Birgir telur spurningu Sverris ekki svara verða Jakob Bjarnar skrifar 23. nóvember 2023 12:07 Sverrir fór fram á að Birgir drægi orð sín til baka en Birgir heldur ekki, segir ummæli Sverris ekki verðskulda andsvör. vísir/vilhelm Birgir Þórarinsson alþingismaður hafnar því alfarið að draga til baka ummæli sín um afhöfðun kornabarna. Vísir birti í gær frétt þar sem Sverrir Agnarsson, ráðgjafi í markaðsmálum, fer þess á leit að Birgir Þórarinsson þingmaður dragi til baka orð sín þess efnis að kornabörn hafi verið afhöfðuð í árás Hamas á landtökubyggðir Ísraela þann 7. Október 2023. Ummælin féllu í umræðum um ályktun Alþingis þar sem árásirnar sem og stríðið í Gasa var fordæmt. Birgir heldur ekki. „Ég mun ekki tjá mig frekar um málflutning Sverris Agnarssonar. Á fundi í sal Þjóðminjasafnsins fyrir skömmu, þar sem ég var einn af frummælendum, neitaði hann hryðjuverki Hamas á óbreytta borgara í Ísrael og sagði að eitt barn hafi látist og það hafi verið af völdum Ísraels,“ segir Birgir í samtali við Vísi. Og bætir við: „Ummæli hans verðskulda ekki andsvör.“ Birgir ritar grein á Vísi þar sem hann í raun endurtekur það sem hann hafði áður sagt. Þar greinir Birgir frá því að hann hafi farið til Ísrael og Palestínu þar sem hann ræddi við þarlend stjórnvöld, eftir hryðjuverkaárás Hamas á Ísrael. „Í Ísrael heimsótti ég, ásamt 16 öðrum þingmönnum frá Evrópu, samyrkjubú þar sem hryðjuverkamenn Hamas drápu alla þá sem á vegi þeirra urðu,“ segir Birgir. Lýsingar hans eru sláandi og í raun í takti við það sem hann hefur áður sagt á Alþingi Íslendinga. „Við sáum myndband sem liðsmenn Hamas tóku upp með búkmyndavélum sem sýnir hroðaverkin. Það hefur m.a. verið sýnt í breska þinginu. Ég gat ekki horft á það allt sökum hryllings. Má þar nefna þegar barnshafandi kona var skorin lifandi á kvið, fóstrið tekið og afhöfðað. Nokkrir þingmenn horfðu á það. Kornabarn var sömuleiðis afhöfðað og hefur höfuð þess ekki fundist. Unglingur var afhöfðaður með garðyrkjuverkfæri. Fjölskyldur voru brenndar lifandi. Konum var nauðgað,“ segir meðal annars í grein Birgis. Þá segir hann: „Því miður eru þeir til sem fullyrða að frásögn mín byggi á ósannindum og leitast við að gera ágreining um aðferðir Hamas til að myrða kornabörn. Þannig eru drápin orðið aukaatriði en aðferðin aðalatriðið. Ummælin verðskulda ekki andsvör. Staðreyndirnar liggja fyrir.“ Sverrir sendi Birgi Ármannssyni afrit af bréfi sem hann stílaði bæði á Birgi og Ingu Sæland sem tók undir með Birgi Þórarinssyni. Nú er að vita hvort forseti Alþingis beiti sér fyrir því að málið fari í formlegan farveg. Alþingi Sjálfstæðisflokkurinn Átök í Ísrael og Palestínu Mest lesið Náðist á upptöku þegar skipulagðir þjófar tóku sjóðsvél Innlent Mannskæðasta árásin á Húta hingað til Erlent Uggandi vegna atlögu að háskólum: „Við ætlum ekki að lifa í ótta“ Erlent „Þetta er orðið pínu þreytt, tveir bílar á sex dögum“ Innlent Gamall ráðherra vildi nýtt hús, en nýr ráðherra gæti fengið gamalt hús Innlent Bað fyrir friðsamlegum kosningum meðan hann hékk á krossinum Erlent Við Íslendingar fórum bara á vertíð og drifum þetta af Innlent „Rosalega erfitt“ að keppa við innflutt grænmeti Innlent Bresk systkini létust í kláfferjuslysinu Erlent Diddy ekki veittur aukafrestur Erlent Fleiri fréttir Við Íslendingar fórum bara á vertíð og drifum þetta af Náðist á upptöku þegar skipulagðir þjófar tóku sjóðsvél „Rosalega erfitt“ að keppa við innflutt grænmeti Stígvél og tækniframfarir Hótanir gegn háskólum og krossfestingar Gamall ráðherra vildi nýtt hús, en nýr ráðherra gæti fengið gamalt hús „Þetta er orðið pínu þreytt, tveir bílar á sex dögum“ „Ágæt ábending“ um bótaþega en tekur ekki undir allar athugasemdir fjármálaráðs Háholt sett aftur á sölu Skjólstæðingur heilbrigðisstofnunar veittist að starfsfólki Ráðherra bregst við athugasemdum, leikur ársins og ódýrt grænmeti „Stórtækir íbúðareigendur“ eiga 20 prósent íbúða í borginni Handtekinn grunaður um vasaþjófnað í miðborginni Engar reglur á Íslandi um hve mörg börn sæðisgjafar megi eignast Morðhótunum í garð kvenna fari fjölgandi Rafmennt í samstarf og kaupir eignir þrotabúsins Kartöflugeymsla orðin að menningarhúsi Selfyssinga Hafa áhyggjur af því að sýn Veitna á Heiðmörk sé of þröng Skortur á reglum um sæðisgjafir og menningarmiðstöð í kartöflugeymslu Háværar framkvæmdir stöðvaðar Hafþór keppir í Rússlandi: „Auðvitað veldur þessi ákvörðun ákveðnum vonbrigðum“ Rannsaka ólöglegt fiskeldi Áformin dragi verulega úr möguleikum til útivistar Geti haft í för með sér „ónæði, mengun og álag á fráveitu“ Ofbeldi í nánum samböndum og mótmæli á Tenerife Einhleypir karlmenn standa verst Misskilnings gætt um breytingar á lögum um innritun í framhaldsskóla Andstaða forstjóra Flugleiða við Cargolux réð því að hluturinn fór Bað lögreglu um að bjarga kettinum úr klóm nágrannans Vantar sjálfboðaliða til að laga 500 hjól handa efnaminni fjölskyldum Sjá meira
Vísir birti í gær frétt þar sem Sverrir Agnarsson, ráðgjafi í markaðsmálum, fer þess á leit að Birgir Þórarinsson þingmaður dragi til baka orð sín þess efnis að kornabörn hafi verið afhöfðuð í árás Hamas á landtökubyggðir Ísraela þann 7. Október 2023. Ummælin féllu í umræðum um ályktun Alþingis þar sem árásirnar sem og stríðið í Gasa var fordæmt. Birgir heldur ekki. „Ég mun ekki tjá mig frekar um málflutning Sverris Agnarssonar. Á fundi í sal Þjóðminjasafnsins fyrir skömmu, þar sem ég var einn af frummælendum, neitaði hann hryðjuverki Hamas á óbreytta borgara í Ísrael og sagði að eitt barn hafi látist og það hafi verið af völdum Ísraels,“ segir Birgir í samtali við Vísi. Og bætir við: „Ummæli hans verðskulda ekki andsvör.“ Birgir ritar grein á Vísi þar sem hann í raun endurtekur það sem hann hafði áður sagt. Þar greinir Birgir frá því að hann hafi farið til Ísrael og Palestínu þar sem hann ræddi við þarlend stjórnvöld, eftir hryðjuverkaárás Hamas á Ísrael. „Í Ísrael heimsótti ég, ásamt 16 öðrum þingmönnum frá Evrópu, samyrkjubú þar sem hryðjuverkamenn Hamas drápu alla þá sem á vegi þeirra urðu,“ segir Birgir. Lýsingar hans eru sláandi og í raun í takti við það sem hann hefur áður sagt á Alþingi Íslendinga. „Við sáum myndband sem liðsmenn Hamas tóku upp með búkmyndavélum sem sýnir hroðaverkin. Það hefur m.a. verið sýnt í breska þinginu. Ég gat ekki horft á það allt sökum hryllings. Má þar nefna þegar barnshafandi kona var skorin lifandi á kvið, fóstrið tekið og afhöfðað. Nokkrir þingmenn horfðu á það. Kornabarn var sömuleiðis afhöfðað og hefur höfuð þess ekki fundist. Unglingur var afhöfðaður með garðyrkjuverkfæri. Fjölskyldur voru brenndar lifandi. Konum var nauðgað,“ segir meðal annars í grein Birgis. Þá segir hann: „Því miður eru þeir til sem fullyrða að frásögn mín byggi á ósannindum og leitast við að gera ágreining um aðferðir Hamas til að myrða kornabörn. Þannig eru drápin orðið aukaatriði en aðferðin aðalatriðið. Ummælin verðskulda ekki andsvör. Staðreyndirnar liggja fyrir.“ Sverrir sendi Birgi Ármannssyni afrit af bréfi sem hann stílaði bæði á Birgi og Ingu Sæland sem tók undir með Birgi Þórarinssyni. Nú er að vita hvort forseti Alþingis beiti sér fyrir því að málið fari í formlegan farveg.
Alþingi Sjálfstæðisflokkurinn Átök í Ísrael og Palestínu Mest lesið Náðist á upptöku þegar skipulagðir þjófar tóku sjóðsvél Innlent Mannskæðasta árásin á Húta hingað til Erlent Uggandi vegna atlögu að háskólum: „Við ætlum ekki að lifa í ótta“ Erlent „Þetta er orðið pínu þreytt, tveir bílar á sex dögum“ Innlent Gamall ráðherra vildi nýtt hús, en nýr ráðherra gæti fengið gamalt hús Innlent Bað fyrir friðsamlegum kosningum meðan hann hékk á krossinum Erlent Við Íslendingar fórum bara á vertíð og drifum þetta af Innlent „Rosalega erfitt“ að keppa við innflutt grænmeti Innlent Bresk systkini létust í kláfferjuslysinu Erlent Diddy ekki veittur aukafrestur Erlent Fleiri fréttir Við Íslendingar fórum bara á vertíð og drifum þetta af Náðist á upptöku þegar skipulagðir þjófar tóku sjóðsvél „Rosalega erfitt“ að keppa við innflutt grænmeti Stígvél og tækniframfarir Hótanir gegn háskólum og krossfestingar Gamall ráðherra vildi nýtt hús, en nýr ráðherra gæti fengið gamalt hús „Þetta er orðið pínu þreytt, tveir bílar á sex dögum“ „Ágæt ábending“ um bótaþega en tekur ekki undir allar athugasemdir fjármálaráðs Háholt sett aftur á sölu Skjólstæðingur heilbrigðisstofnunar veittist að starfsfólki Ráðherra bregst við athugasemdum, leikur ársins og ódýrt grænmeti „Stórtækir íbúðareigendur“ eiga 20 prósent íbúða í borginni Handtekinn grunaður um vasaþjófnað í miðborginni Engar reglur á Íslandi um hve mörg börn sæðisgjafar megi eignast Morðhótunum í garð kvenna fari fjölgandi Rafmennt í samstarf og kaupir eignir þrotabúsins Kartöflugeymsla orðin að menningarhúsi Selfyssinga Hafa áhyggjur af því að sýn Veitna á Heiðmörk sé of þröng Skortur á reglum um sæðisgjafir og menningarmiðstöð í kartöflugeymslu Háværar framkvæmdir stöðvaðar Hafþór keppir í Rússlandi: „Auðvitað veldur þessi ákvörðun ákveðnum vonbrigðum“ Rannsaka ólöglegt fiskeldi Áformin dragi verulega úr möguleikum til útivistar Geti haft í för með sér „ónæði, mengun og álag á fráveitu“ Ofbeldi í nánum samböndum og mótmæli á Tenerife Einhleypir karlmenn standa verst Misskilnings gætt um breytingar á lögum um innritun í framhaldsskóla Andstaða forstjóra Flugleiða við Cargolux réð því að hluturinn fór Bað lögreglu um að bjarga kettinum úr klóm nágrannans Vantar sjálfboðaliða til að laga 500 hjól handa efnaminni fjölskyldum Sjá meira