Lítið þurfi til að hin laskaða lögn rofni Margrét Helga Erlingsdóttir skrifar 29. nóvember 2023 13:32 Víðir Reynisson, sviðsstjóri almannavarnadeildar ríkislögreglustjóra, segir að hættustig geti varað alveg þar til ný lögn kemst í gagnið. Vísir/Vilhelm Ekki er talið óhætt að reyna að gera við neysluvatnslögnina til Vestmannaeyja sem skemmdist gríðarlega fyrr í mánuðinum. Nú er unnið að því að reyna að festa hana til að koma í veg fyrir að hún rofni. Til skoðunar eru leiðir til að flytja vatn ef lögnin rofnar. Hættustig almannavarna var virkjað í gær vegna tjónsins sem var á neysluvatnslögninni til Eyja. Skemmdirnar eru umfangsmiklar og ná yfir um þrjú hundruð metra kafla á lögninni. Víðir Reynisson, sviðsstjóri almannavarnadeildar ríkislögreglustjóra segir að sem stendur sé engin bráð hætta. Hin laskaða lögn flytur enn nægt vatn og ekki þarf að grípa til skömmtunar. „Staðan er líka óbreytt að því leytinu til að leiðslan er gríðarlega mikið skemmd og mjög viðkvæm fyrir öllum hreyfingum og það er mat manna að það þurfi lítið til að hún rofni.“ Í ljósi þess sé ekki talið óhætt að reyna að gera við hana en reynt verður að festa lögnina til að reyna að koma í veg fyrir frekari skemmdir. „Kafararnir sem eru að undirbúa að festa lögnina eru að bíða eftir réttum aðstæðum. Það eru ekki góðar aðstæður í augnablikinu en veðurspáin er hagstæð fyrir næstu daga þannig að það er allt á fullu skilst mér hjá þeim fyrirtækjum sem ætla að vinna að því að festa lögnina.“ Hér að neðan má sjá myndband sem sýnir skemmdirnar sem urðu á lögninni til Eyja. Nú stendur einnig yfir vinna við að greina vatnsþörfina; annar vegar hversu mikið vatn þurfi til að halda fullri starfsemi og hins vegar nauðsynlegri starfsemi. Nokkrar leiðir eru fyrir hendi til að koma vatni til Vestmannaeyja ef lögnin rofnar alveg. „Bæði með einhverja bráðabirgðalagnir, flutning á neysluvatni og síðan jafnvel möguleika sem er í stöðunni að hreinsa sjó, það er líka ein leiðin sem verið er að skoða.“ En þetta er gríðarlega vandasamt verkefni. Er staðan ekki þannig að þetta viðbúnaðarstig geti varað jafnvel í einhverja mánuði? „Það eru miklar líkur á því að þetta ástand vari alveg þar til ný lögn er komin,“ segir Víðir en bjartsýnustu spár um lagningu nýrrar lagnar er á vormánuðum 2024. Vatn Vestmannaeyjar Skemmd neysluvatnslögn í Eyjum Tengdar fréttir „Eðlilega lítum við á að þetta sé bótaskylt“ Hætta er á að eina neysluvatnslögn Vestmannaeyja rofni alveg vegna mikilla skemmda en hættustigi almannavarna var lýst yfir í dag. Bæjarstjórinn segir málið á borði lögreglu. 28. nóvember 2023 20:18 Ástandið í Eyjum: „Þetta er grafalvarlegt mál“ Forsætisráðherra og innviðaráðherra eru sammála um alvarleika þess að neysluvatnslögn varð fyrir skemmdum fyrir tæpum tveimur vikum síðan. Bregðast þurfi rétt við. 28. nóvember 2023 14:33 Hættustigi fylgi ákveðið öryggi Hættustigi fylgir ákveðið öryggi að sögn vinnuhóps bæjarstjórnar Vestmannaeyjabæjar. Hættustig almannavarna var virkja þar í morgun vegna tjóns sem varð á neysluvatnslögn til Eyja. 28. nóvember 2023 11:34 Mest lesið Lögreglan tekur leigubílamálin fastari tökum Innlent Fjórir karlmenn stálu Labubu í tugatali Erlent Íhugar að bjóða Selenskí eftir allt saman Erlent Tveir leigubílstjórar sviptir ökuréttindum við Keflavíkurflugvöll Innlent Bláa lónið varar ferðamenn við óprúttnum leigubílstjórum Innlent Eiganda Trump Burger verður sparkað úr landi Erlent Sjaldan fleiri mótmælt ríkisstjórninni Erlent Sendiherra á Íslandi á grundvelli misskilnings Innlent Níu gistu fangageymslur í nótt Innlent Úkraína og Evrópa óttast meðvirkni Trump Erlent Fleiri fréttir Mikill eldur í gömlu timburhúsi á Skaganum Tveir leigubílstjórar sviptir ökuréttindum við Keflavíkurflugvöll Viðvaningsháttur Trump-liða, próflausir leigubílstjórar og vel heppnuð ganga Bláa lónið varar ferðamenn við óprúttnum leigubílstjórum Deilt um ESB og Sólveig Anna ræðir útlendingafrumvarp Níu gistu fangageymslur í nótt Sendiherra á Íslandi á grundvelli misskilnings Pallaball fram á rauðanótt: „Farðu og finndu fólkið þitt!“ Lögreglan tekur leigubílamálin fastari tökum Vond staða Úkraínu, furðukenning um geimverur og Gleðigangan Taka þurfi ráðgjöf Hafró til endurskoðunar Alelda bíll á Emstruleið Vond niðurstaða Úkraínu, ásakanir á hendur sáttasemjara og síðasta hlaupið Mikill meirihluti hefur áhyggjur af stríðsátökum Rannsaka ásakanir á hendur ríkissáttasemjara Samdráttur og vítahringur í boði stjórnvalda Ekki stafi lengur tilvistarógn af Hamasliðum Lést eftir skyndileg veikindi við klettastökk Segjast ekkert hafa vitað um hætturnar í Reynisfjöru Féll fjóra metra í vinnuslysi í Kópavogi Ómeðvitaðir ferðamenn í Reynisfjöru, síbökuð hjón og tölvuspil fram á nótt Enginn árangur af „veiða og sleppa“ aðferðinni Flokkarnir dæla milljónum í áróður á Meta Hræðast að fleiri en einn fari í sjóinn Átökin „hvorki vegna né þrátt fyrir“ áfengissöluna Heitavatnslaust í Laugardal Lést við flúðasiglingar í Vestari-Jökulsá Langflestir telja sig búa á góðum stað fyrir samkynhneigða Áttu ekki von á neinu veseni og viðbúnaður eftir því Amma ræsti neyðarhnapp við enn eina árás dóttur sinnar Sjá meira
Hættustig almannavarna var virkjað í gær vegna tjónsins sem var á neysluvatnslögninni til Eyja. Skemmdirnar eru umfangsmiklar og ná yfir um þrjú hundruð metra kafla á lögninni. Víðir Reynisson, sviðsstjóri almannavarnadeildar ríkislögreglustjóra segir að sem stendur sé engin bráð hætta. Hin laskaða lögn flytur enn nægt vatn og ekki þarf að grípa til skömmtunar. „Staðan er líka óbreytt að því leytinu til að leiðslan er gríðarlega mikið skemmd og mjög viðkvæm fyrir öllum hreyfingum og það er mat manna að það þurfi lítið til að hún rofni.“ Í ljósi þess sé ekki talið óhætt að reyna að gera við hana en reynt verður að festa lögnina til að reyna að koma í veg fyrir frekari skemmdir. „Kafararnir sem eru að undirbúa að festa lögnina eru að bíða eftir réttum aðstæðum. Það eru ekki góðar aðstæður í augnablikinu en veðurspáin er hagstæð fyrir næstu daga þannig að það er allt á fullu skilst mér hjá þeim fyrirtækjum sem ætla að vinna að því að festa lögnina.“ Hér að neðan má sjá myndband sem sýnir skemmdirnar sem urðu á lögninni til Eyja. Nú stendur einnig yfir vinna við að greina vatnsþörfina; annar vegar hversu mikið vatn þurfi til að halda fullri starfsemi og hins vegar nauðsynlegri starfsemi. Nokkrar leiðir eru fyrir hendi til að koma vatni til Vestmannaeyja ef lögnin rofnar alveg. „Bæði með einhverja bráðabirgðalagnir, flutning á neysluvatni og síðan jafnvel möguleika sem er í stöðunni að hreinsa sjó, það er líka ein leiðin sem verið er að skoða.“ En þetta er gríðarlega vandasamt verkefni. Er staðan ekki þannig að þetta viðbúnaðarstig geti varað jafnvel í einhverja mánuði? „Það eru miklar líkur á því að þetta ástand vari alveg þar til ný lögn er komin,“ segir Víðir en bjartsýnustu spár um lagningu nýrrar lagnar er á vormánuðum 2024.
Vatn Vestmannaeyjar Skemmd neysluvatnslögn í Eyjum Tengdar fréttir „Eðlilega lítum við á að þetta sé bótaskylt“ Hætta er á að eina neysluvatnslögn Vestmannaeyja rofni alveg vegna mikilla skemmda en hættustigi almannavarna var lýst yfir í dag. Bæjarstjórinn segir málið á borði lögreglu. 28. nóvember 2023 20:18 Ástandið í Eyjum: „Þetta er grafalvarlegt mál“ Forsætisráðherra og innviðaráðherra eru sammála um alvarleika þess að neysluvatnslögn varð fyrir skemmdum fyrir tæpum tveimur vikum síðan. Bregðast þurfi rétt við. 28. nóvember 2023 14:33 Hættustigi fylgi ákveðið öryggi Hættustigi fylgir ákveðið öryggi að sögn vinnuhóps bæjarstjórnar Vestmannaeyjabæjar. Hættustig almannavarna var virkja þar í morgun vegna tjóns sem varð á neysluvatnslögn til Eyja. 28. nóvember 2023 11:34 Mest lesið Lögreglan tekur leigubílamálin fastari tökum Innlent Fjórir karlmenn stálu Labubu í tugatali Erlent Íhugar að bjóða Selenskí eftir allt saman Erlent Tveir leigubílstjórar sviptir ökuréttindum við Keflavíkurflugvöll Innlent Bláa lónið varar ferðamenn við óprúttnum leigubílstjórum Innlent Eiganda Trump Burger verður sparkað úr landi Erlent Sjaldan fleiri mótmælt ríkisstjórninni Erlent Sendiherra á Íslandi á grundvelli misskilnings Innlent Níu gistu fangageymslur í nótt Innlent Úkraína og Evrópa óttast meðvirkni Trump Erlent Fleiri fréttir Mikill eldur í gömlu timburhúsi á Skaganum Tveir leigubílstjórar sviptir ökuréttindum við Keflavíkurflugvöll Viðvaningsháttur Trump-liða, próflausir leigubílstjórar og vel heppnuð ganga Bláa lónið varar ferðamenn við óprúttnum leigubílstjórum Deilt um ESB og Sólveig Anna ræðir útlendingafrumvarp Níu gistu fangageymslur í nótt Sendiherra á Íslandi á grundvelli misskilnings Pallaball fram á rauðanótt: „Farðu og finndu fólkið þitt!“ Lögreglan tekur leigubílamálin fastari tökum Vond staða Úkraínu, furðukenning um geimverur og Gleðigangan Taka þurfi ráðgjöf Hafró til endurskoðunar Alelda bíll á Emstruleið Vond niðurstaða Úkraínu, ásakanir á hendur sáttasemjara og síðasta hlaupið Mikill meirihluti hefur áhyggjur af stríðsátökum Rannsaka ásakanir á hendur ríkissáttasemjara Samdráttur og vítahringur í boði stjórnvalda Ekki stafi lengur tilvistarógn af Hamasliðum Lést eftir skyndileg veikindi við klettastökk Segjast ekkert hafa vitað um hætturnar í Reynisfjöru Féll fjóra metra í vinnuslysi í Kópavogi Ómeðvitaðir ferðamenn í Reynisfjöru, síbökuð hjón og tölvuspil fram á nótt Enginn árangur af „veiða og sleppa“ aðferðinni Flokkarnir dæla milljónum í áróður á Meta Hræðast að fleiri en einn fari í sjóinn Átökin „hvorki vegna né þrátt fyrir“ áfengissöluna Heitavatnslaust í Laugardal Lést við flúðasiglingar í Vestari-Jökulsá Langflestir telja sig búa á góðum stað fyrir samkynhneigða Áttu ekki von á neinu veseni og viðbúnaður eftir því Amma ræsti neyðarhnapp við enn eina árás dóttur sinnar Sjá meira
„Eðlilega lítum við á að þetta sé bótaskylt“ Hætta er á að eina neysluvatnslögn Vestmannaeyja rofni alveg vegna mikilla skemmda en hættustigi almannavarna var lýst yfir í dag. Bæjarstjórinn segir málið á borði lögreglu. 28. nóvember 2023 20:18
Ástandið í Eyjum: „Þetta er grafalvarlegt mál“ Forsætisráðherra og innviðaráðherra eru sammála um alvarleika þess að neysluvatnslögn varð fyrir skemmdum fyrir tæpum tveimur vikum síðan. Bregðast þurfi rétt við. 28. nóvember 2023 14:33
Hættustigi fylgi ákveðið öryggi Hættustigi fylgir ákveðið öryggi að sögn vinnuhóps bæjarstjórnar Vestmannaeyjabæjar. Hættustig almannavarna var virkja þar í morgun vegna tjóns sem varð á neysluvatnslögn til Eyja. 28. nóvember 2023 11:34