Körfubolti

Lillard hefur skorað 32 stig eða meira gegn öllum liðum nema einu

Siggeir Ævarsson skrifar
Damian Lillard gæti sett persónusniðið met í kvöld
Damian Lillard gæti sett persónusniðið met í kvöld Vísir/AP

Skotbakvörðurinn Damian Lillard hefur verið einn afkastamesti skorari NBA deildarinnar síðustu ár en hann hefur skorað í það minnsta 32 stig gegn öllum liðum deildarinnar að einu undanskildu.

Það lið er að sjálfsögðu Portland Trail Blazers en Lillard lék með liðinu frá árinu 2012 og þar til í haust þegar hann gekk til liðs við Milwaukee Bucks. Á ferlinum hefur Lillard skorað að meðaltali rúm 25 stig í leik og tímabilið 2019-20 skoraði hann 30 stig að meðaltali í leik.

Það eru raunar aðeins þrjú lið sem Lillard hefur ekki sallað í það minnsta 40 stigum á, en það eru Bucks (32 stig), LA Clippers (39 stig) og Minnesota Timberwolves (38 stig).

Það sem af er þessu tímabili hefur Lillard skorað um 25 stig að meðaltali í leik en aðeins tvisvar farið yfir 32 stig. 

Þegar þetta er skrifað er Lillard kominn með 20 stig og er ekki að hitta neitt sérstaklega vel, en það hefur svo sem aldrei stoppað Stokkseyring í að halda áfram að skjóta. Staðan í leik Bucks og Trail Blazers er 88-75 Trail Blazers í vil og einn leikhluti til stefnu fyrir Lillard.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×