„Konan mín þarf ekki að vinna“ Karen Birna V. Ómarsdóttir skrifar 1. desember 2023 09:00 Fjárhagslegt ofbeldi í nánum samböndum „Er þetta jafnrétti?” var yfirskrift kvennaverkfallsins í ár þann 24. október síðastliðinn. Þann dag söfnuðust konur og kvár saman til þess að mótmæla launamismun og kynbundnu ofbeldi. Mér finnst því viðeigandi að skrifa hér nokkur orð um fjárhagslegt ofbeldi í nánum samböndum þar sem enginn grundvöllur er fyrir jafnrétti. Mikilvægt er að taka fram að allir geta orðið fyrir ofbeldi í nánum samböndum óháð kyni og kynhneigð. Eins geta öll kyn beitt ofbeldi en konur eru líklegri til þess að verða fyrir ofbeldi í nánum samböndum. Síðustu tölur frá Sameinuðu þjóðunum sýndu fram á að 1 af hverjum 3 konum verða fyrir ofbeldi í nánum samböndum í gegnum lífsleiðina. Þessi réttur sem gerendur telja sig hafa yfirgnæfir alltaf rödd þolenda. Grunnurinn í ofbeldis-samböndum er andlegt ofbeldi en með því er verið að tryggja að þolandi sé hliðhollur geranda sem kemur í veg fyrir að viðkomandi yfirgefi sambandið. Minna er talað um fjárhagslegt ofbeldi þrátt fyrir að sú birtingarmynd ofbeldis taki í burtu það öryggi að geta staðið á eigin fótum og sé ein helsta ástæðan fyrir því að þolandi fari aftur til geranda. Fjárhagslegt ofbeldi getur komið fram í ólíkum birtingarmyndum. Oftast er það þannig að þolandi hefur takmarkaðan aðgang að fjármunum, gerandi tekur peninga af þolanda eða kemur þolanda í miklar skuldir. Í framhaldi langar mig að leggja áherslu á einangrunina sem felst í fjárhagslegu ofbeldi og hvernig þessi aðferð getur læðst aftan að manni. Að vera hluti af vinnustað veitir ekki bara fjárhagslegt öryggi heldur eflir einnig félagslíf einstaklinga. Manneskja með ofbeldishegðun getur séð ógn í því að makinn sinni vinnu eða námi þar sem að það gerir það að verkum að erfiðara er að fylgjast með ferðum makans, við hvern makinn talar og um hvað. Þannig heldur gerandi oft maka sínum frá vinnu eða námi. Gerandi getur sannfært maka sinn um að hann sé ófær um að sinna vinnunni. Gerandi heldur vöku fyrir honum daginn fyrir vinnu t.d með rifrildi. Hann á það til að áreita maka með stanslausum símhringingum eða skilaboðum svo erfitt verður að sinna vinnunni. Gerandi sér til þess að þolandi verður seinn í vinnu meðal annars með því að fela lykla, skilja bílinn eftir batteríslausan eða gerir lítið úr og gagnrýnir maka. Gerandi getur reynt að sannfæra maka sinn um að hætta í vinnunni til dæmis með því að koma fyrir samviskubiti vegna barnanna eða annarra heimilisstarfa en einnig með því að gefa loforð um að sjá fyrir þeim báðum: „Þú getur bara verið heima með börnin og séð um heimilið.“ „Þú þarft ekki að hafa áhyggjur því ég sé fyrir okkur.“ Út á við er ástandið teiknað upp sem rómantísk mynd. „Nei veistu konan mín hún þarf ekki að vinna.“ Hægt er að lesa nánar um fjárhagslegt ofbeldi á 112.is Höfundur er ráðgjafi hjá Bjarkarhlíð. Greinin er birt í tengslum við alþjóðlegt 16 daga átak gegn kynbundnu ofbeldi. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein 16 daga átak gegn kynbundnu ofbeldi Kynferðisofbeldi Jafnréttismál Mest lesið Gervigreindin kolfellur á öllum prófum. Er bólan að bresta? Brynjólfur Þorvarðsson Skoðun Af hverju skiptir vökvagjöf okkur svona miklu máli? Hanna Birna Valdimarsdóttir Skoðun Fimm ár í feluleik Ebba Margrét Magnúsdóttir Skoðun Falið heimsveldi Al Thani-fjölskyldunnar Finnur Th. Eiríksson Skoðun Hér er það sem Ágúst sagði ykkur ekki Hjörtur J. Guðmundsson Skoðun Halldór 16.08.2025 Halldór Við styðjum Ingólf Gíslason og annað starfsfólk í akademískri sniðgöngu Elía Hörpu og Önundarbur,Inga Björk Margrétar Bjarnadóttir,Íris Ellenberger,Sjöfn Asare Skoðun Eineltið endaði með örkumlun Davíð Bergmann Skoðun Þetta þarftu að vita: 12 atriði Ágúst Ólafur Ágústsson Skoðun Ég frétti af konu Gunnhildur Sveinsdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Af hverju skiptir vökvagjöf okkur svona miklu máli? Hanna Birna Valdimarsdóttir skrifar Skoðun Gervigreindin kolfellur á öllum prófum. Er bólan að bresta? Brynjólfur Þorvarðsson skrifar Skoðun Kerfisbundið afnám réttinda kvenna — Staða afganskra kvenna 4 árum eftir valdatöku talíbana Ólafur Elínarson,Anna Steinsen skrifar Skoðun Hér er það sem Ágúst sagði ykkur ekki Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Framtíð íslensks menntakerfis – lærum af Buffalo og leiðandi háskólum heims Sigvaldi Einarsson skrifar Skoðun Öryggismenning – hjartað í ábyrgri ferðaþjónustu Ólína Laxdal,Sólveig Nikulásdóttir skrifar Skoðun Nýsamþykkt aðgerðaáætlun í krabbameinsmálum – aldrei mikilvægari en nú Halla Þorvaldsdóttir skrifar Skoðun Falið heimsveldi Al Thani-fjölskyldunnar Finnur Th. Eiríksson skrifar Skoðun Við styðjum Ingólf Gíslason og annað starfsfólk í akademískri sniðgöngu Elía Hörpu og Önundarbur,Inga Björk Margrétar Bjarnadóttir,Íris Ellenberger,Sjöfn Asare skrifar Skoðun Hið landlæga fúsk Helga Sigrún Harðardóttir skrifar Skoðun Þetta þarftu að vita: 12 atriði Ágúst Ólafur Ágústsson skrifar Skoðun Ég frétti af konu Gunnhildur Sveinsdóttir skrifar Skoðun Rangfærslur ESB-sinna leiðréttar Diljá Mist Einarsdóttir skrifar Skoðun Eineltið endaði með örkumlun Davíð Bergmann skrifar Skoðun Akademísk kurteisi á tímum þjóðarmorðs Finnur Ulf Dellsén skrifar Skoðun Við megum ekki tapa leiknum utan vallar Eysteinn Pétur Lárusson skrifar Skoðun Börnin heyra bara sprengjugnýinn Hjálmtýr Heiðdal skrifar Skoðun Gagnslausa fólkið Þröstur Friðfinnsson skrifar Skoðun Tjáningarfrelsi Laufey Brá Jónsdóttir,Sigríður Kristín Helgadóttir,Þorvaldur Víðisson skrifar Skoðun Allt mun fara vel Bjarni Karlsson skrifar Skoðun Normið á ekki síðasta orðið Katrín Íris Sigurðardóttir skrifar Skoðun Ég er eins og ég er, hvernig á ég að vera eitthvað annað? Sigrún Ólöf Ingólfsdóttir skrifar Skoðun Við lifum á tíma fasisma Una Margrét Jónsdóttir skrifar Skoðun Örvæntingarfullir bíleigendur í frumskógi bílastæðagjalda Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar Skoðun Hinir miklu lýðræðissinnar Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Kolefnishlutleysi eftir 15 ár? Hrafnhildur Bragadóttir,Birna Sigrún Hallsdóttir skrifar Skoðun Gleði eða ógleði? Haraldur Hrafn Guðmundsson skrifar Skoðun Tískuorð eða sjálfsögð réttindi? Vigdís Ásgeirsdóttir skrifar Skoðun Ráðherrann og illkvittnu einkaaðilarnir Freyr Ólafsson skrifar Skoðun Áttatíu ár frá Hírósíma og Nagasakí Snæbjörn Guðmundsson skrifar Sjá meira
Fjárhagslegt ofbeldi í nánum samböndum „Er þetta jafnrétti?” var yfirskrift kvennaverkfallsins í ár þann 24. október síðastliðinn. Þann dag söfnuðust konur og kvár saman til þess að mótmæla launamismun og kynbundnu ofbeldi. Mér finnst því viðeigandi að skrifa hér nokkur orð um fjárhagslegt ofbeldi í nánum samböndum þar sem enginn grundvöllur er fyrir jafnrétti. Mikilvægt er að taka fram að allir geta orðið fyrir ofbeldi í nánum samböndum óháð kyni og kynhneigð. Eins geta öll kyn beitt ofbeldi en konur eru líklegri til þess að verða fyrir ofbeldi í nánum samböndum. Síðustu tölur frá Sameinuðu þjóðunum sýndu fram á að 1 af hverjum 3 konum verða fyrir ofbeldi í nánum samböndum í gegnum lífsleiðina. Þessi réttur sem gerendur telja sig hafa yfirgnæfir alltaf rödd þolenda. Grunnurinn í ofbeldis-samböndum er andlegt ofbeldi en með því er verið að tryggja að þolandi sé hliðhollur geranda sem kemur í veg fyrir að viðkomandi yfirgefi sambandið. Minna er talað um fjárhagslegt ofbeldi þrátt fyrir að sú birtingarmynd ofbeldis taki í burtu það öryggi að geta staðið á eigin fótum og sé ein helsta ástæðan fyrir því að þolandi fari aftur til geranda. Fjárhagslegt ofbeldi getur komið fram í ólíkum birtingarmyndum. Oftast er það þannig að þolandi hefur takmarkaðan aðgang að fjármunum, gerandi tekur peninga af þolanda eða kemur þolanda í miklar skuldir. Í framhaldi langar mig að leggja áherslu á einangrunina sem felst í fjárhagslegu ofbeldi og hvernig þessi aðferð getur læðst aftan að manni. Að vera hluti af vinnustað veitir ekki bara fjárhagslegt öryggi heldur eflir einnig félagslíf einstaklinga. Manneskja með ofbeldishegðun getur séð ógn í því að makinn sinni vinnu eða námi þar sem að það gerir það að verkum að erfiðara er að fylgjast með ferðum makans, við hvern makinn talar og um hvað. Þannig heldur gerandi oft maka sínum frá vinnu eða námi. Gerandi getur sannfært maka sinn um að hann sé ófær um að sinna vinnunni. Gerandi heldur vöku fyrir honum daginn fyrir vinnu t.d með rifrildi. Hann á það til að áreita maka með stanslausum símhringingum eða skilaboðum svo erfitt verður að sinna vinnunni. Gerandi sér til þess að þolandi verður seinn í vinnu meðal annars með því að fela lykla, skilja bílinn eftir batteríslausan eða gerir lítið úr og gagnrýnir maka. Gerandi getur reynt að sannfæra maka sinn um að hætta í vinnunni til dæmis með því að koma fyrir samviskubiti vegna barnanna eða annarra heimilisstarfa en einnig með því að gefa loforð um að sjá fyrir þeim báðum: „Þú getur bara verið heima með börnin og séð um heimilið.“ „Þú þarft ekki að hafa áhyggjur því ég sé fyrir okkur.“ Út á við er ástandið teiknað upp sem rómantísk mynd. „Nei veistu konan mín hún þarf ekki að vinna.“ Hægt er að lesa nánar um fjárhagslegt ofbeldi á 112.is Höfundur er ráðgjafi hjá Bjarkarhlíð. Greinin er birt í tengslum við alþjóðlegt 16 daga átak gegn kynbundnu ofbeldi.
Við styðjum Ingólf Gíslason og annað starfsfólk í akademískri sniðgöngu Elía Hörpu og Önundarbur,Inga Björk Margrétar Bjarnadóttir,Íris Ellenberger,Sjöfn Asare Skoðun
Skoðun Kerfisbundið afnám réttinda kvenna — Staða afganskra kvenna 4 árum eftir valdatöku talíbana Ólafur Elínarson,Anna Steinsen skrifar
Skoðun Framtíð íslensks menntakerfis – lærum af Buffalo og leiðandi háskólum heims Sigvaldi Einarsson skrifar
Skoðun Öryggismenning – hjartað í ábyrgri ferðaþjónustu Ólína Laxdal,Sólveig Nikulásdóttir skrifar
Skoðun Nýsamþykkt aðgerðaáætlun í krabbameinsmálum – aldrei mikilvægari en nú Halla Þorvaldsdóttir skrifar
Skoðun Við styðjum Ingólf Gíslason og annað starfsfólk í akademískri sniðgöngu Elía Hörpu og Önundarbur,Inga Björk Margrétar Bjarnadóttir,Íris Ellenberger,Sjöfn Asare skrifar
Skoðun Tjáningarfrelsi Laufey Brá Jónsdóttir,Sigríður Kristín Helgadóttir,Þorvaldur Víðisson skrifar
Skoðun Örvæntingarfullir bíleigendur í frumskógi bílastæðagjalda Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar
Við styðjum Ingólf Gíslason og annað starfsfólk í akademískri sniðgöngu Elía Hörpu og Önundarbur,Inga Björk Margrétar Bjarnadóttir,Íris Ellenberger,Sjöfn Asare Skoðun