Keppendur Squid Game vilja bætur vegna meiðsla Ólafur Björn Sverrisson skrifar 27. nóvember 2023 00:04 Fyrsta þáttaröð Squid game fjallaði um 456 skuldsetta og örvæntingarfulla einstaklinga sem fengnir voru til að taka þátt í útgáfum af barnaleikjum, upp á líf og dauða. Keppendur í raunveruleikaþáttum í anda Squid Game þáttanna vinsælu ætla sér að sækja skaðabætur vegna meiðsla sem þau hafa orðið fyrir við tökur þáttanna. BBC hefur það eftir lögfræðingum nokkurra keppenda að þetta sé tilfellið. Einhverjir hafi þurft að þola ofkælingu og taugaskaða. Squid Game þættirnir kóresku slógu rækilega í gegn og urðu á 28 dögum vinsælustu þættir streymisrisans Netflix frá upphafi. Í leiknu þáttunum reyndu 456 keppendur fyrir sér í ýmsum þrautum, sem voru dauðans alvara, þar til einn stóð uppi með peningaverðlaun. Svipuð er uppskriftin í raunveruleikaþáttunum og keppt er upp á það sem nemur tæpum 700 milljónum íslenskra króna. Í yfirlýsingu þáttanna segir að framleiðendur taki heilsu keppenda „mjög alvarlega“. Samkvæmt frétt BBC eiga keppendur að hafa orðið fyrir alvarlegum meiðslum, til dæmis hafi einhver „legið kaldur og hreyfingarlaus í nokkra klukkutíma á meðan tökum stóð“. Haft er eftir lögfræðingi eins keppanda sem segir: „Keppendur bjuggust við því að taka þátt í enhverju skemmtilegu og þeir sem urðu fyrir meiðslum bjuggust ekki við því að kveljast líkt og raun ber vitni. Nú þurfa þau að glíma við meiðsli eftir að hafa verið skilin eftir í kvíðavaldandi aðstæðum í miklum kulda.“ Líklegt verður að teljast að framleiðendur þáttanna beri fyrir sig að þátttakendur hafi með áhættutöku sinni fyrirgert sér rétti til bóta, en það verður að koma í ljós síðar. Bíó og sjónvarp Raunveruleikaþættir Netflix Mest lesið Ekki mikið að gera í bransanum eftir líkamsárásina Lífið Ekki smart að amman skipti sér af getnaðinum Lífið „Ég fæ það bara um leið og ég set hann inn“ Lífið Þessi lönd komust áfram í úrslit Lífið Brunar um á tugmilljón króna glæsibifreið Lífið Tekur nú eftir því hversu margir hafa farið í hárígræðslu Lífið Komast ekki áfram nema þeir séu á skjánum Lífið Stendur fyrir auðmannsgleði í Elliðaárdal Menning Vaktin: Komast Væb-bræður áfram? Lífið 108 kílóum léttari: „Þessi tíu ára í grunnskóla voru eiginlega stanslaust einelti“ Lífið Fleiri fréttir Frumsýning: Ólafur Darri og Hera Hilmar í glænýrri seríu Óskarsverðlaunaleikstjórinn Robert Benton látinn Tom Cruise stökk úr þyrlu með myndavél Íslendinga Trump tollar kvikmyndir: „Eins og reiður, fullur pabbi sem ætlar að hætta við jólin“ Fyrsta íslenska myndin í Cannes Premiere-flokki Íslendingurinn á bak við tugmilljarða myndina: „Þetta er eiginlega fram úr öllum vonum“ Viðræður hafnar um framhald á Adolescence Rísandi stórstjarna og alvöru hjartaknúsari Bestu myndir Vals Kilmer og verstu floppin Þeir munu túlka Bítlana í myndum Sam Mendes Sjá meira
BBC hefur það eftir lögfræðingum nokkurra keppenda að þetta sé tilfellið. Einhverjir hafi þurft að þola ofkælingu og taugaskaða. Squid Game þættirnir kóresku slógu rækilega í gegn og urðu á 28 dögum vinsælustu þættir streymisrisans Netflix frá upphafi. Í leiknu þáttunum reyndu 456 keppendur fyrir sér í ýmsum þrautum, sem voru dauðans alvara, þar til einn stóð uppi með peningaverðlaun. Svipuð er uppskriftin í raunveruleikaþáttunum og keppt er upp á það sem nemur tæpum 700 milljónum íslenskra króna. Í yfirlýsingu þáttanna segir að framleiðendur taki heilsu keppenda „mjög alvarlega“. Samkvæmt frétt BBC eiga keppendur að hafa orðið fyrir alvarlegum meiðslum, til dæmis hafi einhver „legið kaldur og hreyfingarlaus í nokkra klukkutíma á meðan tökum stóð“. Haft er eftir lögfræðingi eins keppanda sem segir: „Keppendur bjuggust við því að taka þátt í enhverju skemmtilegu og þeir sem urðu fyrir meiðslum bjuggust ekki við því að kveljast líkt og raun ber vitni. Nú þurfa þau að glíma við meiðsli eftir að hafa verið skilin eftir í kvíðavaldandi aðstæðum í miklum kulda.“ Líklegt verður að teljast að framleiðendur þáttanna beri fyrir sig að þátttakendur hafi með áhættutöku sinni fyrirgert sér rétti til bóta, en það verður að koma í ljós síðar.
Bíó og sjónvarp Raunveruleikaþættir Netflix Mest lesið Ekki mikið að gera í bransanum eftir líkamsárásina Lífið Ekki smart að amman skipti sér af getnaðinum Lífið „Ég fæ það bara um leið og ég set hann inn“ Lífið Þessi lönd komust áfram í úrslit Lífið Brunar um á tugmilljón króna glæsibifreið Lífið Tekur nú eftir því hversu margir hafa farið í hárígræðslu Lífið Komast ekki áfram nema þeir séu á skjánum Lífið Stendur fyrir auðmannsgleði í Elliðaárdal Menning Vaktin: Komast Væb-bræður áfram? Lífið 108 kílóum léttari: „Þessi tíu ára í grunnskóla voru eiginlega stanslaust einelti“ Lífið Fleiri fréttir Frumsýning: Ólafur Darri og Hera Hilmar í glænýrri seríu Óskarsverðlaunaleikstjórinn Robert Benton látinn Tom Cruise stökk úr þyrlu með myndavél Íslendinga Trump tollar kvikmyndir: „Eins og reiður, fullur pabbi sem ætlar að hætta við jólin“ Fyrsta íslenska myndin í Cannes Premiere-flokki Íslendingurinn á bak við tugmilljarða myndina: „Þetta er eiginlega fram úr öllum vonum“ Viðræður hafnar um framhald á Adolescence Rísandi stórstjarna og alvöru hjartaknúsari Bestu myndir Vals Kilmer og verstu floppin Þeir munu túlka Bítlana í myndum Sam Mendes Sjá meira