Sjúkraþyrlur Atli Már Markússon skrifar 27. nóvember 2023 12:00 Árið 1986 fyrir tæpum 40 árum hófu af miklum metnaði og nauðsyn nokkrir vaskir frumkvöðlar að fara sem áhafnarmeðlimir á Þyrlum Landhelgisgæslunnar í útköll og vera þannig innan handar þegar sækja þurfti slasaða eða veika einstaklinga hvort sem var á legi eða láði. Nú tæpum 40 árum seinna hefur lítið breyst hvað varðar læknisfræðilegan stuðning og klíníska getu með sjúkraflugi á þyrlum á Íslandi, vissulega hafa tækin skánað og öll tækni er betri í dag en í gær en það er svo skrítið að hér skulum við ekki hafa haldið vel á spilunum og komið á fót vel þjálfuðum hóp þyrluheilbrigðisstarfsmanna sem vinnur saman sem teymi á sérhæfðum minni þyrlum sem snöggar eru í snúningum og fljótar yfirferðar. Það er reyndar óskiljanlegt að á landi ekki stærra en okkar skuli ekki vera einn hópur vel þjálfaðra heilbrigðisstarfsmanna sem skipta á milli sín öllu sjúkraflugi í landinu sama hvort það er með fastvængjum eða þyrlum. Það að koma sjúkling á viðeigandi sjúkrastofnun eftir alvarleg slys eða veikindi á sem skemmstum tíma er þjóðhagslega hagkvæmt. Árið 1986 var þjóðhagslega hagkvæmt að nýta leitar og björgunarþyrlur til þess að flytja sjúklinga á viðeigandi sjúkrastofnun, árið 2023 væri þjóðhagslega hagkvæmt að flytja sjúklinga á viðeigandi sjúkrastofnun með léttum sjúkraþyrlum og sérþjálfaðri áhöfn heilbrigðisstarfsmanna. Þetta gera löndin sem við berum okkur saman við, af hverjum gerum við það ekki? Við eigum heilbrigðisstarfsfólkið og þyrlurnar eru til, við erum með strjálbýlt land og aðeins eitt aðalsjúkrahús. Alstaðar í löndunum í kringum okkur og líka þeim sem eru ekki í kringum okkur eru sérstakar sjúkraþyrlur mannaðar af heilbrigðisstarfsfólki sem mynda teymi sem getur framkvæmt mjög sérhæfð inngrip á vettvangi, þessi inngrip og stuttur viðbragðs og flutningstími er það sem skiptir máli til að bjarga heilsu og mannslífum. Að teymið sé tilbúið við þyrluna þegar útkallið kemur, geti veitt sérhæfða þjónustu á staðnum og flutt hratt á viðeigandi sjúkrastofnum er þjóðhagslega hagkvæmt og það sem bjargar heilsu og lífi. Reykjavíkurflugvöllur er á útleið ef marka má þá sem ráða í höfuðborginni, það gerir trygga þyrluumferð á nýjan Landspítala en mikilvægari. Hins vega virðist skipulag á nýjum Landspítala vera á þá leið að hætt verði við að hafa þyrlupall við sjúkrahús allra landsmanna, samkvæmt Gunnari Svavarssyni er ástæðan „ meðal annars sú að björgunarþyrlurnar eru alltaf að stækka”. Þessi þróun er beinlínis hættuleg og í hrópandi ósamræmi við vilja flestra ef ekki allra heilbrigðisstarfsmanna sem málið varðar, þetta hefur endurtekið komið fram og verið gefið út bæði í ræðu og riti í ófáum skýrslum og greinargerðum t.d “Sjúkraflutningar með þyrlum”, júní 2017 og “Aukin aðkoma þyrlna að sjúkraflugi”, ágúst 2018. Það er bara ein ríkisstofnun sem hefur staðfastlega og opinberlega talað gegn hugmyndinni um sérstakar sjúkraþyrlur en sú stofnun er ekki heilbrigðisstofnun og hefur ekki með meðferð og umönnun sjúklinga að gera nema sem aukaverkefni. Staðreyndin er sú að þörf er á að taka næstu skref í utanspítalaþjónustu á íslandi, framfara er þörf og mikilvægt að ákveða fljótt að setja af stað verkefni sjúkraþyrlna, já í fleirtölu vegna þess að hér á landi eigum við að hafa að lágmarki 3 sjúkraþyrlur auk fastvængjaflugvéla og þeirra þyrlna sem LHG hefur yfir að ráða til þess að við getum þjónustað sem flesta íbúa og gesti þessa lands með gagnreyndum aðferðum, viðeigandi læknisfræði og umönnun en ekki sömu aðferðum og var beytt í Víetnam stríðinu. Höfundur er svæfingahjúkrunarfræðingur/sjúkraflutningamaður. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Sjúkraflutningar Landhelgisgæslan Mest lesið Opið bréf til Einars Þorsteinssonar og Hildar Björnsdóttur - Hafið þið enga sómakennd? Linda Ósk Sigurðardóttir Skoðun Áfastur plasttappi lýðræðisins Þórður Snær Júlíusson Skoðun Halldór 22.02.2025 Halldór Opið bréf til bæjarstjóra Kópavogs Ágústa Dröfn Kristleifsdóttir Skoðun Áslaug Arna er leiðtoginn sem Sjálfstæðisflokkurinn þarf Hafrún Kristjánsdóttir Skoðun Söngvakeppnin og hömlulaus áfengisdýrkun Björn Sævar Einarsson Skoðun Stjórn Sambands íslenskra sveitarfélaga er sama um menntun barna en hvað með foreldra? Helga C Reynisdóttir Skoðun Harka af sér og halda áfram Hulda Jónsdóttir Tölgyes Skoðun Háskóli Íslands fyrir öll - Rektorsframboð Silju Báru Ólöf Bjarki Antons og Atli María Kjeld Skoðun Góðir vegir – Aukin lífsgæði og blómlegt atvinnulíf Edda Rut Björnsdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Hvort er meira í anda Sjálfstæðisflokksins? Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Áslaug Arna er leiðtoginn sem Sjálfstæðisflokkurinn þarf Hafrún Kristjánsdóttir skrifar Skoðun Aðgát skal höfð... Hildur Þöll Ágústsdóttir skrifar Skoðun Opið bréf til Einars Þorsteinssonar og Hildar Björnsdóttur - Hafið þið enga sómakennd? Linda Ósk Sigurðardóttir skrifar Skoðun Sameinumst – stétt með stétt Sævar Jónsson skrifar Skoðun Opið bréf til bæjarstjóra Kópavogs Ágústa Dröfn Kristleifsdóttir skrifar Skoðun Stjórn Sambands íslenskra sveitarfélaga er sama um menntun barna en hvað með foreldra? Helga C Reynisdóttir skrifar Skoðun Söngvakeppnin og hömlulaus áfengisdýrkun Björn Sævar Einarsson skrifar Skoðun Íþróttastarf fyrir alla Guðmundur Sigurbergsson,Ingvar Sverrisson,Hrafnkell Marínósson skrifar Skoðun Á hlóðum Mennta- og barnamálaráðuneytisins Meyvant Þórólfsson skrifar Skoðun Að verja friðinn Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir skrifar Skoðun 12 spor ríkisstjórnarinnar Guðmundur Ingi Þóroddsson skrifar Skoðun Færni í nýsköpun krefst þjálfunar Ingibjörg Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Þorgerður áttar sig á gildi fullveldisins Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Góðir vegir – Aukin lífsgæði og blómlegt atvinnulíf Edda Rut Björnsdóttir skrifar Skoðun Háskóli Íslands fyrir öll - Rektorsframboð Silju Báru Ólöf Bjarki Antons og Atli María Kjeld skrifar Skoðun Áfastur plasttappi lýðræðisins Þórður Snær Júlíusson skrifar Skoðun Um Varasjóð VR Flosi Eiríksson skrifar Skoðun Töfrakista tækifæranna Hrefna Óskarsdóttir skrifar Skoðun Dómskerfið reynir að þegja alla gagnrýni á sig í hel Jörgen Ingimar Hansson skrifar Skoðun Frelsið er yndislegt þegar það hentar Jens Garðar Helgason skrifar Skoðun Borgaralegt og hernaðarlegt Bjarni Már Magnússon skrifar Skoðun Áskorun til Reykjavíkurborgar um matvæli í leik- og grunnskólum Anna Laufey Stefánsdóttir skrifar Skoðun Gervigreind er síðasta von íslensks heilbrigðiskerfis – munum við grípa tækifærið? Sigvaldi Einarsson skrifar Skoðun Við erum ennþá hvalveiðiþjóð, hvenær ætlar ríkisstjórnin að grípa í taumana? Micah Garen skrifar Skoðun Vegna umfjöllunar Kveiks um kynferðislega áreitni á vinnustöðum Andri Valur Ívarsson,Anna Rós Sigmundsdóttir,Dagný Aradóttir Pind,Hrannar Már Gunnarsson,Jenný Þórunn Stefánsdóttir skrifar Skoðun Grafið undan grunngildum Sólveig Anna Jónsdóttir skrifar Skoðun Samúð Jón Steinar Gunnlaugsson skrifar Skoðun Allskonar núansar Lilja Kristín Jónsdóttir skrifar Skoðun Íslensk framleiðsla á undanhaldi - hver græðir? Guðmundur Þórir Sigurðsson skrifar Sjá meira
Árið 1986 fyrir tæpum 40 árum hófu af miklum metnaði og nauðsyn nokkrir vaskir frumkvöðlar að fara sem áhafnarmeðlimir á Þyrlum Landhelgisgæslunnar í útköll og vera þannig innan handar þegar sækja þurfti slasaða eða veika einstaklinga hvort sem var á legi eða láði. Nú tæpum 40 árum seinna hefur lítið breyst hvað varðar læknisfræðilegan stuðning og klíníska getu með sjúkraflugi á þyrlum á Íslandi, vissulega hafa tækin skánað og öll tækni er betri í dag en í gær en það er svo skrítið að hér skulum við ekki hafa haldið vel á spilunum og komið á fót vel þjálfuðum hóp þyrluheilbrigðisstarfsmanna sem vinnur saman sem teymi á sérhæfðum minni þyrlum sem snöggar eru í snúningum og fljótar yfirferðar. Það er reyndar óskiljanlegt að á landi ekki stærra en okkar skuli ekki vera einn hópur vel þjálfaðra heilbrigðisstarfsmanna sem skipta á milli sín öllu sjúkraflugi í landinu sama hvort það er með fastvængjum eða þyrlum. Það að koma sjúkling á viðeigandi sjúkrastofnun eftir alvarleg slys eða veikindi á sem skemmstum tíma er þjóðhagslega hagkvæmt. Árið 1986 var þjóðhagslega hagkvæmt að nýta leitar og björgunarþyrlur til þess að flytja sjúklinga á viðeigandi sjúkrastofnun, árið 2023 væri þjóðhagslega hagkvæmt að flytja sjúklinga á viðeigandi sjúkrastofnun með léttum sjúkraþyrlum og sérþjálfaðri áhöfn heilbrigðisstarfsmanna. Þetta gera löndin sem við berum okkur saman við, af hverjum gerum við það ekki? Við eigum heilbrigðisstarfsfólkið og þyrlurnar eru til, við erum með strjálbýlt land og aðeins eitt aðalsjúkrahús. Alstaðar í löndunum í kringum okkur og líka þeim sem eru ekki í kringum okkur eru sérstakar sjúkraþyrlur mannaðar af heilbrigðisstarfsfólki sem mynda teymi sem getur framkvæmt mjög sérhæfð inngrip á vettvangi, þessi inngrip og stuttur viðbragðs og flutningstími er það sem skiptir máli til að bjarga heilsu og mannslífum. Að teymið sé tilbúið við þyrluna þegar útkallið kemur, geti veitt sérhæfða þjónustu á staðnum og flutt hratt á viðeigandi sjúkrastofnum er þjóðhagslega hagkvæmt og það sem bjargar heilsu og lífi. Reykjavíkurflugvöllur er á útleið ef marka má þá sem ráða í höfuðborginni, það gerir trygga þyrluumferð á nýjan Landspítala en mikilvægari. Hins vega virðist skipulag á nýjum Landspítala vera á þá leið að hætt verði við að hafa þyrlupall við sjúkrahús allra landsmanna, samkvæmt Gunnari Svavarssyni er ástæðan „ meðal annars sú að björgunarþyrlurnar eru alltaf að stækka”. Þessi þróun er beinlínis hættuleg og í hrópandi ósamræmi við vilja flestra ef ekki allra heilbrigðisstarfsmanna sem málið varðar, þetta hefur endurtekið komið fram og verið gefið út bæði í ræðu og riti í ófáum skýrslum og greinargerðum t.d “Sjúkraflutningar með þyrlum”, júní 2017 og “Aukin aðkoma þyrlna að sjúkraflugi”, ágúst 2018. Það er bara ein ríkisstofnun sem hefur staðfastlega og opinberlega talað gegn hugmyndinni um sérstakar sjúkraþyrlur en sú stofnun er ekki heilbrigðisstofnun og hefur ekki með meðferð og umönnun sjúklinga að gera nema sem aukaverkefni. Staðreyndin er sú að þörf er á að taka næstu skref í utanspítalaþjónustu á íslandi, framfara er þörf og mikilvægt að ákveða fljótt að setja af stað verkefni sjúkraþyrlna, já í fleirtölu vegna þess að hér á landi eigum við að hafa að lágmarki 3 sjúkraþyrlur auk fastvængjaflugvéla og þeirra þyrlna sem LHG hefur yfir að ráða til þess að við getum þjónustað sem flesta íbúa og gesti þessa lands með gagnreyndum aðferðum, viðeigandi læknisfræði og umönnun en ekki sömu aðferðum og var beytt í Víetnam stríðinu. Höfundur er svæfingahjúkrunarfræðingur/sjúkraflutningamaður.
Opið bréf til Einars Þorsteinssonar og Hildar Björnsdóttur - Hafið þið enga sómakennd? Linda Ósk Sigurðardóttir Skoðun
Stjórn Sambands íslenskra sveitarfélaga er sama um menntun barna en hvað með foreldra? Helga C Reynisdóttir Skoðun
Háskóli Íslands fyrir öll - Rektorsframboð Silju Báru Ólöf Bjarki Antons og Atli María Kjeld Skoðun
Skoðun Opið bréf til Einars Þorsteinssonar og Hildar Björnsdóttur - Hafið þið enga sómakennd? Linda Ósk Sigurðardóttir skrifar
Skoðun Stjórn Sambands íslenskra sveitarfélaga er sama um menntun barna en hvað með foreldra? Helga C Reynisdóttir skrifar
Skoðun Íþróttastarf fyrir alla Guðmundur Sigurbergsson,Ingvar Sverrisson,Hrafnkell Marínósson skrifar
Skoðun Háskóli Íslands fyrir öll - Rektorsframboð Silju Báru Ólöf Bjarki Antons og Atli María Kjeld skrifar
Skoðun Áskorun til Reykjavíkurborgar um matvæli í leik- og grunnskólum Anna Laufey Stefánsdóttir skrifar
Skoðun Gervigreind er síðasta von íslensks heilbrigðiskerfis – munum við grípa tækifærið? Sigvaldi Einarsson skrifar
Skoðun Við erum ennþá hvalveiðiþjóð, hvenær ætlar ríkisstjórnin að grípa í taumana? Micah Garen skrifar
Skoðun Vegna umfjöllunar Kveiks um kynferðislega áreitni á vinnustöðum Andri Valur Ívarsson,Anna Rós Sigmundsdóttir,Dagný Aradóttir Pind,Hrannar Már Gunnarsson,Jenný Þórunn Stefánsdóttir skrifar
Opið bréf til Einars Þorsteinssonar og Hildar Björnsdóttur - Hafið þið enga sómakennd? Linda Ósk Sigurðardóttir Skoðun
Stjórn Sambands íslenskra sveitarfélaga er sama um menntun barna en hvað með foreldra? Helga C Reynisdóttir Skoðun
Háskóli Íslands fyrir öll - Rektorsframboð Silju Báru Ólöf Bjarki Antons og Atli María Kjeld Skoðun