Sáralitlar líkur á gosi úr sprungunni Ólafur Björn Sverrisson skrifar 24. nóvember 2023 18:15 Sprungan umrædda. vísir/vilhelm Ármann Höskuldsson eldfjallafræðingur segir sáralitlar líkur á því að það gjósi úr sprungunum sem mynduðust í miðjum Grindavíkurbæ. Mestar líkur eru á gosi við Svartsengi. „Þetta er frekar rólegt,“ segir Ármann spurður út í stöðuna í Reykjavík síðdegis. „Sprungan hefur róað sig, flekajaðarinn sem hreyfði sig 10. [nóvember]. Þannig það er að koma ró á það í bili og vonandi færist virknin í framhaldi út í Eldvörp, þar sem hún á að vera.“ Minni líkur séu því á gosi nú en áður. „Ég hef sagt það að mestar líkur á gosi voru 10. og 11. og ef það kemur ekkert upp, þá dvala líkurnar bara hægt og rólega. Við erum því bara komin í það ástand núna að líkur á gosi eru sáralitlar,“ segir Ármann og áréttar að hann eigi við um sprunguna alræmdu sem myndaðist í miðjum Grindavíkurbæ fyrr í mánuðinum. Erlendir fjölmiðlamenn fengu að kanna aðstæður í Grindavík í vikunni. vísir/vilhelm „Svo er enn að dælast inn í hólfið undir Svartsengi og í Eldvörpum. Þrýstingur þar bara vex og við sjáum að það er kvika að safnast þar og þegar magnið eða risið nær fyrra risi, förum við að hafa áhyggjur af því að það fari að gjósa þar einhvers staðar.“ Hann segir þróunina hraðari nú en þegar gaus við Fagradalsfjall fyrir rúmum tveimur árum síðan. „En Fagradalsfjall var líka mjög óvenjulegur staður,“ segir Ármann. Ekki sé hægt að útiloka að það gjósi innan varnargarða, þó það sé ólíklegt. Hann segir ekki líkur á hraunrennsli í átt að byggð, gjósi við Svartsengi. „Það gæti verið vestan við, það er þá sama þar að menn setja upp garð til að verja vesturbyggðina og beina því út í sjó,“ segir Ármann. Hlusta má á viðtalið við hann í heild sinni í spilaranum hér að neðan. Grindavík Eldgos og jarðhræringar Eldgos á Reykjanesskaga Varnargarðar á Reykjanesskaga Mest lesið Eldri kona stórslösuð og vitni gefa sig fram Innlent Gunnar lögmaður: „Ég er rosalega vinsæll á meðal Albananna“ Innlent Alvarlegt slys á Suðurlandsbraut Innlent Mikið viðbragð vegna umferðarslyss Innlent Lífið gjörbreytt Innlent „Þetta er stórkostlegt vandamál fyrir Íslendinga“ Innlent Elsti Íslendingurinn er látinn Innlent Halla Bergþóra sækir um en ekki Páley Innlent Ráðherra bað skólameistara afsökunar sem klóra sér enn í kollinum Innlent Hlaup hafið í Skaftá Innlent Fleiri fréttir Kókaínreykingar algengari, vonbrigði í vegagerð og háskaleg eftirför lögreglu Mikið viðbragð vegna umferðarslyss Taldi brúðkaup í Keníu ekki telja og krefst ógildingar Slökktu eld á Stórhöfða Ráðherra bað skólameistara afsökunar sem klóra sér enn í kollinum Elsti Íslendingurinn er látinn Eldri kona stórslösuð og vitni gefa sig fram Halla Bergþóra sækir um en ekki Páley Hafnarfjörður mátti ekki afturkalla ráðningu Óskars Steins Gunnar lögmaður: „Ég er rosalega vinsæll á meðal Albananna“ Furðar sig á uppbyggingu við inngang þjóðgarðsins Grindvíkingar fái að velja hvar þeir kjósa „Auðvitað er forgangsröðun jarðganga vonbrigði fyrir mig“ „Þetta er stórkostlegt vandamál fyrir Íslendinga“ Ekki búið að bera kennsl á þann sem ekið var á Uggur í læknum og samtöl við Norðurlönd nauðsynlegt Fóru ekki fram á lengra varðhald yfir lögmanninum Áhyggjufullir læknar Hlaup hafið í Skaftá Alvarlegt slys á Suðurlandsbraut Lífið gjörbreytt Grindvíkingar hugsa um að fara heim: Gott að vera í Grindavík en verður aldrei eins Króuðu stolinn bíl af í Kömbunum eftir eftirför þvert yfir Hellisheiði Hjólreiðamaður fluttur „mikið slasaður“ með sjúkraflugi Málaflokkurinn kosti sveitarfélögin milljarða Áföllin hafi mótað sig Gramir að næstu göng á lista séu ekki á Austurlandi Herflugvél snúið við í neyð Mikið áhyggjuefni ef læknar komast ekki utan í sérnám Talsverður fjöldi uppfylli ekki lágmarkskröfur um netöryggi Sjá meira
„Þetta er frekar rólegt,“ segir Ármann spurður út í stöðuna í Reykjavík síðdegis. „Sprungan hefur róað sig, flekajaðarinn sem hreyfði sig 10. [nóvember]. Þannig það er að koma ró á það í bili og vonandi færist virknin í framhaldi út í Eldvörp, þar sem hún á að vera.“ Minni líkur séu því á gosi nú en áður. „Ég hef sagt það að mestar líkur á gosi voru 10. og 11. og ef það kemur ekkert upp, þá dvala líkurnar bara hægt og rólega. Við erum því bara komin í það ástand núna að líkur á gosi eru sáralitlar,“ segir Ármann og áréttar að hann eigi við um sprunguna alræmdu sem myndaðist í miðjum Grindavíkurbæ fyrr í mánuðinum. Erlendir fjölmiðlamenn fengu að kanna aðstæður í Grindavík í vikunni. vísir/vilhelm „Svo er enn að dælast inn í hólfið undir Svartsengi og í Eldvörpum. Þrýstingur þar bara vex og við sjáum að það er kvika að safnast þar og þegar magnið eða risið nær fyrra risi, förum við að hafa áhyggjur af því að það fari að gjósa þar einhvers staðar.“ Hann segir þróunina hraðari nú en þegar gaus við Fagradalsfjall fyrir rúmum tveimur árum síðan. „En Fagradalsfjall var líka mjög óvenjulegur staður,“ segir Ármann. Ekki sé hægt að útiloka að það gjósi innan varnargarða, þó það sé ólíklegt. Hann segir ekki líkur á hraunrennsli í átt að byggð, gjósi við Svartsengi. „Það gæti verið vestan við, það er þá sama þar að menn setja upp garð til að verja vesturbyggðina og beina því út í sjó,“ segir Ármann. Hlusta má á viðtalið við hann í heild sinni í spilaranum hér að neðan.
Grindavík Eldgos og jarðhræringar Eldgos á Reykjanesskaga Varnargarðar á Reykjanesskaga Mest lesið Eldri kona stórslösuð og vitni gefa sig fram Innlent Gunnar lögmaður: „Ég er rosalega vinsæll á meðal Albananna“ Innlent Alvarlegt slys á Suðurlandsbraut Innlent Mikið viðbragð vegna umferðarslyss Innlent Lífið gjörbreytt Innlent „Þetta er stórkostlegt vandamál fyrir Íslendinga“ Innlent Elsti Íslendingurinn er látinn Innlent Halla Bergþóra sækir um en ekki Páley Innlent Ráðherra bað skólameistara afsökunar sem klóra sér enn í kollinum Innlent Hlaup hafið í Skaftá Innlent Fleiri fréttir Kókaínreykingar algengari, vonbrigði í vegagerð og háskaleg eftirför lögreglu Mikið viðbragð vegna umferðarslyss Taldi brúðkaup í Keníu ekki telja og krefst ógildingar Slökktu eld á Stórhöfða Ráðherra bað skólameistara afsökunar sem klóra sér enn í kollinum Elsti Íslendingurinn er látinn Eldri kona stórslösuð og vitni gefa sig fram Halla Bergþóra sækir um en ekki Páley Hafnarfjörður mátti ekki afturkalla ráðningu Óskars Steins Gunnar lögmaður: „Ég er rosalega vinsæll á meðal Albananna“ Furðar sig á uppbyggingu við inngang þjóðgarðsins Grindvíkingar fái að velja hvar þeir kjósa „Auðvitað er forgangsröðun jarðganga vonbrigði fyrir mig“ „Þetta er stórkostlegt vandamál fyrir Íslendinga“ Ekki búið að bera kennsl á þann sem ekið var á Uggur í læknum og samtöl við Norðurlönd nauðsynlegt Fóru ekki fram á lengra varðhald yfir lögmanninum Áhyggjufullir læknar Hlaup hafið í Skaftá Alvarlegt slys á Suðurlandsbraut Lífið gjörbreytt Grindvíkingar hugsa um að fara heim: Gott að vera í Grindavík en verður aldrei eins Króuðu stolinn bíl af í Kömbunum eftir eftirför þvert yfir Hellisheiði Hjólreiðamaður fluttur „mikið slasaður“ með sjúkraflugi Málaflokkurinn kosti sveitarfélögin milljarða Áföllin hafi mótað sig Gramir að næstu göng á lista séu ekki á Austurlandi Herflugvél snúið við í neyð Mikið áhyggjuefni ef læknar komast ekki utan í sérnám Talsverður fjöldi uppfylli ekki lágmarkskröfur um netöryggi Sjá meira