„Það er saga á bakvið þetta lag“ Íris Hauksdóttir skrifar 28. nóvember 2023 10:08 Klara Einarsdóttir er ung og upprennandi söngkona. Gassi Klara Einarsdóttir, sautján ára, bar sigur úr býtum í söngvakeppni Verzlunarskóla Íslands nýverið. Þrátt fyrir ungan aldur hefur Klara heilmikla reynslu úr heimi tónlistar. Hún gaf nú út sitt fyrsta jólalag en sagan á bak við það er einstaklega falleg. „Það er saga á bakvið þetta lag,“ segir Klara og heldur áfram. „Pabbi gaf mömmu það í jólagjöf fyrir tuttugu og fimm árum. Henni þykir mjög vænt um það og við hækkum alltaf og syngjum með í bílnum þegar það í spilað á útvarpsstöðvunum. Svo spilaði ég það fyrir nokkrum árum á tónleikum í Tónlistarskólanum í Garðabæ þar sem ég hef bæði lært söng og bassaleik.“ Líf Klöru hverfist að stærstum hluta í kringum tónlistina.Gassi Lagið er endurgerð af jólalagi sem faðir Klöru, Einar Bárðarson, samdi og flutt var af söngvurunum Gunnari Óla og Einari Ágústi. Það er Ingimar Tryggvason, einn af upptökustjórunum hjá Patr!k, prettyboitjokko, sem stýrði upptökum á endurgerðinni og óhætt að segja hann hafa átt gott ár í tónlistinni. „Hann sá meðal annars um upptökustjórn á laginu Skína, einu allra vinsælasta lagi ársins.“ Sjálfur segir hann samstarfið við Klöru hafa verið gott og gefandi. „Hún er alveg ótrúlega örugg í upptökum og á klárlega eftir að skína. Hún er nú þegar byrjuð að kenna öðrum upprennandi stjörnum hvernig á að gera þetta.“ Klara segir það dýrmæta reynslu að koma fram í Níu lífum Bubba.Gassi Klara sigraði sem fyrr segir söngvakeppni Verzlunarskóla Íslands fyrir rúmri viku. Síðastliðin fjögur ár hefur líf hennar að mestu snúist um músik. Samhliða því að syngja í Stúlknakórnum Árórum og Stúlknakór Reykjavíkur undanfarin sjö ár, hefur Klara jafnframt tekið þátt í söngleiknum Níu líf Bubba Morthens í Borgarleikhúsinu. „Við byrjuðum að æfa það haustið 2019 svo við erum búnar að vera í þessu síðustu fjögur ár. Það er bæði ótrúlegt og í raun sögulegt fyrir okkur stelpurnar sem taka þátt í þessu magnaða verki með Bubba og öllum þessa frábæra hópi fólks. Þau hafa reynst okkur svo dýrmætar fyrirmyndir.“ Þegar Klara er ekki að sinna þessum verkefnum ásamt menntaskólagöngu kennir hún söngvurum framtíðarinnar að syngja í Söngskóla Maríu Bjarkar. Lagið, Handa þér, heyra í spilaranum hér fyrir neðan. Klippa: Klara Einarsdóttir - Handa þér Tónlist Jól Mest lesið Hristir hausinn yfir fyrra líferni Lífið „Ef þú kemur hingað og ferð að brjóta lög þá áttu ekkert erindi hér“ Lífið Skrýtin skilaboð að þurfa að sækja fundi til að vera edrú Lífið „Það að missa hann hefur líklega mótað mig hvað mest“ Lífið Þetta eru bestu lög 21. aldarinnar Tónlist Léti aldrei sjá sig í ökklasokkum Tíska og hönnun Britney deildi myndbandi af Yrsu að fá gleraugu í fyrsta sinn Lífið Eigendur Tripical keyptu glæsihæð við Nesveg Lífið „Hitti Rúrik Gíslason einu sinni í bókabúð og Herra Hnetusmjör nokkrum sinnum“ Lífið „Fötlun fyrir marga að vera með lítið typpi“ Lífið Fleiri fréttir Hristir hausinn yfir fyrra líferni Heiður Ósk og Davíð keyptu parhús í Hafnarfirði Hamingja í hverjum munnbita „Hitti Rúrik Gíslason einu sinni í bókabúð og Herra Hnetusmjör nokkrum sinnum“ „Ef þú kemur hingað og ferð að brjóta lög þá áttu ekkert erindi hér“ Skrýtin skilaboð að þurfa að sækja fundi til að vera edrú „Þetta er virkilega fallegt samfélag“ Eigendur Tripical keyptu glæsihæð við Nesveg „Það að missa hann hefur líklega mótað mig hvað mest“ Tindatríóið híft upp en Anna Sigga enn föst Britney deildi myndbandi af Yrsu að fá gleraugu í fyrsta sinn „Dreymir um að geta haft jákvæð áhrif á líf annarra“ „Öðruvísi að vera þarna megin við borðið“ í baráttu við krabbann Sjáðu-hjónin kunna að halda partý Tilkynnti dauða Trés lífsins með brókarmynd Sjónlýsing í fyrsta sinn „Fötlun fyrir marga að vera með lítið typpi“ Karen og Hjalti orðin tveggja barna foreldrar Fullkominn brúðkaupsdagur í frönskum kastala Play gjaldþrota: Hvað geta Laufey og Viagra kennt okkur? Dauðlangar í kynlífsdúkku en óttast álit annarra Fagnar gagnrýni á „rasshausa-ummæli“ sín Silja Rós og Magnús eiga von á dreng Andri og Anne selja í Fossvogi Ljúffeng gulrótarkaka í morgunmat „Þetta fólk myndi ekki rata í Víkina með Google Maps“ Fór á skeljarnar eftir siglingu um Miðjarðarhafið Maður geti þurft að díla við „konu sem er á túr“ og í vondu skapi „Mikilvægt að íslenskt samfélag virði alla sem Íslendinga“ Gefur endurkomu undir fótinn Sjá meira
„Það er saga á bakvið þetta lag,“ segir Klara og heldur áfram. „Pabbi gaf mömmu það í jólagjöf fyrir tuttugu og fimm árum. Henni þykir mjög vænt um það og við hækkum alltaf og syngjum með í bílnum þegar það í spilað á útvarpsstöðvunum. Svo spilaði ég það fyrir nokkrum árum á tónleikum í Tónlistarskólanum í Garðabæ þar sem ég hef bæði lært söng og bassaleik.“ Líf Klöru hverfist að stærstum hluta í kringum tónlistina.Gassi Lagið er endurgerð af jólalagi sem faðir Klöru, Einar Bárðarson, samdi og flutt var af söngvurunum Gunnari Óla og Einari Ágústi. Það er Ingimar Tryggvason, einn af upptökustjórunum hjá Patr!k, prettyboitjokko, sem stýrði upptökum á endurgerðinni og óhætt að segja hann hafa átt gott ár í tónlistinni. „Hann sá meðal annars um upptökustjórn á laginu Skína, einu allra vinsælasta lagi ársins.“ Sjálfur segir hann samstarfið við Klöru hafa verið gott og gefandi. „Hún er alveg ótrúlega örugg í upptökum og á klárlega eftir að skína. Hún er nú þegar byrjuð að kenna öðrum upprennandi stjörnum hvernig á að gera þetta.“ Klara segir það dýrmæta reynslu að koma fram í Níu lífum Bubba.Gassi Klara sigraði sem fyrr segir söngvakeppni Verzlunarskóla Íslands fyrir rúmri viku. Síðastliðin fjögur ár hefur líf hennar að mestu snúist um músik. Samhliða því að syngja í Stúlknakórnum Árórum og Stúlknakór Reykjavíkur undanfarin sjö ár, hefur Klara jafnframt tekið þátt í söngleiknum Níu líf Bubba Morthens í Borgarleikhúsinu. „Við byrjuðum að æfa það haustið 2019 svo við erum búnar að vera í þessu síðustu fjögur ár. Það er bæði ótrúlegt og í raun sögulegt fyrir okkur stelpurnar sem taka þátt í þessu magnaða verki með Bubba og öllum þessa frábæra hópi fólks. Þau hafa reynst okkur svo dýrmætar fyrirmyndir.“ Þegar Klara er ekki að sinna þessum verkefnum ásamt menntaskólagöngu kennir hún söngvurum framtíðarinnar að syngja í Söngskóla Maríu Bjarkar. Lagið, Handa þér, heyra í spilaranum hér fyrir neðan. Klippa: Klara Einarsdóttir - Handa þér
Tónlist Jól Mest lesið Hristir hausinn yfir fyrra líferni Lífið „Ef þú kemur hingað og ferð að brjóta lög þá áttu ekkert erindi hér“ Lífið Skrýtin skilaboð að þurfa að sækja fundi til að vera edrú Lífið „Það að missa hann hefur líklega mótað mig hvað mest“ Lífið Þetta eru bestu lög 21. aldarinnar Tónlist Léti aldrei sjá sig í ökklasokkum Tíska og hönnun Britney deildi myndbandi af Yrsu að fá gleraugu í fyrsta sinn Lífið Eigendur Tripical keyptu glæsihæð við Nesveg Lífið „Hitti Rúrik Gíslason einu sinni í bókabúð og Herra Hnetusmjör nokkrum sinnum“ Lífið „Fötlun fyrir marga að vera með lítið typpi“ Lífið Fleiri fréttir Hristir hausinn yfir fyrra líferni Heiður Ósk og Davíð keyptu parhús í Hafnarfirði Hamingja í hverjum munnbita „Hitti Rúrik Gíslason einu sinni í bókabúð og Herra Hnetusmjör nokkrum sinnum“ „Ef þú kemur hingað og ferð að brjóta lög þá áttu ekkert erindi hér“ Skrýtin skilaboð að þurfa að sækja fundi til að vera edrú „Þetta er virkilega fallegt samfélag“ Eigendur Tripical keyptu glæsihæð við Nesveg „Það að missa hann hefur líklega mótað mig hvað mest“ Tindatríóið híft upp en Anna Sigga enn föst Britney deildi myndbandi af Yrsu að fá gleraugu í fyrsta sinn „Dreymir um að geta haft jákvæð áhrif á líf annarra“ „Öðruvísi að vera þarna megin við borðið“ í baráttu við krabbann Sjáðu-hjónin kunna að halda partý Tilkynnti dauða Trés lífsins með brókarmynd Sjónlýsing í fyrsta sinn „Fötlun fyrir marga að vera með lítið typpi“ Karen og Hjalti orðin tveggja barna foreldrar Fullkominn brúðkaupsdagur í frönskum kastala Play gjaldþrota: Hvað geta Laufey og Viagra kennt okkur? Dauðlangar í kynlífsdúkku en óttast álit annarra Fagnar gagnrýni á „rasshausa-ummæli“ sín Silja Rós og Magnús eiga von á dreng Andri og Anne selja í Fossvogi Ljúffeng gulrótarkaka í morgunmat „Þetta fólk myndi ekki rata í Víkina með Google Maps“ Fór á skeljarnar eftir siglingu um Miðjarðarhafið Maður geti þurft að díla við „konu sem er á túr“ og í vondu skapi „Mikilvægt að íslenskt samfélag virði alla sem Íslendinga“ Gefur endurkomu undir fótinn Sjá meira