Brýnt að Grindvíkingar fái skýr svör á næstu dögum Heimir Már Pétursson skrifar 20. nóvember 2023 19:51 Síðast liðinn föstudag var vika liðin frá því fjögur þúsund Grindvíkingum var í skyndi gert að yfirgefa heimili sín og heimabæ. Vísir/Vilhelm Menningar- og viðskiptaráðherra segir brýnt að Grindvíkingar fái betri svör en hingað til frá lánastofnunum varðandi tilslakanir á lánum þeirra. Að öðrum kosti þurfi að bregðast við stöðunni á Alþingi. Lilja Alfreðsdóttir menningar- og viðskiptaráðherra segir brýnt að Grindvíkingar fái lausn sinna mála hjá lánastofnunum semallra fyrst.Vísir/Vulhelm Lilja Alfreðsdóttir menningar- og viðskiptaráðherra var spurð út í stöðu Grindvíkinga gagnvart lánastofnunum í óundirbúnum fyrirspurnartíma á Alþingi í dag. Þórhildur Sunna Ævarsdóttir minntist yfirlýsinga ráðherrans um að lánastofnanir hefðu ekki sýnt samfélagslega ábyrgð með því að ætla að leggja fulla vexti og verðtryggingu á skuldir Grindvíkinga í neyð. Þórhildur Sunna Ævarsdóttir þingflokksformaður Pírata spurði viðskiptaráðherra í dag hversu lengi Grindvíkingar ættu að bíða fullnægjandi svara frá fjármálastofnunum. „Hvernig ætlar ráðherrann að taka á þessu? Ætlar hún að grípa til einhverra aðgerða eða ætlar hún að láta sér nægja að biðla til samfélagslegrar ábyrgðarkenndar bankastofna og vona hið besta,“ spurði Þórhildur Sunna. „Ég hef lýst því yfir að ég telji að fjármálastofnanir séu ekki að sýna fulla samfélagslega ábyrgð með því að rukka vexti og verðbætur. Skilaboðin sem Grindvíkingar fengu í síðustu viku voru býsna köld,“ sagði Lilja. Grindvíkingum hefur aðeins gefist tækifæri tl að snúa til heimila sinna í nokkrar mínútur til að nálgast það allra brýnasta á heimilum þeirra.Vísir/Vilhelm Stjórnvöld væru núna í samtali við fjármálastofnanir og hún gerði fastlega ráð fyrir að aðgerðir litu dagsins ljós í þessari viku „Sjáum við ekki frekari aðgerðir núna á allra næstu dögum verðum við auðvitað að grípa til þeirra ráða sem við höfum hér. Og ég útiloka ekki að það verði býsna hressilegt,“ sagði viðskiptaráðherra. Oddný G. Harðardóttir segir aðdáunarvert hvernig Grindvíkingar hafi brugðist við stöðunni.Vísir/Vilhelm Oddný G. Harðardóttir þingmaður Samfylkingarinnar sagði aðdáunarvert hvernig Grindvíkingar hefðu tekist á við ástandið í nær óbærilegri óvissu. Þeir þyrftu að fá svör. „Til hvaða hressilegu aðgerða er ráðherra tilbúin til að grípa,“ spurði Oddný. Viðskiptaráðherra sagði fjármálaráðherra hafa verið í viðræðum við fjármálastofnanir um helgina. Sjálf hefði hún einnig fengið þær upplýsingar frábankastjórum að von væri á svörum fljótlega. „Þannig að ég held að við ættum líka að gefa þessu smá tíma. En ekki of mikinn tíma og við leggjum auðvitað öll mjög mikla áherslu á að Grindvíkingar fái mjög skýr skilaboð sem fyrst,“ sagði Lilja Alfreðsdóttir. Eldgos á Reykjanesskaga Grindavík Alþingi Ríkisstjórn Katrínar Jakobsdóttur Tengdar fréttir Hættusvæðið í kringum Grindavík stækkað Hættusvæðið í kringum Grindavík vegna jarðhræringa hefur verið verið stækkað. Þetta kemur fram í tilkynningu frá Veðurstofu Íslands. 20. nóvember 2023 17:20 Á meðan kvika er svo grunnt geti fólk ekki farið heim Jarðeðlisfræðingur segir enn líklegast að gjósi nærri Hagafelli ef til eldgoss kemur. Ekki sé hægt að spá til um kvikuflæði fyrr en kvikan er komin upp. Hann segir íbúa ekki geta farið heim á meðan kvika mælist svo grunnt. 20. nóvember 2023 14:06 Vonar að vinnuveitendur sýni björgunarsveitarfólki skilning Almannavarnir hafa sent út fjöldaboð til allra björgunarsveita á landinu. Meiri mannskap þarf í verkefnið. Víðir Reynisson, yfirlögregluþjónn, segist vonast til þess að vinnuveitendur taki tillit til þess þegar fólk með kunnáttu þurfi að hverfa frá vinnu. 20. nóvember 2023 13:58 Lögreglustjórinn á Suðurnesjum setur fjölmiðlum ótækar takmarkanir Formaður Blaðamannafélags Íslands segir víðtækar takmarkanir Lögreglustjórans á Suðurnesjum á störf fjölmiðla í og í kringum Grindavík ótækar. Fjölmiðlar væru hindraðir í að hafa eftirlit með aðgerðum yfirvalda og til að afla upplýsinga sem vörðuðu Grindvíkinga og allan almenning í landinu. 20. nóvember 2023 12:08 Mest lesið Hótar að beita stríðsmálaráðuneytinu: „Chipocalypse Now“ Erlent Ákærðir fyrir hópnauðgun gegn ólögráða stúlku Innlent Ákærðir vegna fölsuðu taflanna tuttugu þúsund Innlent „Vona bara að hún grípi til raunverulegra aðgerða sem bíta“ Innlent Veltir fyrir sér hvort íslensk íþróttafélög verði af milljörðum Innlent „Eins og að fá hnefahögg í andlitið“ Innlent Kennir íslensku en fær ekki ríkisborgararétt að óbreyttu Innlent Korn ræktað á um fjögur þúsund hekturum Innlent Ástand á stúdentagörðum: Ítrekuð innbrot, mat stolið, dýnur í kjallara og hland á gólfi Innlent Handtekinn undir áhrifum með tvö börn í bílnum Innlent Fleiri fréttir Ákærðir vegna fölsuðu taflanna tuttugu þúsund „Vona bara að hún grípi til raunverulegra aðgerða sem bíta“ Korn ræktað á um fjögur þúsund hekturum Veltir fyrir sér hvort íslensk íþróttafélög verði af milljörðum Handtekinn undir áhrifum með tvö börn í bílnum Fjölmenn mótmæli og skortur á íslenskukunnáttu þrátt fyrir doktorsnám Ákærðir fyrir hópnauðgun gegn ólögráða stúlku Gullkistan opnuð á Vestfjörðum Sóttu slasaðan ökumann við Surtshelli Gríðarlegur fjöldi á mótmælunum Þjóð gegn þjóðarmorði Tæpir sextíu þúsund fermetrar í eigu ríkisins standa tómir Kennir íslensku en fær ekki ríkisborgararétt að óbreyttu Tvöföldun erlendra fanga á fimm árum: „Þetta er auðvitað gríðarlega hátt hlutfall“ Nöfn myrtra barna verða lesin upp í sjö klukkustundir Eygir vonarneista í fyrsta sinn í marga mánuði Eygir vonarneista í fyrsta sinn og mótmæli um allt land Segir dregið úr veiðum á grundvelli „Walt Disneylíffræði“ Árborg girnist svæði Flóahrepps Sendu kæligáma til Úkraínu Langflestir lögreglumenn á Suðurnesjum Brunarústirnar fjarlægðar tveimur árum eftir brunann Íbúar mótmæla og vilja börn frekar en byggingu í Gunnarsbrekku Reyndi að stinga lögreglu af á buggy Bílvelta í Kömbunum „Eins og að fá hnefahögg í andlitið“ Sveitarstjórn reyni að skrá íbúa úr sveitarfélaginu og ógni grundvallarréttindum Skoða að efla geðheilbrigðisþjónustu á Austurlandi eftir röð áfalla Kjölur ekki á dagskrá Lögregla kölluð til eftir að bremsuvírar voru klipptir á reiðhjólum barna Fólk deili lyfseðlum og „míkródósi“: „Við getum ekki réttlætt þá meðferð“ Sjá meira
Lilja Alfreðsdóttir menningar- og viðskiptaráðherra segir brýnt að Grindvíkingar fái lausn sinna mála hjá lánastofnunum semallra fyrst.Vísir/Vulhelm Lilja Alfreðsdóttir menningar- og viðskiptaráðherra var spurð út í stöðu Grindvíkinga gagnvart lánastofnunum í óundirbúnum fyrirspurnartíma á Alþingi í dag. Þórhildur Sunna Ævarsdóttir minntist yfirlýsinga ráðherrans um að lánastofnanir hefðu ekki sýnt samfélagslega ábyrgð með því að ætla að leggja fulla vexti og verðtryggingu á skuldir Grindvíkinga í neyð. Þórhildur Sunna Ævarsdóttir þingflokksformaður Pírata spurði viðskiptaráðherra í dag hversu lengi Grindvíkingar ættu að bíða fullnægjandi svara frá fjármálastofnunum. „Hvernig ætlar ráðherrann að taka á þessu? Ætlar hún að grípa til einhverra aðgerða eða ætlar hún að láta sér nægja að biðla til samfélagslegrar ábyrgðarkenndar bankastofna og vona hið besta,“ spurði Þórhildur Sunna. „Ég hef lýst því yfir að ég telji að fjármálastofnanir séu ekki að sýna fulla samfélagslega ábyrgð með því að rukka vexti og verðbætur. Skilaboðin sem Grindvíkingar fengu í síðustu viku voru býsna köld,“ sagði Lilja. Grindvíkingum hefur aðeins gefist tækifæri tl að snúa til heimila sinna í nokkrar mínútur til að nálgast það allra brýnasta á heimilum þeirra.Vísir/Vilhelm Stjórnvöld væru núna í samtali við fjármálastofnanir og hún gerði fastlega ráð fyrir að aðgerðir litu dagsins ljós í þessari viku „Sjáum við ekki frekari aðgerðir núna á allra næstu dögum verðum við auðvitað að grípa til þeirra ráða sem við höfum hér. Og ég útiloka ekki að það verði býsna hressilegt,“ sagði viðskiptaráðherra. Oddný G. Harðardóttir segir aðdáunarvert hvernig Grindvíkingar hafi brugðist við stöðunni.Vísir/Vilhelm Oddný G. Harðardóttir þingmaður Samfylkingarinnar sagði aðdáunarvert hvernig Grindvíkingar hefðu tekist á við ástandið í nær óbærilegri óvissu. Þeir þyrftu að fá svör. „Til hvaða hressilegu aðgerða er ráðherra tilbúin til að grípa,“ spurði Oddný. Viðskiptaráðherra sagði fjármálaráðherra hafa verið í viðræðum við fjármálastofnanir um helgina. Sjálf hefði hún einnig fengið þær upplýsingar frábankastjórum að von væri á svörum fljótlega. „Þannig að ég held að við ættum líka að gefa þessu smá tíma. En ekki of mikinn tíma og við leggjum auðvitað öll mjög mikla áherslu á að Grindvíkingar fái mjög skýr skilaboð sem fyrst,“ sagði Lilja Alfreðsdóttir.
Eldgos á Reykjanesskaga Grindavík Alþingi Ríkisstjórn Katrínar Jakobsdóttur Tengdar fréttir Hættusvæðið í kringum Grindavík stækkað Hættusvæðið í kringum Grindavík vegna jarðhræringa hefur verið verið stækkað. Þetta kemur fram í tilkynningu frá Veðurstofu Íslands. 20. nóvember 2023 17:20 Á meðan kvika er svo grunnt geti fólk ekki farið heim Jarðeðlisfræðingur segir enn líklegast að gjósi nærri Hagafelli ef til eldgoss kemur. Ekki sé hægt að spá til um kvikuflæði fyrr en kvikan er komin upp. Hann segir íbúa ekki geta farið heim á meðan kvika mælist svo grunnt. 20. nóvember 2023 14:06 Vonar að vinnuveitendur sýni björgunarsveitarfólki skilning Almannavarnir hafa sent út fjöldaboð til allra björgunarsveita á landinu. Meiri mannskap þarf í verkefnið. Víðir Reynisson, yfirlögregluþjónn, segist vonast til þess að vinnuveitendur taki tillit til þess þegar fólk með kunnáttu þurfi að hverfa frá vinnu. 20. nóvember 2023 13:58 Lögreglustjórinn á Suðurnesjum setur fjölmiðlum ótækar takmarkanir Formaður Blaðamannafélags Íslands segir víðtækar takmarkanir Lögreglustjórans á Suðurnesjum á störf fjölmiðla í og í kringum Grindavík ótækar. Fjölmiðlar væru hindraðir í að hafa eftirlit með aðgerðum yfirvalda og til að afla upplýsinga sem vörðuðu Grindvíkinga og allan almenning í landinu. 20. nóvember 2023 12:08 Mest lesið Hótar að beita stríðsmálaráðuneytinu: „Chipocalypse Now“ Erlent Ákærðir fyrir hópnauðgun gegn ólögráða stúlku Innlent Ákærðir vegna fölsuðu taflanna tuttugu þúsund Innlent „Vona bara að hún grípi til raunverulegra aðgerða sem bíta“ Innlent Veltir fyrir sér hvort íslensk íþróttafélög verði af milljörðum Innlent „Eins og að fá hnefahögg í andlitið“ Innlent Kennir íslensku en fær ekki ríkisborgararétt að óbreyttu Innlent Korn ræktað á um fjögur þúsund hekturum Innlent Ástand á stúdentagörðum: Ítrekuð innbrot, mat stolið, dýnur í kjallara og hland á gólfi Innlent Handtekinn undir áhrifum með tvö börn í bílnum Innlent Fleiri fréttir Ákærðir vegna fölsuðu taflanna tuttugu þúsund „Vona bara að hún grípi til raunverulegra aðgerða sem bíta“ Korn ræktað á um fjögur þúsund hekturum Veltir fyrir sér hvort íslensk íþróttafélög verði af milljörðum Handtekinn undir áhrifum með tvö börn í bílnum Fjölmenn mótmæli og skortur á íslenskukunnáttu þrátt fyrir doktorsnám Ákærðir fyrir hópnauðgun gegn ólögráða stúlku Gullkistan opnuð á Vestfjörðum Sóttu slasaðan ökumann við Surtshelli Gríðarlegur fjöldi á mótmælunum Þjóð gegn þjóðarmorði Tæpir sextíu þúsund fermetrar í eigu ríkisins standa tómir Kennir íslensku en fær ekki ríkisborgararétt að óbreyttu Tvöföldun erlendra fanga á fimm árum: „Þetta er auðvitað gríðarlega hátt hlutfall“ Nöfn myrtra barna verða lesin upp í sjö klukkustundir Eygir vonarneista í fyrsta sinn í marga mánuði Eygir vonarneista í fyrsta sinn og mótmæli um allt land Segir dregið úr veiðum á grundvelli „Walt Disneylíffræði“ Árborg girnist svæði Flóahrepps Sendu kæligáma til Úkraínu Langflestir lögreglumenn á Suðurnesjum Brunarústirnar fjarlægðar tveimur árum eftir brunann Íbúar mótmæla og vilja börn frekar en byggingu í Gunnarsbrekku Reyndi að stinga lögreglu af á buggy Bílvelta í Kömbunum „Eins og að fá hnefahögg í andlitið“ Sveitarstjórn reyni að skrá íbúa úr sveitarfélaginu og ógni grundvallarréttindum Skoða að efla geðheilbrigðisþjónustu á Austurlandi eftir röð áfalla Kjölur ekki á dagskrá Lögregla kölluð til eftir að bremsuvírar voru klipptir á reiðhjólum barna Fólk deili lyfseðlum og „míkródósi“: „Við getum ekki réttlætt þá meðferð“ Sjá meira
Hættusvæðið í kringum Grindavík stækkað Hættusvæðið í kringum Grindavík vegna jarðhræringa hefur verið verið stækkað. Þetta kemur fram í tilkynningu frá Veðurstofu Íslands. 20. nóvember 2023 17:20
Á meðan kvika er svo grunnt geti fólk ekki farið heim Jarðeðlisfræðingur segir enn líklegast að gjósi nærri Hagafelli ef til eldgoss kemur. Ekki sé hægt að spá til um kvikuflæði fyrr en kvikan er komin upp. Hann segir íbúa ekki geta farið heim á meðan kvika mælist svo grunnt. 20. nóvember 2023 14:06
Vonar að vinnuveitendur sýni björgunarsveitarfólki skilning Almannavarnir hafa sent út fjöldaboð til allra björgunarsveita á landinu. Meiri mannskap þarf í verkefnið. Víðir Reynisson, yfirlögregluþjónn, segist vonast til þess að vinnuveitendur taki tillit til þess þegar fólk með kunnáttu þurfi að hverfa frá vinnu. 20. nóvember 2023 13:58
Lögreglustjórinn á Suðurnesjum setur fjölmiðlum ótækar takmarkanir Formaður Blaðamannafélags Íslands segir víðtækar takmarkanir Lögreglustjórans á Suðurnesjum á störf fjölmiðla í og í kringum Grindavík ótækar. Fjölmiðlar væru hindraðir í að hafa eftirlit með aðgerðum yfirvalda og til að afla upplýsinga sem vörðuðu Grindvíkinga og allan almenning í landinu. 20. nóvember 2023 12:08