| Keflavík með öflugan sigur fyrir landsleikjahlé Elvar mætir í góðu stuði í landsliðsverkefni ÍA - ÍR | Dýrmæt stig í boði Tölfræðikerfið klikkaði í Keflavík Hjón stýrðu sitt hvoru liði í 1. deildinni: Halldór skákaði eiginkonu sinni Ráku syni gamla eigandans „Við vorum teknir í bólinu“ „Nú er tími til þess að sýna að við getum gert betur“ Nýr Kani á leið til Ármanns: „Getur vonandi leyst ýmsa hluti fyrir okkur“ Erfitt að fylla skarð Marios: „Þurfum að finna nýjar lausnir“ Uppgjörið: Njarðvík - Ármann 99-75 | Biðin eftir fyrsta sigrinum lengist Þór Þ. - Stjarnan 99-97 | Langþráðum sigri fagnað í Þorlákshöfn Grindavík - Tindastóll 91-75 | Toppliðið valtaði yfir Tindastól KR - Valur 89-99 | Valsmenn unnu nágrannaslaginn Nývaknaður úr dái en verður fyrirliði gegn Íslandi Michael Jordan gefur meira en milljarð króna Ætla að keyra upp hraðann og koma sér á toppinn Missir af stórleik í kvöld eftir ruslatunnufíaskóið Tryggvi og félagar unnu 63 stiga sigur Brjálaðist og réðst á yngri systur sína Manchester United með lið í NBA LeBron hafði ekki upplifað þetta síðan hann var níu ára Viðsnúningur á Extra-leikunum: „Margir sem spáðu því að þú myndir tapa 22-0“ Uppgjörið: Portúgal - Ísland 100-70 | Heit kartafla í Portúgal Sú dáðasta í sögu liðsins mætti í dulargervi og plataði alla Sjá meira
„Fleiri kallar inni á vellinum hjá okkur,“ sagði Arnar aðspurður hvað hefði breyst hjá Stjörnunni því liðið hefur nú unnið fimm leiki í röð eftir að hafa tapað fyrstu tveimur leikjunum. Arnar á inni einn mikinn gæðaleikmann því Dagur Kár Jónsson hefur ekkert spilað til þessa í mótinu. Dagur var á bekknum í dag, hitaði upp en spilaði ekki og veit Arnar ekki hvenær Dagur getur byrjað að spila. Stjarnan hefur fengið inn í hópinn Bandaríkjamanninn James Ellisor og Frakkinn Kevin Kone er mættur eftir að hafa meiðst í undirbúningnum fyrir Íslandsmótið. „Kristján Fannar er líka að reyna finna „mojoið“ sitt,“ sagði þjálfarinn. „Kannski vorum við eitthvað værukærir og Haukarnir komu með það hugarfar að þeir hefðu engu að tapa. Þeir voru grimmir, Sigvaldi frábær í upphafi og þeir drápu okkur á sóknarfráköstum í fyrri hálfleik. En við unnum, það var gott.“ „Ég ætla segja eins og er, þetta er búinn að vera mjög furðulegur undirbúningur. Þegar Íslandsmótið byrjar þá segir KKÍ við okkur að leikmannalistar: löglegir leikmenn — það er ekki hægt að fá að sjá þá, öll lið sitja við sama borð. Svo fæ ég upplýsingar um það þegar við semjum við James Ellisor, að Þórsarar fá að vita að hann sé ekki kominn með leikheimild. Ég sendi skilaboð á KKÍ og fæ svar fimm mínútum seinna að maður geti bara fengið að vita þetta; klukkan fjögur á daginn fær maður að vita þetta. Á föstudaginn [í gær] sendi ég tölvupóst á KKÍ og bið um að fá að vita hverjir séu löglegir fyrir Hauka, vitandi að þeir eru búnir að semja við nýjan amerískan leikmann [Damier Pitts], vitandi að þeir eiga á skrifstofunni t.d. Emil Barja, vitandi að Anna Soffía gengur til liðs við Hauka frá Breiðabliki. KKÍ getur ekki séð sér fært að láta mig vita, hvorki í gær klukkan fjögur — við æfum klukkan fimm ekki vitandi hverjir séu löglegir á móti okkur — né í dag. Ég veit ekki einu sinni hvort þeir hafi verið með ólöglegan leikmann því það er ekki hægt að senda okkur það. Tölvupóstarnir virðast bara detta í eitthvað helvítis svarthol, það er verið að reyna hafa einhvern „standard“ á deildinni hérna. Þetta er algjörlega ólíðandi. Að maður fái ekki að vita hverjir séu löglegir, að sum lið fá að vita það, að ef þú hringir þá kannski færðu að vita það en ef þú sendir tölvupóst þá færðu ekki að vita það. Ég veit ekki einu sinni hvernig þetta á að vera. Mér var sagt að senda á kki@kki.is sem ég gerði, en það fór greinilega á milli skips og bryggju þar ansi oft.“ Það var bara ekkert svar? „Ekkert svar. Það vill til að ég er líka með kvennalið Stjörnunnar og Haukarnir voru að fá nýjan leikmann. Ég vissi ekki hvort að Breiðablik væri búið að skrifa undir félagaskiptaheimild. Anna Soffía skoraði yfir 20 stig, var frábær hérna áðan. Ég vissi ekki hvort að Damier Pitts yrði eða ekki. Ef það á að vera þannig, þá skal það vera þannig fyrir alla! En við erum að keppa og í keppni eru skilyrði fyrir því að fólk sitji við sama borð. Þetta er það ekki. Það er bara á skrifstofu KKÍ. Ég held að menn eigi aðeins að taka sig saman í andlitinu þar. Þetta [þessi ræða] þýðir örugglega það að ég fæ ekki að koma nálægt yngri landsliðunum næstu árin af því ég sagði eitthvað ljótt um eitthvað. En þetta er satt, svona var þetta og ég er ógeðslega ósáttur við skrifstofu KKÍ.“ Veistu af hverju Þórsarar fá að vita hvort leikmaður sé löglegur en ekki þú? „Ég er örugglega svona leiðinlegur að þeir nenna ekki að tala við mig, og ljái þeim hver sem vill svo sem.“ Aftur að leiknum og Stjörnuliðinu í dag. Stjarnan er á toppi deildarinnar ásamt þremur öðrum liðum með fimm sigra. Hvað getur þetta lið farið langt? „Það veit ég ekki, það eru ekki komin jól ennþá. Við erum allavega að fara á Egilsstaði, það er það lengsta sem við förum, það er næsta ferðalag.“ Getið þið unnið Íslandsmeistaratitilinn? „Það veit ég ekki. Við vorum að vinna leik í dag, eigum Hött eftir viku. Við ætlum að reyna að gera atlögu að honum. Það fer enginn inn í Íslandsmótið og hugsar: Djöfull væri nú fínt að vera í níunda sæti. Það ætla allir að vinna alla leiki og ef það gengur upp þá ertu Íslandsmeistari. Við ætlum það reyna það og það eru öll hin liðin að reyna vinna næsta leik líka,“ sagði þjálfarinn að lokum.
Körfubolti Subway-deild karla Stjarnan Tengdar fréttir Leik lokið: Stjarnan - Haukar 89-79 | Slæmt gengi Hauka heldur áfram Stjarnan lagði Hauka með 10 stiga mun í Subway-deild karla í körfubolta. Gestirnir hafa nú tapað fjórum af síðustu fimm leikjum sínum. Umfjöllun og viðtöl væntanleg. 18. nóvember 2023 18:45 Mest lesið Stólarnir litu út eins og NBA-stjörnurnar í Space Jam-myndinni Körfubolti Guardiola fór inn í dómaraklefann eftir leik Enski boltinn Gömul hetja Argentínu ekki sammála að Messi-liðið sé besta landslið sögunnar Fótbolti Gömlu United-mennirnir með stoðsendingar þegar Napoli fór á toppinn Fótbolti Valur - Grindavík 87-80 | Valur vann framlengdan toppslag á Hlíðarenda Körfubolti Stelpurnar okkar á HM með flottan sigur í farteskinu Handbolti Gísli Þorgeir framlengir til 2030: „Ótrúlega mikilvægur hluti af liðinu okkar“ Handbolti Njarðvíkurkonur björguðu sér í lokin Körfubolti Heimir Hallgrímsson og Eyjólfur Sverrisson spá báðir vítakeppni Íslenski boltinn Hetja kvöldsins gæti skipt um landslið og farið með Skotum á HM Enski boltinn Fleiri fréttir Stólarnir litu út eins og NBA-stjörnurnar í Space Jam-myndinni Valur - Grindavík 87-80 | Valur vann framlengdan toppslag á Hlíðarenda Njarðvíkurkonur björguðu sér í lokin Hilmar Smári og félagar tapa og tapa „Búnir að tala mikið um það að ná vörninni upp“ Uppgjörið: Keflavík - Álftanes 101-90| Keflavík með öflugan sigur fyrir landsleikjahlé Elvar mætir í góðu stuði í landsliðsverkefni ÍA - ÍR | Dýrmæt stig í boði Tölfræðikerfið klikkaði í Keflavík Hjón stýrðu sitt hvoru liði í 1. deildinni: Halldór skákaði eiginkonu sinni Ráku syni gamla eigandans „Við vorum teknir í bólinu“ „Nú er tími til þess að sýna að við getum gert betur“ Nýr Kani á leið til Ármanns: „Getur vonandi leyst ýmsa hluti fyrir okkur“ Erfitt að fylla skarð Marios: „Þurfum að finna nýjar lausnir“ Uppgjörið: Njarðvík - Ármann 99-75 | Biðin eftir fyrsta sigrinum lengist Þór Þ. - Stjarnan 99-97 | Langþráðum sigri fagnað í Þorlákshöfn Grindavík - Tindastóll 91-75 | Toppliðið valtaði yfir Tindastól KR - Valur 89-99 | Valsmenn unnu nágrannaslaginn Nývaknaður úr dái en verður fyrirliði gegn Íslandi Michael Jordan gefur meira en milljarð króna Ætla að keyra upp hraðann og koma sér á toppinn Missir af stórleik í kvöld eftir ruslatunnufíaskóið Tryggvi og félagar unnu 63 stiga sigur Brjálaðist og réðst á yngri systur sína Manchester United með lið í NBA LeBron hafði ekki upplifað þetta síðan hann var níu ára Viðsnúningur á Extra-leikunum: „Margir sem spáðu því að þú myndir tapa 22-0“ Uppgjörið: Portúgal - Ísland 100-70 | Heit kartafla í Portúgal Sú dáðasta í sögu liðsins mætti í dulargervi og plataði alla Sjá meira
Leik lokið: Stjarnan - Haukar 89-79 | Slæmt gengi Hauka heldur áfram Stjarnan lagði Hauka með 10 stiga mun í Subway-deild karla í körfubolta. Gestirnir hafa nú tapað fjórum af síðustu fimm leikjum sínum. Umfjöllun og viðtöl væntanleg. 18. nóvember 2023 18:45