Vísa frá kæru Hreyfils í Hopp-máli Atli Ísleifsson skrifar 20. nóvember 2023 07:39 Samkeppniseftirlitið taldi að Hreyfli væri óheimilt að banna eða hamla leigubílstjórum sem séu í þjónustu Hreyfils, að nýta sér jafnframt þjónustu annarra leigubifreiðastöðva. Vísir/Vilhelm Áfrýjunarnefnd samkeppnismála hefur vísað kæru leigubílastöðvarinnar Hreyfils á hendur Samkeppniseftirlitinu frá. Kæra Hreyfils sneri að bráðabirgðaákvörðun Samkeppniseftirlitsins að Hreyfli sé óheimilt að banna eða hamla leigubílstjórum sem eru í þjónustu Hreyfils, að nýta sér jafnframt þjónustu annarra leigubifreiðastöðva. Málið kom upp eftir að Hreyfill útilokaði félagsmenn frá því að nýta sér aðra þjónustu á markaði sem þeim stæði til boða, allt frá því að Hopp hóf innreið sína á leigubílamarkað síðasta vor. Á vef Samkeppniseftirlitsins kemur fram að áfrýjunarnefnin hafi þó fellt úr gildi fyrirmæli Samkeppniseftirlitsins þess efnis að Hreyfill geri nauðsynlegar breytingar á reglum og samþykktum sínum sem kveði á um banni við því að leigubílstjórar í þjónustu Hreyfils nýti sér jafnframt þjónustu annarra leigubílastöðva. „Segir í úrskurðinum að slíkar breytingar séu ekki nauðsynlegar vegna þess banns sem felst í umræddri bráðabirgðaákvörðun og hafi yfirbragð endanlegrar ákvörðunar í skilningi stjórnsýslulaga. Af þeim sökum fellir áfrýjunarnefndin þann hluta ákvörðunarinnar úr gildi,“ segir á vef Samkeppniseftirlitsins. Í úrskurði áfrýjunarnefndarinnar segir að ákvörðun Samkeppniseftirlitsins hafi það í för með sér að „...að leigubifreiðastjórum sem starfa í þjónustu Hreyfils, er í sjálfsvald sett hvernig þeir nýta sitt rekstrarleyfi meðan ákvörðunin varir.“ Um málið segir að Samkeppniseftirlitið hafi talið að háttsemi Hreyfils að banna bílstjórum að nýta sér þjónustu annarra stöðva hafi hvorki grundvallast á málefnalegum né hlutlægum forsendum. „Háttsemi Hreyfils hefði verið til þess fallin að hindra innkomu nýs keppinautar á markaðinn neytendum til tjóns ásamt því að viðhalda þeim takmörkunum, gagnvart meirihluta leigubifreiðastjóra, sem ný lög um leigubifreiðaakstur áttu að uppræta. Taldi Samkeppniseftirlitið því sennilegt að háttsemi Hreyfils fæli í sér brot gegn bannákvæðum samkeppnislaga og að skilyrði til töku ákvörðunar til bráðabirgða væru uppfyllt,“ segir á vef Samkeppniseftirlitsins. Leigubílar Vinnumarkaður Samkeppnismál Tengdar fréttir Hreyfli ekki heimilt að banna bílstjórum að aka fyrir Hopp Leigubifreiðastöðinni Hreyfli var óheimilt að banna leigubílstjórum sem keyra fyrir stöðina að skrá sig hjá Hopp. Þetta er niðurstaða Samkeppniseftirlitsins sem hefur gert Hreyfli að láta af háttsemi sinni án tafar. Telur eftirlitið að háttsemin grundvallist hvorki á málefnalegum né hlutlægum forsendum og sé sennilega brot á samkeppnislögum. 20. júlí 2023 15:46 Mest lesið Snúrunni lokað fyrir fullt og allt Viðskipti innlent „Okkur langar til að búa til nýja tegund af bjórmenningu“ Atvinnulíf Lyfjastofnun Evrópu tekur umsókn Alvotech til umsagnar Viðskipti innlent Fjögur ráðin í stjórnendastöður hjá Íslandsbanka Viðskipti innlent Spá auknu atvinnuleysi og hagvexti Viðskipti innlent Akademias tekur yfir rekstur Avia Viðskipti innlent Stöðluðu húsin frá Límtré Vírneti hafa slegið í gegn Samstarf Misboðið hvernig staðið var að uppsögnum hjá nýjum eiganda Viðskipti innlent „Eitthvað við kvöldin og nóttina sem ég heillast af“ Atvinnulíf Dýrara að gera ekkert: „Erum öll að pissa í sömu laugina“ Atvinnulíf Fleiri fréttir Akademias tekur yfir rekstur Avia Fjögur ráðin í stjórnendastöður hjá Íslandsbanka Lyfjastofnun Evrópu tekur umsókn Alvotech til umsagnar Spá auknu atvinnuleysi og hagvexti Snúrunni lokað fyrir fullt og allt Misboðið hvernig staðið var að uppsögnum hjá nýjum eiganda Engin tilkynning um hópuppsögn í október Horyn nýr forstjóri kísilverksmiðjunnar á Bakka Breytt skipurit og nýir stjórnendur hjá Sýn Viðræðum slitið um samruna Samkaupa, Heimkaupa og Orkunnar Hagnaður Arion banka eykst um tæpa tvo milljarða Auknar líkur á annarri vaxtalækkun Bein útsending: Haustfundur Landsvirkjunar Ráðnir forstöðumenn hjá OK Reikna með tæplega þrjátíu milljarða minni fjárfestingu í Carbfix Verðbólga hjaðnar en kílómetragjaldið verður tekið inn í mælingu Ragnar, Pálmar og Haraldur til Verna Skellt í lás í Sambíóinu í Keflavík í kvöld Samkeppniseftirlitið í sáttaviðræðum við Festi Hlutdeildarlán dugðu fyrir 61 íbúð 97 brautskráðust frá HR Fundurinn virðist ekki hafa aukið trú fjárfesta Furðulegt að gjaldtaka taki ekki mið af styrkleika Fjögur erlend fyrirtæki keppa um rekstur Fríhafnarinnar Hagnaður dróst saman um þriðjung og skoða hlutafjáraukningu Bein útsending: Kynna afkomuna og fara nánar yfir breytingarnar Breki áfram formaður Bjarmi sest í stjórnina og Trausti tekur við Tekur við formennsku í hugverkaráði Samtaka iðnaðarins Framkvæmdir hafnar við Búrfellslund Sjá meira
Málið kom upp eftir að Hreyfill útilokaði félagsmenn frá því að nýta sér aðra þjónustu á markaði sem þeim stæði til boða, allt frá því að Hopp hóf innreið sína á leigubílamarkað síðasta vor. Á vef Samkeppniseftirlitsins kemur fram að áfrýjunarnefnin hafi þó fellt úr gildi fyrirmæli Samkeppniseftirlitsins þess efnis að Hreyfill geri nauðsynlegar breytingar á reglum og samþykktum sínum sem kveði á um banni við því að leigubílstjórar í þjónustu Hreyfils nýti sér jafnframt þjónustu annarra leigubílastöðva. „Segir í úrskurðinum að slíkar breytingar séu ekki nauðsynlegar vegna þess banns sem felst í umræddri bráðabirgðaákvörðun og hafi yfirbragð endanlegrar ákvörðunar í skilningi stjórnsýslulaga. Af þeim sökum fellir áfrýjunarnefndin þann hluta ákvörðunarinnar úr gildi,“ segir á vef Samkeppniseftirlitsins. Í úrskurði áfrýjunarnefndarinnar segir að ákvörðun Samkeppniseftirlitsins hafi það í för með sér að „...að leigubifreiðastjórum sem starfa í þjónustu Hreyfils, er í sjálfsvald sett hvernig þeir nýta sitt rekstrarleyfi meðan ákvörðunin varir.“ Um málið segir að Samkeppniseftirlitið hafi talið að háttsemi Hreyfils að banna bílstjórum að nýta sér þjónustu annarra stöðva hafi hvorki grundvallast á málefnalegum né hlutlægum forsendum. „Háttsemi Hreyfils hefði verið til þess fallin að hindra innkomu nýs keppinautar á markaðinn neytendum til tjóns ásamt því að viðhalda þeim takmörkunum, gagnvart meirihluta leigubifreiðastjóra, sem ný lög um leigubifreiðaakstur áttu að uppræta. Taldi Samkeppniseftirlitið því sennilegt að háttsemi Hreyfils fæli í sér brot gegn bannákvæðum samkeppnislaga og að skilyrði til töku ákvörðunar til bráðabirgða væru uppfyllt,“ segir á vef Samkeppniseftirlitsins.
Leigubílar Vinnumarkaður Samkeppnismál Tengdar fréttir Hreyfli ekki heimilt að banna bílstjórum að aka fyrir Hopp Leigubifreiðastöðinni Hreyfli var óheimilt að banna leigubílstjórum sem keyra fyrir stöðina að skrá sig hjá Hopp. Þetta er niðurstaða Samkeppniseftirlitsins sem hefur gert Hreyfli að láta af háttsemi sinni án tafar. Telur eftirlitið að háttsemin grundvallist hvorki á málefnalegum né hlutlægum forsendum og sé sennilega brot á samkeppnislögum. 20. júlí 2023 15:46 Mest lesið Snúrunni lokað fyrir fullt og allt Viðskipti innlent „Okkur langar til að búa til nýja tegund af bjórmenningu“ Atvinnulíf Lyfjastofnun Evrópu tekur umsókn Alvotech til umsagnar Viðskipti innlent Fjögur ráðin í stjórnendastöður hjá Íslandsbanka Viðskipti innlent Spá auknu atvinnuleysi og hagvexti Viðskipti innlent Akademias tekur yfir rekstur Avia Viðskipti innlent Stöðluðu húsin frá Límtré Vírneti hafa slegið í gegn Samstarf Misboðið hvernig staðið var að uppsögnum hjá nýjum eiganda Viðskipti innlent „Eitthvað við kvöldin og nóttina sem ég heillast af“ Atvinnulíf Dýrara að gera ekkert: „Erum öll að pissa í sömu laugina“ Atvinnulíf Fleiri fréttir Akademias tekur yfir rekstur Avia Fjögur ráðin í stjórnendastöður hjá Íslandsbanka Lyfjastofnun Evrópu tekur umsókn Alvotech til umsagnar Spá auknu atvinnuleysi og hagvexti Snúrunni lokað fyrir fullt og allt Misboðið hvernig staðið var að uppsögnum hjá nýjum eiganda Engin tilkynning um hópuppsögn í október Horyn nýr forstjóri kísilverksmiðjunnar á Bakka Breytt skipurit og nýir stjórnendur hjá Sýn Viðræðum slitið um samruna Samkaupa, Heimkaupa og Orkunnar Hagnaður Arion banka eykst um tæpa tvo milljarða Auknar líkur á annarri vaxtalækkun Bein útsending: Haustfundur Landsvirkjunar Ráðnir forstöðumenn hjá OK Reikna með tæplega þrjátíu milljarða minni fjárfestingu í Carbfix Verðbólga hjaðnar en kílómetragjaldið verður tekið inn í mælingu Ragnar, Pálmar og Haraldur til Verna Skellt í lás í Sambíóinu í Keflavík í kvöld Samkeppniseftirlitið í sáttaviðræðum við Festi Hlutdeildarlán dugðu fyrir 61 íbúð 97 brautskráðust frá HR Fundurinn virðist ekki hafa aukið trú fjárfesta Furðulegt að gjaldtaka taki ekki mið af styrkleika Fjögur erlend fyrirtæki keppa um rekstur Fríhafnarinnar Hagnaður dróst saman um þriðjung og skoða hlutafjáraukningu Bein útsending: Kynna afkomuna og fara nánar yfir breytingarnar Breki áfram formaður Bjarmi sest í stjórnina og Trausti tekur við Tekur við formennsku í hugverkaráði Samtaka iðnaðarins Framkvæmdir hafnar við Búrfellslund Sjá meira
Hreyfli ekki heimilt að banna bílstjórum að aka fyrir Hopp Leigubifreiðastöðinni Hreyfli var óheimilt að banna leigubílstjórum sem keyra fyrir stöðina að skrá sig hjá Hopp. Þetta er niðurstaða Samkeppniseftirlitsins sem hefur gert Hreyfli að láta af háttsemi sinni án tafar. Telur eftirlitið að háttsemin grundvallist hvorki á málefnalegum né hlutlægum forsendum og sé sennilega brot á samkeppnislögum. 20. júlí 2023 15:46