Þetta kemur fram í tilkynningu frá Stoðum. Þar segir að Þorsteinn hafi tuttugu ára reynslu sem leiðtogi í fjölbreyttu rekstrarumhverfi, meðal annars hjá framleiðslu- og þjónustufyrirtækjum. Síðast hafi hann gegnt stöðu framkvæmdastjóra Röntgen Orkuhússins.
Þorsteinn er með MBA gráðu frá Háskólanum í Reykjavík.
Um Stoð segir Stoð er rótgróið fyrirtæki sem sérhæfi sig í heildstæðum lausnum á sviði stoðtækja, hjálpartækja og almennrar stuðningsvöru.
„Vöruframboðið er fjölþætt, má þar nefna sérhæfð hjálpartæki, stoðtæki, gervibrjóst, spelkur, hlífar, þrýstingsvörur og margvísleg smáhjálpartæki sem auðvelda daglegar athafnir. Þá býður Stoð upp á göngugreiningar, innlegg og vandað framboð á skóm, þrýstingssokkum og íþróttasokkum sem henta við ólíkar aðstæður,“ segir í tilkynningunni.
Veritas samstæðan samanstendur, auk Stoðar, af félögunum Distica sem sinnir vörustjórnun og dreifingu til lyfjabúða, rannsóknarstofa og heilbrigðisstofnana. Vistor sem sérhæfir sig á sviði markaðssetningar á lyfjum, heilsuvörum og dýraheilbrigðisvörum. Artasan sérhæfir sig í sölu og markaðssetningu á heilsuvörum og dagvörum og MEDOR sem sérhæfir sig í ráðgjöf, sölu og þjónustu á lækningatækjum, hjúkrunar- og rannsóknarvöru.