Völdu byrjunarliðið fyrir umspilið: Orri fremstur en ósammála um markmanninn Ingvi Þór Sæmundsson skrifar 20. nóvember 2023 10:30 Lárus Orri Sigurðsson vill að Rúnar Alex Rúnarsson verði í íslenska markinu í umspilsleikjunum í mars á næsta ári. vísir/hulda margrét Kári Árnason og Lárus Orri Sigurðsson fengu það verkefni að velja byrjunarlið íslenska karlalandsliðsins í fótbolta fyrir EM-umspilið sem það fer væntanlega í mars á næsta ári. Byrjunarliðin sem þeir félagar völdu voru svipuð en helsti munurinn var á miðjunni og köntunum. Þá kastaði Kári fram nafni fyrrverandi samherja síns í Víkingi, Loga Tómassonar, í stöðu vinstri bakvarðar og sagði að landsliðsþjálfarinn Åge Hareide ætti að hafa auga með honum. „Ég henti inn einu góðu nafni úr Víkinni. Hann er búinn að standa sig gríðarlega vel og ég held að það yrði gott skref fyrir Åge að skoða hann í janúar, hvort hann sé tilbúinn. En hann er hrikalega flottur,“ sagði Kári og bætti við að Guðmundur Þórarinsson og Valgeir Lunddal Friðriksson hefðu einnig staðið sig vel í stöðu vinstri bakvarðar. Kári vill spila 4-4-2 með Hákon Arnar Haraldsson frammi með Orra Steini Óskarssyni. „Hákon er það snjall að hann finnur sér bara einhver svæði til að fylla. Þá ertu með Gylfa [Þór Sigurðsson ]til að finna hann í fætur. Svo væri Orri með honum og ég væri með Jóa [Jóhann Berg Guðmundsson] aðeins framar á vellinum,“ sagði Kári sem gat ekki valið sér markvörð. Hákon Rafn Valdimarsson spilaði leikinn gegn Portúgal í gær en auk hans hafa Rúnar Alex Rúnarsson og Elías Rafn Ólafsson spilað í undankeppninni. „Ég var ekkert búinn að sjá Hákon. Ég var hrifinn af honum í dag. Hann gerði ein mistök og sem markvörður ertu því miður dæmdur af þeim. Ég veit það ekki. Ég á mjög erfitt með að velja þetta, þessa markmannsstöðu. Þeir eru allir voða svipaðir en Hákon sýndi að hann er aðeins ákveðnari og tilbúinn að koma út í teig sem er eiginleiki sem ég kann mjög vel að meta,“ sagði Kári. Rúnar Alex var í markinu í liði Lárusar Orra. „Að Rúnar fari úr markinu hefur eitthvað að gera með að hann er ekki að spila mikið með núna. En þessar forsendur sem við vorum með, að allir væru að spila á fullu með sínum liðum. Þetta eru tveir leikir. Rúnar er með mestu reynsluna af þeim og ég set hann í markið, þrátt fyrir að Hákon hafi verið mjög flottur.“ Klippa: Kári og Lárus Orri völdu byrjunarlið Íslands Albert Guðmundsson er í liði Lárusar Orra og Hákon á vinstri kantinum. „Besta staða Hákons er sennilega fyrir aftan framherjann en eins og Kári segir er hann klókur leikmaður og ég treysti á að hann finni sín svæði,“ sagði Lárus Orri áður en Kári tók við boltanum. „Ég setti Willum [Þór Willumsson] inn á miðjuna því hann er svo stór og sterkur að hann á bara að vera miðjumaður. Ég vil hafa hæð í þessu. En ef ég ætti að spila þennan leik á morgun væri Arnór Ingvi [Traustason] með Gylfa á miðjunni,“ sagði Kári. Innslagið í heild sinni má sjá í spilaranum hér fyrir ofan. Landslið karla í fótbolta EM 2024 í Þýskalandi Mest lesið Littler yngsti heimsmeistari sögunnar Sport Salah staðfestir að þetta sé hans síðasta tímabil með Liverpool Enski boltinn „Þurfti að taka tvö leikhlé á fyrstu mínútunum” Körfubolti Hamilton gæti ekki verið spenntari fyrir komandi tímabili Formúla 1 Ólafur Guðmundsson til Noregs Fótbolti „Dreymir alla um að lyfta þessum bikar“ Sport Líklegast að heimaleikur Víkinga fari fram í Kaupmannahöfn Fótbolti Íslandsmeistarinn Andri Rafn áfram í röðum Breiðabliks Íslenski boltinn Dagskráin í dag: Enski boltinn, íslenskur körfubolta og það besta frá Bandaríkjunum Sport Brazell ráðinn til Vals Íslenski boltinn Fleiri fréttir Englandsmeistarar Chelsea meðal liða sem vilja Cecilíu Rán Íslandsmeistarinn Andri Rafn áfram í röðum Breiðabliks Ólafur Guðmundsson til Noregs Líklegast að heimaleikur Víkinga fari fram í Kaupmannahöfn Ótrúlegur sigur lyfti Real á toppinn Brazell ráðinn til Vals Salah staðfestir að þetta sé hans síðasta tímabil með Liverpool Nýttu klásúlu í samningi Maguire Brann einnig rætt við Frey Salah henti Suarez úr toppsætinu Rashford ekki með til Liverpool og sagður lasinn Kahn gæti eignast fallið stórveldi Bjargaði æskufélaginu sínu Slot segir Man. Utd mun betra en taflan sýni „Það er betra að sakna á þennan hátt“ Segir Rashford hafa hafnað þremur tilboðum frá Sádi-Arabíu Börn Dagnýjar eftir á Íslandi: Blákaldur raunveruleikinn á fyrsta degi Fékk stóra sekt fyrir að faðma konu Gísli Gottskálk eftirsóttur í Póllandi Íslandsmeistarinn Telma á leið til Skotlands Ancelotti vildi ekki tjá sig um Trent Berglind Björg í raðir Breiðabliks Fullt af leikjum fyrir páska og langt hlé hjá konunum Segir The Sun flytja falsfréttir: „Þetta er að verða algjört rugl“ Hafa aldrei tapað þegar Jesus skorar Missir af stórleiknum vegna innvortis blæðinga Fyrrum landsliðsþjálfarinn aðlaður af konungi Mark ársins strax á fyrsta degi? „Ekki auðvelt að spila fyrir stórt félag eins og Arsenal“ Hákon Rafn á bekknum þegar Skytturnar skutust í annað sætið Sjá meira
Byrjunarliðin sem þeir félagar völdu voru svipuð en helsti munurinn var á miðjunni og köntunum. Þá kastaði Kári fram nafni fyrrverandi samherja síns í Víkingi, Loga Tómassonar, í stöðu vinstri bakvarðar og sagði að landsliðsþjálfarinn Åge Hareide ætti að hafa auga með honum. „Ég henti inn einu góðu nafni úr Víkinni. Hann er búinn að standa sig gríðarlega vel og ég held að það yrði gott skref fyrir Åge að skoða hann í janúar, hvort hann sé tilbúinn. En hann er hrikalega flottur,“ sagði Kári og bætti við að Guðmundur Þórarinsson og Valgeir Lunddal Friðriksson hefðu einnig staðið sig vel í stöðu vinstri bakvarðar. Kári vill spila 4-4-2 með Hákon Arnar Haraldsson frammi með Orra Steini Óskarssyni. „Hákon er það snjall að hann finnur sér bara einhver svæði til að fylla. Þá ertu með Gylfa [Þór Sigurðsson ]til að finna hann í fætur. Svo væri Orri með honum og ég væri með Jóa [Jóhann Berg Guðmundsson] aðeins framar á vellinum,“ sagði Kári sem gat ekki valið sér markvörð. Hákon Rafn Valdimarsson spilaði leikinn gegn Portúgal í gær en auk hans hafa Rúnar Alex Rúnarsson og Elías Rafn Ólafsson spilað í undankeppninni. „Ég var ekkert búinn að sjá Hákon. Ég var hrifinn af honum í dag. Hann gerði ein mistök og sem markvörður ertu því miður dæmdur af þeim. Ég veit það ekki. Ég á mjög erfitt með að velja þetta, þessa markmannsstöðu. Þeir eru allir voða svipaðir en Hákon sýndi að hann er aðeins ákveðnari og tilbúinn að koma út í teig sem er eiginleiki sem ég kann mjög vel að meta,“ sagði Kári. Rúnar Alex var í markinu í liði Lárusar Orra. „Að Rúnar fari úr markinu hefur eitthvað að gera með að hann er ekki að spila mikið með núna. En þessar forsendur sem við vorum með, að allir væru að spila á fullu með sínum liðum. Þetta eru tveir leikir. Rúnar er með mestu reynsluna af þeim og ég set hann í markið, þrátt fyrir að Hákon hafi verið mjög flottur.“ Klippa: Kári og Lárus Orri völdu byrjunarlið Íslands Albert Guðmundsson er í liði Lárusar Orra og Hákon á vinstri kantinum. „Besta staða Hákons er sennilega fyrir aftan framherjann en eins og Kári segir er hann klókur leikmaður og ég treysti á að hann finni sín svæði,“ sagði Lárus Orri áður en Kári tók við boltanum. „Ég setti Willum [Þór Willumsson] inn á miðjuna því hann er svo stór og sterkur að hann á bara að vera miðjumaður. Ég vil hafa hæð í þessu. En ef ég ætti að spila þennan leik á morgun væri Arnór Ingvi [Traustason] með Gylfa á miðjunni,“ sagði Kári. Innslagið í heild sinni má sjá í spilaranum hér fyrir ofan.
Landslið karla í fótbolta EM 2024 í Þýskalandi Mest lesið Littler yngsti heimsmeistari sögunnar Sport Salah staðfestir að þetta sé hans síðasta tímabil með Liverpool Enski boltinn „Þurfti að taka tvö leikhlé á fyrstu mínútunum” Körfubolti Hamilton gæti ekki verið spenntari fyrir komandi tímabili Formúla 1 Ólafur Guðmundsson til Noregs Fótbolti „Dreymir alla um að lyfta þessum bikar“ Sport Líklegast að heimaleikur Víkinga fari fram í Kaupmannahöfn Fótbolti Íslandsmeistarinn Andri Rafn áfram í röðum Breiðabliks Íslenski boltinn Dagskráin í dag: Enski boltinn, íslenskur körfubolta og það besta frá Bandaríkjunum Sport Brazell ráðinn til Vals Íslenski boltinn Fleiri fréttir Englandsmeistarar Chelsea meðal liða sem vilja Cecilíu Rán Íslandsmeistarinn Andri Rafn áfram í röðum Breiðabliks Ólafur Guðmundsson til Noregs Líklegast að heimaleikur Víkinga fari fram í Kaupmannahöfn Ótrúlegur sigur lyfti Real á toppinn Brazell ráðinn til Vals Salah staðfestir að þetta sé hans síðasta tímabil með Liverpool Nýttu klásúlu í samningi Maguire Brann einnig rætt við Frey Salah henti Suarez úr toppsætinu Rashford ekki með til Liverpool og sagður lasinn Kahn gæti eignast fallið stórveldi Bjargaði æskufélaginu sínu Slot segir Man. Utd mun betra en taflan sýni „Það er betra að sakna á þennan hátt“ Segir Rashford hafa hafnað þremur tilboðum frá Sádi-Arabíu Börn Dagnýjar eftir á Íslandi: Blákaldur raunveruleikinn á fyrsta degi Fékk stóra sekt fyrir að faðma konu Gísli Gottskálk eftirsóttur í Póllandi Íslandsmeistarinn Telma á leið til Skotlands Ancelotti vildi ekki tjá sig um Trent Berglind Björg í raðir Breiðabliks Fullt af leikjum fyrir páska og langt hlé hjá konunum Segir The Sun flytja falsfréttir: „Þetta er að verða algjört rugl“ Hafa aldrei tapað þegar Jesus skorar Missir af stórleiknum vegna innvortis blæðinga Fyrrum landsliðsþjálfarinn aðlaður af konungi Mark ársins strax á fyrsta degi? „Ekki auðvelt að spila fyrir stórt félag eins og Arsenal“ Hákon Rafn á bekknum þegar Skytturnar skutust í annað sætið Sjá meira