Borgarstjóri segir mikilvægt að fá forseta Íslands í heimsókn Heimir Már Pétursson skrifar 23. nóvember 2023 19:17 Forsetahjónin auk borgarstjórahjónanna skoðuðu íslenskuver í Breiðholtsskóla, svo fátt eitt sé nefnt. Reykjavíkurborg Forsetahjónin fóru víða í dag í fyrstu opinberu heimsókn forseta Íslands til Reykjavíkur frá því Vigdís Finnbogadóttir heimsótti borgina á 200 ára afmæli hennar árið 1986. Borgarstjóri segir mikilvægt að fá forsetann í heimsókn. Mér skilst að þetta sé aðeins í þriðja skipti sem forseti Íslands heimsækir Reykjavík, síðast á 200 ára afmæli borgarinnar. Er forsetinn ekki alltaf í Reykjavík, þarf hann að koma í opinbera heimsókn? „Nei í sjálfu sér þarf þess ekki. Skrifstofa forseta er í Reykjavík svo dæmi sé tekið. En það er gaman að ná svona einum degi þar sem við sjáum svo margt fjölbreytt og iðandi mannlíf. Þannig að við höfum notið þess mjög við hjónin að ferðast og ég vona að þau sem hafa tekið á móti okkur hér og þar í borginni hafi notið þess líka,“ sagði Guðni Th. Jóhannesson þegar hann og Eliza komu í gömlu rafstöðina í Elliðaárdal. Dagur B. Eggertsson borgarstjóri segir það mjög mikils virði að fá forsetahjónin í heimsókn. „Það er svo margt sem við tökum sem gefnu, sem þegar maður fær frábæra gesti, fyllir svo margt fólk af miklu stolti. Ég sá það bara í augum barnanna, í handabandi kennaranna og skólafólksins að fólk virkilega kunni að meta að forseti Íslands væri að koma í opinbera heimsókn til Reykjavíkur og heimsækja einmitt þau,“ segir borgarstjóri. Árbæingurinn gat náttúrlega ekki stillt sig um að fara með þig í Skalla til að fá ís. Var það kannski hápunkturinn? „Ég fór náttúrlega fyrst í ræktina í Árbænum líka. Vil halda því til haga,“ segir forsetinn kíminn. Vinna þér inn hitaeiningar? „Einmitt. En Reykjavík er höfuðborg Íslands og hér býr nú um það bil, muni ég rétt, þriðjungur landsmanna. Tveir þriðju ef við tökum höfuðborgarsvæðið og enn fleiri ef við horfum til nágrannasveitarfélaga. Þannig að við fræðumst mjög um framtíð lands og þjóðar með því að fara hingað,“ segir Guðni. Forsetahjónum, borgarstjóra og frú ásamt fylgdarliði var boðið að taka þátt í æfingum með íþróttahópi eldri borgara í fimleikahúsi Fylkis. Reykjavíkurborg Borgarstjóri minnti á að Íslendingar væru í alþjóðlegri samkeppni um fólk og fyrirtæki. Og Reykjavík er þar auðvitað okkar langsterkasta vörumerki og það sem mun ráða úrslitum um það hvernig gengur í þessari alþjóðlegu samkeppni.,“ segir Dagur. Óskir forseta Íslands til Reykvíkinga? „Bara að Reykvíkingum líði vel nú og um alla framtíð og að sambúð okkar allra í þessu landi verði farsæl. Við eigum ekki að ala á úlfúð á milli borgar og annarra hluta landsins. Við eigum að vinna saman og ég finn það í þessari heimsókn að þrátt fyrir allt er það nú miklu fleira sem sameinar okkur en það sem okkur greinir á um,“ segir Guðni Th. Jóhannesson forseti Íslands. Forseti Íslands Reykjavík Guðni Th. Jóhannesson Mest lesið Rak í rogastans þegar hann las viðtalið við Bubba Innlent Ekki efni til að ákæra þá sem fötluð kona var látin hafa samræði við Innlent Aldrei séð annan eins hraðakstur eftir þrjátíu ár í lögreglunni Innlent Tugir með magapínu eftir þríþraut við Laugarvatn Innlent Grunaðir um að stinga mann í rassinn að tilefnislausu Innlent Líkir tilætlunum Musk við lestarslys Erlent Ákvörðun saksóknara sendi undarleg skilaboð Innlent Sjö ára dómur fyrir að stinga tvo: Hittu árásarmanninn í fyrsta skipti þessa nýársnótt Innlent Samgönguráðherrann lést daginn sem Pútín rak hann Erlent Bandarískur kjarnorkukafbátur í heimsókn Innlent Fleiri fréttir Þrír milljarðar til viðbótar í viðhald vega Sjö ára dómur fyrir að stinga tvo: Hittu árásarmanninn í fyrsta skipti þessa nýársnótt Vill vindorkuver í Garpsdal og breytir tillögu stjórnar Tugir með magapínu eftir þríþraut við Laugarvatn „Við erum með háskólakerfi sem er fjármagnað undir OECD meðaltali“ Rembihnútur á þinginu en örþrifaráð ekki til umræðu Ákvörðun saksóknara sendi undarleg skilaboð Þinglok ekki í augnsýn og háskólarnir undirfjármagnaðir Grunaðir um að stinga mann í rassinn að tilefnislausu Ný kort sýna hvernig almyrkvinn verður á Íslandi Bandarískur kjarnorkukafbátur í heimsókn Formenn þingflokka halda spilunum þétt að sér Skjálfti upp á 3,4 í morgun á Suðurlandi Ekki efni til að ákæra þá sem fötluð kona var látin hafa samræði við Hiti nær 22 stigum fyrir austan Fjarlægðu „óvelkominn aðila“ af öldrunarheimili Rak í rogastans þegar hann las viðtalið við Bubba Árbæingar áhyggjufullir vegna umdeildra framkvæmda Aldrei séð annan eins hraðakstur eftir þrjátíu ár í lögreglunni Metfjöldi á biðlista og mögulega þarf að vísa frá Einstök litasamsetning á Prinsi Greifa Bíll í ljósum logum á Skaganum Vatnslögn í sundur í Smáralind Aldrei fleiri börn á biðlista og útrás í Kína Á hundrað og þrjátíu á sextíu götu Gul viðvörun: Brýna fyrir fólki á húsbílum að vara sig á vindinum Boltaleikir bannaðir á skólalóðinni eftir klukkan tíu Leggja til 80 milljónum árlega í nýja líkbrennslu Hinn stungni á batavegi en stungumennirnir ófundnir Nítján ára ferðamaður fannst látinn Sjá meira
Mér skilst að þetta sé aðeins í þriðja skipti sem forseti Íslands heimsækir Reykjavík, síðast á 200 ára afmæli borgarinnar. Er forsetinn ekki alltaf í Reykjavík, þarf hann að koma í opinbera heimsókn? „Nei í sjálfu sér þarf þess ekki. Skrifstofa forseta er í Reykjavík svo dæmi sé tekið. En það er gaman að ná svona einum degi þar sem við sjáum svo margt fjölbreytt og iðandi mannlíf. Þannig að við höfum notið þess mjög við hjónin að ferðast og ég vona að þau sem hafa tekið á móti okkur hér og þar í borginni hafi notið þess líka,“ sagði Guðni Th. Jóhannesson þegar hann og Eliza komu í gömlu rafstöðina í Elliðaárdal. Dagur B. Eggertsson borgarstjóri segir það mjög mikils virði að fá forsetahjónin í heimsókn. „Það er svo margt sem við tökum sem gefnu, sem þegar maður fær frábæra gesti, fyllir svo margt fólk af miklu stolti. Ég sá það bara í augum barnanna, í handabandi kennaranna og skólafólksins að fólk virkilega kunni að meta að forseti Íslands væri að koma í opinbera heimsókn til Reykjavíkur og heimsækja einmitt þau,“ segir borgarstjóri. Árbæingurinn gat náttúrlega ekki stillt sig um að fara með þig í Skalla til að fá ís. Var það kannski hápunkturinn? „Ég fór náttúrlega fyrst í ræktina í Árbænum líka. Vil halda því til haga,“ segir forsetinn kíminn. Vinna þér inn hitaeiningar? „Einmitt. En Reykjavík er höfuðborg Íslands og hér býr nú um það bil, muni ég rétt, þriðjungur landsmanna. Tveir þriðju ef við tökum höfuðborgarsvæðið og enn fleiri ef við horfum til nágrannasveitarfélaga. Þannig að við fræðumst mjög um framtíð lands og þjóðar með því að fara hingað,“ segir Guðni. Forsetahjónum, borgarstjóra og frú ásamt fylgdarliði var boðið að taka þátt í æfingum með íþróttahópi eldri borgara í fimleikahúsi Fylkis. Reykjavíkurborg Borgarstjóri minnti á að Íslendingar væru í alþjóðlegri samkeppni um fólk og fyrirtæki. Og Reykjavík er þar auðvitað okkar langsterkasta vörumerki og það sem mun ráða úrslitum um það hvernig gengur í þessari alþjóðlegu samkeppni.,“ segir Dagur. Óskir forseta Íslands til Reykvíkinga? „Bara að Reykvíkingum líði vel nú og um alla framtíð og að sambúð okkar allra í þessu landi verði farsæl. Við eigum ekki að ala á úlfúð á milli borgar og annarra hluta landsins. Við eigum að vinna saman og ég finn það í þessari heimsókn að þrátt fyrir allt er það nú miklu fleira sem sameinar okkur en það sem okkur greinir á um,“ segir Guðni Th. Jóhannesson forseti Íslands.
Forseti Íslands Reykjavík Guðni Th. Jóhannesson Mest lesið Rak í rogastans þegar hann las viðtalið við Bubba Innlent Ekki efni til að ákæra þá sem fötluð kona var látin hafa samræði við Innlent Aldrei séð annan eins hraðakstur eftir þrjátíu ár í lögreglunni Innlent Tugir með magapínu eftir þríþraut við Laugarvatn Innlent Grunaðir um að stinga mann í rassinn að tilefnislausu Innlent Líkir tilætlunum Musk við lestarslys Erlent Ákvörðun saksóknara sendi undarleg skilaboð Innlent Sjö ára dómur fyrir að stinga tvo: Hittu árásarmanninn í fyrsta skipti þessa nýársnótt Innlent Samgönguráðherrann lést daginn sem Pútín rak hann Erlent Bandarískur kjarnorkukafbátur í heimsókn Innlent Fleiri fréttir Þrír milljarðar til viðbótar í viðhald vega Sjö ára dómur fyrir að stinga tvo: Hittu árásarmanninn í fyrsta skipti þessa nýársnótt Vill vindorkuver í Garpsdal og breytir tillögu stjórnar Tugir með magapínu eftir þríþraut við Laugarvatn „Við erum með háskólakerfi sem er fjármagnað undir OECD meðaltali“ Rembihnútur á þinginu en örþrifaráð ekki til umræðu Ákvörðun saksóknara sendi undarleg skilaboð Þinglok ekki í augnsýn og háskólarnir undirfjármagnaðir Grunaðir um að stinga mann í rassinn að tilefnislausu Ný kort sýna hvernig almyrkvinn verður á Íslandi Bandarískur kjarnorkukafbátur í heimsókn Formenn þingflokka halda spilunum þétt að sér Skjálfti upp á 3,4 í morgun á Suðurlandi Ekki efni til að ákæra þá sem fötluð kona var látin hafa samræði við Hiti nær 22 stigum fyrir austan Fjarlægðu „óvelkominn aðila“ af öldrunarheimili Rak í rogastans þegar hann las viðtalið við Bubba Árbæingar áhyggjufullir vegna umdeildra framkvæmda Aldrei séð annan eins hraðakstur eftir þrjátíu ár í lögreglunni Metfjöldi á biðlista og mögulega þarf að vísa frá Einstök litasamsetning á Prinsi Greifa Bíll í ljósum logum á Skaganum Vatnslögn í sundur í Smáralind Aldrei fleiri börn á biðlista og útrás í Kína Á hundrað og þrjátíu á sextíu götu Gul viðvörun: Brýna fyrir fólki á húsbílum að vara sig á vindinum Boltaleikir bannaðir á skólalóðinni eftir klukkan tíu Leggja til 80 milljónum árlega í nýja líkbrennslu Hinn stungni á batavegi en stungumennirnir ófundnir Nítján ára ferðamaður fannst látinn Sjá meira