Lífið

Joey Christ og Alma selja bjarta hæð

Svava Marín Óskarsdóttir skrifar
Kærustuparið Joey Christ og Alma hafa sett fallega íbúð sína við Skeggjagötu á sölu.
Kærustuparið Joey Christ og Alma hafa sett fallega íbúð sína við Skeggjagötu á sölu. Skjáskot

Listamaðurinn Jóhann Kristófer Stefánsson, betur þekktu sem Joey Christ, og kærasta hans Alma Gytha Huntingdon-Williams jarðfræðingur, hafa sett fallega íbúð sína við Skeggjagötu í Reykjavík á sölu. Ásett verð er 63,8 milljónir.

Um er að ræða 78 fermetra sérhæð í þríbýlishúsi sem var byggt árið 1939. Húsið er á horni Skeggjagötu og Gunnarsbrautar í Norðurmýri í Reykjavík.

Eignin, sem skiptist í tvö svefnherbergi, stofu, eldhús og baðherbergi auk þvottahúss í kjallara. 

Íbúðin er sérlega björt og fallega innréttuð, en þar má sjá gamalt og nýtt í bland og litríka innanstokksmuni sem fanga augað. Flestir veggir eru málaðir hvítir sem gefur íbúðinni létt og bjart yfirbragð. 

Á milli skápanna eru svokallaðar subway flísar í fagur bláum lit.Pálsson

Eldhús er opið við stofu sem er rúmgóð og björt. Eldhúsið skartar hvítri innréttingu með góðu skápaplássi og bláum subway flísum á veggjum.

Nánari upplýsingar má finna á fasteignavef Vísis.

Í stofunni eru fallegar og klassískar Hansa hillur.Pálsson
Opið er á milli eldhúss og stofu.Pálsson
Tvö svefnherberginu eru í íbúðinni.Pálsson
Eitt baðherbergi er í íbúðinni.Pálsson
Stór og sameiginlegur garður er sunnan við húsið.Pálsson






Fleiri fréttir

Sjá meira


×