Fengu á baukinn fyrir að neita fatlaðri konu um útgáfu skilríkja Ólafur Björn Sverrisson skrifar 26. nóvember 2023 23:22 Rafræn skilríki er hægt að nálgast í snjallsíma. Myndin er úr safni. Vísir/Getty Auðkenni, útgefandi rafrænna skilríkja braut jafnréttislög með því að synja fatlaðri konu um útgáfu á rafrænum skilríkjum og neita henni um viðeigandi aðlögun. Þetta er niðurstaða úrskurðar kærunefndar jafnréttismála sem féll fyrr í mánuðinum. Fram kemur að konan njóti margvíslegrar aðstoðar dagsdaglega, sem miða að því að hún geti lifað sjálfstæðu lífi á eigin forsendum. Hún eigi erfitt með að slá inn á síma en geti tjáð sig. Þegar hún sótti um að fá rafræn skilríki virkjuð í símann sinn í útibúi Arion banka á Egilsstöðum, var henni tjáð aðeins einstaklingum sem gætu einir og óstuddir slegið inn fjögurra stafa PIN-númer í símann sinn fengju þau afgreidd. Henni var því synjað um virkjun þeirra og neitað um viðeigandi aðlögun. Taldi hún að henni hafi verið mismunað með þessu, nánar tiltekið með beinni mismunun á grundvelli fötlunar og leitaði til kærunefndarinnar. Vísaði hún til ýmissa ákvæða laga um jafna meðferð utan vinnumarkaðar, auk mannréttindakafla stjórnarskrár, og þeirrar skyldu sem hvíli á fyrirtækjunum að tryggja henni aðlögun. Auk þess sé um að ræða aðgengi að rafrænni opinberri stjórnsýslu sem og margvíslegri almennri opinberri þjónustu. Það hafi verið með öllu ókannað hvort hún geti, hvort heldur óstudd eða með stuðningi, notast við einu útfærslu rafrænnar undirskriftar sem mótuð hefur verið hér á landi. Fyrirtækin báru fyrir sig að konan hafi ekki uppfyllt lagaskilyrði fyrir því að fá útgefin fullgild rafræn skilríki sér til handa þar sem hún geti ekki ein og óstudd beitt fullgildum rafrænum skilríkjum. Kærunefndin taldi að konan hafi sýnt fram á mismunum og að það kæmi í hlut fyrirtækjanna að sýna fram á að aðrar ástæður en fötlun hafi legið til grundvallar ákvörðun þeirra. Fyrirtækin hafi ekki kannað hvort kærandi gæti sjálf slegið inn PIN-númer á síma með öðrum hætti eða jafnvel auðkennt sig með öðrum hætti sem næði sömu markmiðum. Þau hafi ekki uppfyllt skyldu sem hvíli á þeim lögum samkvæmt til að gera nauðsynlegar og viðeigandi breytingar og lagfæringar til að fatlaðir einstaklingar geti nýtt sér þjónustuna til jafns við aðra. Með vísan til þessa var talið að konunni hafi verið mismunað á grundvelli fötlunar við ákvörðun um að neita henni um útgáfu á rafrænum skilríkjum. Málefni fatlaðs fólks Jafnréttismál Íslenskir bankar Mest lesið Vaktin: Tollar Trump valda usla Viðskipti erlent Tæknirisarnir sjö fengu skell þegar markaðir opnuðu Viðskipti erlent Neita að skila umsögn um frumvarpið fyrir tilskilinn frest Viðskipti innlent 36 manns sagt upp í tveimur hópuppsögnum Viðskipti innlent Bæði vonbrigði og léttir Viðskipti innlent Eistnesk að kenna íslensku: „Þúst, ehaggibara og kúka” Atvinnulíf Ísland ekki á spjaldi Trumps en fær samt tíu prósenta toll Viðskipti erlent Tollar alltaf slæmir og skaða lífskjör almennings Viðskipti innlent Ísland megi ekki verða á milli í stríði ESB og Bandaríkjanna Viðskipti innlent Öll félög lækkuðu nema þrjú Viðskipti innlent Fleiri fréttir Öll félög lækkuðu nema þrjú Ísland megi ekki verða á milli í stríði ESB og Bandaríkjanna Ætla að skera utan af evrópsku persónuverndarlöggjöfinni Framlengja samstarf sem hefur komið tugum sprota á laggirnar Sveinn ráðinn verkefnastjóri erlends samstarfs Arnarlaxi bannað að fullyrða um sjálfbæran lax Tekur yfir rekstur Dollar og Thrifty 36 manns sagt upp í tveimur hópuppsögnum Tollar alltaf slæmir og skaða lífskjör almennings Neita að skila umsögn um frumvarpið fyrir tilskilinn frest Varaformaður kjörinn formaður Félags tæknifólks „Þetta kemur eins vel við okkur og hægt er“ Bæði vonbrigði og léttir Sjötíu sagt upp og fyrirtækið tekið til gjaldþrotaskipta Jón Haukur ráðinn svæðisstjóri Ceedr Sólveig Ása nýr framkvæmdastjóri Krafts Björgólfur tapaði 150 milljörðum milli ára Stjórnin telur RÚV enn vera of skuldsett Bakkavör metin á 200 milljarða í yfirtöku Narfi frá JBT Marel til Kviku Milljarður í afgang í Garðabæ Útflutningur gefur eftir en einkaneyslan stígur fram á sviðið Vilja minnka líkurnar á því að vinna í Lottóinu Besta rekstrarár frá opnun Hörpu Hneykslaðist á „óútfærðum afkomubætandi aðgerðum“ Deila um þvottahús stöðvar ekki Hreint í bili Eldisfiskur fluttur út fyrir 54 milljarða króna Ræðst í byggingu átta húsa í Hvammsvík Trúir ekki að menn loki fiskvinnslu til að mótmæla veiðigjöldum „Þetta er afnotagjald“ Sjá meira
Þetta er niðurstaða úrskurðar kærunefndar jafnréttismála sem féll fyrr í mánuðinum. Fram kemur að konan njóti margvíslegrar aðstoðar dagsdaglega, sem miða að því að hún geti lifað sjálfstæðu lífi á eigin forsendum. Hún eigi erfitt með að slá inn á síma en geti tjáð sig. Þegar hún sótti um að fá rafræn skilríki virkjuð í símann sinn í útibúi Arion banka á Egilsstöðum, var henni tjáð aðeins einstaklingum sem gætu einir og óstuddir slegið inn fjögurra stafa PIN-númer í símann sinn fengju þau afgreidd. Henni var því synjað um virkjun þeirra og neitað um viðeigandi aðlögun. Taldi hún að henni hafi verið mismunað með þessu, nánar tiltekið með beinni mismunun á grundvelli fötlunar og leitaði til kærunefndarinnar. Vísaði hún til ýmissa ákvæða laga um jafna meðferð utan vinnumarkaðar, auk mannréttindakafla stjórnarskrár, og þeirrar skyldu sem hvíli á fyrirtækjunum að tryggja henni aðlögun. Auk þess sé um að ræða aðgengi að rafrænni opinberri stjórnsýslu sem og margvíslegri almennri opinberri þjónustu. Það hafi verið með öllu ókannað hvort hún geti, hvort heldur óstudd eða með stuðningi, notast við einu útfærslu rafrænnar undirskriftar sem mótuð hefur verið hér á landi. Fyrirtækin báru fyrir sig að konan hafi ekki uppfyllt lagaskilyrði fyrir því að fá útgefin fullgild rafræn skilríki sér til handa þar sem hún geti ekki ein og óstudd beitt fullgildum rafrænum skilríkjum. Kærunefndin taldi að konan hafi sýnt fram á mismunum og að það kæmi í hlut fyrirtækjanna að sýna fram á að aðrar ástæður en fötlun hafi legið til grundvallar ákvörðun þeirra. Fyrirtækin hafi ekki kannað hvort kærandi gæti sjálf slegið inn PIN-númer á síma með öðrum hætti eða jafnvel auðkennt sig með öðrum hætti sem næði sömu markmiðum. Þau hafi ekki uppfyllt skyldu sem hvíli á þeim lögum samkvæmt til að gera nauðsynlegar og viðeigandi breytingar og lagfæringar til að fatlaðir einstaklingar geti nýtt sér þjónustuna til jafns við aðra. Með vísan til þessa var talið að konunni hafi verið mismunað á grundvelli fötlunar við ákvörðun um að neita henni um útgáfu á rafrænum skilríkjum.
Málefni fatlaðs fólks Jafnréttismál Íslenskir bankar Mest lesið Vaktin: Tollar Trump valda usla Viðskipti erlent Tæknirisarnir sjö fengu skell þegar markaðir opnuðu Viðskipti erlent Neita að skila umsögn um frumvarpið fyrir tilskilinn frest Viðskipti innlent 36 manns sagt upp í tveimur hópuppsögnum Viðskipti innlent Bæði vonbrigði og léttir Viðskipti innlent Eistnesk að kenna íslensku: „Þúst, ehaggibara og kúka” Atvinnulíf Ísland ekki á spjaldi Trumps en fær samt tíu prósenta toll Viðskipti erlent Tollar alltaf slæmir og skaða lífskjör almennings Viðskipti innlent Ísland megi ekki verða á milli í stríði ESB og Bandaríkjanna Viðskipti innlent Öll félög lækkuðu nema þrjú Viðskipti innlent Fleiri fréttir Öll félög lækkuðu nema þrjú Ísland megi ekki verða á milli í stríði ESB og Bandaríkjanna Ætla að skera utan af evrópsku persónuverndarlöggjöfinni Framlengja samstarf sem hefur komið tugum sprota á laggirnar Sveinn ráðinn verkefnastjóri erlends samstarfs Arnarlaxi bannað að fullyrða um sjálfbæran lax Tekur yfir rekstur Dollar og Thrifty 36 manns sagt upp í tveimur hópuppsögnum Tollar alltaf slæmir og skaða lífskjör almennings Neita að skila umsögn um frumvarpið fyrir tilskilinn frest Varaformaður kjörinn formaður Félags tæknifólks „Þetta kemur eins vel við okkur og hægt er“ Bæði vonbrigði og léttir Sjötíu sagt upp og fyrirtækið tekið til gjaldþrotaskipta Jón Haukur ráðinn svæðisstjóri Ceedr Sólveig Ása nýr framkvæmdastjóri Krafts Björgólfur tapaði 150 milljörðum milli ára Stjórnin telur RÚV enn vera of skuldsett Bakkavör metin á 200 milljarða í yfirtöku Narfi frá JBT Marel til Kviku Milljarður í afgang í Garðabæ Útflutningur gefur eftir en einkaneyslan stígur fram á sviðið Vilja minnka líkurnar á því að vinna í Lottóinu Besta rekstrarár frá opnun Hörpu Hneykslaðist á „óútfærðum afkomubætandi aðgerðum“ Deila um þvottahús stöðvar ekki Hreint í bili Eldisfiskur fluttur út fyrir 54 milljarða króna Ræðst í byggingu átta húsa í Hvammsvík Trúir ekki að menn loki fiskvinnslu til að mótmæla veiðigjöldum „Þetta er afnotagjald“ Sjá meira