Sport

Ís­lenski björninn handarbrotinn og missir af bar­daganum í Vín

Óskar Ófeigur Jónsson skrifar
Kolbeinn Kristinsson ætlar ekki að láta þetta mótlæti stoppa sig.
Kolbeinn Kristinsson ætlar ekki að láta þetta mótlæti stoppa sig. @theicebearkristinsson

Íslenski hnefaleikakappinn Kolbeinn Kristinsson mun ekki keppa við Bosníumanninn Mirko Tontor í Vín í Austurríki um helgina eins og áætlað var.

Ástæðan er að Kolbeinn, sem kallar sig íslenska björninn [Ice Bear], braut bein í hendi þegar hann var að undirbúa sig fyrir bardagann.

Kolbeinn segir að hann hafi farið í aðgerð í gær eða á sama degi og hann átti að fljúga út til Vín.

Hann fékk tvo pinna í hendina til að halda brotna beininu á réttum stað og verða þeir í hendi hans næstu fjórar vikurnar.

Eftir það verða þeir fjarlægðir og þá vonast Kolbeinn til að geta byrjað æfingar aftur af fullum krafti.

Kolbeinn segir að hann ætli ekki að láta þetta stoppa sig og ætli sér að fá fljótt bardaga eftir að hann nær sér. Hér fyrir neðan má sjá færslu Kolbeins sem og mynd af brotinu. Ef Instagram færslan birtist ekki er gott ráð að endurhlaða fréttina.

Box



Fleiri fréttir

Sjá meira


×