Cech spilaði sinn fyrsta leik í úrvalsdeildinni í íshokkí Ingvi Þór Sæmundsson skrifar 28. nóvember 2023 15:30 Petr Cech byrjaði að spila íshokkí eftir að fótboltaferlinum lauk. getty/Action Foto Sport Petr Cech, fyrrverandi markvörður Chelsea og Arsenal í fótbolta, þreytti frumraun sína í bresku úrvalsdeildinni í íshokkí um helgina. Cech kom við sögu í leik Belfast Giants og Glasgow Clan á laugardaginn. Risarnir frá Belfast unnu leikinn, 5-1, og Cech stóð fyrir sínu í marki þeirra og varði nokkur skot á þeim fimm mínútum sem hann spilaði. Markvarðahæfileikarnir einskorðast því ekki bara við fótboltann. Hinn 41 árs Cech leikur með neðri deildarliði Oxford City Stars en fór á sérstöku neyðarleyfi til Belfast Gaints sem unnu bresku úrvalsdeildina í fyrra. Cech spilaði svo sinn fyrsta leik fyrir Belfast Giants um helgina. Tékkinn var nokkuð sáttur eftir frumraunina. „Þetta er augljóslega sérstakt augnablik. Þú vilt ekki fara inn á við aðstæður þar sem þér er sagt að fara inn. Ég var búinn að standa nokkuð lengi á bekknum. Það eru ekki kjöraðstæður að stökkva svona inn en ég var til staðar fyrir svona lagað, að koma inn á,“ sagði Cech. „Ég kom inn á síðustu fimm mínúturnar og nýtti reynslu mína af stórum leikjum sem ég spilaði lengi. Það hjálpaði því ég var ekki stressaður. Ég æfði með liðinu í tvær vikur og fannst ég geta komið inn og lagt mitt að mörkum.“ Petr Cech on making his Belfast Giants debut pic.twitter.com/Pa0cJdzj4j— BBC Sport (@BBCSport) November 27, 2023 Cech varð fjórum sinnum enskur meistari, vann enska bikarinn fimm sinnum og Meistaradeild Evrópu einu sinni á glæstum fótboltaferli. Hann lék 124 leiki fyrir tékkneska landsliðið. Íshokkí Mest lesið Uppgjörið: Frakkland - Ísland 2-1 | Grátlegt tap í París eftir hetjulega baráttu Fótbolti Þurfti þrjú spor eftir árekstur við rútu landsliðsins Fótbolti Englendingar skoruðu fimm í Serbíu Fótbolti Blaðamenn fleiri en Íslendingar Fótbolti Sársvekktur Andri Lucas: „Ég eiginlega veit ekki hvað hann dæmir á“ Fótbolti Lærisveinar Heimis fara illa af stað Fótbolti Leiðin á HM: Menn ósammála og Gummi Ben brenndi sig Fótbolti Nuno rekinn frá Forest Enski boltinn Reif gjallarhornið úr höndum stuðningsmanns eftir fúkyrðaflaum Handbolti Albert tognaði á ökkla en gæti spilað næsta laugardag Fótbolti Fleiri fréttir Haaland skoraði fimm í tíu marka sigri Noregs „Frammistaða sem við getum svo sannarlega byggt ofan á“ Arnar eftir tapið súra í París: „Hef þroskast svo mikið” Einkunnir Íslands: Andri Lucas bestur í grátlegu tapi í París „Þetta mark átti klárlega að fá að standa“ Fyrirliðinn um markið sem var dæmt af: „Finnst þetta galið“ Sársvekktur Andri Lucas: „Ég eiginlega veit ekki hvað hann dæmir á“ Uppgjörið: Frakkland - Ísland 2-1 | Grátlegt tap í París eftir hetjulega baráttu Grikkland í undanúrslit á EM Endurkoman gegn Víkingum ekki nóg og Bröndby skiptir um þjálfara Englendingar skoruðu fimm í Serbíu Aserar náðu í mikilvægt stig gegn Úkraínu Lærisveinar Heimis fara illa af stað Byrjunarlið Íslands: Daníel byrjar og fimm manna vörn Svíar nötrandi og HM í hættu en starf þjálfarans ekki Tyrkir hentu Íslandsbönunum úr leik Arna semur við Vålerenga Í beinni: Armenía - Írland | Lærisveinar Heimis þurfa sigur Leiðin á HM: Menn ósammála og Gummi Ben brenndi sig Birna Berg snýr aftur í landsliðið og tveir nýliðar „Allir mjög spenntir að fara spila á móti þessum gæjum“ Neitar að eldast og nálgast 200 landsleiki Ange tekinn við Forest: „Hefur sýnt og sannað að hann geti unnið titla“ Ég á þetta mark Albert tognaði á ökkla en gæti spilað næsta laugardag Liverpool hyggst fá Guéhi frítt Serbar grátbiðja stuðningsmenn að haga sér „Stefnum á stig“ Blaðamenn fleiri en Íslendingar María flutt heim til Noregs eftir áfallið í Frakklandi Sjá meira
Cech kom við sögu í leik Belfast Giants og Glasgow Clan á laugardaginn. Risarnir frá Belfast unnu leikinn, 5-1, og Cech stóð fyrir sínu í marki þeirra og varði nokkur skot á þeim fimm mínútum sem hann spilaði. Markvarðahæfileikarnir einskorðast því ekki bara við fótboltann. Hinn 41 árs Cech leikur með neðri deildarliði Oxford City Stars en fór á sérstöku neyðarleyfi til Belfast Gaints sem unnu bresku úrvalsdeildina í fyrra. Cech spilaði svo sinn fyrsta leik fyrir Belfast Giants um helgina. Tékkinn var nokkuð sáttur eftir frumraunina. „Þetta er augljóslega sérstakt augnablik. Þú vilt ekki fara inn á við aðstæður þar sem þér er sagt að fara inn. Ég var búinn að standa nokkuð lengi á bekknum. Það eru ekki kjöraðstæður að stökkva svona inn en ég var til staðar fyrir svona lagað, að koma inn á,“ sagði Cech. „Ég kom inn á síðustu fimm mínúturnar og nýtti reynslu mína af stórum leikjum sem ég spilaði lengi. Það hjálpaði því ég var ekki stressaður. Ég æfði með liðinu í tvær vikur og fannst ég geta komið inn og lagt mitt að mörkum.“ Petr Cech on making his Belfast Giants debut pic.twitter.com/Pa0cJdzj4j— BBC Sport (@BBCSport) November 27, 2023 Cech varð fjórum sinnum enskur meistari, vann enska bikarinn fimm sinnum og Meistaradeild Evrópu einu sinni á glæstum fótboltaferli. Hann lék 124 leiki fyrir tékkneska landsliðið.
Íshokkí Mest lesið Uppgjörið: Frakkland - Ísland 2-1 | Grátlegt tap í París eftir hetjulega baráttu Fótbolti Þurfti þrjú spor eftir árekstur við rútu landsliðsins Fótbolti Englendingar skoruðu fimm í Serbíu Fótbolti Blaðamenn fleiri en Íslendingar Fótbolti Sársvekktur Andri Lucas: „Ég eiginlega veit ekki hvað hann dæmir á“ Fótbolti Lærisveinar Heimis fara illa af stað Fótbolti Leiðin á HM: Menn ósammála og Gummi Ben brenndi sig Fótbolti Nuno rekinn frá Forest Enski boltinn Reif gjallarhornið úr höndum stuðningsmanns eftir fúkyrðaflaum Handbolti Albert tognaði á ökkla en gæti spilað næsta laugardag Fótbolti Fleiri fréttir Haaland skoraði fimm í tíu marka sigri Noregs „Frammistaða sem við getum svo sannarlega byggt ofan á“ Arnar eftir tapið súra í París: „Hef þroskast svo mikið” Einkunnir Íslands: Andri Lucas bestur í grátlegu tapi í París „Þetta mark átti klárlega að fá að standa“ Fyrirliðinn um markið sem var dæmt af: „Finnst þetta galið“ Sársvekktur Andri Lucas: „Ég eiginlega veit ekki hvað hann dæmir á“ Uppgjörið: Frakkland - Ísland 2-1 | Grátlegt tap í París eftir hetjulega baráttu Grikkland í undanúrslit á EM Endurkoman gegn Víkingum ekki nóg og Bröndby skiptir um þjálfara Englendingar skoruðu fimm í Serbíu Aserar náðu í mikilvægt stig gegn Úkraínu Lærisveinar Heimis fara illa af stað Byrjunarlið Íslands: Daníel byrjar og fimm manna vörn Svíar nötrandi og HM í hættu en starf þjálfarans ekki Tyrkir hentu Íslandsbönunum úr leik Arna semur við Vålerenga Í beinni: Armenía - Írland | Lærisveinar Heimis þurfa sigur Leiðin á HM: Menn ósammála og Gummi Ben brenndi sig Birna Berg snýr aftur í landsliðið og tveir nýliðar „Allir mjög spenntir að fara spila á móti þessum gæjum“ Neitar að eldast og nálgast 200 landsleiki Ange tekinn við Forest: „Hefur sýnt og sannað að hann geti unnið titla“ Ég á þetta mark Albert tognaði á ökkla en gæti spilað næsta laugardag Liverpool hyggst fá Guéhi frítt Serbar grátbiðja stuðningsmenn að haga sér „Stefnum á stig“ Blaðamenn fleiri en Íslendingar María flutt heim til Noregs eftir áfallið í Frakklandi Sjá meira