„Þetta líktist helst rokktónleikum“ Bjarki Sigurðsson skrifar 24. nóvember 2023 20:00 Albert Þór Magnússon er eigandi Lindex á Íslandi og umboðsaðili Gina Tricot. Vísir/Arnar Svartur föstudagur, einn stærsti verslunardagur ársins, er í dag. Fjöldi verslana bauð upp á afslátt í dag, en sumar þeirra fóru fjölbreyttari leiðir við að halda upp á daginn. Dagurinn er að bandarískri fyrirmynd og markar upphaf jólainnkaupatímabilsins. Hjá þeim verslunum sem buðu upp á afslátt í dag var heilmikið að gera. Sumir buðu upp á allt að áttatíu prósent afslátt. „Við erum búin að vera með fulla búð í dag og fullt bílastæði. Við erum líka búin að sjá það að netið er að koma sterkt inn. Við gerðum könnun hjá okkar viðskiptavinum og þar kom í ljós að 74 prósent voru líklegri en ekki til þess að kaupa jólagjafirnar á tilboðsdögum. Þannig það er mjög líklegt að það séu margir hérna að kaupa jólagjafirnar,“ segir Óttar Örn Sigurbergsson, framkvæmdastjóri Elko. Óttar Örn Sigurbergsson, framkvæmdastjóri Elko.Vísir/Arnar Myrkur í Góða hirðinum Aðrir tóku deginum ögn rólegra, eins og í Góða hirðinum. „Við ákváðum að slaka aðeins á, hafa myrkan föstudag. Slökkva ljósin, bjóða upp á piparkökur, spil og setjast niður og fletta í bók. Þarft ekki endilega að kaupa neitt bara aðeins að ganga hægt inn um gleðinnar dyr á þessum sturlaða föstudegi,“ segir Freyr Eyjólfsson, verkefnastjóri hjá Góða hirðinum. „Hér er allt stútfullt af vörum sem voru einhvern tímann á geðveiku tilboði á svörtum föstudegi og við notuðum mjög mjög lítið.“ Freyr Eyjólfsson, verkefnastejóri hjá Góða hirðinum. Vísir/Arnar Gefa til góðgerðarmála Þá buðu einhverjir ekki upp á afslátt heldur gefa þess í stað hluta sölu til góðgerðarmála. „Okkur kannski smá ofbauð þessi ofneysla í kringum Black Friday og ákváðum að taka annan snúning á þessu. Í fyrra ákváðum við láta tuttugu prósent af sölunni á föstudegi og mánudegi til Einstakra barna. Það gekk ótrúlega vel og við söfnuðum 800 þúsund krónum rúmlega sem við afhendum félaginu. Í ár ætlum við að gera slíkt hið sama en við munum láta tuttugu prósent af sölunni renna til Gleym Mér Ei sem er styrktarfélag foreldra sem missa í meðgöngu, við fæðingu eða eftir fæðingu,“ segir Margrét Mist Tindsdóttir, markaðsstjóri Húrra Reykjavík. Margrét Mist Tindsdóttir, markaðsstjóri Húrra Reykjavík. Vísir/Arnar Rokkstjörnur í Kringlunni Tilboðin vara oftast bara í einn dag í Bandaríkjunum en á Íslandi hafa margar verslanir tekið upp á því að dreifa þessu yfir heila viku. Til að mynda ákváðu eigendur Ginu Tricot að opna fyrstu verslunina sína hér í Kringlunni í gær. „Þetta líktist helst rokktónleikum. Þetta var sögulegt og án nokkurra fordæma,“ segir Albert Þór Magnússon, umboðsaðili Gina Tricot á Íslandi. „Við kölluðum út þrefalda öryggisvakt. Hérna voru öryggisaðilar á hverju strái. Þetta er framar okkar björtustu vonum og við bjuggumst ekki við þessum fjölda þannig að við þurftum að gera ráðstafanir og það gerðum við.“ Albert Þór Magnússon er eigandi Lindex á Íslandi og umboðsaðili Gina Tricot.Vísir/Arnar Auglýsinga- og markaðsmál Neytendur Verslun Mest lesið „Svarið er einfaldlega: Svona höfum við alltaf gert þetta“ Atvinnulíf Segir skipta gríðarlegu máli að fá loðnuvertíð Viðskipti innlent Kaffi Kjós til sölu Viðskipti innlent Brotið á Jóhannesi en Birkir fer tómhentur frá Strassborg Viðskipti innlent „Oft velt því fyrir mér: Hvenær munu þessar sögusagnir hætta?“ Atvinnulíf Skóari skellir í lás á Grettisgötunni Viðskipti innlent „Ætla ekki að ljúga því að ég sé einhver ofurhress morguntýpa“ Atvinnulíf „Þú vinnur eftir hentugleika á þeim staðsetningum sem henta“ Atvinnulíf Sögurnar í fyrra: Því lífið er svo miklu meira en bara vinnan Atvinnulíf Eftirmaður Norman yfir LIV-mótaröðinni fundinn Viðskipti erlent Fleiri fréttir Segir skipta gríðarlegu máli að fá loðnuvertíð Kaffi Kjós til sölu Skóari skellir í lás á Grettisgötunni Brotið á Jóhannesi en Birkir fer tómhentur frá Strassborg Karen inn fyrir Þórarin Björn Leifsson horfir til Vestmannaeyja Yfirtakan hækkaði gengi krónunnar töluvert Afkoma Arion lengst yfir spám greinenda Þögul sem gröfin um auglýsinguna umdeildu Eftirlitið gefur lítið fyrir yfirlýsingu Styrkáss Erla Ósk ráðin forstöðumaður EMBA náms við HR Fjögur skip hefja leit að loðnu Segir seinkun Hvammsvirkjunar geta þýtt tugmilljarða tekjutap Svigrúm fyrir keppinauta „sem ástunda ekki jafnósvífna verðlagningu“ Hagnaðurinn dregst saman Hrönn stýrir Kríu Skoða að leita réttar síns vegna „óeðlilegra viðskiptahátta“ ríkisins Jónína tekur við af Elísabetu hjá BBA//Fjeldco Ráðinn forstöðumaður viðskiptaþróunar hjá Ofar Indó sigurvegari Ánægjuvogarinnar Bein útsending: Mannamót markaðsstofa landshlutanna Undirrituðu samstarfssamning við Southwest Airlines Brynja nýr fjármálastjóri LIVE Íslenska ánægjuvogin kynnt á Grand Hóteli Elísabet Hanna til Bara tala Heildarafli síðasta árs 28 prósent minni en 2023 Hópuppsögn hjá Sidekick Health Endurgreiða raforkuframleiðendum þrjá milljarða Bætist í hóp eigenda Frumtak Ventures Bjarni hættir hjá Samtökum sunnlenskra sveitarfélaga Sjá meira
Hjá þeim verslunum sem buðu upp á afslátt í dag var heilmikið að gera. Sumir buðu upp á allt að áttatíu prósent afslátt. „Við erum búin að vera með fulla búð í dag og fullt bílastæði. Við erum líka búin að sjá það að netið er að koma sterkt inn. Við gerðum könnun hjá okkar viðskiptavinum og þar kom í ljós að 74 prósent voru líklegri en ekki til þess að kaupa jólagjafirnar á tilboðsdögum. Þannig það er mjög líklegt að það séu margir hérna að kaupa jólagjafirnar,“ segir Óttar Örn Sigurbergsson, framkvæmdastjóri Elko. Óttar Örn Sigurbergsson, framkvæmdastjóri Elko.Vísir/Arnar Myrkur í Góða hirðinum Aðrir tóku deginum ögn rólegra, eins og í Góða hirðinum. „Við ákváðum að slaka aðeins á, hafa myrkan föstudag. Slökkva ljósin, bjóða upp á piparkökur, spil og setjast niður og fletta í bók. Þarft ekki endilega að kaupa neitt bara aðeins að ganga hægt inn um gleðinnar dyr á þessum sturlaða föstudegi,“ segir Freyr Eyjólfsson, verkefnastjóri hjá Góða hirðinum. „Hér er allt stútfullt af vörum sem voru einhvern tímann á geðveiku tilboði á svörtum föstudegi og við notuðum mjög mjög lítið.“ Freyr Eyjólfsson, verkefnastejóri hjá Góða hirðinum. Vísir/Arnar Gefa til góðgerðarmála Þá buðu einhverjir ekki upp á afslátt heldur gefa þess í stað hluta sölu til góðgerðarmála. „Okkur kannski smá ofbauð þessi ofneysla í kringum Black Friday og ákváðum að taka annan snúning á þessu. Í fyrra ákváðum við láta tuttugu prósent af sölunni á föstudegi og mánudegi til Einstakra barna. Það gekk ótrúlega vel og við söfnuðum 800 þúsund krónum rúmlega sem við afhendum félaginu. Í ár ætlum við að gera slíkt hið sama en við munum láta tuttugu prósent af sölunni renna til Gleym Mér Ei sem er styrktarfélag foreldra sem missa í meðgöngu, við fæðingu eða eftir fæðingu,“ segir Margrét Mist Tindsdóttir, markaðsstjóri Húrra Reykjavík. Margrét Mist Tindsdóttir, markaðsstjóri Húrra Reykjavík. Vísir/Arnar Rokkstjörnur í Kringlunni Tilboðin vara oftast bara í einn dag í Bandaríkjunum en á Íslandi hafa margar verslanir tekið upp á því að dreifa þessu yfir heila viku. Til að mynda ákváðu eigendur Ginu Tricot að opna fyrstu verslunina sína hér í Kringlunni í gær. „Þetta líktist helst rokktónleikum. Þetta var sögulegt og án nokkurra fordæma,“ segir Albert Þór Magnússon, umboðsaðili Gina Tricot á Íslandi. „Við kölluðum út þrefalda öryggisvakt. Hérna voru öryggisaðilar á hverju strái. Þetta er framar okkar björtustu vonum og við bjuggumst ekki við þessum fjölda þannig að við þurftum að gera ráðstafanir og það gerðum við.“ Albert Þór Magnússon er eigandi Lindex á Íslandi og umboðsaðili Gina Tricot.Vísir/Arnar
Auglýsinga- og markaðsmál Neytendur Verslun Mest lesið „Svarið er einfaldlega: Svona höfum við alltaf gert þetta“ Atvinnulíf Segir skipta gríðarlegu máli að fá loðnuvertíð Viðskipti innlent Kaffi Kjós til sölu Viðskipti innlent Brotið á Jóhannesi en Birkir fer tómhentur frá Strassborg Viðskipti innlent „Oft velt því fyrir mér: Hvenær munu þessar sögusagnir hætta?“ Atvinnulíf Skóari skellir í lás á Grettisgötunni Viðskipti innlent „Ætla ekki að ljúga því að ég sé einhver ofurhress morguntýpa“ Atvinnulíf „Þú vinnur eftir hentugleika á þeim staðsetningum sem henta“ Atvinnulíf Sögurnar í fyrra: Því lífið er svo miklu meira en bara vinnan Atvinnulíf Eftirmaður Norman yfir LIV-mótaröðinni fundinn Viðskipti erlent Fleiri fréttir Segir skipta gríðarlegu máli að fá loðnuvertíð Kaffi Kjós til sölu Skóari skellir í lás á Grettisgötunni Brotið á Jóhannesi en Birkir fer tómhentur frá Strassborg Karen inn fyrir Þórarin Björn Leifsson horfir til Vestmannaeyja Yfirtakan hækkaði gengi krónunnar töluvert Afkoma Arion lengst yfir spám greinenda Þögul sem gröfin um auglýsinguna umdeildu Eftirlitið gefur lítið fyrir yfirlýsingu Styrkáss Erla Ósk ráðin forstöðumaður EMBA náms við HR Fjögur skip hefja leit að loðnu Segir seinkun Hvammsvirkjunar geta þýtt tugmilljarða tekjutap Svigrúm fyrir keppinauta „sem ástunda ekki jafnósvífna verðlagningu“ Hagnaðurinn dregst saman Hrönn stýrir Kríu Skoða að leita réttar síns vegna „óeðlilegra viðskiptahátta“ ríkisins Jónína tekur við af Elísabetu hjá BBA//Fjeldco Ráðinn forstöðumaður viðskiptaþróunar hjá Ofar Indó sigurvegari Ánægjuvogarinnar Bein útsending: Mannamót markaðsstofa landshlutanna Undirrituðu samstarfssamning við Southwest Airlines Brynja nýr fjármálastjóri LIVE Íslenska ánægjuvogin kynnt á Grand Hóteli Elísabet Hanna til Bara tala Heildarafli síðasta árs 28 prósent minni en 2023 Hópuppsögn hjá Sidekick Health Endurgreiða raforkuframleiðendum þrjá milljarða Bætist í hóp eigenda Frumtak Ventures Bjarni hættir hjá Samtökum sunnlenskra sveitarfélaga Sjá meira