Pútín náðaði djöfladýrkanda sem myrti fjóra táninga Samúel Karl Ólason skrifar 21. nóvember 2023 16:46 Vladimír Pútín, forseti Rússlands. AP/Mikhail Klimentyev Vladimír Pútín, forseti Rússlands, hefur náðað djöfladýrkanda sem dæmdur var í tuttugu ára fangelsi árið 2010 fyrir að myrða og búta niður fjóra táninga. Maðurinn, sem heitir Nikolaí Oglobljak, var náðaður eftir að hafa verið í svokölluðum fangasveitum Rússa í Úkraínu í hálft ár. Faðir hans segir Ogobljak, sem er 33 ára gamall, vera hreyfihamlaðan eftir að hann særðist í Úkraínu. Hann sneri heim í byrjun nóvember en faðir hans segir ólíklegt að hann verði sendur aftur til Úkraínu, samkvæmt ummælum föðurins við rússneskan miðil. Jevgení Prígósjín, fyrrverandi eigandi málaliðahópsins Wagner Group, réði til sín tugi þúsunda fanga úr rússneskum fangelsum, með því loforði að þeir fengu frelsi eftir hálfs árs þjónustu. Prígósjín hætti svo síðasta haust að ráða fanga en rússneski herinn byrjaði. Fangarnir voru settir í sveitir sem kallast „Storm Z“ og eru iðulega sendir fyrstir fram gegn úkraínskum hermönnum. Óljóst er hve margir fangar hafa verið ráðnir beint úr fangelsum Rússland, hvort sem það var gert af Prígósjín eða hernum, en talið er að þeir telji tugi þúsunda. Miðað við nýlega umfjöllun Reuters um þessar Storm Z sveitir, lifa fáir þeirra í sex mánuði eða lengur. Rússneski miðillinn Insider segir Oglobljak hafa verið í fámennum hópi djöfladýrkenda í Yaroslavl, skammt norðaustur af Moskvu. Þar bjó hann með táningum á auðri lóð þar sem hópurinn fórnaði hundum og köttum og hengdu hræ dýranna á öfugan kross. Hópurinn var myndaður árið 2006 en árið 2008 myrtu meðlimir hans fjóra háskólanemendur á grimmilegan máta í tveimur mismunandi árásum og bútuðu lík þeirra niður. Háskólanemendurnir höfðu verið plataðir í samkvæmi á áðurnefndri lóð en djöfladýrkendurnir stungu þau til bana með rýtingum. Leiðtogi hópsins afhöfðaði líkin með sveðju og tóku djöfladýrkendurnir af sér myndir með höfuðin, áður en líkin voru bútuð niður frekar. Djöfladýrkendurnir voru í kjölfarið dæmdir til átta til tuttugu ára fangelsisvistar en Oglobljak fékk lengsta dóminn, þar sem hann var eini meðlimur hópsins yfir lögaldri. Hann var síðastur þeirra til að sleppa úr fangelsi. Rússland Innrás Rússa í Úkraínu Vladimír Pútín Mest lesið Vaktin: Forsetakosningar í Bandaríkjunum Erlent Flugslysið sem skók þjóðina og aldrei munu fást svör við Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Sakfelldur fyrir þátt í banaslysi en annar ökumaður aldrei fundist Innlent „Við erum ógeðslega sár fyrir hönd barnanna okkar“ Innlent Engar upplýsingar fást um tengsl konunnar við barnið Innlent Hagnast um hálfan milljarð og reiknar með þrefalt meira á næsta ári Innlent „Ég var barnið sem vildi ekki taka í höndina á kennaranum sínum“ Innlent Keyrði utan vegar og hafnaði á öðrum bíl sem valt Innlent Perlan þurfi að seljast fyrir áramót svo dæmið gangi upp Innlent Fleiri fréttir Netanjahú rekur varnarmálaráðherrann Spurning hvort hræðsluáróður eða jákvæðni nái betur til kjósenda Baráttan um Bandaríkin: Hvað gerist eiginlega í nótt? Mikill viðbúnaður vegna ásakana um svindl í lykilsýslu Arizona Dæmdur í fangelsi fyrir kóranbrennur Vaktin: Forsetakosningar í Bandaríkjunum Bandaríkjamenn ganga að kjörborðinu Útsendarar GRU sagðir hafa sent eldsprengjur með flugvélum Sigurvegarar í keppni Musks ekki valdir af handahófi Pennsylvanía nauðsynleg til að tryggja sigur Réttað yfir átta vegna afhöfðunar kennara í París Rauð veðurviðvörun og 80 flugferðum aflýst eða frestað „Já, maður! Að sjálfsögðu vinnur hann þetta!“ Evrópusamstarf verður að Evrópuvandamáli Forseti Moldóvu hélt velli þrátt fyrir ásakanir um rússnesk afskipti Á lokametrunum í kosningabaráttu Repúblikanar önugir yfir óvæntu atriði Harris í SNL Grýttu drullu í Spánarkonung Skyggnst inn í hugarheim stuðningsmanna Trump Óvænt forskot Harris í Iowa sætir tíðindum Hefja bólusetningar við lömunarveiki á ný Sendir tíu þúsund manna herlið til Valensía Ostaþjófnaður skekur heim matgæðinga: „Hver vill svona mikinn ost?“ „Margt að óttast“ en ameríski draumurinn lifir Badenoch nýr leiðtogi Íhaldsflokksins „Ég myndi frekar kasta mér fram af kletti en að kjósa Donald Trump“ Létust þegar skyggni hrundi ofan á þau í Serbíu Rúmlega tvö hundruð látnir eftir flóðin Kim hafi stutt Rússa frá upphafi „heilags stríðs“ þeirra Telja opinber úrslit kosninganna í Georgíu ekki standast Sjá meira
Faðir hans segir Ogobljak, sem er 33 ára gamall, vera hreyfihamlaðan eftir að hann særðist í Úkraínu. Hann sneri heim í byrjun nóvember en faðir hans segir ólíklegt að hann verði sendur aftur til Úkraínu, samkvæmt ummælum föðurins við rússneskan miðil. Jevgení Prígósjín, fyrrverandi eigandi málaliðahópsins Wagner Group, réði til sín tugi þúsunda fanga úr rússneskum fangelsum, með því loforði að þeir fengu frelsi eftir hálfs árs þjónustu. Prígósjín hætti svo síðasta haust að ráða fanga en rússneski herinn byrjaði. Fangarnir voru settir í sveitir sem kallast „Storm Z“ og eru iðulega sendir fyrstir fram gegn úkraínskum hermönnum. Óljóst er hve margir fangar hafa verið ráðnir beint úr fangelsum Rússland, hvort sem það var gert af Prígósjín eða hernum, en talið er að þeir telji tugi þúsunda. Miðað við nýlega umfjöllun Reuters um þessar Storm Z sveitir, lifa fáir þeirra í sex mánuði eða lengur. Rússneski miðillinn Insider segir Oglobljak hafa verið í fámennum hópi djöfladýrkenda í Yaroslavl, skammt norðaustur af Moskvu. Þar bjó hann með táningum á auðri lóð þar sem hópurinn fórnaði hundum og köttum og hengdu hræ dýranna á öfugan kross. Hópurinn var myndaður árið 2006 en árið 2008 myrtu meðlimir hans fjóra háskólanemendur á grimmilegan máta í tveimur mismunandi árásum og bútuðu lík þeirra niður. Háskólanemendurnir höfðu verið plataðir í samkvæmi á áðurnefndri lóð en djöfladýrkendurnir stungu þau til bana með rýtingum. Leiðtogi hópsins afhöfðaði líkin með sveðju og tóku djöfladýrkendurnir af sér myndir með höfuðin, áður en líkin voru bútuð niður frekar. Djöfladýrkendurnir voru í kjölfarið dæmdir til átta til tuttugu ára fangelsisvistar en Oglobljak fékk lengsta dóminn, þar sem hann var eini meðlimur hópsins yfir lögaldri. Hann var síðastur þeirra til að sleppa úr fangelsi.
Rússland Innrás Rússa í Úkraínu Vladimír Pútín Mest lesið Vaktin: Forsetakosningar í Bandaríkjunum Erlent Flugslysið sem skók þjóðina og aldrei munu fást svör við Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Sakfelldur fyrir þátt í banaslysi en annar ökumaður aldrei fundist Innlent „Við erum ógeðslega sár fyrir hönd barnanna okkar“ Innlent Engar upplýsingar fást um tengsl konunnar við barnið Innlent Hagnast um hálfan milljarð og reiknar með þrefalt meira á næsta ári Innlent „Ég var barnið sem vildi ekki taka í höndina á kennaranum sínum“ Innlent Keyrði utan vegar og hafnaði á öðrum bíl sem valt Innlent Perlan þurfi að seljast fyrir áramót svo dæmið gangi upp Innlent Fleiri fréttir Netanjahú rekur varnarmálaráðherrann Spurning hvort hræðsluáróður eða jákvæðni nái betur til kjósenda Baráttan um Bandaríkin: Hvað gerist eiginlega í nótt? Mikill viðbúnaður vegna ásakana um svindl í lykilsýslu Arizona Dæmdur í fangelsi fyrir kóranbrennur Vaktin: Forsetakosningar í Bandaríkjunum Bandaríkjamenn ganga að kjörborðinu Útsendarar GRU sagðir hafa sent eldsprengjur með flugvélum Sigurvegarar í keppni Musks ekki valdir af handahófi Pennsylvanía nauðsynleg til að tryggja sigur Réttað yfir átta vegna afhöfðunar kennara í París Rauð veðurviðvörun og 80 flugferðum aflýst eða frestað „Já, maður! Að sjálfsögðu vinnur hann þetta!“ Evrópusamstarf verður að Evrópuvandamáli Forseti Moldóvu hélt velli þrátt fyrir ásakanir um rússnesk afskipti Á lokametrunum í kosningabaráttu Repúblikanar önugir yfir óvæntu atriði Harris í SNL Grýttu drullu í Spánarkonung Skyggnst inn í hugarheim stuðningsmanna Trump Óvænt forskot Harris í Iowa sætir tíðindum Hefja bólusetningar við lömunarveiki á ný Sendir tíu þúsund manna herlið til Valensía Ostaþjófnaður skekur heim matgæðinga: „Hver vill svona mikinn ost?“ „Margt að óttast“ en ameríski draumurinn lifir Badenoch nýr leiðtogi Íhaldsflokksins „Ég myndi frekar kasta mér fram af kletti en að kjósa Donald Trump“ Létust þegar skyggni hrundi ofan á þau í Serbíu Rúmlega tvö hundruð látnir eftir flóðin Kim hafi stutt Rússa frá upphafi „heilags stríðs“ þeirra Telja opinber úrslit kosninganna í Georgíu ekki standast Sjá meira