Þurfum söguleg úrslit: Ísland hefur aldrei unnið Ísrael Aron Guðmundsson skrifar 23. nóvember 2023 11:44 Íslenska landsliðið mun þurfa að tengja saman tvo sigra í mars á næsta ári til að tryggja sér sæti á EM 2024 í Þýskalandi Vísir/Getty Íslenska karlalandsliðið þarf að brjóta blað í sögunni til þess að tryggja sér sæti í úrslitum EM-umspilsins í mars á næsta ári. Liðið leikur undanúrslitaleik við Ísrael í mars. Þetta varð ljóst þegar að dregið var í umspilið núna í morgun. Ísrael situr í 71.sæti á heimslista FIFA, fjórum sætum neðar en Ísland og lék í I-riðli í nýafstaðinni undankeppni. Þar var Ísrael í riðli með Rúmeníu, Sviss, Hvíta-Rússlandi, Kosóvó og Andorra og endaði í 3.sæti riðilsins með 15 stig eftir fjóra sigra, þrjú jafntefli, þrjú töp og markatöluna 0 eftir ellefu skoruð mörk á móti ellefu fengnum á sig. Nokkuð ljóst þykir að sökum ólgunnar fyrir botni Miðjarðarhafs verði leikurinn ekki spilaður í Ísrael og muni því verða spilaður á hlutlausum velli einhvers staðar í Evrópu. Síðasti heimaleikur Ísrael fór fram á Pancho leikvanginum í Ungverjalandi þann 18. nóvember síðastliðinn. Fimm leikir, enginn sigur Íslenska karlalandsliðið í knattspyrnu hefur ekkið riðið feitum hesti frá viðureignum sínum við Ísrael í gegnum tíðina. Alls hafa karlalandslið þessara þjóða mæst fimm sinnum. Þrisvar sinnum hafa liðin gert jafntefli en í hinum tveimur leikjunum hefur Ísland þurft að sætta sig við tap. Síðast mættust þessi lið þann 13.júní árið 2022, þá í Þjóðadeildinni, í leik sem endaði með 2-2 jafntefli. Frá leik Íslands og Ísrael í fyrraVísir/Getty Afrek ísraelska landsliðsins á knattspyrnuvellinum eru ekki mikil. Liðið hefur aldrei tekið þátt í lokakeppni EM en náði þó, árið 1970, að tryggja sér sæti á HM. Fengu þann markahæsta aftur Þekktasti leikmaður liðsins er án efa markahrókurinn margreyndi Eran Zahavi sem lék með Maccabi Tel Aviv gegn Breiðabliki í Sambandsdeild Evrópu fyrr á árinu. Þessi þaulreyndi leikmaður er markahæsti leikmaður ísraelska landsliðsins frá upphafi. Zahavi í leik með Maccabi Tel Aviv Mynd: Maccabi Tel Aviv Zahavi, hafði lagt landsliðsskóna á hilluna árið 2022 en svaraði á dögunum kalli ísraelsku þjóðarinnar og hóf að leika með landsliðinu á nýjan leik Hann er markahæsti landsliðsmaður Ísrael frá upphafi og hefur í gegnum sinn feril spilað með liðum á borð við Palermo, PSV Eindhoven, Guangzhou City sem og Hapoel og Maccabi Tel Aviv, komist í vana með það að raða inn mörkum. 555 leikir á atvinnumannastigi, yfir 330 mörk og yfir 90 stoðsendingar er tölfræðin sem býr að baki spilamennsku Zahavi. Á síðasta tímabili fór hann fyrir liði Maccabi Tel Aviv, skoraði 26 mörk í 40 leikjum og kom alls að 29 mörkum Landslið karla í fótbolta EM 2024 í Þýskalandi Þjóðadeild karla í fótbolta Mest lesið Fyrrum kappaksturshetja og fjölskylda hans létust í flugslysi Sport Segir fjórðung í bók Óla ósannan Íslenski boltinn „Grimmileg áminning um hversu harkalegt og grimmt lífið getur verið“ Fótbolti „Salah líkaði ekki að vera í skugganum af Isak og Wirtz“ Enski boltinn Hætti við að keppa út af hundinum sínum Sport Elías mættur til meistaranna Íslenski boltinn Helmingur landsliðskvenna er undir lágmarkslaunum Fótbolti „Er því miður kominn í jólafrí“ Handbolti KR sagt vera að landa Arnóri Ingva Íslenski boltinn Syrgir góðan félaga í Åge: „Ótrúlega leiðinlegt að hann sé nú farinn“ Fótbolti Fleiri fréttir Hrannar Snær til Noregs Breiðablik, Valur og Þór/KA fengu milljónir vegna EM Elías mættur til meistaranna Syrgir góðan félaga í Åge: „Ótrúlega leiðinlegt að hann sé nú farinn“ KR sagt vera að landa Arnóri Ingva Fantasýn: „Hann setti allt á 3 og það kom upp 19“ Karólína Lea því miður of snemma í jólafrí Alexander Isak fékk sænska gullboltann Hilmar Árni til starfa hjá KR „Salah líkaði ekki að vera í skugganum af Isak og Wirtz“ Helmingur landsliðskvenna er undir lágmarkslaunum „Grimmileg áminning um hversu harkalegt og grimmt lífið getur verið“ Segir fjórðung í bók Óla ósannan Í fyrsta sinn rukkað inn á Fan Zone á HM Davíð sendir hjartnæma kveðju til Hareide Svona endaði Sambandsdeildin: Finnarnir áfram eftir jafntefli við Palace Strasbourg - Breiðablik 3-1 | Hetjuleg barátta dugði skammt Napoli í úrslit í Sádi-Arabíu Åge Hareide látinn Amorim vill Neves Benti á hinn íslenska Dan Burn „Við þurfum bara að keyra á þetta“ Segir Nóel Atla frábært dæmi um það þegar hlutirnir gangi upp Glódís gæti þurft að ryðja Man. Utd og Barcelona úr vegi að úrslitaleiknum Lést á leiðinni heim úr fótboltaleik Evrópusumma Blika komin í 800 milljónir og gæti nálgast milljarð í kvöld Liðsfélagi landsliðsmanns missti unga frændur sína í sprengingu Forsætisráðherrann hótar Roman Abramovich og segir að „klukkan tifi“ Bíður eftir kallinu frá Arnari: „Myndi segja að ég væri klár“ „Sýnum kvennaíþróttir af því að þær eru frábærar“ Sjá meira
Þetta varð ljóst þegar að dregið var í umspilið núna í morgun. Ísrael situr í 71.sæti á heimslista FIFA, fjórum sætum neðar en Ísland og lék í I-riðli í nýafstaðinni undankeppni. Þar var Ísrael í riðli með Rúmeníu, Sviss, Hvíta-Rússlandi, Kosóvó og Andorra og endaði í 3.sæti riðilsins með 15 stig eftir fjóra sigra, þrjú jafntefli, þrjú töp og markatöluna 0 eftir ellefu skoruð mörk á móti ellefu fengnum á sig. Nokkuð ljóst þykir að sökum ólgunnar fyrir botni Miðjarðarhafs verði leikurinn ekki spilaður í Ísrael og muni því verða spilaður á hlutlausum velli einhvers staðar í Evrópu. Síðasti heimaleikur Ísrael fór fram á Pancho leikvanginum í Ungverjalandi þann 18. nóvember síðastliðinn. Fimm leikir, enginn sigur Íslenska karlalandsliðið í knattspyrnu hefur ekkið riðið feitum hesti frá viðureignum sínum við Ísrael í gegnum tíðina. Alls hafa karlalandslið þessara þjóða mæst fimm sinnum. Þrisvar sinnum hafa liðin gert jafntefli en í hinum tveimur leikjunum hefur Ísland þurft að sætta sig við tap. Síðast mættust þessi lið þann 13.júní árið 2022, þá í Þjóðadeildinni, í leik sem endaði með 2-2 jafntefli. Frá leik Íslands og Ísrael í fyrraVísir/Getty Afrek ísraelska landsliðsins á knattspyrnuvellinum eru ekki mikil. Liðið hefur aldrei tekið þátt í lokakeppni EM en náði þó, árið 1970, að tryggja sér sæti á HM. Fengu þann markahæsta aftur Þekktasti leikmaður liðsins er án efa markahrókurinn margreyndi Eran Zahavi sem lék með Maccabi Tel Aviv gegn Breiðabliki í Sambandsdeild Evrópu fyrr á árinu. Þessi þaulreyndi leikmaður er markahæsti leikmaður ísraelska landsliðsins frá upphafi. Zahavi í leik með Maccabi Tel Aviv Mynd: Maccabi Tel Aviv Zahavi, hafði lagt landsliðsskóna á hilluna árið 2022 en svaraði á dögunum kalli ísraelsku þjóðarinnar og hóf að leika með landsliðinu á nýjan leik Hann er markahæsti landsliðsmaður Ísrael frá upphafi og hefur í gegnum sinn feril spilað með liðum á borð við Palermo, PSV Eindhoven, Guangzhou City sem og Hapoel og Maccabi Tel Aviv, komist í vana með það að raða inn mörkum. 555 leikir á atvinnumannastigi, yfir 330 mörk og yfir 90 stoðsendingar er tölfræðin sem býr að baki spilamennsku Zahavi. Á síðasta tímabili fór hann fyrir liði Maccabi Tel Aviv, skoraði 26 mörk í 40 leikjum og kom alls að 29 mörkum
Landslið karla í fótbolta EM 2024 í Þýskalandi Þjóðadeild karla í fótbolta Mest lesið Fyrrum kappaksturshetja og fjölskylda hans létust í flugslysi Sport Segir fjórðung í bók Óla ósannan Íslenski boltinn „Grimmileg áminning um hversu harkalegt og grimmt lífið getur verið“ Fótbolti „Salah líkaði ekki að vera í skugganum af Isak og Wirtz“ Enski boltinn Hætti við að keppa út af hundinum sínum Sport Elías mættur til meistaranna Íslenski boltinn Helmingur landsliðskvenna er undir lágmarkslaunum Fótbolti „Er því miður kominn í jólafrí“ Handbolti KR sagt vera að landa Arnóri Ingva Íslenski boltinn Syrgir góðan félaga í Åge: „Ótrúlega leiðinlegt að hann sé nú farinn“ Fótbolti Fleiri fréttir Hrannar Snær til Noregs Breiðablik, Valur og Þór/KA fengu milljónir vegna EM Elías mættur til meistaranna Syrgir góðan félaga í Åge: „Ótrúlega leiðinlegt að hann sé nú farinn“ KR sagt vera að landa Arnóri Ingva Fantasýn: „Hann setti allt á 3 og það kom upp 19“ Karólína Lea því miður of snemma í jólafrí Alexander Isak fékk sænska gullboltann Hilmar Árni til starfa hjá KR „Salah líkaði ekki að vera í skugganum af Isak og Wirtz“ Helmingur landsliðskvenna er undir lágmarkslaunum „Grimmileg áminning um hversu harkalegt og grimmt lífið getur verið“ Segir fjórðung í bók Óla ósannan Í fyrsta sinn rukkað inn á Fan Zone á HM Davíð sendir hjartnæma kveðju til Hareide Svona endaði Sambandsdeildin: Finnarnir áfram eftir jafntefli við Palace Strasbourg - Breiðablik 3-1 | Hetjuleg barátta dugði skammt Napoli í úrslit í Sádi-Arabíu Åge Hareide látinn Amorim vill Neves Benti á hinn íslenska Dan Burn „Við þurfum bara að keyra á þetta“ Segir Nóel Atla frábært dæmi um það þegar hlutirnir gangi upp Glódís gæti þurft að ryðja Man. Utd og Barcelona úr vegi að úrslitaleiknum Lést á leiðinni heim úr fótboltaleik Evrópusumma Blika komin í 800 milljónir og gæti nálgast milljarð í kvöld Liðsfélagi landsliðsmanns missti unga frændur sína í sprengingu Forsætisráðherrann hótar Roman Abramovich og segir að „klukkan tifi“ Bíður eftir kallinu frá Arnari: „Myndi segja að ég væri klár“ „Sýnum kvennaíþróttir af því að þær eru frábærar“ Sjá meira