Íslenska kokkalandsliðið á leiðinni á Ólympíuleika Magnús Hlynur Hreiðarsson skrifar 21. nóvember 2023 20:30 Kokkarnir í kokkalandsliðinu, sem munu keppa fyrir hönd Íslands á Ólympíuleikunum í Stuttgart í Þýskalandi í byrjun febrúar 2024. Magnús Hlynur Hreiðarsson Það stendur mikið til hjá íslenska kokkalandsliðinu, sem æfir sig nú á fullum krafti fyrir Ólympíuleika, sem verða í byrjun febrúar á nýju ári í Stuttgart í Þýskalandi. Þorskur, íslenskt lamb og hindber verður meðal annars á matseðlinum. Sérstakur uppvaskari fylgir liðinu á leikana. Það er meira en nóg að gera hjá landsliðinu að æfa sig fyrir Ólympíuleikana en allar æfingarnar fara fram fyrir utan hefðbundinn vinnutíma hjá kokkunum á þeirra vinnustöðum. Í gærkvöldi var hópi fólks boðið í mat í húsi Fagfélaganna í Reykjavík þar sem Olympíuréttirnir voru prófaðir og fór engin svikin heim eftir þá máltíð. 12 kokkar skipa landsliðið. „Já, þetta er alltaf rosalega spennandi og gaman að sjá þessa frábæru ungu matreiðslumenn vera að gera þessa frábæru hluti, sem við sjáum hér í dag. Það er sérstaklega gaman að sjá stuttu fyrir mót hvað þau eru klár í mótið,” segir Þórir Erlingsson forseti Klúbbs matreiðslumeistara og bætir við. „Við stefnum á pall, það er ekkert annað sem kemur til greina.” Þórir Erlingsson, forseti Klúbbs matreiðslumeistara, sem er mjög spenntur fyrir gengi liðsins á Ólympíuleikunum.Magnús Hlynur Hreiðarsson Og landsliðið er að sjálfsögðu með sinn eigin landsliðsþjálfara, sem heitir Snædís Jónsdóttir. „Það er mikil pressa á okkur og við erum mjög spennt að mæta og keppa. Við verðum með þorsk í forrétt, aðalréttur verður lamb og í eftirrétt verðum við með hindber.” Segir Snædís. Og ætlið þið bara ekki að rústa þessa? „Það er allavega stefnan,” segir hún og skellihlær. Snædís Jónsdóttir, sem er þjálfari landsliðsins.Magnús Hlynur Hreiðarsson Erla Þóra Bergmann Pálmadóttir og Ólöf Ólafsdóttir, sem eru í landsliðinu segja það ótrúlega skemmtilegt en mikla vinnu. Og landsliðið er með sérstakan uppvaskara, sem er mjög mikilvægt hlutverk enda þarf allt að vera hreint og fínt í eldhúsinu, sem eldað er í. En hvernig verður maður góður uppvaskari? Jafet Bergmann Viðarsson, kokkur og uppvaskari landsliðsins.Magnús Hlynur Hreiðarsson „Að vera snöggur, að hafa allt hreint og vera alltaf tilbúin að hlaupa til,” segir Jafet Bergmann Viðarsson, kokkur og uppvaskari landsliðsins. Sex aðstoðarmenn aðstoða landsliðið við ýmis verk.Magnús Hlynur Hreiðarsson Reykjavík Kokkalandsliðið Mest lesið Brostnar væntingar á Frostrósum Gagnrýni „Að horfa upp á ofbeldi er jafn mikið ofbeldi og að verða fyrir því“ Lífið Netverjar koma „bomsum“ Ingu á Bessastöðum til varnar Lífið Frægir fundu ástina 2024 Lífið Að velja rangan maka: „Við gerum oft svo lítið úr ástarmálunum“ Áskorun Stjörnulífið: Bikiníjól og jól í Japan Lífið Dóttir Elínar Mettu og Sigurðar komin með nafn Lífið 107 ára gömul og dansar eins og unglamb Lífið „Fyrstu jólin án hans og sætið hans verður tómt“ Lífið Landaði hlutverki í íslensku Hallmark-myndinni á hálftíma Bíó og sjónvarp Fleiri fréttir „Fyrstu jólin án hans og sætið hans verður tómt“ Stjörnulífið: Bikiníjól og jól í Japan Frægir fundu ástina 2024 „Að horfa upp á ofbeldi er jafn mikið ofbeldi og að verða fyrir því“ Netverjar koma „bomsum“ Ingu á Bessastöðum til varnar Dóttir Elínar Mettu og Sigurðar komin með nafn 107 ára gömul og dansar eins og unglamb Krakkatían: Jólasveinar, stjörnustríð og þjóðsögur Mest skreytta jólahúsið í Hveragerði Blaðasnápurinn Stefán Einar fórnar kampavínskóngstitlinum Hlaupársdagurinn þegar Ölfusá flæddi inn í Selfossbæ Fréttatía vikunnar: Lýðheilsa, ísbúð og álag Frægir fjölguðu sér árið 2024 Forsetinn og viðskiptavinir fengu forsmekk að Vigdísi Fékk bónorð í jólagjöf á tónleikum Paul McCartney Fékk Sigurbjörn Árna til að lýsa óhappi í vinnunni „Það besta, versta og skrýtnasta á árinu“ Eitt fallegasta hús landsins sem Duna Laxness ólst upp í Garðar málari og kvæntur yngstu ömmu landsins Barst með snjóflóði út í sjó og fékk hjartaáfall á tíu metra dýpi Hefðum við átt að sjá framboð Höllu Hrundar fyrir strax í febrúar? Ringo tróð upp á tónleikum Paul McCartney Safnaði fyrir björgunarsveitinni sem kom ömmu úr snjóflóði Fjölgar listaverkum eftir konur á Bessastöðum Helgi og Rakel með listgallerí í miðri íbúð þeirra Sonur Gunnhildar og Erin kominn með nafn Prinsinn kom á undan Kónginum Tilkynningin sem kom af stað óvæntri atburðarás Kári og Eva eru hjón Hafdís ætlar ekki að svara spurningaflóðinu Sjá meira
Það er meira en nóg að gera hjá landsliðinu að æfa sig fyrir Ólympíuleikana en allar æfingarnar fara fram fyrir utan hefðbundinn vinnutíma hjá kokkunum á þeirra vinnustöðum. Í gærkvöldi var hópi fólks boðið í mat í húsi Fagfélaganna í Reykjavík þar sem Olympíuréttirnir voru prófaðir og fór engin svikin heim eftir þá máltíð. 12 kokkar skipa landsliðið. „Já, þetta er alltaf rosalega spennandi og gaman að sjá þessa frábæru ungu matreiðslumenn vera að gera þessa frábæru hluti, sem við sjáum hér í dag. Það er sérstaklega gaman að sjá stuttu fyrir mót hvað þau eru klár í mótið,” segir Þórir Erlingsson forseti Klúbbs matreiðslumeistara og bætir við. „Við stefnum á pall, það er ekkert annað sem kemur til greina.” Þórir Erlingsson, forseti Klúbbs matreiðslumeistara, sem er mjög spenntur fyrir gengi liðsins á Ólympíuleikunum.Magnús Hlynur Hreiðarsson Og landsliðið er að sjálfsögðu með sinn eigin landsliðsþjálfara, sem heitir Snædís Jónsdóttir. „Það er mikil pressa á okkur og við erum mjög spennt að mæta og keppa. Við verðum með þorsk í forrétt, aðalréttur verður lamb og í eftirrétt verðum við með hindber.” Segir Snædís. Og ætlið þið bara ekki að rústa þessa? „Það er allavega stefnan,” segir hún og skellihlær. Snædís Jónsdóttir, sem er þjálfari landsliðsins.Magnús Hlynur Hreiðarsson Erla Þóra Bergmann Pálmadóttir og Ólöf Ólafsdóttir, sem eru í landsliðinu segja það ótrúlega skemmtilegt en mikla vinnu. Og landsliðið er með sérstakan uppvaskara, sem er mjög mikilvægt hlutverk enda þarf allt að vera hreint og fínt í eldhúsinu, sem eldað er í. En hvernig verður maður góður uppvaskari? Jafet Bergmann Viðarsson, kokkur og uppvaskari landsliðsins.Magnús Hlynur Hreiðarsson „Að vera snöggur, að hafa allt hreint og vera alltaf tilbúin að hlaupa til,” segir Jafet Bergmann Viðarsson, kokkur og uppvaskari landsliðsins. Sex aðstoðarmenn aðstoða landsliðið við ýmis verk.Magnús Hlynur Hreiðarsson
Reykjavík Kokkalandsliðið Mest lesið Brostnar væntingar á Frostrósum Gagnrýni „Að horfa upp á ofbeldi er jafn mikið ofbeldi og að verða fyrir því“ Lífið Netverjar koma „bomsum“ Ingu á Bessastöðum til varnar Lífið Frægir fundu ástina 2024 Lífið Að velja rangan maka: „Við gerum oft svo lítið úr ástarmálunum“ Áskorun Stjörnulífið: Bikiníjól og jól í Japan Lífið Dóttir Elínar Mettu og Sigurðar komin með nafn Lífið 107 ára gömul og dansar eins og unglamb Lífið „Fyrstu jólin án hans og sætið hans verður tómt“ Lífið Landaði hlutverki í íslensku Hallmark-myndinni á hálftíma Bíó og sjónvarp Fleiri fréttir „Fyrstu jólin án hans og sætið hans verður tómt“ Stjörnulífið: Bikiníjól og jól í Japan Frægir fundu ástina 2024 „Að horfa upp á ofbeldi er jafn mikið ofbeldi og að verða fyrir því“ Netverjar koma „bomsum“ Ingu á Bessastöðum til varnar Dóttir Elínar Mettu og Sigurðar komin með nafn 107 ára gömul og dansar eins og unglamb Krakkatían: Jólasveinar, stjörnustríð og þjóðsögur Mest skreytta jólahúsið í Hveragerði Blaðasnápurinn Stefán Einar fórnar kampavínskóngstitlinum Hlaupársdagurinn þegar Ölfusá flæddi inn í Selfossbæ Fréttatía vikunnar: Lýðheilsa, ísbúð og álag Frægir fjölguðu sér árið 2024 Forsetinn og viðskiptavinir fengu forsmekk að Vigdísi Fékk bónorð í jólagjöf á tónleikum Paul McCartney Fékk Sigurbjörn Árna til að lýsa óhappi í vinnunni „Það besta, versta og skrýtnasta á árinu“ Eitt fallegasta hús landsins sem Duna Laxness ólst upp í Garðar málari og kvæntur yngstu ömmu landsins Barst með snjóflóði út í sjó og fékk hjartaáfall á tíu metra dýpi Hefðum við átt að sjá framboð Höllu Hrundar fyrir strax í febrúar? Ringo tróð upp á tónleikum Paul McCartney Safnaði fyrir björgunarsveitinni sem kom ömmu úr snjóflóði Fjölgar listaverkum eftir konur á Bessastöðum Helgi og Rakel með listgallerí í miðri íbúð þeirra Sonur Gunnhildar og Erin kominn með nafn Prinsinn kom á undan Kónginum Tilkynningin sem kom af stað óvæntri atburðarás Kári og Eva eru hjón Hafdís ætlar ekki að svara spurningaflóðinu Sjá meira