Íslenska kokkalandsliðið á leiðinni á Ólympíuleika Magnús Hlynur Hreiðarsson skrifar 21. nóvember 2023 20:30 Kokkarnir í kokkalandsliðinu, sem munu keppa fyrir hönd Íslands á Ólympíuleikunum í Stuttgart í Þýskalandi í byrjun febrúar 2024. Magnús Hlynur Hreiðarsson Það stendur mikið til hjá íslenska kokkalandsliðinu, sem æfir sig nú á fullum krafti fyrir Ólympíuleika, sem verða í byrjun febrúar á nýju ári í Stuttgart í Þýskalandi. Þorskur, íslenskt lamb og hindber verður meðal annars á matseðlinum. Sérstakur uppvaskari fylgir liðinu á leikana. Það er meira en nóg að gera hjá landsliðinu að æfa sig fyrir Ólympíuleikana en allar æfingarnar fara fram fyrir utan hefðbundinn vinnutíma hjá kokkunum á þeirra vinnustöðum. Í gærkvöldi var hópi fólks boðið í mat í húsi Fagfélaganna í Reykjavík þar sem Olympíuréttirnir voru prófaðir og fór engin svikin heim eftir þá máltíð. 12 kokkar skipa landsliðið. „Já, þetta er alltaf rosalega spennandi og gaman að sjá þessa frábæru ungu matreiðslumenn vera að gera þessa frábæru hluti, sem við sjáum hér í dag. Það er sérstaklega gaman að sjá stuttu fyrir mót hvað þau eru klár í mótið,” segir Þórir Erlingsson forseti Klúbbs matreiðslumeistara og bætir við. „Við stefnum á pall, það er ekkert annað sem kemur til greina.” Þórir Erlingsson, forseti Klúbbs matreiðslumeistara, sem er mjög spenntur fyrir gengi liðsins á Ólympíuleikunum.Magnús Hlynur Hreiðarsson Og landsliðið er að sjálfsögðu með sinn eigin landsliðsþjálfara, sem heitir Snædís Jónsdóttir. „Það er mikil pressa á okkur og við erum mjög spennt að mæta og keppa. Við verðum með þorsk í forrétt, aðalréttur verður lamb og í eftirrétt verðum við með hindber.” Segir Snædís. Og ætlið þið bara ekki að rústa þessa? „Það er allavega stefnan,” segir hún og skellihlær. Snædís Jónsdóttir, sem er þjálfari landsliðsins.Magnús Hlynur Hreiðarsson Erla Þóra Bergmann Pálmadóttir og Ólöf Ólafsdóttir, sem eru í landsliðinu segja það ótrúlega skemmtilegt en mikla vinnu. Og landsliðið er með sérstakan uppvaskara, sem er mjög mikilvægt hlutverk enda þarf allt að vera hreint og fínt í eldhúsinu, sem eldað er í. En hvernig verður maður góður uppvaskari? Jafet Bergmann Viðarsson, kokkur og uppvaskari landsliðsins.Magnús Hlynur Hreiðarsson „Að vera snöggur, að hafa allt hreint og vera alltaf tilbúin að hlaupa til,” segir Jafet Bergmann Viðarsson, kokkur og uppvaskari landsliðsins. Sex aðstoðarmenn aðstoða landsliðið við ýmis verk.Magnús Hlynur Hreiðarsson Reykjavík Kokkalandsliðið Mest lesið „Mig langaði að segja þessar sögur“ Lífið Kaflaskil í tískunni þegar hann var tíu ára Tíska og hönnun „Á svona tímapunkti vantar mann að geta tengt við einhvern“ Lífið Krakkatían: Óvæntur gestur, söngleikur og dalmatíuhundar Lífið Eignuðust stúlku með hjálp staðgöngumóður Lífið Vestfirski hryllingurinn: „Þetta er það erfiðasta sem ég hef gert“ Bíó og sjónvarp „Auðvitað kom heilmikið rót á mig eftir þetta“ Lífið Eitt frægasta hús landsins enn á sölu Lífið Segir neytendur rænda við skókaup og bendir þeim á mikilvægan límmiða Lífið Fjölgar í „költinu“ hjá Kötu Odds og Þorgerði Lífið Fleiri fréttir „Á svona tímapunkti vantar mann að geta tengt við einhvern“ Krakkatían: Óvæntur gestur, söngleikur og dalmatíuhundar „Mig langaði að segja þessar sögur“ Eignuðust stúlku með hjálp staðgöngumóður „Auðvitað kom heilmikið rót á mig eftir þetta“ Þurfti að gegna fjölmörgum hlutverkum samtímis sem aðstandandi Fréttatía vikunnar: Þorrinn, gervigreind og háloftin Jónsi og Una Torfa létu sig ekki vanta á opnunarhátíð Krafts Merzedes Club snýr aftur Fjölgar í „költinu“ hjá Kötu Odds og Þorgerði „Ósmekklegu plastblómin“ ekki frá forsetanum heldur RÚV Þungarokkarar komast ekki til Íslands Guðlaugur og Anný Rós keyptu einbýli í Garðabæ Páll Óskar féll í yfirlið og þríkjálkabrotnaði Segir neytendur rænda við skókaup og bendir þeim á mikilvægan límmiða Gunnar selur þakíbúð í „New York Loft-stíl“ Syndir á móti straumnum í old school hiphopi Sænsk sjónvarpsgoðsögn látin Fimm dýrustu eignirnar sem seldust árið 2024 Söng- og leikkonan Marianne Faithfull er látin Dagur og Ingunn hætt saman Innlit í fataskáp Dóru Júlíu Tóku hús í gegn út á Seltjarnarnesi og settu upp hjónasvítu í bílskúrnum Eitt frægasta hús landsins enn á sölu Mesta mýtan að fólkið sé grimmt og dónalegt Rán, Guðjón, Kristín og Stefán Máni hrepptu hnossið Enn einn breski erfinginn í heiminn Átján ára aldursmunur milli yngsta og elsta keppanda í Ungfrú Ísland Will Ferrell ætlar með Husavik á Broadway Skinkukallinn er víða Sjá meira
Það er meira en nóg að gera hjá landsliðinu að æfa sig fyrir Ólympíuleikana en allar æfingarnar fara fram fyrir utan hefðbundinn vinnutíma hjá kokkunum á þeirra vinnustöðum. Í gærkvöldi var hópi fólks boðið í mat í húsi Fagfélaganna í Reykjavík þar sem Olympíuréttirnir voru prófaðir og fór engin svikin heim eftir þá máltíð. 12 kokkar skipa landsliðið. „Já, þetta er alltaf rosalega spennandi og gaman að sjá þessa frábæru ungu matreiðslumenn vera að gera þessa frábæru hluti, sem við sjáum hér í dag. Það er sérstaklega gaman að sjá stuttu fyrir mót hvað þau eru klár í mótið,” segir Þórir Erlingsson forseti Klúbbs matreiðslumeistara og bætir við. „Við stefnum á pall, það er ekkert annað sem kemur til greina.” Þórir Erlingsson, forseti Klúbbs matreiðslumeistara, sem er mjög spenntur fyrir gengi liðsins á Ólympíuleikunum.Magnús Hlynur Hreiðarsson Og landsliðið er að sjálfsögðu með sinn eigin landsliðsþjálfara, sem heitir Snædís Jónsdóttir. „Það er mikil pressa á okkur og við erum mjög spennt að mæta og keppa. Við verðum með þorsk í forrétt, aðalréttur verður lamb og í eftirrétt verðum við með hindber.” Segir Snædís. Og ætlið þið bara ekki að rústa þessa? „Það er allavega stefnan,” segir hún og skellihlær. Snædís Jónsdóttir, sem er þjálfari landsliðsins.Magnús Hlynur Hreiðarsson Erla Þóra Bergmann Pálmadóttir og Ólöf Ólafsdóttir, sem eru í landsliðinu segja það ótrúlega skemmtilegt en mikla vinnu. Og landsliðið er með sérstakan uppvaskara, sem er mjög mikilvægt hlutverk enda þarf allt að vera hreint og fínt í eldhúsinu, sem eldað er í. En hvernig verður maður góður uppvaskari? Jafet Bergmann Viðarsson, kokkur og uppvaskari landsliðsins.Magnús Hlynur Hreiðarsson „Að vera snöggur, að hafa allt hreint og vera alltaf tilbúin að hlaupa til,” segir Jafet Bergmann Viðarsson, kokkur og uppvaskari landsliðsins. Sex aðstoðarmenn aðstoða landsliðið við ýmis verk.Magnús Hlynur Hreiðarsson
Reykjavík Kokkalandsliðið Mest lesið „Mig langaði að segja þessar sögur“ Lífið Kaflaskil í tískunni þegar hann var tíu ára Tíska og hönnun „Á svona tímapunkti vantar mann að geta tengt við einhvern“ Lífið Krakkatían: Óvæntur gestur, söngleikur og dalmatíuhundar Lífið Eignuðust stúlku með hjálp staðgöngumóður Lífið Vestfirski hryllingurinn: „Þetta er það erfiðasta sem ég hef gert“ Bíó og sjónvarp „Auðvitað kom heilmikið rót á mig eftir þetta“ Lífið Eitt frægasta hús landsins enn á sölu Lífið Segir neytendur rænda við skókaup og bendir þeim á mikilvægan límmiða Lífið Fjölgar í „költinu“ hjá Kötu Odds og Þorgerði Lífið Fleiri fréttir „Á svona tímapunkti vantar mann að geta tengt við einhvern“ Krakkatían: Óvæntur gestur, söngleikur og dalmatíuhundar „Mig langaði að segja þessar sögur“ Eignuðust stúlku með hjálp staðgöngumóður „Auðvitað kom heilmikið rót á mig eftir þetta“ Þurfti að gegna fjölmörgum hlutverkum samtímis sem aðstandandi Fréttatía vikunnar: Þorrinn, gervigreind og háloftin Jónsi og Una Torfa létu sig ekki vanta á opnunarhátíð Krafts Merzedes Club snýr aftur Fjölgar í „költinu“ hjá Kötu Odds og Þorgerði „Ósmekklegu plastblómin“ ekki frá forsetanum heldur RÚV Þungarokkarar komast ekki til Íslands Guðlaugur og Anný Rós keyptu einbýli í Garðabæ Páll Óskar féll í yfirlið og þríkjálkabrotnaði Segir neytendur rænda við skókaup og bendir þeim á mikilvægan límmiða Gunnar selur þakíbúð í „New York Loft-stíl“ Syndir á móti straumnum í old school hiphopi Sænsk sjónvarpsgoðsögn látin Fimm dýrustu eignirnar sem seldust árið 2024 Söng- og leikkonan Marianne Faithfull er látin Dagur og Ingunn hætt saman Innlit í fataskáp Dóru Júlíu Tóku hús í gegn út á Seltjarnarnesi og settu upp hjónasvítu í bílskúrnum Eitt frægasta hús landsins enn á sölu Mesta mýtan að fólkið sé grimmt og dónalegt Rán, Guðjón, Kristín og Stefán Máni hrepptu hnossið Enn einn breski erfinginn í heiminn Átján ára aldursmunur milli yngsta og elsta keppanda í Ungfrú Ísland Will Ferrell ætlar með Husavik á Broadway Skinkukallinn er víða Sjá meira