Hjalti Þór: „Bara ljótt. Það er bara eina orðið“ Siggeir Ævarsson skrifar 19. nóvember 2023 21:46 Hjalti Þór Vilhjálmsson þjálfari Vals var ekki sáttur með sínar konur í kvöld Vísir/Vilhelm Endurkoma Hjalta Þórs Vilhjálmssonar til Keflavíkur fór heldur betur ekki eins og hann hafði vonast eftir en hans konur í Val náðu sér aldrei á strik í kvöld. Lokatölur í Keflavík 70-50 þar sem úrslitin voru í raun ráðin eftir þriðja leikhluta. „Við vorum rosalega flatar og bara taktlausar í rauninni frá upphafi. Við áttum einhverjar fimm mínútur í fyrri hálfleik sem þetta gekk þokkalega smurt og við vorum að fá boltann inn í. En fyrir utan þessar fimm mínútur var þetta bara eins og við hefðum ekki spilað í mjög langan tíma eins og var svo sem raunin.“ Hjalti tók undir að það hafi verið hálfgerður haustbragur á þessum leik, sem var alls ekki áferðarfallegur hjá báðum liðum. „Já, þetta var rosalega lélegur körfuboltaleikur, báðum megin. Þó þær hafi unnið okkur með 20 þá voru Keflvíkingar bara lélegir líka.“ Annar leikhluti var ágætur hjá gestunum en þær unnu hann 19-14 og virtust vera að gera sig líklegar til að bjóða upp á spennandi leik en Keflvíkingar voru fljótir að slökkva í þeim vonum í seinni hálfleik. „Ég hélt að þetta væri bara ryð í byrjun og við myndum koma gíraðar inn í seinni hálfleikinn en einhvern veginn kom ryðið aftur og við náðum aldrei takti í seinni hálfleik.“ Það væri hægt að velja mörg sterk lýsingarorð til að lýsa þessum leik en ég bað Hjalta um að kjarna leikinn fyrir mig á hreinni íslensku og það stóð ekki á svari. „Bara ljótt. Það er bara eina orðið“. Þetta var rosalega aumt og ljótt einhvern veginn. Þurrt líka, það var engin stemming í þessu eða neitt. Það var eins og allir þyrftu bara að vera hérna. Það vantaði kannski trú hjá mínum stelpum líka, ég veit það ekki.“ Eftir langa pásu er stutt á milli leikja, næsti leikur hjá Keflavík á þriðjudag. Hjalti sagði að þó það væri stutt væri þetta samt betra en þessi löngu frí sem er boðið upp á í deildinni í vetur. „Nú er bara stutt á milli leikja eins og við viljum hafa þetta. Þessar þrjár vikur er rosalegt erfitt og svo koma aftur þrjár vikur þegar jólafríið kemur. Þannig að það eru snarpar núna þrjár vikur og svo aftur þrjár vikur í pásu en þetta er bara eins og það er.“ Ég spurði Hjalta að lokum hvort að nýji Bandaríkjamaðurinn yrði með í næsta leik, en hann sagðist einfaldlega ekki hafa hugmynd um það. „Ekki hugmynd. Maður veit aldrei. Þetta getur tekið tvo daga, þetta getur tekið þrjá eða tíu, maður veit bara aldrei hvernig þetta er. Við bara vonum það besta!“ - Sagði Hjalti að lokum, með von í hjarta um betri tíð og blóm í haga. Körfubolti Subway-deild kvenna Mest lesið Skar sig mjög illa á andliti og hálsi í slysi á æfingu Sport Uppgjörið: Valur-Grindavík 75-86 | Grindvíkingar í lykilstöðu Körfubolti Lýsti ástandinu á Ingebrigtsen-heimilinu Sport Uppgjörið: Ísrael - Ísland 21-31 | Íslenska liðið á leið á sitt þriðja stórmót í röð Handbolti Uppgjör: Tindastóll-Keflavík 100-75 | Stólarnir sópuðu Keflvíkingum í sumarfrí Körfubolti Svona verður enski boltinn á Stöð 2 Sport Enski boltinn Onana gaf tvö mörk og United missti af sigri í blálokin Fótbolti Arnar spilaði með besta „pöbbaliði“ Bretlands Enski boltinn Þetta gæti verið best klæddi þjálfari heims Fótbolti Uppgjörið: Ísland - Ísrael 39-27 | Reynt að sparka upp hurðum er stelpurnar pökkuðu Ísrael saman Handbolti Fleiri fréttir „Þeir spila mjög fast og komast upp með það“ „Hann er langbesti varnarmaðurinn í þessari deild“ Uppgjörið: Valur-Grindavík 75-86 | Grindvíkingar í lykilstöðu Uppgjör: Tindastóll-Keflavík 100-75 | Stólarnir sópuðu Keflvíkingum í sumarfrí Þrír aðstoða Pekka með landsliðið Jokic tjáir sig um óvæntan brottrekstur þjálfarans Barðist við tárin fyrir leik en skoraði svo 45 stig gegn gamla liðinu LeBron fær Barbie dúkku af sér „Þegar ég er í svona stuði þá fara þær á ferð með mér“ „Ekki séns að fara í sumarfrí“ Uppgjör: Njarðvík - Stjarnan 95-89 | Sópurinn á lofti í IceMar-höllinni Uppgjör: Þór Ak.-Valur 72-60 | Þórskonur ætluðu ekki í sumarfrí í kvöld Denver reka þjálfarann korter í úrslitakeppni „Meiri barátta í okkur í dag heldur en í hinum leikjunum“ „Erum á uppleið og ætlum að halda áfram“ Uppgjörið: Haukar - Grindavík 76-73 | Deildarmeistararnir fengu líflínu Uppgjörið: Keflavík - Tindastóll 88-58 | Mættu með sópinn Flórída háskólameistari í fyrsta sinn í átján ár „Erum að gera þetta fyrir samfélagið“ „Hefðum þurft tvö til þrjú stemningsskot“ „Góðir leikmenn sem taka góðar ákvarðanir“ „Erfitt að vinna okkur þegar við spilum svona“ „Erfitt að spila við þessar aðstæður“ „Aldrei séð annan eins mun á villufjölda“ Hamar/Þór og KR í kjörstöðu Uppgjörið: ÍR - Stjarnan 82-90 | Garðbæingar komnir með annan fótinn í undanúrslit Uppgjörið: Álftanes - Njarðvík 107-96 | Undanúrslitin í augsýn Sigursælastar í sögu háskólakörfuboltans Lögmál leiksins: Hver verður MVP í NBA? Lakers vann toppliðið í vestrinu Sjá meira
„Við vorum rosalega flatar og bara taktlausar í rauninni frá upphafi. Við áttum einhverjar fimm mínútur í fyrri hálfleik sem þetta gekk þokkalega smurt og við vorum að fá boltann inn í. En fyrir utan þessar fimm mínútur var þetta bara eins og við hefðum ekki spilað í mjög langan tíma eins og var svo sem raunin.“ Hjalti tók undir að það hafi verið hálfgerður haustbragur á þessum leik, sem var alls ekki áferðarfallegur hjá báðum liðum. „Já, þetta var rosalega lélegur körfuboltaleikur, báðum megin. Þó þær hafi unnið okkur með 20 þá voru Keflvíkingar bara lélegir líka.“ Annar leikhluti var ágætur hjá gestunum en þær unnu hann 19-14 og virtust vera að gera sig líklegar til að bjóða upp á spennandi leik en Keflvíkingar voru fljótir að slökkva í þeim vonum í seinni hálfleik. „Ég hélt að þetta væri bara ryð í byrjun og við myndum koma gíraðar inn í seinni hálfleikinn en einhvern veginn kom ryðið aftur og við náðum aldrei takti í seinni hálfleik.“ Það væri hægt að velja mörg sterk lýsingarorð til að lýsa þessum leik en ég bað Hjalta um að kjarna leikinn fyrir mig á hreinni íslensku og það stóð ekki á svari. „Bara ljótt. Það er bara eina orðið“. Þetta var rosalega aumt og ljótt einhvern veginn. Þurrt líka, það var engin stemming í þessu eða neitt. Það var eins og allir þyrftu bara að vera hérna. Það vantaði kannski trú hjá mínum stelpum líka, ég veit það ekki.“ Eftir langa pásu er stutt á milli leikja, næsti leikur hjá Keflavík á þriðjudag. Hjalti sagði að þó það væri stutt væri þetta samt betra en þessi löngu frí sem er boðið upp á í deildinni í vetur. „Nú er bara stutt á milli leikja eins og við viljum hafa þetta. Þessar þrjár vikur er rosalegt erfitt og svo koma aftur þrjár vikur þegar jólafríið kemur. Þannig að það eru snarpar núna þrjár vikur og svo aftur þrjár vikur í pásu en þetta er bara eins og það er.“ Ég spurði Hjalta að lokum hvort að nýji Bandaríkjamaðurinn yrði með í næsta leik, en hann sagðist einfaldlega ekki hafa hugmynd um það. „Ekki hugmynd. Maður veit aldrei. Þetta getur tekið tvo daga, þetta getur tekið þrjá eða tíu, maður veit bara aldrei hvernig þetta er. Við bara vonum það besta!“ - Sagði Hjalti að lokum, með von í hjarta um betri tíð og blóm í haga.
Körfubolti Subway-deild kvenna Mest lesið Skar sig mjög illa á andliti og hálsi í slysi á æfingu Sport Uppgjörið: Valur-Grindavík 75-86 | Grindvíkingar í lykilstöðu Körfubolti Lýsti ástandinu á Ingebrigtsen-heimilinu Sport Uppgjörið: Ísrael - Ísland 21-31 | Íslenska liðið á leið á sitt þriðja stórmót í röð Handbolti Uppgjör: Tindastóll-Keflavík 100-75 | Stólarnir sópuðu Keflvíkingum í sumarfrí Körfubolti Svona verður enski boltinn á Stöð 2 Sport Enski boltinn Onana gaf tvö mörk og United missti af sigri í blálokin Fótbolti Arnar spilaði með besta „pöbbaliði“ Bretlands Enski boltinn Þetta gæti verið best klæddi þjálfari heims Fótbolti Uppgjörið: Ísland - Ísrael 39-27 | Reynt að sparka upp hurðum er stelpurnar pökkuðu Ísrael saman Handbolti Fleiri fréttir „Þeir spila mjög fast og komast upp með það“ „Hann er langbesti varnarmaðurinn í þessari deild“ Uppgjörið: Valur-Grindavík 75-86 | Grindvíkingar í lykilstöðu Uppgjör: Tindastóll-Keflavík 100-75 | Stólarnir sópuðu Keflvíkingum í sumarfrí Þrír aðstoða Pekka með landsliðið Jokic tjáir sig um óvæntan brottrekstur þjálfarans Barðist við tárin fyrir leik en skoraði svo 45 stig gegn gamla liðinu LeBron fær Barbie dúkku af sér „Þegar ég er í svona stuði þá fara þær á ferð með mér“ „Ekki séns að fara í sumarfrí“ Uppgjör: Njarðvík - Stjarnan 95-89 | Sópurinn á lofti í IceMar-höllinni Uppgjör: Þór Ak.-Valur 72-60 | Þórskonur ætluðu ekki í sumarfrí í kvöld Denver reka þjálfarann korter í úrslitakeppni „Meiri barátta í okkur í dag heldur en í hinum leikjunum“ „Erum á uppleið og ætlum að halda áfram“ Uppgjörið: Haukar - Grindavík 76-73 | Deildarmeistararnir fengu líflínu Uppgjörið: Keflavík - Tindastóll 88-58 | Mættu með sópinn Flórída háskólameistari í fyrsta sinn í átján ár „Erum að gera þetta fyrir samfélagið“ „Hefðum þurft tvö til þrjú stemningsskot“ „Góðir leikmenn sem taka góðar ákvarðanir“ „Erfitt að vinna okkur þegar við spilum svona“ „Erfitt að spila við þessar aðstæður“ „Aldrei séð annan eins mun á villufjölda“ Hamar/Þór og KR í kjörstöðu Uppgjörið: ÍR - Stjarnan 82-90 | Garðbæingar komnir með annan fótinn í undanúrslit Uppgjörið: Álftanes - Njarðvík 107-96 | Undanúrslitin í augsýn Sigursælastar í sögu háskólakörfuboltans Lögmál leiksins: Hver verður MVP í NBA? Lakers vann toppliðið í vestrinu Sjá meira
Uppgjörið: Ísland - Ísrael 39-27 | Reynt að sparka upp hurðum er stelpurnar pökkuðu Ísrael saman Handbolti
Uppgjörið: Ísland - Ísrael 39-27 | Reynt að sparka upp hurðum er stelpurnar pökkuðu Ísrael saman Handbolti