Undankeppnin fyrir EM 2024 er að taka enda en síðar í dag leikur Ísland gegn Portúgal ytra. Portúgal er búið að sigra riðilinn og Slóvakía tryggði sér annað sætið með sigri á Íslandi á dögunum.
Strákarnir okkar eiga þó enn möguleika þökk sé umspili Þjóðadeildarinnar og hjálpar það íslenska liðinu að Serbía sé nú þegar búin að tryggja sér sæti á EM.
Ungverjaland lagði Svartfjallaland á heimavelli þrátt fyrir að gestirnir hafi komist yfir í fyrri hálfleik og staðan þegar liðin gengu til búningsherbergja hafi verið 0-1.
Í síðari hálfleik skoraði Dominik Szoboszlai tvö mörk á tveimur mínútum áður en Adam Nagy gulltryggði sigurinn í uppbótartíma, lokatölur 3-1.
Two goals in two minutes for Hungary captain Dominik Szoboszlai against Montenegro pic.twitter.com/ebd5NZsAyG
— B/R Football (@brfootball) November 19, 2023
Serbía og Búlgaría gerðu 2-2 jafntefli sem þýðir að Ungverjaland vinnur riðilinn án þess að tapa leik og Serbía endar í 2. sæti en Svartfjallaland lýkur leik í þriðja sæti.