Bruno sér hættuna við lið Íslands sem hefur að engu að keppa Aron Guðmundsson skrifar 19. nóvember 2023 15:31 Bruno Fernandes í baráttunni við Arnór Ingva á Laugardalsvelli í sumar Vísir/Hulda Margrét Bruno Fernandes, leikmaður Manchester United og portúgalska landsliðsins, segist eiga von á erfiðum leik við Ísland líkt og hann og liðsfélagar hans upplifðu í Reykjavík fyrr á árinu. Leikurinn verði góð prófraun fyrir Portúgal sem hefur unnið alla sína leik í undankeppni EM til þessa. Aron Guðmundsson skrifar frá Lissabon. Ísland mætir Portúgal á José Alvalade leikvanginum í Lisabon í kvöld í lokaumferð undankeppni EM 2024. Portúgal hefur verið óstöðvandi til þessa í undankeppninni. Unnið alla níu leiki sína, skorað 34 mörk og aðeins fengið á sig tvö. Liðið hefur fyrir löngu tryggt sér þátttökurétt á EM 2024 í Þýskalandi á næsta ári. Á meðan er Ísland úr baráttunni um EM sæti í gegnum þessa undankeppni en Bruno tekur engu sem gefnu í viðureign liðanna í kvöld. „Ég býst við erfiðum leik,“ segir Bruno í samtali við Vísi. „Fyrri leikur okkar á Íslandi var mjög erfiður. Þetta er líkamlega sterkt lið sem spilar af miklum ákafa og er öflugt í seinni boltunum. Ísland spilar beinskeyttan fótbolta en einnig gæði til að spila boltanum sín á milli. Í liði Íslands eru frábærir leikmenn og við búumst við erfiðum leik eins á Íslandi.“ Á blaðamannafundi portúgalska landsliðsins í gær var ljóst að yfirlýst markmið liðsins fyrir leik kvöldsins væri að sjá til þess að undankeppnin færi á þann veg að liðið stæði uppi með tíu sigra í tíu leikjum. Er það ykkur mikilvægt að sjá tl þess að svo verði? „Auðvitað viljum við halda þessari sigurgöngu áfram, halda skriðþunganum okkar megin. Sigrar færa okkur meira sjálfstraust til lengri tíma litið. Leikurinn gegn Íslandi verður góð prófraun fyrir okkur. Ísland getur ekki komist upp úr riðlinum lengur en getur þá leyft sér að spila af meira frjálsræði. Við erum komnir áfram en það breytir því ekki að framundan er erfiður leikur.“ Klippa: Bruno Fernandes: Í liði Íslands eru frábærir leikmenn Leikur Portúgal og Íslands í undankeppni EM 2024 verður sýndur í beinni útsendingu og opinni dagskrá á Stöð 2 Sport og hefst upphitun klukkan 19:10. Leikar hefjast svo korter í átta. Landslið karla í fótbolta EM 2024 í Þýskalandi Mest lesið Fyrrum kappaksturshetja og fjölskylda hans létust í flugslysi Sport Segir fjórðung í bók Óla ósannan Íslenski boltinn „Grimmileg áminning um hversu harkalegt og grimmt lífið getur verið“ Fótbolti „Salah líkaði ekki að vera í skugganum af Isak og Wirtz“ Enski boltinn Hætti við að keppa út af hundinum sínum Sport Elías mættur til meistaranna Íslenski boltinn Stjarnan - Álftanes | Nágrannaslagur í Garðabæ Körfubolti Helmingur landsliðskvenna er undir lágmarkslaunum Fótbolti „Er því miður kominn í jólafrí“ Handbolti KR sagt vera að landa Arnóri Ingva Íslenski boltinn Fleiri fréttir Hrannar Snær til Noregs Breiðablik, Valur og Þór/KA fengu milljónir vegna EM Elías mættur til meistaranna Syrgir góðan félaga í Åge: „Ótrúlega leiðinlegt að hann sé nú farinn“ KR sagt vera að landa Arnóri Ingva Fantasýn: „Hann setti allt á 3 og það kom upp 19“ Karólína Lea því miður of snemma í jólafrí Alexander Isak fékk sænska gullboltann Hilmar Árni til starfa hjá KR „Salah líkaði ekki að vera í skugganum af Isak og Wirtz“ Helmingur landsliðskvenna er undir lágmarkslaunum „Grimmileg áminning um hversu harkalegt og grimmt lífið getur verið“ Segir fjórðung í bók Óla ósannan Í fyrsta sinn rukkað inn á Fan Zone á HM Davíð sendir hjartnæma kveðju til Hareide Svona endaði Sambandsdeildin: Finnarnir áfram eftir jafntefli við Palace Strasbourg - Breiðablik 3-1 | Hetjuleg barátta dugði skammt Napoli í úrslit í Sádi-Arabíu Åge Hareide látinn Amorim vill Neves Benti á hinn íslenska Dan Burn „Við þurfum bara að keyra á þetta“ Segir Nóel Atla frábært dæmi um það þegar hlutirnir gangi upp Glódís gæti þurft að ryðja Man. Utd og Barcelona úr vegi að úrslitaleiknum Lést á leiðinni heim úr fótboltaleik Evrópusumma Blika komin í 800 milljónir og gæti nálgast milljarð í kvöld Liðsfélagi landsliðsmanns missti unga frændur sína í sprengingu Forsætisráðherrann hótar Roman Abramovich og segir að „klukkan tifi“ Bíður eftir kallinu frá Arnari: „Myndi segja að ég væri klár“ „Sýnum kvennaíþróttir af því að þær eru frábærar“ Sjá meira
Aron Guðmundsson skrifar frá Lissabon. Ísland mætir Portúgal á José Alvalade leikvanginum í Lisabon í kvöld í lokaumferð undankeppni EM 2024. Portúgal hefur verið óstöðvandi til þessa í undankeppninni. Unnið alla níu leiki sína, skorað 34 mörk og aðeins fengið á sig tvö. Liðið hefur fyrir löngu tryggt sér þátttökurétt á EM 2024 í Þýskalandi á næsta ári. Á meðan er Ísland úr baráttunni um EM sæti í gegnum þessa undankeppni en Bruno tekur engu sem gefnu í viðureign liðanna í kvöld. „Ég býst við erfiðum leik,“ segir Bruno í samtali við Vísi. „Fyrri leikur okkar á Íslandi var mjög erfiður. Þetta er líkamlega sterkt lið sem spilar af miklum ákafa og er öflugt í seinni boltunum. Ísland spilar beinskeyttan fótbolta en einnig gæði til að spila boltanum sín á milli. Í liði Íslands eru frábærir leikmenn og við búumst við erfiðum leik eins á Íslandi.“ Á blaðamannafundi portúgalska landsliðsins í gær var ljóst að yfirlýst markmið liðsins fyrir leik kvöldsins væri að sjá til þess að undankeppnin færi á þann veg að liðið stæði uppi með tíu sigra í tíu leikjum. Er það ykkur mikilvægt að sjá tl þess að svo verði? „Auðvitað viljum við halda þessari sigurgöngu áfram, halda skriðþunganum okkar megin. Sigrar færa okkur meira sjálfstraust til lengri tíma litið. Leikurinn gegn Íslandi verður góð prófraun fyrir okkur. Ísland getur ekki komist upp úr riðlinum lengur en getur þá leyft sér að spila af meira frjálsræði. Við erum komnir áfram en það breytir því ekki að framundan er erfiður leikur.“ Klippa: Bruno Fernandes: Í liði Íslands eru frábærir leikmenn Leikur Portúgal og Íslands í undankeppni EM 2024 verður sýndur í beinni útsendingu og opinni dagskrá á Stöð 2 Sport og hefst upphitun klukkan 19:10. Leikar hefjast svo korter í átta.
Landslið karla í fótbolta EM 2024 í Þýskalandi Mest lesið Fyrrum kappaksturshetja og fjölskylda hans létust í flugslysi Sport Segir fjórðung í bók Óla ósannan Íslenski boltinn „Grimmileg áminning um hversu harkalegt og grimmt lífið getur verið“ Fótbolti „Salah líkaði ekki að vera í skugganum af Isak og Wirtz“ Enski boltinn Hætti við að keppa út af hundinum sínum Sport Elías mættur til meistaranna Íslenski boltinn Stjarnan - Álftanes | Nágrannaslagur í Garðabæ Körfubolti Helmingur landsliðskvenna er undir lágmarkslaunum Fótbolti „Er því miður kominn í jólafrí“ Handbolti KR sagt vera að landa Arnóri Ingva Íslenski boltinn Fleiri fréttir Hrannar Snær til Noregs Breiðablik, Valur og Þór/KA fengu milljónir vegna EM Elías mættur til meistaranna Syrgir góðan félaga í Åge: „Ótrúlega leiðinlegt að hann sé nú farinn“ KR sagt vera að landa Arnóri Ingva Fantasýn: „Hann setti allt á 3 og það kom upp 19“ Karólína Lea því miður of snemma í jólafrí Alexander Isak fékk sænska gullboltann Hilmar Árni til starfa hjá KR „Salah líkaði ekki að vera í skugganum af Isak og Wirtz“ Helmingur landsliðskvenna er undir lágmarkslaunum „Grimmileg áminning um hversu harkalegt og grimmt lífið getur verið“ Segir fjórðung í bók Óla ósannan Í fyrsta sinn rukkað inn á Fan Zone á HM Davíð sendir hjartnæma kveðju til Hareide Svona endaði Sambandsdeildin: Finnarnir áfram eftir jafntefli við Palace Strasbourg - Breiðablik 3-1 | Hetjuleg barátta dugði skammt Napoli í úrslit í Sádi-Arabíu Åge Hareide látinn Amorim vill Neves Benti á hinn íslenska Dan Burn „Við þurfum bara að keyra á þetta“ Segir Nóel Atla frábært dæmi um það þegar hlutirnir gangi upp Glódís gæti þurft að ryðja Man. Utd og Barcelona úr vegi að úrslitaleiknum Lést á leiðinni heim úr fótboltaleik Evrópusumma Blika komin í 800 milljónir og gæti nálgast milljarð í kvöld Liðsfélagi landsliðsmanns missti unga frændur sína í sprengingu Forsætisráðherrann hótar Roman Abramovich og segir að „klukkan tifi“ Bíður eftir kallinu frá Arnari: „Myndi segja að ég væri klár“ „Sýnum kvennaíþróttir af því að þær eru frábærar“ Sjá meira