Lakers og Jazz í úrslitaleik í nótt um að komast áfram í átta liða úrslitin Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 21. nóvember 2023 13:31 LeBron James og félagar í Los Angeles Lakers hafa verið að spila vel að undanförnu. Getty/Steph Chambers/ Los Angeles Lakers var fyrsta liðið til að vinna þrjá sigra í nýja deildarbikar NBA deildarinnar í körfubolta og getur tekið annað sögulegt skref í kvöld. Lakers menn mæta þá Utah Jazz í A-riðli Vesturdeildarinnar og það er ljóst fyrir leikinn að það lið sem vinnur leikinn tryggir sér sæti í átta liða úrslitum. Lakers hefur unnið alla þrjá leiki sina en Utah liðið er með tvo sigra og eitt tap. Verði liðin jöfn þá ráða úrslitin úr innbyrðis leik þeirra. Sigurvegari leiksins í kvöld er því öruggur áfram. Sjö lið eru enn taplaus í deildarbikarnum en auk Lakers eru það Miami Heat, Indiana Pacers, Milwaukee Bucks, Boston Celtics, Minnesota Timberwolves og Sacramento Kings. Indiana Pacers er að spila í kvöld á móti Atlanta Hawks en með sigri tryggir Pacers liðið sér sæti einnig sæti í átta liða úrslitunum. Pacers verður þá með þrjá sigra og núll töp en sigur liðsins á Philadelphia 76ers og Cleveland Cavaliers fyrr í keppninni þýðir að hvorugt þeirra liða gæti þá komist upp fyrir þá. Riðlarnir eru reyndar mislangt komnir en leikir á þriðjudags- og föstudagskvöldum telja bæði sem leikir í deildarbikarnum sem og leikir í deildarkeppninni. Átta liða úrslitin taka við af riðlakeppninni en þangað komast sigurvegarar riðlanna og auk þess tvö lið sem ná bestum árangri í öðru sæti. Í átta liða úrslitunum er síðan spilað um sæti í lokaúrslitunum sem fara fram í Las Vegas í desember. The in-season tournament is HERE @Rjeff24 breaks down how it all works pic.twitter.com/zuGrHjHmOX— NBA on ESPN (@ESPNNBA) November 3, 2023 Leikir kvöldsins í deildarbikar NBA: Cleveland Cavaliers - Philadelphia 76ers Utah Jazz - Los Angeles Lakers Toronto Raptors - Orlando Magic Indiana Pacers - Atlanta Hawks Portland Trail Blazers - Phoenix Suns - Staðan fyrir leiki kvöldsins: Austurdeild: A-riðill Pacers: 2-0 76ers: 2-1 Cavaliers: 1-1 Hawks: 1-1 Pistons: 0-3 [ÚR LEIK] Austurdeild: B-riðill Bucks: 2-0 Heat: 2-0 Knicks: 1-1 Hornets: 1-1 Wizards: 0-3 [ÚR LEIK] Austurdeild: C-riðill Celtics: 2-0 Nets: 2-1 Magic: 1-1 Raptors: 0-1 Bulls: 0-2 Vesturdeild: A-riðill Lakers: 3-0 Jazz: 2-1 Suns: 1-1 Trail Blazers: 1-2 Grizzlies: 0-3 [ÚR LEIK] Vesturdeild: B-riðill Pelicans: 2-1 Nuggets: 2-1 Rockets: 1-1 Mavericks: 1-2 Clippers: 1-2 Vesturdeild: C-riðill Kings: 2-0 Timberwolves: 2-0 Warriors: 1-1 Thunder: 1-2 Spurs: 0-3 [ÚR LEIK] NBA Mest lesið Enginn sá tölvupóstinn frá UEFA Sport Það verða tónleikar í hálfleik á úrslitum HM félagsliða Sport Rio Ferdinand húðskammar Arsenal stuðningsmenn Enski boltinn Messi slær enn eitt metið Fótbolti Konate gæti farið frítt frá Liverpool Sport HM félagsliða „farsælasta keppni í heimi“ samkvæmt Infantino Sport „Við erum klárlega að fara í alvöru slagsmál“ Íslenski boltinn Grealish líkast til á förum en elskar samt City „meira en allt“ Enski boltinn Fjarvera Gyökeres gera félagaskiptin hans „flóknari“ Enski boltinn Dagskráin í dag: KA fer í Hafnarfjörðinn og golfið heldur áfram Sport Fleiri fréttir Stjarna Cavs trúlofuð Grammy verðlaunahafa Doncic fékk að vita af sölunni en ekki LeBron Skellur í fyrsta leik hjá guttunum okkar Ísköld Clark stýrði sókninni eins og hershöfðingi Líkti Cooper Flagg við Kobe Bryant Áframhaldandi NBA tengingar í Bónus deildinni Taka einn efnilegasta leikmanninn frá Íslandsmeisturum Hauka Julio de Assis og Luka Gasic í Stjörnuna Birkir Hrafn í NBA akademíunni „Þetta gerist rosa hratt“ Sengun í fantaformi í sumarfríinu Hægt að gista í glæsihúsi Michael Jordan Shai Gilgeous-Alexander og Angel Reese framan á 2K26 Sengun í fantaformi í sumarfríinu Jokic framlengir ekki að sinni Verður fimmti launahæsti íþróttamaður í heimi Fylkir og Valur í formlegt samstarf Mikil blóðtaka fyrir Valsmenn Sjö lið skiptust á sex leikmönnum Tyrese Haliburton missir af öllu næsta tímabili KR semur við ungan bandarískan framherja Hægt að skoða EuroBasket bikarinn og fá áritun hjá strákunum Þórsarar semja við Grikkja og Bandarikjamann Rauða pandan í NBA útskrifuð af sjúkrahúsi Helgi Magg hættir í Körfuboltakvöldi og semur við Grindavík Fær 2,7 milljarða á ári næstu fimm ár fyrir að spila ekki með liðinu Skórnir hennar seldust upp á mínútu Mike Brown sagður vera að taka við New York Knicks Sænsk landsliðskona til Grindavíkur Belgar vörðu Evrópumeistaratitilinn Sjá meira
Lakers menn mæta þá Utah Jazz í A-riðli Vesturdeildarinnar og það er ljóst fyrir leikinn að það lið sem vinnur leikinn tryggir sér sæti í átta liða úrslitum. Lakers hefur unnið alla þrjá leiki sina en Utah liðið er með tvo sigra og eitt tap. Verði liðin jöfn þá ráða úrslitin úr innbyrðis leik þeirra. Sigurvegari leiksins í kvöld er því öruggur áfram. Sjö lið eru enn taplaus í deildarbikarnum en auk Lakers eru það Miami Heat, Indiana Pacers, Milwaukee Bucks, Boston Celtics, Minnesota Timberwolves og Sacramento Kings. Indiana Pacers er að spila í kvöld á móti Atlanta Hawks en með sigri tryggir Pacers liðið sér sæti einnig sæti í átta liða úrslitunum. Pacers verður þá með þrjá sigra og núll töp en sigur liðsins á Philadelphia 76ers og Cleveland Cavaliers fyrr í keppninni þýðir að hvorugt þeirra liða gæti þá komist upp fyrir þá. Riðlarnir eru reyndar mislangt komnir en leikir á þriðjudags- og föstudagskvöldum telja bæði sem leikir í deildarbikarnum sem og leikir í deildarkeppninni. Átta liða úrslitin taka við af riðlakeppninni en þangað komast sigurvegarar riðlanna og auk þess tvö lið sem ná bestum árangri í öðru sæti. Í átta liða úrslitunum er síðan spilað um sæti í lokaúrslitunum sem fara fram í Las Vegas í desember. The in-season tournament is HERE @Rjeff24 breaks down how it all works pic.twitter.com/zuGrHjHmOX— NBA on ESPN (@ESPNNBA) November 3, 2023 Leikir kvöldsins í deildarbikar NBA: Cleveland Cavaliers - Philadelphia 76ers Utah Jazz - Los Angeles Lakers Toronto Raptors - Orlando Magic Indiana Pacers - Atlanta Hawks Portland Trail Blazers - Phoenix Suns - Staðan fyrir leiki kvöldsins: Austurdeild: A-riðill Pacers: 2-0 76ers: 2-1 Cavaliers: 1-1 Hawks: 1-1 Pistons: 0-3 [ÚR LEIK] Austurdeild: B-riðill Bucks: 2-0 Heat: 2-0 Knicks: 1-1 Hornets: 1-1 Wizards: 0-3 [ÚR LEIK] Austurdeild: C-riðill Celtics: 2-0 Nets: 2-1 Magic: 1-1 Raptors: 0-1 Bulls: 0-2 Vesturdeild: A-riðill Lakers: 3-0 Jazz: 2-1 Suns: 1-1 Trail Blazers: 1-2 Grizzlies: 0-3 [ÚR LEIK] Vesturdeild: B-riðill Pelicans: 2-1 Nuggets: 2-1 Rockets: 1-1 Mavericks: 1-2 Clippers: 1-2 Vesturdeild: C-riðill Kings: 2-0 Timberwolves: 2-0 Warriors: 1-1 Thunder: 1-2 Spurs: 0-3 [ÚR LEIK]
Leikir kvöldsins í deildarbikar NBA: Cleveland Cavaliers - Philadelphia 76ers Utah Jazz - Los Angeles Lakers Toronto Raptors - Orlando Magic Indiana Pacers - Atlanta Hawks Portland Trail Blazers - Phoenix Suns - Staðan fyrir leiki kvöldsins: Austurdeild: A-riðill Pacers: 2-0 76ers: 2-1 Cavaliers: 1-1 Hawks: 1-1 Pistons: 0-3 [ÚR LEIK] Austurdeild: B-riðill Bucks: 2-0 Heat: 2-0 Knicks: 1-1 Hornets: 1-1 Wizards: 0-3 [ÚR LEIK] Austurdeild: C-riðill Celtics: 2-0 Nets: 2-1 Magic: 1-1 Raptors: 0-1 Bulls: 0-2 Vesturdeild: A-riðill Lakers: 3-0 Jazz: 2-1 Suns: 1-1 Trail Blazers: 1-2 Grizzlies: 0-3 [ÚR LEIK] Vesturdeild: B-riðill Pelicans: 2-1 Nuggets: 2-1 Rockets: 1-1 Mavericks: 1-2 Clippers: 1-2 Vesturdeild: C-riðill Kings: 2-0 Timberwolves: 2-0 Warriors: 1-1 Thunder: 1-2 Spurs: 0-3 [ÚR LEIK]
NBA Mest lesið Enginn sá tölvupóstinn frá UEFA Sport Það verða tónleikar í hálfleik á úrslitum HM félagsliða Sport Rio Ferdinand húðskammar Arsenal stuðningsmenn Enski boltinn Messi slær enn eitt metið Fótbolti Konate gæti farið frítt frá Liverpool Sport HM félagsliða „farsælasta keppni í heimi“ samkvæmt Infantino Sport „Við erum klárlega að fara í alvöru slagsmál“ Íslenski boltinn Grealish líkast til á förum en elskar samt City „meira en allt“ Enski boltinn Fjarvera Gyökeres gera félagaskiptin hans „flóknari“ Enski boltinn Dagskráin í dag: KA fer í Hafnarfjörðinn og golfið heldur áfram Sport Fleiri fréttir Stjarna Cavs trúlofuð Grammy verðlaunahafa Doncic fékk að vita af sölunni en ekki LeBron Skellur í fyrsta leik hjá guttunum okkar Ísköld Clark stýrði sókninni eins og hershöfðingi Líkti Cooper Flagg við Kobe Bryant Áframhaldandi NBA tengingar í Bónus deildinni Taka einn efnilegasta leikmanninn frá Íslandsmeisturum Hauka Julio de Assis og Luka Gasic í Stjörnuna Birkir Hrafn í NBA akademíunni „Þetta gerist rosa hratt“ Sengun í fantaformi í sumarfríinu Hægt að gista í glæsihúsi Michael Jordan Shai Gilgeous-Alexander og Angel Reese framan á 2K26 Sengun í fantaformi í sumarfríinu Jokic framlengir ekki að sinni Verður fimmti launahæsti íþróttamaður í heimi Fylkir og Valur í formlegt samstarf Mikil blóðtaka fyrir Valsmenn Sjö lið skiptust á sex leikmönnum Tyrese Haliburton missir af öllu næsta tímabili KR semur við ungan bandarískan framherja Hægt að skoða EuroBasket bikarinn og fá áritun hjá strákunum Þórsarar semja við Grikkja og Bandarikjamann Rauða pandan í NBA útskrifuð af sjúkrahúsi Helgi Magg hættir í Körfuboltakvöldi og semur við Grindavík Fær 2,7 milljarða á ári næstu fimm ár fyrir að spila ekki með liðinu Skórnir hennar seldust upp á mínútu Mike Brown sagður vera að taka við New York Knicks Sænsk landsliðskona til Grindavíkur Belgar vörðu Evrópumeistaratitilinn Sjá meira