Utan vallar: Enginn Siggi Jóns en söguleg sigurganga fékk verðskuldað sviðsljós Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 23. nóvember 2023 10:01 Skagamenn fagna eftir að hafa unnið Keflvíkinga, 2-1, í bikarúrslitaleiknum 1993. ljósmyndasafn akraness/árni s. árnason Lokaþáttur Skagans, heimildaþátta um sigurgöngu fótboltaliðs Skagamanna á tíunda áratugnum, fór í loftið á mánudaginn var og það má hrósa þeim sem að honum stóðu fyrir skemmtilega og fróðlega þætti. Mánudagskvöldin hafa nefnilega tilheyrt Skagamönnum síðustu vikurnar enda verið að rifja upp mestu sigurgöngu íslensks fótboltaliðs. Nú fimm þáttum síðar höfðum við fengið skemmtilega innsýn í þessu sigursælu ár á Akranesi frá 1992 til 1996. Sögur af miklum köppum, ótrúlegum sigurvegurum og umfram allt gallhörðum Skagamönnum sem kalla ekki allt ömmu sína. Þetta magnaða Skagalið var byggt upp af stórum hluta á heimamönnum með stórt hjarta og mikinn sigurvilja ásamt nokkrum frábærum aðkomumönnum sem fullkomnuðu hópinn. Skagamenn unnu Íslandsmeistaratitilinn fimm ár í röð eftir að hafa fallið úr deildinni tveimur árum fyrir fyrsta titilinn. Ótrúleg endurkoma og enn ótrúlegri sigurganga var magnað afrek hjá þeim gulu og glöðu. Framarar vildu reyndar minna á sex ára sigurgöngu sína á öðrum áratug síðustu aldar en þar má ekki gleyma að Framarar unnu tvo fyrstu titlana (1913 og 1914) án þess að spila einn einasta leik þar sem erkifjendurnir í KR fóru í verkfall. Sigurganga Skagamanna frá 1992 til 1996 er sú glæsilegasta í sögu íslenska fótboltans. Á því er ekki nokkur vafi. Ef eitthvað íþróttaafrek ætti skilið heimildaþætti þá var það þessi sigurganga Skagamanna og nú höfum við fengið þá í þessum fínu fimm þáttum sem voru sýndir í Ríkissjónvarpinu síðustu vikur. Eitt af því skemmtilega var það hversu ólíkt meistaraliðin voru og hvernig þeim tókst að vega það upp að missa oft lykilmenn á milli ára. Tvíburarnir Arnar og Bjarki Gunnlaugssynir fóru bæði eftir 1992 og 1995 tímabilin, markmetshafinn Þórður Guðjónsson, þjálfarinn Guðjón Þórðarson, markvörðurinn Kristján Finnbogason og bestu erlendu leikmenn liðsins, Lúkas Kostic og Mihajlo Bibveric yfirgáfu Skagann eftir 1993 tímabilið og Sigurður Jónsson fór aftur út eftir 1995 tímabilið. Endalausar risastórar breytingar. Alltaf tókst Skagamönnum að halda sigurgöngunni áfram og þar munaði um að hver gulldrengurinn á fætur öðrum kom upp úr unglingastarfinu. Sigurður Jónsson í leik með Arsenal á Englandsmeistaratímabilinu 1990-91.Getty/Mark Leech Ég saknaði samt í þáttunum að heyra viðtal við Sigurð Jónsson og fjarvera hans var vissulega ákveðin vonbrigði en því miður vildi hann ekki vera með. Það hefði líka verið mjög gaman að heyra í litríkum karakterum eins og þeim Mihajlo Bibercic eða Kolbeini kaftein (Zoran Miljkovic). Við fengum aftur á móti í staðinn magnaðar lýsingar liðsfélaga þeirra á þessum miklu týpum og frábæru fótboltamönnum. Sigurður átti magnaða endurkomu í íslenska fótboltann 1992, ári eftir að hann hafði verið hluti af Englandsmeistaraliði Arsenal. Meiðsli komu í veg fyrir frama í ensku deildinni og háðu honum vissulega að einhverju leiti hér heima. Það var þó seint metið til fulls að fá heimamann í þessum klassa inn í liðið þitt. Sigurður átti stórkostlegt tímabil sumarið 1993 en þá fengu Skagamenn einnig Ólaf Þórðarson heim og úr varð líklegast besta fótboltalið Íslands fyrr eða síðar. Vonandi fáum við sögu Sigurðar fram í dagsljósið einhvern tímann síðar. Það sem við fengum aftur á móti var frábæra innsýn í sögulega sigurgöngu sem seint verður toppuð hér á landi. Það hefur ekkert lið unnið þrjá ár í röð síðan árið 2006 (FH 2004-06) hvað þá að vinna Íslandsmeistaratitilinn fimm ár í röð. Takk fyrir mig. Besta deild karla ÍA Utan vallar Mest lesið Blikar mættu með málningarpenslana í garðinn hjá Gylfa Íslenski boltinn Fær ekki að dæma vegna samskiptaörðugleika Körfubolti Ökklinn eins og IKEA húsgagn: „Boruðu gat í gegnum tvö bein“ Íslenski boltinn Leik lokið: Ísland - Noregur 0-0 | Færasköpun ekki vandamálið en biðin lengist eftir fyrsta sigrinum Fótbolti Veðmál á leik á Íslandi vöktu miklar grunsemdir Íslenski boltinn Unglingur myrtur eftir deilu á frjálsíþróttamóti Sport Hvar er Davíð? „Fólk að henda dramatískum sögum í gang um illindi“ Körfubolti Konurnar þurfa að mæta Íslandi á leikvangi sem er ekki nógu góður fyrir karlana Fótbolti Haaland flúði Manchester borg Enski boltinn Krossbandið hélt en „bland í poka“ af öðrum meiðslum Körfubolti Fleiri fréttir Fantasy leikur Bestu deildarinnar kominn í loftið Grindvíkingar ætla að spila í Grindavík í sumar Þrjár kempur spila með KV í sumar Blikar mættu með málningarpenslana í garðinn hjá Gylfa „Ef það er eitthvað lið sem getur veitt Breiðabliki og Víkingi keppni er það Valur“ Besta-spáin 2025: Siglt undir radarinn Veðmál á leik á Íslandi vöktu miklar grunsemdir Sölvi Geir ekki í miðvarðaleit Ökklinn eins og IKEA húsgagn: „Boruðu gat í gegnum tvö bein“ Skoruðu þrjú af fjórum mörkum leiksins en töpuðu samt FH-ingar sækja sér miðvörð til sænska liðsins AIK Vilja að líkamlegi þátturinn dansi í takt við þann taktíska og tæknilega Ærandi þögn þegar Elías Ingi lenti í lyftu með Skagamönnum „Allir í Vesturbænum eru spenntir en maður hefur séð meiri gæði í einum hópi“ Besta-spáin 2025: Máttur fjöldans Faðir Arnars og Bjarka fékk nóg og hótaði að berja George Kirby „Hefur aldrei verið vandamál fyrir mig“ Jón Guðni Fjóluson leggur skóna á hilluna Eyjamenn sækja Pólverja í rammann Gylfa aftur spáð titlinum en spáin röng síðan 2020 Vilja VAR á Íslandi og finnst Gylfi langbestur Félögin spá Víkingum titlinum Svona var kynningarfundur Bestu deildar karla „Hann virðist bara ekkert vera þannig þjálfari“ Besta-spáin 2025: Litað út fyrir Var kóngurinn 1995 en „algjörlega á botninum“ 1997 „Meðvituð um að þetta er samfélagslegt vandamál“ Stúkan fær liðsstyrk í þremur kanónum Besta auglýsing Fram: Rúnar kann öll vafasömu trixin „Var meira fyrir að borða nutella úr krukkunni og spila tölvuleiki“ Sjá meira
Mánudagskvöldin hafa nefnilega tilheyrt Skagamönnum síðustu vikurnar enda verið að rifja upp mestu sigurgöngu íslensks fótboltaliðs. Nú fimm þáttum síðar höfðum við fengið skemmtilega innsýn í þessu sigursælu ár á Akranesi frá 1992 til 1996. Sögur af miklum köppum, ótrúlegum sigurvegurum og umfram allt gallhörðum Skagamönnum sem kalla ekki allt ömmu sína. Þetta magnaða Skagalið var byggt upp af stórum hluta á heimamönnum með stórt hjarta og mikinn sigurvilja ásamt nokkrum frábærum aðkomumönnum sem fullkomnuðu hópinn. Skagamenn unnu Íslandsmeistaratitilinn fimm ár í röð eftir að hafa fallið úr deildinni tveimur árum fyrir fyrsta titilinn. Ótrúleg endurkoma og enn ótrúlegri sigurganga var magnað afrek hjá þeim gulu og glöðu. Framarar vildu reyndar minna á sex ára sigurgöngu sína á öðrum áratug síðustu aldar en þar má ekki gleyma að Framarar unnu tvo fyrstu titlana (1913 og 1914) án þess að spila einn einasta leik þar sem erkifjendurnir í KR fóru í verkfall. Sigurganga Skagamanna frá 1992 til 1996 er sú glæsilegasta í sögu íslenska fótboltans. Á því er ekki nokkur vafi. Ef eitthvað íþróttaafrek ætti skilið heimildaþætti þá var það þessi sigurganga Skagamanna og nú höfum við fengið þá í þessum fínu fimm þáttum sem voru sýndir í Ríkissjónvarpinu síðustu vikur. Eitt af því skemmtilega var það hversu ólíkt meistaraliðin voru og hvernig þeim tókst að vega það upp að missa oft lykilmenn á milli ára. Tvíburarnir Arnar og Bjarki Gunnlaugssynir fóru bæði eftir 1992 og 1995 tímabilin, markmetshafinn Þórður Guðjónsson, þjálfarinn Guðjón Þórðarson, markvörðurinn Kristján Finnbogason og bestu erlendu leikmenn liðsins, Lúkas Kostic og Mihajlo Bibveric yfirgáfu Skagann eftir 1993 tímabilið og Sigurður Jónsson fór aftur út eftir 1995 tímabilið. Endalausar risastórar breytingar. Alltaf tókst Skagamönnum að halda sigurgöngunni áfram og þar munaði um að hver gulldrengurinn á fætur öðrum kom upp úr unglingastarfinu. Sigurður Jónsson í leik með Arsenal á Englandsmeistaratímabilinu 1990-91.Getty/Mark Leech Ég saknaði samt í þáttunum að heyra viðtal við Sigurð Jónsson og fjarvera hans var vissulega ákveðin vonbrigði en því miður vildi hann ekki vera með. Það hefði líka verið mjög gaman að heyra í litríkum karakterum eins og þeim Mihajlo Bibercic eða Kolbeini kaftein (Zoran Miljkovic). Við fengum aftur á móti í staðinn magnaðar lýsingar liðsfélaga þeirra á þessum miklu týpum og frábæru fótboltamönnum. Sigurður átti magnaða endurkomu í íslenska fótboltann 1992, ári eftir að hann hafði verið hluti af Englandsmeistaraliði Arsenal. Meiðsli komu í veg fyrir frama í ensku deildinni og háðu honum vissulega að einhverju leiti hér heima. Það var þó seint metið til fulls að fá heimamann í þessum klassa inn í liðið þitt. Sigurður átti stórkostlegt tímabil sumarið 1993 en þá fengu Skagamenn einnig Ólaf Þórðarson heim og úr varð líklegast besta fótboltalið Íslands fyrr eða síðar. Vonandi fáum við sögu Sigurðar fram í dagsljósið einhvern tímann síðar. Það sem við fengum aftur á móti var frábæra innsýn í sögulega sigurgöngu sem seint verður toppuð hér á landi. Það hefur ekkert lið unnið þrjá ár í röð síðan árið 2006 (FH 2004-06) hvað þá að vinna Íslandsmeistaratitilinn fimm ár í röð. Takk fyrir mig.
Besta deild karla ÍA Utan vallar Mest lesið Blikar mættu með málningarpenslana í garðinn hjá Gylfa Íslenski boltinn Fær ekki að dæma vegna samskiptaörðugleika Körfubolti Ökklinn eins og IKEA húsgagn: „Boruðu gat í gegnum tvö bein“ Íslenski boltinn Leik lokið: Ísland - Noregur 0-0 | Færasköpun ekki vandamálið en biðin lengist eftir fyrsta sigrinum Fótbolti Veðmál á leik á Íslandi vöktu miklar grunsemdir Íslenski boltinn Unglingur myrtur eftir deilu á frjálsíþróttamóti Sport Hvar er Davíð? „Fólk að henda dramatískum sögum í gang um illindi“ Körfubolti Konurnar þurfa að mæta Íslandi á leikvangi sem er ekki nógu góður fyrir karlana Fótbolti Haaland flúði Manchester borg Enski boltinn Krossbandið hélt en „bland í poka“ af öðrum meiðslum Körfubolti Fleiri fréttir Fantasy leikur Bestu deildarinnar kominn í loftið Grindvíkingar ætla að spila í Grindavík í sumar Þrjár kempur spila með KV í sumar Blikar mættu með málningarpenslana í garðinn hjá Gylfa „Ef það er eitthvað lið sem getur veitt Breiðabliki og Víkingi keppni er það Valur“ Besta-spáin 2025: Siglt undir radarinn Veðmál á leik á Íslandi vöktu miklar grunsemdir Sölvi Geir ekki í miðvarðaleit Ökklinn eins og IKEA húsgagn: „Boruðu gat í gegnum tvö bein“ Skoruðu þrjú af fjórum mörkum leiksins en töpuðu samt FH-ingar sækja sér miðvörð til sænska liðsins AIK Vilja að líkamlegi þátturinn dansi í takt við þann taktíska og tæknilega Ærandi þögn þegar Elías Ingi lenti í lyftu með Skagamönnum „Allir í Vesturbænum eru spenntir en maður hefur séð meiri gæði í einum hópi“ Besta-spáin 2025: Máttur fjöldans Faðir Arnars og Bjarka fékk nóg og hótaði að berja George Kirby „Hefur aldrei verið vandamál fyrir mig“ Jón Guðni Fjóluson leggur skóna á hilluna Eyjamenn sækja Pólverja í rammann Gylfa aftur spáð titlinum en spáin röng síðan 2020 Vilja VAR á Íslandi og finnst Gylfi langbestur Félögin spá Víkingum titlinum Svona var kynningarfundur Bestu deildar karla „Hann virðist bara ekkert vera þannig þjálfari“ Besta-spáin 2025: Litað út fyrir Var kóngurinn 1995 en „algjörlega á botninum“ 1997 „Meðvituð um að þetta er samfélagslegt vandamál“ Stúkan fær liðsstyrk í þremur kanónum Besta auglýsing Fram: Rúnar kann öll vafasömu trixin „Var meira fyrir að borða nutella úr krukkunni og spila tölvuleiki“ Sjá meira
Leik lokið: Ísland - Noregur 0-0 | Færasköpun ekki vandamálið en biðin lengist eftir fyrsta sigrinum Fótbolti
Leik lokið: Ísland - Noregur 0-0 | Færasköpun ekki vandamálið en biðin lengist eftir fyrsta sigrinum Fótbolti