Neytendasamtökin gagnrýna harðlega framgöngu Creditinfo Hólmfríður Gísladóttir og Jakob Bjarnar skrifa 30. nóvember 2023 10:09 Breki Karlsson er formaður Neytendasamtakanna. Vísir/Sigurjón „Meðferð Creditinfo á viðkvæmum persónuupplýsingum um fjárhag einstaklinga gæti farið á svig við lög og starfsleyfi fjárhagsupplýsingafyrirtækisins, að mati Neytendasamtakanna og VR. Hafa samtökin því sent Persónuvernd erindi þess efnis og óskað eftir flýtimeðferð.“ Þetta segir í tilkynningu sem hefur verið birt á vefsíðu Neytendasamtakanna en þar segir einnig að umræddar breytingar, það er að segja að Creditinfo sé farið að miðla upplýsingum um gömul vanskil, hafi haft stórkostlegar, víðtækar og skyndilegar afleiðingar fyrir um 40 prósent Íslendinga. „Þeir fóru óforvarendis að nota eldri gögn en við teljum þau hafa heimild til í lánshæfismat fólks. Við það súnkaði að sögn 15% þjóðarinnar um lánshæfisflokk. Öll framúrskarandi fyrirtæki hefðu látið fólk vita í góðum tíma og gefið fólki ráð og rúm til andmæla en þessu var bara skellt á fólk í skjóli nætur,“ segir Breki Karlsson, formaður Neytendasamtakanna, í samtali við fréttastofu. „Fjöldi fólks missti þar með lánsheimildir og lánstraust hjá lánveitendum, ekki vegna breytinga á eigin högum, heldur vegna breytinga hjá Creditinfo," segir Breki í samtali við Vísi. Fyrirtækið hafi ekki gætt meðalhófs í aðgerðum sínum, veitt fólki upplýsingar fyrirfram né gefið kost á andmælum. „Neytendasamtökin og VR kalla eftir því að stjórnvöld hafi eftirlit með og láti gera úttekt á virkni lánshæfismats Creditinfo. Neytendasamtökin hafa lengi bent á að ekkert eftirlit er með því hvernig lánshæfismat er reiknað út og hvaða breytur stjórni því nákvæmlega hvers vegna tiltekinn aðili fellur um flokk svo dæmi sé tekið, nú eða færist upp um flokk,“ segir í tilkynningunni. Þá segir að fyrir marga geti það haft alvarlegar afleiðngar í för með sér að færast niður um lánshæfnisflokk. Fyrirtækinu beri lögum samkvæmt að veita upplýsingar um vægi einstakra breytna við útreikninga á líkindum í skýrslu um lánshæfi og þau rök sem liggja að baki. Samtökin benda fólki á að biðja um umrædd gögn og hafa birt form sem fólk getur notað. Hér má lesa tilkynninguna í heild sinni. Neytendur Fjármál heimilisins Tengdar fréttir Fjörutíu prósent þjóðarinnar færðust um áhættuflokk um lánshæfismat Fjörutíu prósent þjóðarinnar færðist um áhættuflokk um lánshæfismat við uppfærslu á matinu hjá Creditinfo sem átti sér stað síðasta fimmtudag. Við uppfærsluna er nú litið til eldri upplýsinga um vanskil einstaklinga, en áður. 29. nóvember 2023 14:48 Mest lesið Seldi íbúðina og keypti Bitcoin í staðinn Viðskipti innlent Hótar þrjátíu prósenta tolli á ESB Viðskipti erlent Selja Lagarfoss með tæplega hálfs milljarðs tapi Viðskipti innlent Íbúðum í byggingu fækkar Viðskipti innlent Ójafnrétti að konur þurfi að ganga á veikindarétt vegna barneigna Viðskipti innlent Fyrsta íslenska grænkera ostagerðin í hættu Viðskipti innlent Gleymdi að skrá sig úr stæðinu og því rukkuð um 48 þúsund Neytendur Um forvitna yfirmanninn Atvinnulíf Völdu Noreg fram yfir Ísland þrátt fyrir að besta lausnin væri hér Viðskipti innlent Eiginkona stjórnarmanns keypti óvart í bankanum Viðskipti innlent Fleiri fréttir Seldi íbúðina og keypti Bitcoin í staðinn Íbúðum í byggingu fækkar Selja Lagarfoss með tæplega hálfs milljarðs tapi Ójafnrétti að konur þurfi að ganga á veikindarétt vegna barneigna Fyrirtæki í vopnaframleiðslu eru á rauðum lista Völdu Noreg fram yfir Ísland þrátt fyrir að besta lausnin væri hér Eiginkona stjórnarmanns keypti óvart í bankanum Raunverð íbúða hefur þrefaldast frá aldamótum Atli Óskar ráðinn rekstrarstjóri framleiðslu Engin U-beygja hjá Play Veitingamenn verulega óánægðir með eftirlitið Hindranir í vegi þess að lífeyrissjóðirnir taki þátt í hernaðaruppbyggingu Evrópu Spá umtalsverðum samdrætti í byggingu nýrra íbúða Falsaði fleiri bréf Veltir því upp hvort eigendum hafi verið refsað fyrir að tjá sig Hætta við yfirtökuna Harpa og Linda ráðnar forstöðumenn Stærsti samruninn í áraraðir á borð Samkeppniseftirlitsins Sylvía Kristín ráðin forstjóri Nova Íslenskur pítsastaður í Kína: „Það verður skrítnara og skrítnara að segja frá þessu“ Farþegum til landsins fjölgaði um tuttugu prósent Kvika hafi grætt töluvert á því að hafna upphaflegum tilboðum „Sem betur fer eru aðrir fiskar í sjónum“ Arion og Kvika í samrunaviðræður Eyþór hættur sem framkvæmdastjóri Hopp Svona munu stækkuð Skógarböð og hótel líta út Skrautleg saga laganna hans Bubba Sætta sig ekki við höfnun Kviku Hagnaðist um tæpar sjötíu milljónir króna Lofar bongóblíðu við langþráð langborð Sjá meira
Þetta segir í tilkynningu sem hefur verið birt á vefsíðu Neytendasamtakanna en þar segir einnig að umræddar breytingar, það er að segja að Creditinfo sé farið að miðla upplýsingum um gömul vanskil, hafi haft stórkostlegar, víðtækar og skyndilegar afleiðingar fyrir um 40 prósent Íslendinga. „Þeir fóru óforvarendis að nota eldri gögn en við teljum þau hafa heimild til í lánshæfismat fólks. Við það súnkaði að sögn 15% þjóðarinnar um lánshæfisflokk. Öll framúrskarandi fyrirtæki hefðu látið fólk vita í góðum tíma og gefið fólki ráð og rúm til andmæla en þessu var bara skellt á fólk í skjóli nætur,“ segir Breki Karlsson, formaður Neytendasamtakanna, í samtali við fréttastofu. „Fjöldi fólks missti þar með lánsheimildir og lánstraust hjá lánveitendum, ekki vegna breytinga á eigin högum, heldur vegna breytinga hjá Creditinfo," segir Breki í samtali við Vísi. Fyrirtækið hafi ekki gætt meðalhófs í aðgerðum sínum, veitt fólki upplýsingar fyrirfram né gefið kost á andmælum. „Neytendasamtökin og VR kalla eftir því að stjórnvöld hafi eftirlit með og láti gera úttekt á virkni lánshæfismats Creditinfo. Neytendasamtökin hafa lengi bent á að ekkert eftirlit er með því hvernig lánshæfismat er reiknað út og hvaða breytur stjórni því nákvæmlega hvers vegna tiltekinn aðili fellur um flokk svo dæmi sé tekið, nú eða færist upp um flokk,“ segir í tilkynningunni. Þá segir að fyrir marga geti það haft alvarlegar afleiðngar í för með sér að færast niður um lánshæfnisflokk. Fyrirtækinu beri lögum samkvæmt að veita upplýsingar um vægi einstakra breytna við útreikninga á líkindum í skýrslu um lánshæfi og þau rök sem liggja að baki. Samtökin benda fólki á að biðja um umrædd gögn og hafa birt form sem fólk getur notað. Hér má lesa tilkynninguna í heild sinni.
Neytendur Fjármál heimilisins Tengdar fréttir Fjörutíu prósent þjóðarinnar færðust um áhættuflokk um lánshæfismat Fjörutíu prósent þjóðarinnar færðist um áhættuflokk um lánshæfismat við uppfærslu á matinu hjá Creditinfo sem átti sér stað síðasta fimmtudag. Við uppfærsluna er nú litið til eldri upplýsinga um vanskil einstaklinga, en áður. 29. nóvember 2023 14:48 Mest lesið Seldi íbúðina og keypti Bitcoin í staðinn Viðskipti innlent Hótar þrjátíu prósenta tolli á ESB Viðskipti erlent Selja Lagarfoss með tæplega hálfs milljarðs tapi Viðskipti innlent Íbúðum í byggingu fækkar Viðskipti innlent Ójafnrétti að konur þurfi að ganga á veikindarétt vegna barneigna Viðskipti innlent Fyrsta íslenska grænkera ostagerðin í hættu Viðskipti innlent Gleymdi að skrá sig úr stæðinu og því rukkuð um 48 þúsund Neytendur Um forvitna yfirmanninn Atvinnulíf Völdu Noreg fram yfir Ísland þrátt fyrir að besta lausnin væri hér Viðskipti innlent Eiginkona stjórnarmanns keypti óvart í bankanum Viðskipti innlent Fleiri fréttir Seldi íbúðina og keypti Bitcoin í staðinn Íbúðum í byggingu fækkar Selja Lagarfoss með tæplega hálfs milljarðs tapi Ójafnrétti að konur þurfi að ganga á veikindarétt vegna barneigna Fyrirtæki í vopnaframleiðslu eru á rauðum lista Völdu Noreg fram yfir Ísland þrátt fyrir að besta lausnin væri hér Eiginkona stjórnarmanns keypti óvart í bankanum Raunverð íbúða hefur þrefaldast frá aldamótum Atli Óskar ráðinn rekstrarstjóri framleiðslu Engin U-beygja hjá Play Veitingamenn verulega óánægðir með eftirlitið Hindranir í vegi þess að lífeyrissjóðirnir taki þátt í hernaðaruppbyggingu Evrópu Spá umtalsverðum samdrætti í byggingu nýrra íbúða Falsaði fleiri bréf Veltir því upp hvort eigendum hafi verið refsað fyrir að tjá sig Hætta við yfirtökuna Harpa og Linda ráðnar forstöðumenn Stærsti samruninn í áraraðir á borð Samkeppniseftirlitsins Sylvía Kristín ráðin forstjóri Nova Íslenskur pítsastaður í Kína: „Það verður skrítnara og skrítnara að segja frá þessu“ Farþegum til landsins fjölgaði um tuttugu prósent Kvika hafi grætt töluvert á því að hafna upphaflegum tilboðum „Sem betur fer eru aðrir fiskar í sjónum“ Arion og Kvika í samrunaviðræður Eyþór hættur sem framkvæmdastjóri Hopp Svona munu stækkuð Skógarböð og hótel líta út Skrautleg saga laganna hans Bubba Sætta sig ekki við höfnun Kviku Hagnaðist um tæpar sjötíu milljónir króna Lofar bongóblíðu við langþráð langborð Sjá meira
Fjörutíu prósent þjóðarinnar færðust um áhættuflokk um lánshæfismat Fjörutíu prósent þjóðarinnar færðist um áhættuflokk um lánshæfismat við uppfærslu á matinu hjá Creditinfo sem átti sér stað síðasta fimmtudag. Við uppfærsluna er nú litið til eldri upplýsinga um vanskil einstaklinga, en áður. 29. nóvember 2023 14:48